Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Önnur umræða fjárlaga á Alþingi í gær Tekist á um for- sendur fjárlaga Alþjóðleg skák í Hafnarfirði ÖNNUR umræða fjárlaga fyrir árið 1997, sem fram fór á Alþingi í gær, snerist að miklu leyti um for- sendur fjárlagagerðarinnar, með hve miklum hagvexti megi reikna á næsta ári og hvort raunhæft sé að gera ráð fyrir tekjuafgangi í rekstri ríkissjóðs. Samkvæmt breytingartiliögum þeim, sem meirihluti fjárlaganefnd- ar lagði fram, er gert ráð fyrir tæplega 711 milljóna útgjaldaauka til viðbótar því sem fjárlagafrum- varpið gerði ráð fyrir þegar það var lagt fram í haust. Tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins bíður síðan þriðju umræðu sem og stórir útgjaldaliðir, svo sem heilbrigðismál. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, lagði í framsöguræðu sinni um tillögur meirihlutans áherzlu á að sú efnahagsstefna, sem lýsi sér í fjárlögunum taki til- lit til þess markmiðs að stöðugleiki ríki í efnahagslífi landsins. Framsögumenn stjórnarandstöð- unnar, Gísli S. Einarsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Steingrímur J. Sig- fússon og fleiri, kvörtuðu yfír því, Bílvelta í Kollafirði ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi í Kollafirði í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn hlaut tals- verða áverka í andliti og far- þegi í bifreiðinni meiddist lítils háttar. Þeir voru báðir fluttir í sjúkrabifreið á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, þar sem gert var að sárum þeirra. Grunur leikur á að ökumað- urinn hafí verið undir áhrifum áfengis. Beltin björguðu HARÐUR árekstur varð á vegamótum á móts við bæinn Hvítanes skammt austan við Hvolsvöll um hádegisbilið í gær. Að sögn lögreglu á Hvols- velli björguðu beltin þeim sem í bílunum voru en bílamir eru mjög mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. Hálka var mikil á þess- um slóðum þegar áreksturinn varð. Ökumaður bílsins sem var að koma frá Hvítanesi og beygði inn á Suðurlandsveg virti ekki biðskyldu þar sem hann kvaðst ekki hafa séð hinn bílinn sem var á leið austur Suðurlandsveg. Þrír út af í Borgarfirði ÞRÍR bílar fóru út af veginum í mikilli hálku í Norðurárdal í Borgarfírði í gær. Eignatjón varð nokkurt en fólk sem í bílunum var slapp án meiðsla, að sögn lögreglu í Borgarnesi. að efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar, sem Iýsti sér í fjárlagafrumvarp- inu og skattastefnu hennar, miðaði við að leggja þyngri byrðar á heimil- in á meðan byrðin á fyrirtækin væri lækkuð. Breytt í rekstrargrunn Jón Kristjánsson sagði það mikil- vægt nýmæli, sem felist í nýlokinni endurskoðun á lagaramma fjárlaga- gerðarinnar, að ákveðið hefur verið að setja fjárlög upp á rekstrar- grunni í stað greiðslugrunns, eins og tíðkazt hefur hingað til. Með því móti vinnist tvennt sagði Jón: „I fyrsta lagi koma fjárlögin til með að kveða á um allar fjárskuldbind- ingar sem stofnað er til innan árs- ins, en ekki aðeins þær sem fela í sér greiðslur." Sagði Jón að áætla megi, að munurinn á rekstrargrunni og greiðslugrunni sé a.m.k. fjórir milljarðar um þessar mundir, þann- ig að jöfnuður á ríkissjóði eins og fjárlagafrumvarpið er upp sett þýð- ir í raun halli upp á fjóra milljarða þegar skuldbindingar eru teknar með í reikninginn. MANNBJÖRG varð þegar mótor- báturinn Rósa Björg NK-114 fórst skammt norðnorðaustur af Dala- tanga um klukkan ellefu í gær- morgun. Einn maður var á bátnum og komst hann um borð í gúmmí- björgunarbát. Maðurinn lét tilkynningaskyld- una vita um ferðir sínar um klukk- an 7.30 í gærmorgun og hugðist sigla til Bakkafjarðar. Um klukkan 11 bárust skeyti um gervihnött, sem bentu til þess að neyðarsendir væri í gangi út af norðanverðum Aust- flörðum og var tafarlaust send til- kynning til nærstaddra skipa um málið. Dönsk herþota til hjálpar Öll skip svöruðu kalli nema Rósa ALÞJÓÐLEGT skákmót, kennt við Guðmund Arason, hófst í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnar- firði í gær en þar keppa 30 skák- menn, þar af 10 erlendir en 8 þeirra eru alþjóðlegir meistarar. Þetta er í annað skipti sem Guð- mundur Arason, sem er fyrrver- andi forseti Skáksambands ís- lands, stendur fyrir alþjóðlegu skákmóti til að gefa ungum skák- Björg, þannig að grunur vaknaði strax um að neyðarkallið væri frá bátnum. Haft var samband við danska herþotu, sem var á leið til Keflavík- ur frá Færeyjum, og beðið um að hún flygi yfír svæðið og svipaðist um eftir bátnum. Danska vélin varð fljótlega vör við sendingar frá neyð- arsendinum og tilkynnti skömmu eftir hádegi að gúmmíbátur hefði fundist á reki með að minnsta kosti einn mann um