Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PAKKAÐU honum inn, góði, við ætlum að taka desertinn með og borða hann heima. Ekki „utanaðkom- andi atburður“ HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað vátryggingarfélag af kröfu manns um rúmlega hálfa milljón króna í skaðabætur vegna áverka sem hann hlaut þegar hann lék tennis við son sinn á malbikuðum tennisvelli í borginni Alicante á Spáni. Maðurinn fékk snúningsáverka á hné þegar hann teygði sig eftir tennisbolta og kom síðar í ljós að liðþófi hafði rifnað. Hann var metinn til 10% varanlegrar örorku vegna afleiðinga liðþófameiðsl- anna, auk 100% tímabundinnar örorku í fjórar vikur og 50% í aðrar fjórar. Maðurinn vísaði til þess að hann hefði verið slysatryggður hjá vátryggingarfélaginu, en samkvæmt skilmálum trygging- arinnar var með orðinu slys átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á lík- ama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans. Félagið hafnaði bótum þar sem ekki hefði verið um utanaðkom- andi atburð að ræða og hafnaði fullyrðingu mannsins um að í hinni hröðu atburðarás íþrótta og keppni hlytu allir atburðir, sem valda áverka á íþróttaiðkandan- um, að vera utanaðkomandi. Hæstiréttur staðfesti á HÚSNÆÐISNEFND Reykjavík- ur hefur þegar afskrifað sex millj- ónir króna vegna vanskila á leigu- greiðslum í kaupleiguíbúðum. Vanskil sem ekki hafa verið af- skrifuð eru rúmlega tólf milljónir króna. Samtals nema þessar upp- hæðir um hundrað þúsund krón- um á hverja kaupleiguíbúð í um- sjón Húsnæðisnefndarinnar, en þær eru um 180. Lán fengust til byggingar 30 nýrra kaupleigu- íbúða í Reykjavík á þessu ári og fleiri eru í byggingu frá fyrri árum. „Við höfum nú fært innheimt- fimmtudag niðurstöðu héraðs- dóms, sem taldi slysið einungis taka til hreyfíngar mannsins sjálfs á tennisvellinum. una út úr stofnuninni í banka. Þegar vanskil hafa náð þremur mánuðum fara þau til lögfræðings og þar er þeim fylgt eftir af fyllstu alvöru. Vandinn er uppsafnaður frá árinu 1991 en mér sýnist að þetta sé heldur að fara í rétt átt hjá okkur,“ segir Pálmi R. Magn- ússon, formaður Húsnæðisnefnd- ar Reykjavíkur. „Það er búið að sækja um lán hjá Húsnæðisstofn- un fyrir þeim kaupleiguíbúðum sem nú eru í byggingu. Þær verða því nýttar sem slíkar en nefndin hefur tekið ákvörðun um að bæta ekki við fleirum á næstu árum.“ Kaupleigníbúðir Húsnæðisnefndar Sex milljóna króna vanskil afskrifuð t. Amerísk rúm Amerískar heilsudýnur frá stærstu framleiðendunu SEALY - BASETT - SPIUNCWALL - MAKSIIALL Betri dýnur - meira úrval - betra verð Verð á rúmi með sökkli frá kr. 38.900 Nýborg Opið sunnudag frá kl. 14-17 Ármúla 23, sími 568 6911 Alþjóðlegu kvenréttindasamtökin IAW Mikil áhersla lögð á að út- rýma ólæsinu Inga Jóna Þórðardóttir sat 30. þing alþjóðlegu kven- réttindasamtakanna Int- emational Alliance of Women (IAW)í Kalkútta á Indlandi dagana 1.-8. _ desember. Kvenréttindafélag íslands hef- ur verið aðili að samtökunum allt frá því það var stofnað á fyrsta áratug aldarinnar. Kvenréttindafélög í öllum álf- um heimsins eiga aðild að samtökunum og þau eiga full- trúa hjá öllum helstu stofnun- um Sameinuðu þjóðanna. -Hvað var einkum rætt á þinginu? „Fyrst og fremst var fjallað um hver áhersluatriðin ættu að vera í störfum aðildarfé- laganna á næstu fímm árum, í framhaldi af þeim árangri sem náðist á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking fyrir ári. Þar var gengið frá samþykktum fyrir ríkisstjórnir heimsins um ákveðna aðgerðaáætlun í málefnum kvenna fram á næstu öld og IAW er hluti af þeim grasrótarhreyfingum sem munu fylgjast með því hvemig rík- isstjómimar koma þessari áætlun í framkvæmd. Segja má að samþykktir Samein- uðu þjóðanna séu ekkert annað en skjal nema að það takist að fá ríkis- stjómimar til að standa við þær og grasrótarhreyfingamar eru besta tækið til þess að veita aðhald og stuðning og fylgja samningun- um eftir. Fyrir utan þessa framkvæmdaá- ætlun fyrir næstu ár voru