Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR14. DESEMBER 1996 Barðin Jólahlaðborðin eru orðin fastur liður í jóla- undirbúningnum. Steingrímur Sigurgeirs- son veltir fyrir sér hvers vegna þau hafí náð slíkum vinsældum □ ESEMBER var til skamms tíma einhver daufasti tími ársins á íslenskum veitinga- húsum. Þótt erillinn væri aldrei meiri en fyrir jól í öðrum þjónustu- greinum var matur ekki ofarlega í huga fólks fyrr en á aðfangadag, og þá í heimahúsum. Þetta hefur algjörlega snúist við á skömmum tíma og má segja að jólaösin á veitingahúsum stefni í að verða sambærileg við það sem ger- ist í verslunum. Hyggist menn snæða í hópi vina eða vinnufélaga einhverja helgi í desember þýðir ekki annað en að panta borð tíman- lega, helst fyrir miðjan nóvember, vilji menn vera öruggir um að fá borð þar sem menn vilja og þegar menn vilja. Eflaust eru margar skýringar á þessu en sú augljósasta er auðvitað sú að veitingamönnum hefur greini- lega tekist að búa til útfærslu sem fellur vel að íslenska jóla- undirbúningnum: jóla- hlaðborðið. Líkt og flestir aðrir jólasiðir er það ekki íslenskt að uppruna. Jóla- hlaðborðið er norrænt í eðli sínu og hefur líklega hvergi náð að festa sig jafnvel í þjóðmenning- unni og í Danmörku. Norðurlandabúar vilja veisluborð sín hlaðin krásum þannig að þau svigna undan þunganum. Nánasar- legir smáskammtar henta okkur ekki, við viljum mat og mikið af honum. Köld borð, hlaðborð, það er það sem fellur að okkar hugmynd- um um veislu. Það eru nú orðin allnokkur ár frá því að jólahlaðborðin fóru að sjást á íslenskum veitingahúsum. Hægt og sígandi sóttu þau á og nú er svo komið að engin matstofa er svo aum að hún bjóði ekki upp á ,jóla“-eitthvað í desember- mánuði. Líkt og ávallt hefur þetta kosti og galla. Kostirnir eru augljósir. Flóran verður fjöl- breyttari og okkur býðst kjörið tækifæri til að gera okkur glaðan dag í dimmasta skammdeginu fyrir viðráðan- legt verð. Einn helsti gallinn er sá að þegar eitthvað nýtur vinsælda reyna allir að komast inn á markaðinn og næla sér í hluta hlaðborðsveltunnar. Þá virtist á tímabili, síðustu tvö til þrjú árin, stefna 1 það að úrval- ið yrði helst til einsleitt, sama útgáfan af sama íyrirbærinu yrði í boði hvert sem litið var. Valið stæði þá einungis um það í hvaða umhverfi maður vildi njóta veitinganna. I ár sýnist mér sem tekið hafi verið skref í átt frá þessari þróun. Staðirnh’ eru í auknum mæli farnir að sérhæfa sig, skapa sér einhverja sér- stöðu sem greinir þá frá öðrum. Þetta er auðvitað ekki síst nauðsynlegt ef það á að vera freistandi fyrir fólk að fara oftar en einu sinni og jafnvel oft- ar en tvisvar út að borða í desember. Nokkrir gamalgrónir staðir halda í hefðina, klassískt jólahlaðborð, líkt og það hefur þró- ast á Islandi. Oðinsvé, Skrúður á Hótel Sögu og Naustið eru dæmi um þennan flokk. Aðrir Jólaösin fær- ist inn á veit- ingastaðina MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnin er gífurleg á þessum markaði enda eftir miklu að slægjast. Ég hef heyrt þeirri tölu fleygt að í desembermánuði fari 50-60 þúsund manns í jólahlaðborð. Að hluta til kemur þetta við- skiptavinum til góða, menn verða að bjóða góða vöru á góðu verði í slíkri samkeppni. Þegar best lætur er allt gert á staðnum, frá sfld til rauðkáls, og reynt að hafa eitthvað á boðstól- um er sker sig úr. Eitt af því sem hefur heillað mig hvað mest er hangikjöt af vetrargömlum sauð á Borginni. Alvöru, bragð- mikið hangikjöt líkt og maður getur ímyndað sér að það hafi ver- ið hér áður fyrr. Skuggahliðin er sú að vinsæl- ustu staðirnir geta leyft sér að skammta þann tíma er fólk hefur til umráða. Þú hefur þitt borð i x klukkustundir. Eftir það verður að rýma fyrir næsta holli. SÆLKERINN ÞRJÁR útfærslur: Risahlaðborð Perlunn- ar, Sigurður og Orn á Borginni og kalkúnar á Argentínu. Þróunin virðist í þá átt að menn reyni að skapa sér sér- stöðu. leggja meiri áherslu á hver eða hverjir það eru sem standa á bak við það sem á hlaðborðinu er. Dæmi um þetta er samstarf þeirra Arnar Garðarssonar og Sig- m-ðar Hall á Borginni, en þeir eru félagar úr landsliðinu í matreiðslu. Önnur dæmi eru Skúli Hansen á Skólabrú og Sturla Birgisson, matreiðslu- maður ársins annað árið í röð, í Perlunni. Þá má auðvitað ekki gleyma borðinu hennar Idu David- sen sem í ár er á Loftleiðum. Enn aðrir reyna að hverfa frá hlaðborð- inu og bjóða þess í stað nokkurra rétta ,jólaseðil“. Holtið, Grillið og Humarhúsið fylla til dæmis þennan flokk. Og svo eru það veitingastaðir sem skapa sér sérstöðu með því að g gera eitthvað sem enginn annar er ; að gera, t.d. Argentína og Carpe Diem þar sem jólahlaðborðin byggjast á kalkúnakjöti einvörð- ungu. Sígildari útfærslur á Argent- ínu, djarfari og villtari samsetning- ar á Carpe Diem. Mikil samk eppni Er hægt að treysta vitnum? