Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C tvttunMnW^ STOFNAÐ 1913 287. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogar ESB ná tímamótasamkomulagi um EMU Strangar takmark- anir á fjárlagahalla Dublin. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja Evrópusam- bandsins náðu í gær tímamótasam- komulagi um ákvæði „stöðugleika- sáttmálans" svokallaða og tóku þar með stórt skref í átt að upptöku sameiginlegs gjaldmiðils árið 1999. Samþykkt var málamiðlun eftir deilur milli Frakka og Þjóðverja og ákveðið að setja strangar takmarkanir á leyfilegan fjárlagahalla ríkja sem ganga í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, EMU. Hins vegar verður það háð pólitísku mati hvort ríki verða sektuð fyrir of mikinn fjárlagahalla. „Þetta er sigur fyrir Evr- ópu, sigur fyrir evróið," sagði Yves-Thibault de Silguy, sem fer með pen- ingamál innan fram- kvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, eftir að sam- komulagið var í höfn á fundi leiðtoganna í Dublin. Waigel kveðst sáttur Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sem beitti sér fyrir mjög ströngum skilyrðum varðandi fjár- lagahalla ríkjanna, kvaðst vera sátt- ur við niðurstöðuna þótt þýsku stjórninni hefði ekki tekist að knýja fram bindandi ákvæði um sjálfkrafa sektargreiðslur ríkja sem uppfylltu ekki skilyrðin. Sektargreiðslur verða háðar pólitísku mati HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og Jacqu- es Chirac, forseti Frakklands, að spjalli í hléi á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Dublin. „Stöðugleikasáttmálinn er trú- verðugt merki um að evróið verði sterkur gjaldmiðill," sagði Waigel. Aðspurður hvort evróið yrði eins öflugt og þýska markið svaraði hann: „Já, svo sannarlega!" Ruairi Quinn, fjármálaráðherra Irlands, sagði að á fundi fjármála- ráðherra ESB um sáttmálann hefði átt sér stað „heimspekileg og hug- myndafræðileg rökræða um eðli full- veldisins" og bætti við glettnislega að ráðherrunum væri ekki tamt að taka þátt í slíkum umræðum. Leiðtogarnir staðfestu að þýski seðlabankastjórinn Wim Duisenberg yrði yfírmaður Peninga- málastofnunar Evrópu (EMI) og tæki við af Belg- anum Alexandre Lamfa- lussy. Jacques Chirac, for- seti Frakklands, sagði þó að Duisenberg yrði ekki sjálfkrafa yfirmaður Evr- ópska seðlabankans, sem ráðgert er að stofna eftir tvö ár. Samkomulag leiðtoganna felur í sér að verði fjárlaga- halli ríkjanna meiri en 3% af vergn' landsframleiðslu yrðu þau undanþegin refs- ingum ef landsframleiðsla þeirra drægist saman um 2% á ári eða meira. Sektar- greiðslur yrðu hins vegar háðar pólitísku mati ef efna- hagssamdrátturinn yrði meiri en 0,75% af vergri landsfram- leiðslu. Leiðtogarnir náðu ennfremur samkomulagi um lagalega stöðu evrósins og með hvaða hætti það yrði tengt gjaldmiðlum ríkja, sem gerast ekki aðilar að EMU. Mark- miðið var að koma í veg fyrir að ríkin gætu ákveðið gengislækkanir og bætt þannig samkeppnisstöðu sína gagnvart aðildarríkjum EMU. 200IVP8 50o|fc 200 • '. j+ð*l*íi »1* 500 Evró-seðlar kynntir EMI, Peningamálastofnun Evr- ópu, fyrirrennari Evrópska seðlabankans, kynnti i gær evró- seðlana, sem verða teknir í notk- un ekki síðar en 1. janúar 2002 innan aðildarríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU. Listamenn á vegum seðla- banka Austurríkis hönnuðu seðl- ana, sem eru sjö, og verðgildi þeirra er frá fimm evróum til 500. Á annarri hlið seðlanna er stílfært kort af Evrópu og á hinni myndir sem tengjast byggingar- list, svosem brýr, gluggar og bogar. Á seðlunum eru engin tákn sem vísa til einstakra þjóða. Að sögn talsmanns seðlabank- ans eiga seðlarnir að tákna „til- komu nýrrar og sameinaðrar Evrópu". Efnt var til samkeppni