réttindi stúlkubama meginþema sérstaks málþings, sem var hluti af þingi LAW í Kalkútta. Indversku kven- réttindasamtökin skipulögðu mál- þingið og þau leggja mesta áherslu á að beina sjónum að stúlkubörn- um, réttindum þeirra og réttleysi. Það sem mest brann á fólki var réttur stúlkubamanna til mennt- unar. Litið er á ólæsi í veröldinni sem eina helstu hindmnina fyrir frekari framförum í málefnum bama út um allan heim. Ennfremur var mikið rætt um mannréttindi og mannréttinda- fræðslu. í lokaskjali ráðstefnunnar er fjallað um stjómmálaleg réttindi og nauðsyn þess að fólk sé „læst“ á réttindi sín. Þ.e.a.s. að fólk fái í- gegnum menntakerfið og ýmislegt í þjóðfélaginu vitneskju um þau réttindi sem það á að njóta. Síðan var mikið rætt um fátækt í ýmsum löndum, til dæmis í Aust- ur-Evrópu. Ofbeldi hefur einnig verið viðvarandi áhyggjuefni sam- takanna. Fyrir fimmtán ámm hófu samtökin mjög víðtæka baráttu gegn ofbeldi á heimilun-_________ um sem þótti á þeim tíma vera innrás í einkalíf fólks þótt það hafi nú breyst. Fulltrúar á ráðstefn- unni höfðu miklar _____ ^hyggjur því hvað það viðgengst í ríkum mæli að konur og stúlkur séu seldar milli landa tii að stunda vændi fyrir ákveðna aðila. Þetta er hálfgert þrælahald. Við höfum séð ákveðna anga af þessu vandamáli birtast í hörmu- legum atburðum sem tengjast börnum í Evrópu. Ennfremur var fjallað um heil- brigðismálin, m.a. grundvallarrétt- indi eins og rétt stúlkna til næring- ar. Slík umræða er okkur mjög framandi en ekki í þriðja heimin- um, því miður. Þetta lýsir sér í því að stúlkuböm mæta afgangi þegar fjölskyldan nærist, bræðumir fá Inga Jóna Þórðardóttir ► Inga Jóna Þórðardóttir hef- ur átt sæti í alþjóðlegu kvenrétt- indasamtökunum IAW frá árinu 1992 og var formaður Kvenrétt- indafélags íslands á árunum 1992-95. Hún átti ennfremur sæti í sendinefnd íslands á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking fyrir ári. Inga Jóna fæddist á Akra- nesi 24.9.1951, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og námi í við- skiptafræði við Háskóla íslands 1977. Hún starfaði sem inn- kaupastjóri hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. 1976-78 og kennari við Fjölbrautaskól- ann á Akranesi 1978-81. Hún var framkvæmdasljóri Sjálf- stæðisflokksins 1981-84, að- stoðarmaður menntamálaráð- herra 1984-85 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985-87. Hún var í útvarpsráði 1983-91, formaður þess 1985-91, og er nú borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins. Fjallað um réttindi stúlkna og réttleysi mest og stúlkumar afganginn. Þetta hefur jafnvel verið flokkað undir siðvenjur, stúlkurnar hafa ekki sama rétt til matar og bræð- umir. Þetta hefur birst í ýmsum átakanlegum myndum í mörgum löndum veraldar. Þetta eru frumatriði sem eru alltaf til umræðu og valda áhyggj- um. Síðan var mikið talað um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til barneigna, sem er stórmál í mörg- um löndum. Innan þessara sam- taka eru þessi grundvallarréttindi eitt af helstu málunum." - Var rætt um þátt kvenna í mat- vælaframleiðslunni og hlutdeild þeirra í þróunaraðstoð við ríki í þriðja heiminum? „Það var mikil áhersla lögð á _________það mál. í þriðja heimin- um gegna konur mjög veigamiklu hlutverki í öllu samfélaginu, þær ala bömin og kenna þeim, annast heilbrigðismálin og margt fleira, þannig að lykillinn að úrbótum er að kenna þeim réttar aðferðir. Það er hins vegar mjög erfítt að koma því áleiðis meðan ólæsið er jafn mikið meðal kvenna og raun ber vitni. Menn líta svo á að lykil- atriði fyrir frekari framþróun sé að byrja á því að kenna konunum að lesa, því upplýsingamar grund- vallast að miklu leyti á því að fólk sé læst. Möguleikar kvenna til sjálf- stæðra aðgerða em auðvitað mjög takmarkaðir þegar menntunar- skorturinn er algjör. Þannig að í starfí samtakanna er lögð rík áhersla á að þróunarhjálpinni verði beint til kvenna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.