Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 ’ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Jólafand- ur hjá DECUS Ovitz hættir hjá Disney vegna árekstra hans og Eisners HINN árlegi jólafundur DECUS, sem eru samtök notenda og áhugamanna um tölvubúnað og lausnir frá Digital Equipment Corporation, var haidinn í boði Digital á Islandi, síðastliðinn föstudag. Að lokinni kynningu á því helsta sem framundan er á tölvumarkaðnum var haldin sýn- ing á tölvubúnaði frá Digital. A myndinni eru þeir Haukur Niku- lásson hjá Digital á Islandi, Draupnir Guðmundsson og Guð- mundur Ingi Sverrisson hjá ís- lenskri erfðagreiningu við nýjar Digital tölvur. KitchenAíd DRAUMAVÉL HEIMILANNA! KM90: Verðfrákr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Margir litir. Fæst um land allt. 50 óro frábær reynsla. //// Einar imf Farestveit&Co.hf Borgartúni 2« TT S62 2901 og 562 2900 Los Angeles. Reuter. MICHAEL OVITZ, einn valdamesti maður Hollywood, mun láta af störf- um hjá Walt Disney fyrirtækinu vegna endurtekinna árekstra hans og Michaels Eisners stjórnarform- anns undanfarna tólf mánuði. „Michael Eisner hefur verið góður vinur minn í 25 ár og það breytist ekki, en nauðsynlegt er að viður- kenna að eitthvað hefur farið úr- skeiðis," sagði Ovitz í yfírlýsingu og kvaðst vona að komið yrði í veg fyr- ir hvers konar óþarfa röskun á starfi fyrirtækisins með ákvörðuninni. Disney hyggst ekki skýra frá vali á eftirmanni og segir að starfsemi fyrirtækisins verði haldið áfram á sama skipulagsgrundvelli og áður en Ovitz var ráðinn í október 1995 til að auka umsvif Disney stórveldisins í heiminum. Hörð valdabarátta Að sögn Disneys lætur Ovitz af störfum samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi 31. janúar og mun hann starfa áfram sem ráðgjafi fyr- irtækisins og stjórnar þess. Með HLUTHAFAR í Tanga hf. á Vopnafirði skráðu sig fyrir alls um 160 milljónum króna að nafnvirði í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í vikunni. Boðin voru út bréf að nafnvirði 150 milljónir og var því ekki hægt að verða við ýtrustu óskum hluthafanna. Söluandvirði bréfanna nam alls um 262,5 millj- ónum. Nokkrir hluthafar framseldu for- kaupsrétt sinn til einstaklinga sem ekki voru hluthafar fyrir. Hluthöf- um í félaginu fjölgaði því nokkuð eða alls um rúmlega 50. Þeir eru nú orðnir rúmlega 200 talsins og uppfyllir Tangi þar með öll skilyrði til að sækja um skráningu á Verð- bréfaþingi. Stefnt er að því að sækja um slíka skráningu innan tveggja brottför Ovitz lýkur harðri valdabaráttu hans og Eisners. Ovitz mun hafa sagt vinum sínum að hann væri óánægður hjá Disney og leitaði að nýju starfi. „Ég mun saka dugn- aðar, sköpunarhæfni og forystuhæfileika Mic- haels,“ sagði Eisner, sem benti á að þeir væru gamlir vinir og kvaðst viss um að vin- átta þeirra mundi halda áfram. Eisner sagðist „stolt- ur af öflugu og hug- myndafijóu starfsliðí," sem komið hefði verið á fót á tíu árum, og sagði að Disney mundi „halda áfram að byggja upp ný fyrir- tæki og varðveita forystuhlutverk núverandi fyrirtækja." Ovitz leitaði uppi hæfileikafólk ov var manna færastur á því sviði í Hollywood. Disney réð hann skömmu eftir að fyrirtækið keypti ára. Kaupþing Norðurlands hafði umsjón með útboðinu. Hreppurinn afsalaði sér forkaupsrétti Hlutafjárútboð Jökuls hf. á Rauf- arhöfn, sem hófst 15. nóvember, er langt komið og hafa um 90% sjónvarpsrisann Capital Cities/ABC fyrir 19 milljarða dollara 1995. Samkvæmt fimm ára ráðningarsamningi á Ovitz rétt á grunn- launum upp á 1 milljón dollara á ári og kaup- auka og tilteknum hlutabréfum á tilteknu verði að verðmæti um 100 milljónir dollara. Ólíklegt er talið að Ovitz komist að svo hagstæðu samkomu- lagi, einkum ef hann gengur í lið með öðru kvikmyndaveri. Sérfræðingur segir að það eina sem komi á óvart í sam- bandi við afsögn Ovitz sé tímavalið. Hann kvaðst ekki hafa búizt við að samstarfi þeirra mundi ljúka svo fljótt. Lengi hefur verið vitað um árekstra Eisners og Ovitz í Holly- wood og er Eisner sagður hafa kvartað yfir því að Ovitz hefði ekki hlutafjárins selst. Alls var boðið út hlutafé að nafnvirði 20 milljónir á genginu 5,0. Stærsti eigandi Jökuls hf., Rauf- arhafnarhreppur, afsalaði sér for- kaupsrétti að nýju hlutafé í útboð- inu og óskaði eftir að það hlutafé yrði