um hönnun seðlanna og nefnd 14 sérfræðinga valdi tillögur hönnuða austurríska seðlabank- ans eftir að 2.000 manns frá öll- um lönduin Evrópusambandsins höfðu verið spurð álits á tíu bestu tillögunum. Reuter Fagnað í Bagdað Bagdað. Reuter. MIKILL fögnuður braust út í gær á götu í Bagdað þar sem ráðist var á Uday, annan sona Saddams Husseins, forseta íraks, á fimmtudagskvöld. Talsmaður írasks stjórnarandstöðuhóps með aðsetur í Jórdaníu sagði að þrír eða fjórir menn hefðu ráðist á hann, varpað handsprengjum og skotið af hríðskotabyssum. „Hinn illi ásetningur að drepa tákn íraskrar æsku hefur farið út um þúfur," sagði einn þeirra sem fögnuðu í Bagdað og átti við Uday. „Þegar samsæri mistakast er ástæða til að fagna." Fjölda kinda var slátrað og blóði þeirra skvett um götuna.. Sú athöfn er táknræn og merkir að illur fyrirboði sé á braut. ¦ Hverjir frömdu/22 K> ^^B^^^^^ W^?" ^trJl E^Bnr ¦•¦'¦'"''' * 1 —ctJLC* -1 rip^.. ^d 1 •a^. ¦¦ ^^^^^SBBfcÉH Reute 0 Arás gerð á ísrael Kiryat Shmona. Reuter. NOKKRUM flugskeytum var skot- ið á norðurhluta ísraels í gær en ekki var vitað um mannfall eða eignatjón, að sögn ísraelska hers- ins. Þetta er í fyrsta sinn sem slík árás er gerð á svæðið frá því að vopnahléssamkomulag fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna batt enda á 17 daga árásir ísraela á Hizbollah-skæruliða í Líbanon í mars. Hizbollah-hreyfingin kvaðst ekki hafa skotið flugskeytum í gær. Ráðherraefni hnígur niður LÖGFRÆÐINGURINN William Daley hneig niður við athöfn í Hvíta húsinu í gær þegar Bill Clinton forseti tilnefndi hann við- skiptaráðherra. Forsetinn hjálpar hér aðstoðarmönnum síinmi að reisa Daley upp og þeir ieiddu hann út úr salnum. Hann sneri aftur skömmu síðar við mikinn fögnuð viðstaddra og kvaðst hafa fallið í yfirlið vegna hita í salnum, auk þess sem hann hefði ekkert borðað um daginn. Clinton tilnefnir/20 Samkomulag næst um eftirmann Boutros-Ghalis Allt öryggisráðið styður Kofi Annan Sameinuðu þjóðunum. Reuter. GHANAMAÐURINN Kofi Annan, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fékk stuðning allra aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í atkvæða- greiðslu seint í gærkvöldi. Franska stjórnin féll þá frá þeirri hótun sinni að beita neitunarvaldi gegn honum. „Ráðið hefur náð samkomulagi um að leggja til við allsherjarþing- ið að Kofi Annan verði næsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna," sagði John Weston, sendi- herra Bretlands hjá samtökunum. „Þetta er góð niðurstaða fyrir Áfríku og Sameinuðu þjóðirnar," bætti Weston við. Tilnefning öryggisráðsins verð- ur borin undir atkvæði á allsherj- arþinginu, sem skipar fram- kvæmdastjórann formlega, á þriðjudag. Kjörtímabilið hefst 1. janúar og nái Annan kjöri verður hann sjö- Reuter KOFI Annan hefur verið að- stoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og stjórnað friðargæslu samtak- anna frá 1993. Hann hefur starfað fyrir samtökin í 30 ár. undi framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna. Niðurstöðunni fagnað Boutros Boutros-Ghali, fráfar- andi framkvæmdastjóri, hafði dregið framboð sitt til baka eftir að Bandaríkjamenn beittu neitun- arvaldi gegn honum. „Fram- kvæmdastjórinn er ánægður með þessa einróma niðurstöðu og fagn- ar því sérstaklega að Afríka skuli halda embættinu í annað fimm ára kjörtímabil, eins og framkvæmda- stjórinn hefur stefnt að síðustu mánuði," sagði í tilkynningu frá talsmanni Boutros-Ghalis. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna, kvaðst ánægð með þessa niðurstöðu. Hún fór lofsam- legum orðum um Boutros-Ghali, sagði að hann hefði gegnt embætt- inu af dugnaði og „sett mark sitt á söguna".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.