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Þegar um sakamál er að ræða byggist niðurstaðan oft á framburði bæði ákærðu og vitna. Að hve miklu leyti er hægt að treysta því að menn muni rétt það sem þeir upplifðu? Svar: Að muna atburði getur und- ir venjulegum kringumstæðum aldrei orðið nákvæmt. Fólk bæði sleppir úr og bætir við í frásögn sinni og atburðirnir taka ýmsum breytingum, sem ráðast af ýmsu í persónuleika og umhverfi þess sem rifjar upp. Nákvæm athugun og góð eftirtekt við minnisfestingu atburða er að jafnaði forsenda fyr- ir því að upprifjunin geti orðið ná- kvæm, og fer þetta mikið eftir greind og almennum persónu- leikaþroska athugandans. Langt er síðan sálfræðingar fóru að gera rannsóknir á áreiðan- leika vitnisburðar. Gerð var til- raun með hóp manna, sem beðnir voru að skoða mynd af atburði til þess síðan að skrifa lýsingu á myndinni. Strax eftir skoðun voru villuatriði 5% og nokkrum vikum síðar voru villumar orðnar 10%. Þá kom í ljós að hinir prófuðu voru jafnlíklegir tfl að vinna eið að röngum sem réttum atriðum. Ef leiðandi spumingar vom lagðar fyrir vitnin jókst ónákvæmni vitn- isburðarins. Spurt var um atriði sem ekki vom á myndinni („Tókstu eftir manninum sem stóð undir trénu?“). í fjórðungi tilvika var vottað um hluti sem ekki höfðu verið á myndinni. Allt þetta fólk hefði verið tekið sem „góð vitni“ í réttarrannsókn. Tilraunir á rannsóknastofum einfalda þó oft svo hlutina, að nið- urstöður þeirra hafa takmarkað gildi fyrir það sem gerist í daglega lífinu. Tilraunir með áreiðanleika vitnisburðar byggjast á því að vitnin era látin athuga einhverja atburði, en í raunvemleikanum er athugun vitna meira og minna til- viljanakennd og byggist oft á mun persónulegri atriðum svo sem áhuga, afstöðu og tilfinningalegu ástandi þeirra. Þá verður truflun frá öðrum atburðum, sem gerast Minnisfesting samtímis eða nálægt í tíma til að draga athyglina frá viðkomandi atburði. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á atburðum á vettvangi sýna mun meiri ónákvæmni en fram kemur í tilraunum. Framburður barna stendur að flestu leyti að baki framburði full- orðinna. Þetta á sérstaklega við um ung böm, þar sem hvarflandi hugarflug, óljós skfl á milli ímynd- unar og veruleika, oft lítill skiln- ingur á samhengi í atburðarás, sjálfmiðuð hugsun og skortur á hlutlægni draga úr áreiðanleika vitnisburðarins. Börn og van- þroska einstaklingar hafa í sjálfu sér ekki lakara minni en fullorðn- ir, en túlkun þeirra á atburðum er ekki alltaf í samræmi við það sem við köllum raunveruleika. Þess ber einnig að gæta að leiðandi spurn- ingar auka enn meira á óná- kvæmni þeirra en hjá fullorðnum og þau hafa að jafnaði meiri til- hneigingu en fullorðnir til að þóknast þeim sem spyr. Það er þó enginn vafi á því að venjulegt fullorðið fólk hefur ein- nig verulega tilhneigingu til að þóknast þeim sem spyr, sérstak- lega ef spyrjandinn er einhvers konar sérfræðingur eða yfirvald. Læknar leita að vitnisburði sem leiðir til sjúkdómsgreiningar, lög- menn að vitnisburði sem færir rök að atburðum sem gætu leitt til sektar eða sakleysis. Fyrirfram afstaða þeirra og tilgátur geta haft vemleg áhrif á niðurstöðuna. Læknir sem hafði sérstakan áhuga á kynlífsvandamálum, komst oftast að þeirri niðurstöðu að sjúklingar hans ættu við slík vandamál að stríða. Sjúklingar annars læknis vora flestir haldnir þunglyndi. Sjúklingarnir em yfir- leitt samvinnugóðir og vilja hafa lækninn sinn eða sálfræðinginn ánægðan. Þeir finna fljótt hvað hann vill heyra. Svipbrigði hans, málrómur og áherslur gefa til kynna hvemig honum líkar. Hið sama gildir vafalaust um þá sem eiga skipti við lögmenn. Réttarsal- urinn er vettvangur valdsins og eins gott að hafa þá góða, sem þar vinna sín störf. Vitni eru að sjálf- sögðu misjöfn hvað þetta snertir, og fæstum þeirra er ljós þessi til- hneiging sín til að þóknast og finnst þeir vera að gera sitt besta til að leiða sannleikann í ljós. Það má ljóst vera að áreiðan- leiki vitnisburðar er ekki aðeins háður brigðulu minni heldur ein- nig mörgum öðram þáttum í fari vitnisins og þeim kringumstæðum sem hann ber vitni um. Því er nauðsynlegt að sannprófa vitnis- bm-ð sem best með fleiri vitnum ef kostur er á, ef byggja skal á hon- um afdrifaríkar ákvarðanir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum niilli klukknn 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.