Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verð með pakkaafslætti Barnapakki Unglingapakki Fullorðinspakki Gönguskíðapakki Tökum notaðan skiðabúnað upp í nýjan frá kr. 12.990 stgr. frá kr. 16.567 stgr. frá kr. 20.689 stgr. kr. 14.952 Pokasett m/skíðapökkum tilboð kr. 3.500 í rIL S Q (3 A GG ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 5519800 og 5513072. Holl, fitusnauð og ljúffeng nanuni-terta EFTIRFARANDI er uppskrift að fitusnauðri tertu, sem er engu síðri en þær sem innihalda fitu og eggja- rauður og nú er bara að prófa. Ljúflingsterta með halo- freistingn % bolli hrósykur eða púðursykur 4 eggjahvítur 2 bollar hveiti l h tsk lyftiduft 1 % tsk matarsóti 'h bolli eplamauk % bolli sjóöandi vatn 1 bolli heslihnetuspænir 'h bolli döðlur saxaðar * 3 stk. saxað halo-súkkulaði, helmingi fituminna Þeytið saman sykur og eggja- hvítur, blandið þurrefninu varlega út í, síðan eplamauki og sjóðandi vatni. Að lokum er hnetum, döðlum og halo-súkkulaði hrært útí með sleif. Setjið deigið í tvö hringlaga (smurð) tertuform, bakið í ca. 20 mín. við 175qC. Á milli tertubotnanna er gott að setja banana eða jarðarber. Nú svo á hátíðar- og tyllidögum má bæta við tjóma með nokkrum halo-bitum Ath! í tertunni er engin olía, smjörlíki eða eggjarauður. * Halo-súkkulaðið er fáanlegt í þremur bragðtegundum, þ.e. appels- ínu, hunangs og karamellu. Höftindi uppskriftar fínnast hunangshalo njóta sin best í kökunni en hinar bragðtegundimar eru einnig góðar. EIGANDi er Sigurlína Hreinsdóttir snyrti-, og naglafræðingur Silkineglur og naglaskraut NÝLEGA var opnað fyrirtækið efni við ásetningu silkinaglanna. Nagla Gallerý við Skólavörðustíg Lögð verður áhersla á nagla- 38. Starfsfólk stofunnar sérhæfir skraut og styrkingu á eigin nögl- sig í ásetningu silkinagla. í um. í tilefni opnunarinnar verður fréttatilkynningu frá fyrirtæk- sérstakt tilboð fram að jólum og inu segir að notuð séu skaðlaus opið á kvöldin og um helgar. Sólríkur með epla- bragði í BYRJUN næstu viku verður hægt að fá safann Sólríkan með epla- bragði sem Sól hf framleiðir. Hann er að uppistöðu eplasafi eða um 50% innihaldsins og ávaxta-, og þrúgu- sykur notaður í stað hvíts sykurs. Sólríkur með eplabragði kemur í 1,5 lítra umbúðum og kemur hann í nýjum umbúðum sem eru húðaðar að innan með áli til að varðveita ferskleika. Sjálfvirkur slökkvari kertaljósa BLÓMAVAL hefur á boðstólum sjálfvirka kertaslökkvara sem nefndir eru „englavakt". Þrír í pakka kosta 99 krónur. Kerta- slökkvararnir eru einföld uppfinn- ing gerð úr messinghólki sem ' smeykt er utan um kertið í hæfí- I legri hæð frá stjakanum eða skreyt- j ingunni. Þegar loginn er kominn hættulega neðarlega á kertið smell- ur plata yfir logann og slekkur á kertinu. Hrísgrjóna- ábætir með hindbeijasósu [ KOMINN er í verslanir sérstakur ( jólaábætir frá Mjólkursamsölunni, „ris á l’amande" eða hrísgrjóna- ábætir með hindbeijasósu. Hrís- gxjónaábætirinn er framleiddur hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal og verður hann seldur fram yfír jól eða meðan birgðir endast. Leiðbeinandi smásöluverð með VSK er fímmtíu krónur. } Yfirlýsing Bónus 25-35% ' ódýrari NEYTENDASÍÐU Morgunblaðsins barst eftirfarandi