borð, um sjö og hálfa sjómílu norðnorðaustur af Dalatanga. Þar í grennd var brak. Flugmaðurinn tilkynnti til Land- helgisgæslunnar að vélin hefði elds- neyti til að sveima yfír svæðinu í um þrjá stundarfjórðunga áður en mönnum tækifæri til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. A myndinni sést Guðmundur leika fyrsta leik mótsins í viðureign al- þjóðlega meistarans Alexanders Raetskíjs frá Rússlandi og Arnars Gunnarssonar en í fyrstu umferð- inni náði Kristján Eðvarðsson að vinna alþjóðlega meistarann Matt- hew Turner frá Englandi. Önnur umferð hefst í dag klukkan 14. ingar, og sveimaði flugvélin þar um þangað til mótorbáturinn Eydís NS-32 kom til aðstoðar. Eydís hafði verið á línuveiðum á þessum slóðum, en hætti þeim þegar tilkynning barst um neyðar- kallið og hóf leit. Um klukkan 12.45 var skipbrotsmanninum bjargað um borð í bátinn, auk þess sem gúmmíbáturinn var tekinn borð í Eydísi, en danska vélin hélt til Keflavíkur. Sjórinn streymdi inn Skipbrotsmanninum reyndist ekki hafa orðið meint af volkinu og flutti Eydís hann til Borgarfjarð- ar eystri og kom þangað um klukk- an 14 í gær. Við skýrslutöku hjá lögreglunni Forseti ASÍ segir yf- irlýsingar forsætis- ráðherra engu breyta Krefjumst sambæri- legra lífeyr- isréttinda GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að sérfræðingar ASÍ séu ekki sannfærðir um að fullyrðing forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra um að frumvarp um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna feli ekki í sér auk- inn lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sé rétt. Aðalatriði málsins sé hins vegar að ríkisstjómin hafí í stjómar- j sáttmála sett fram það stefnumið að | tryggja öllum sambærileg iífeyrisrétt- indi. ASÍ krefjist þess að stjómvöld standi við þetta markmið. Grétar sagði að í mörg ár hefði Alþýðusambandið verið að búast við því að stjórnvöld tækju af skarið um mótun stefnu í lífeyrismálum. Lífeyr- ismálin hefðu verið til umfjöllunar lengi, m.a. lægju fyrir ítarlegar skýrslur um lífeyrismál frá árunum 1986 og 1987. Viðhorf ASÍ til máls- j ins hefðu því alla tíð legið fyrir. „Alþýðusambandið hefur séð fyrir ' sér að hér yrði mótuð stefna þar sem allir launþegar sætu við sama borð. Nú hefur ríkisstjómin tekið af skarið með þessu samkomulagi við opinbera starfsmenn og gert við þá mjög góð- an samning ef horft er á málið frá sjónarhóli starfsmanna. Það er því j viðfangsefni stjórnvalda að tryggja j öðrum launamönnum hliðstæðan j rétt,“ sagði Grétar. Grétar vísaði til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, en þar segir að I eitt af markmiðum stjórnarinnar sé....að treysta starfsgrundvöll líf- eyrissjóðakerfisins þannig að allir landsmenn njóti sambærilegra lífeyr- isréttinda". Mótuð hefur verið ný stefna „Núna hafa stjórnvöld mótað stefnu í lífeyrismálum til frambúðar. Við emm nýbúnir að endurskoða lífr eyrissamning við okkar helstu við- semjendur þar sem var góð sátt um málið allt, líka iðgjaldagreiðslumar. Fyrst stjórnvöld móta stefnuna með þessum hætti verða þau að tryggja það sem út af stendur varðandi laun- þega á almenna markaðinum," sagði Grétar. Fyrir skömmu áttu sérfræðingar ASÍ og fjármálaráðuneytisirts fund með tryggingafræðingum þar sem farið var yfir forsendur samkomu- lagsins. Forsætisráðherra sagði við Morgunblaðið að það væri sinn skiln- ingur að ekki hafi verið ágreiningur um þessar forsendur. Grétar sagði að sérfræðingar ASÍ hefðu ekki sama skilning á niðurstöðu fundarins. Þeir hefðu gert ýmsar athugasemdir við málflutning fulltrúa fjármálaráðu- neytisins. á Egilsstöðum síðdegis bar maður- inn, sem er um hálffimmtugt og vanur sjómennsku, að skyndilega hefði sjór streymt inn í vélarrúmið og báturinn lagst á hliðina á ör- skammri stundu. Hann hefði reynt að senda neyð- arkall í gegnum talstöð en það mis- tekist, hugsanlega vegna þess fáts sem komið hefði á hann og hugsan- lega vegna þess að aðstæður hefðu verið erfíðar. Honum hefði aðeins gefíst tími til að kanna ástand báts- ins lauslega áður en hann ákvað að setja út gúmmíbjörgunarbát og kveikja á neyðarsendi hans. Rósa Björg hefði síðan sokkið á örfáum mínútum. Ekki er búið að ákveða hvenær sjópróf verða haldin. eldsneytisþörf ræki hann til lend- Morgunblaðið/Ásdís Hröð handtök í síldinni ÞAÐ var heldur betur hraði á þessum unga manni unni í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað, þar sem sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti fyrir í vik- menn voru í óða önn að snúa tunnum. Mannbjörg þegar bátur fórst skammt út af Dalatanga Sökk á örfáum mínútum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.