Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samþykkt bæjarráðs Akureyrar Tóbaksvarnanefnd o g Krabbameinsfélagið Utsvarspró- senta lækkar um 0,2% BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að útsvarsprósenta í stað- greiðslu verði 11,79% á næsta ári en nýlega hafði verið samþykkt í bæjarstjórn að útsvarsprósenta næsta árs yrði 11,7%. Samþykkt bæjarráðs nú miðast við að laga- frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði sam- þykkt á Alþingi. Breytingin felur í sér hækkun á heimilaðri útsvarspró- sentu um 0,09% vegna hækkunar á lífeyrissjóðsgreiðslum af kennara- launum og mun ríkið lækka tekju- skattinn á móti um sömu prósentu- tölu. Útsvarsprósenta á Akureyri hefur verið í leyfilegu hámarki síðustu tvö ár, eða 9,2%. Kennarar heyra nú undir sveitarfélögin í landinu og við þá breytingu færast 2,7% af tekju- skatti ríkisins yfír til sveitarfélaga en á móti hefur ríkið lækkað tekjuskatt- inn um 2,65%. Verði fyrirliggjandi frumvarp samþykkt á Alþingi, verður leyfilegt hámark útsvarsprósentunnar 11,99% og þá verður útsvarsprósent- an á Akureyri 11,79%, samkvæmt samþykkt bæjarráðs. Dan Brynjarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, segir að í raun lækki útsvarsprósenta í staðgreiðslu um 0,2%. „Við þessa lækkun minnka tekjur bæjarins um 28 milljónir króna en á móti sparar bærinn í vaxta- greiðslum um svipaða upphæð." Morgunblaðið/Kristján FRÁ verðlaunaafhendingunni á skrifstofu Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Efri röð f.v.: Ingbjörg og Stefán Ringsted, sem tóku við verðlaunum fyrir Árna Má Valmundarson, GA, Lilja Filippusdótt- ir, Ebba Særún Brynjarsdóttir og Guðbjörg Úlfarsdóttir, einnig úr GA, Petra Ingvarsdóttir, Síðu- skóla, Auðrún Aðalsteinsdóttir, Hrafnagilsskóla og Halldóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Fremri röð f.v.: Magnús Aðalbjörnsson, yfirkennari GA, Baldvin Bjarnason, skólastjóri GA, Þorgerður Guðlaugsdóttir, skólastjóri Síðuskóla, og Sigurð- ur Áðalgeirsson, skólasljóri Hrafnagilsskóla. Reyklausir grunnskóla- nemar verðlaunaðir ÁRLEGA veita Tóbaksvarna- nefnd og Krabbameinsfélagið reyklausum (tóbakslausum) bekkjum og einstaklingum í grunnskólum verðlaun og viðurkenningarskjöl. Viður- kenningu fengu allir reyklausir 8.bekkir,9.bekkirogl O.bekkir er um hana sóttu. Verðlaun voru veitt sex reyk- lausum 8. bekkjum en það voru myndskreyttir háskólabolir á alía í bekknum. 30 reyklausir einstaklingar í 9. bekk og jafn- margir í 10. bekk hlutu verð- laun, armbandsúr með áletrun- inni Reyklaus framtíð, á skífu. Athygli vakti að dregnir voru 7 einstaklingar úr Hagaskóla að þessu sinni, 4 úr Foldaskóla og 5 úr Gagnfræðaskóla Akur- eyrar en þetta eru einmitt fjöl- mennustu skólarnir. I tveimur fyrrgreindu skólunum fengu 8. bekkir einnig verðlaun. Nemendum á Akureyri og I Eyjafjarðarsveit var boðið á skrifstofu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis ný- lega, ásamt forsvarsmönnum skóla sinna, þar sem þeir fengu verðlaun sín afhent. MESSUR OG SAM- KOMUR AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Jólatrésskemmtun í safn- aðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 17 á morgun. Ath. tímann. Barnakór Lundarskóla, stjórn- andi Elínborg Loftsdóttir syng- ur ásamt félögum úr Kór Akur- eyrarkirkju. GLERARKIRKJA: Barna- samkoma verður í kirkjunni kl. 11 á morgun. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 17 sama dag. Að- ventuhátíð kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11. Við syngjum jólin í garð, fjölskyldusamkoma með léttri dagskrá, börn og unglingar syngja og sýna helgileik kl. 17 á sunnudag. Síðasti fundur heimilasambands kl. 16 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma kl. 11 á morgun, ræðumaður Birkir Már Kristinsson. Samkoma kl. 14, ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Samskot tekin til innan- landstrúboðs. Bænasamkoma og biblíulestur á miðvikudag kl. 20, unglingasamkoma kl. 20.30. á föstudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyr- arlandsvegi 26; messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63; Sameiginlegur jólafundur sunnudagaskólans í Lundar- skóla og Ástjarnarfundanna á Sjónarhæð á morgun, sunnudag, kl. 13.30 á Sjónarhæð. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Aliir eru velkomnir. Lista- og handverksfólk Laust er til leigu húsnæði á vegum Gilfélagsins í Grófargili. Húsnæðið hentar vel undir lista-, handverks- og sölustarfsemi. Um er að ræða tvær vinnustofur; bjart rými á efri hæð og rými með gluggahlið og . # . inngang við götu á neðri hæð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gilfélagsins ^ * virka daga milli kl. 14.00 og 16.00. JLrcxst Lrc)ski\lijí'il|) Lantlssiimtökin Þroskahjálp Þroskahjálp á Norðurlandi eystra auglýsir eftir starfsmanni. Þarf að hafa uppeldisfraeðilega menntun og reynslu í starfi með fötluðum. Þarf að geta sinnt foreldraráðgjöf og upplýsingamiðlun til aðstandenda fatlaðra, auk þess að vera stjórn Þroskahjálpar innan handar með ýmiss verkefni. Starfið er 50% staða. Umsóknir sendist til skrifstofu Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra, Kaupangi v/Mýrarveg. Upplýsingar gefur Lilja í síma 462 6558. LltLA HÚSIÐ VERSLUN MEÐ KRISTILECAN VARNING Bækur Biblíur Barnaefni Kassettur Geislaplötur Opiðkl. 16-18 Súni 462 4301 • Slrandgotu 13a • Akurtyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.