selt til einstaklinga á almenn- nógu mikið vit á viðskiptum. Fleiri hafa lent í útistöðum við Eisner. Jeffrey Katzenberg, sem nú er meðeigandi í Dreamworks kvik- myndaverinu hætti störfum hjá Di- sney 1994 því að honum tókst ekki að hreppa forstjórastöðuna þegar Frank Wells lézt fyrr á árinu. Kvikmynd um Dalai Lama Síðasti ágreiningurinn mun hafa snúizt um fyrirætlanir Disneys um gerð umdeildrar kvikmyndar um Dalai Lama, þótt hún geti reynzt hættuleg áformum fyrirtækisins um aukin umsvif í Kína. Ovitz hefur farið nokkrum sinnum til Kína vegna myndarinnar og mun hafa borið ábyrgð á því að leikstjór- inn, Martin Scorsese, var ráðinn til starfa hjá Disney. Eisner mun ekki hafa fallið hvernig Ovitz hélt á mál- um. Orðrómur er uppi um að Ovitz hverfi til starfa hjá kvikmyndadeild Sony eða Viacom , sem á Para- mount kvikmyndaverið og MTV, en slíkum fréttum er vísað á bug. um markaði. Því hefur verið ákveð- ið að selja þau bréf sem eftir eru í 150 þúsund króna einingum að söluvirði, en sú fjárhæð nægir ein- staklingi til að njóta fulls skattaaf- sláttar. Hlutur hreppsins í fyrirtæk- inu minnkar af þessari ástæðu úr 83% í 63%. Hefur hluthöfum fjölgað úr 102 í 160 eða um 58, en sótt verður um skráningu á Verðbréfa- þingi íslands þegar hluthafar eru orðnir 200 talsins. Jökull gerir út ísfisktogarann Rauðanúp, fjölveiðiskipið Arnarnúp og rækjubátinn Öxarnúp. Þá á Jök- ull rækjuvinnsluna Geflu á Kópa- skeri og meirihluta í Fiskiðju Rauf- arhafnar á Raufarhöfn. Á liðnu ári störfuðu samtals um 120 manns hjá Jökli hf. og dótturfyrirtækjum. Góð þátttaka í hlutafjárútboðum Tanga hf. og Jökuls hf. Hluthafar Tanga vildu meira en var í boði Michael Ovitz Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hœsta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. <*. 10 ára áhyrgð n, Eldtraust 10 stcerðir, 90-370 cm Þarf ekki að vökva Stáifótur fylgir íslenskar leiðbeiningar *► Ekkert barr að ryksuga - Traustur söluaðili t*. Truflar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting (SXS Nýir sanmingar í höfn hjá Atlanta FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur samið við Saudi Arabian Airlines um verk- efni fyrir tvær Boeing 747 breiðþotur félagsins. Verkefnið hefst síðar í þessum mánuði og varir til loka næsta árs. Hefðbundið pílagrímaflug Atlanta fyrir Saudi Arabian Airlines byrjar í mars á næsta ári og þá verð- ur bætt við tveimur Boeing 747 þot- um. Atlanta verður því með fjórar Boeing 747 þotur í Saudi-Arabiu og um 320 starfsmenn þar á næsta ári. Því hefur Atlanta tekið á leigu 100 einbýlishús fyrir starfsmenn sína í Saudi-Arabíu. í frétt frá Atlanta kemur fram að með nýja samningnum aukist umsvif félagsins enn frekar í Saudi-Arabíu. Ráðnir hafa verið 9 flugmenn til fyr- irtækisins vegna nýrra verkefna og námskeið fyrir allt að hundrað flug- freyjur og flugþjóna eru að hefjast. Ársveltan um 4,5 milljarðar Undirritaður hefur verið samning- ur til tveggja ára um aukin verkefni Atlanta í Bretlandi, bæði í leiguflugi með hópa ferðafólks og í flugi á vegum flugfélagsins Brittania Airways og fyrirtækisins Goldcrest. Alls verða fjórar breiðþotur af gerð- inni Tri Star notaðar í þessum verk- efnum, auk þess sem fimmta Tri Star þotan verður notuð til skiptis í flugi fyrir viðskiptavini í Bretlandi og á íslandi en eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu mun Atlanta flytja 8 þúsund farþega á vegum ferðaskrifstofunnar Urvals- Útsýnar á næsta ári. Auk þess mun Atlanta annast allt leiguflug fyrir Samvinnuferðir-Landsýn á næsta ári. Atlanta hefur einnig endurnýjað samninga við þýska flugfélagið Luft- hansa til ársins 1998 um fraktflutn- inga fyrir félagið en Atlanta hefur annast fraktflutninga fyrir Luft- hansa frá árinu 1990. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar, skrifstofustjóra Atlanta, hafa umsvif flugfélagsins vaxið gífurlega síðustu fjögur árin og er útlit fyrir að velta ársins 1996 verði um 4,5 milljarðar. „Með nýju samningunum er okkur kleift að nýta flugflota okk- ar árið um kring en Atlanta er um þessar mundir með 14 þotur í rekstri sem félagið á eða hefur á leigu. Starfsmenn á þessu ári voru um 560 þegar þeir voru flestir og lítur út fyrir að þeir verði á milli 6 og 7 hundruð á næsta ári.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.