yfirlýsing frá Bónus vegna fréttar sem birtist á síðunni fyrr í vikunni. „Bónus neitar algjörlega grófum f* 1 ásökunum heildsalans Hauks Back- p manns þar sem hann segir að Bón- k us lækki eina vöru og hækki aðra. Það er Ijóst að hann fer með rangt mál og hefur Bónus lagt fram sann- anir þess efnis. Einnig geta þúsund- ir ánægðra viðskiptavina staðfest það að lægsta verð á raftækjum á Islandi er í sérvörudeild Bónus í Holtagörðum. Er verðmunurinn að meðaltali 25-35%. Bónus álítur . hinsvegar að fullyrðingar heildsal- f ans séu til komnar vegna gremju I hans yfir því að upp hafi komist | hversu gríðarlega hann leggur á leikföng. ELÞ<N SKIBAPJUCKAR ■■Hi KIICICÍMSifillIi Sýrðar rauðrófur skapajóla- stemmningu „RAUÐRÓFUR eru bragðgóðar, hollar og óskaplega fallegar á lit- inn,“ segir Ólöf Árnadóttir sem súrsar rauðbeður fyrir jólin, setur í glerkrukkur sem hún skreytir til að gefa vinum og vandamönnum á Þorláksmessu. Með tiltækinu segist Ólöf ekki síður vera að búa til stemmningu en sýrðar rauðrófur. „Móðir mín og frænkur hafa undanfarin ár komið í heimsókn í lok nóvember, við útbúum rauðrófuréttinn í sam- einingu og höfum það notalegt," segir hún. Það er auðvelt að súrsa rauðróf- ur og reyndar flest grænmeti að sögn Ólafar, en það tekur tölu- verðan tíma. „Ekki síst þess vegna ákvað ég að gera súrsunina að föstum viðburði í lok nóvember áður en allt jólastressið byijar. Einnig er gott að láta rauðrófurn- ar liggja í legi í nokkar vikur áður en þær eru borðaðar." Krukkurnar hennar Ólafar eru afar skrautlegar en hún notar kanilstöng, negulnagla og lárvið- arlauf til að prýða þær auk þess sem kryddið gefur gott jólabragð. „Rauðrófur skipa sérstakan sess á jólunum hjá okkur og eru ómissandi með svínasteikinni en einnig eru þær mjög góðar með kalkúnakjöti,“ segir Olöf. Ekki skaðar að þær eru taldar mjög hollar, fullar af vítamínum og steinefnum en þar að auki eru þær hreinsandi fyrir lifrina, blóðauk- andi og hægðalosandi. Heimalagaóar sýróar rauórófur i kryddlegi 3 sultukrukkur með smelluloki 2 kg ferskar rauðrófur 'h tsk. sjávarsalt ___________1 I edik_________ _______300-400 gr sykur_____ 3 kanelstangir 6 negulnaglar 3 lárviðarlauf Rauðrófur eru þvegnar og soðn- ar i söltu vatni í um 40-60 mínút- ur eftir stærð. Skolið rauðrófurnar í köldu vatni, afhýðið þær og sker- ið í sneiðar eftir suðu. Þvoið krukkurnar vel upp úr sjóðandi vatni, þurrkið þær vel og deilið niðursneiddum rauðrófum í krukkurnar. Sjóðið saman edik og sykur, hellið edikleginum yfir rauðrófurnar í krukkunum. Setjið þá 1 kanelstöng, 2 negulnagla og 1 lárviðarlauf i hveija krukku. Lokið krukkunum vel og geymið á köldum stað en þannig geymast þær í nokkra mánuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÆR SÚRSA rauðrófur fyrir jólin. F.v. Ólöf Ámadóttir, Brynja Pétursdóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, og sonur hennar, Daníel Geir Karlsson, og Erna Hrönn Geirsdóttir. Það er auðvelt að súrsa rauðrófur og reynd- ar f lest grænmeti Morgunblaðið/Golli Nýtt ÞÓR Ólafsson verksljóri, Guð- rún Gunnarsdóttir matvæla- fræðingur sem þróaði drykk- inn og Elín Björk Jóhannes- dóttir verksmiðjustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.