Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 35 skóli eigi hann að standa undir sér eins og hver annar einkarekstur. Fer hún jafnan mörgum orðum um eigin verslunarrekstur af þessu til- efni. Rétt er að skólinn kallast einkaskóli og gera verður þá kröfu að rekstur hans gangi upp þegar til lengri tíma er litið. Að öðru leyti lýsir samlíking borgarfulltrúans hreinni fávisku. Miðskólinn er sjálfseignarstofnun, og var svo sannarlega ekki stofnaður í hagnað- arskyni eins og venjuleg einkafyrir- tæki. Hann var stofnaður af hug- sjón, til þess að koma til móts við brennandi þarfir foreldra og barna sem almenna skólakerfið hefur brugðist. Hugsjónin var mannúðar- hugsjón, og því er það þeim mun dapurlegra að horfa upp á þessa samlíkingu. Það er einfaldlega ekki hægt að líkja skólabörnum við vör- ur í hillum. Þegar Sigrún býðst til að koma börnum skólans fyrir í skólum borgarinnar er hún í raun að tala um þau eins og dauða hluti sem einfalt sé að færa til. Stjórn- málamaður sem talar um manneskj- ur með þeim hætti, og leggur allan rekstur að jöfnu, hvort sem um er að ræða súpupakka eða börn, getur ekki búið yfir þeirri lágmarksdóm- greind og siðferðiskennd sem stjórnmálamenn eiga að hafa. Þegar slík viðhorf ráða ríkjum getur ekki verið von á góðu. Stjórn Miðskólans leitaði ekki til borgaryf- irvalda að gamni sínu, heldur var það af tveim ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að hún taldi að borgin bæri nokkra ábyrgð á því hvernig komið væri, þegar fótfestunni var kippt undan skólanum með því að segja upp húsnæðinu, án þess að útvega nýtt í staðinn með sömu skilmálum. Og í öðru lagi vegna þess að í skólanum hefur farið fram aðdáunarvert starf, þar sem skóla- göngu fjölda barna hefur verið bjargað. Skólinn er einfaldlega þess virði að bjarga honum vegna starfs hans og árangurs. Því viðurkenndi stjórnin hreinskilnislega að mistök hefðu verið gerð í rekstri skólans og benti á ýmsar leiðir til sam- starfs við skólayfirvöld borgarinnar um leið og leitað var liðsinnis svo endurskipuleggja mætti reksturinn. Synjun borgaryfirvalda á erindi Miðskólans vekur mann til umhugs- unar um tvö atriði. í fyrsta lagi, að þau skyldu ekki sjá og skoða með opnum huga það sem Miðskól- inn hefur fram að færa í skóla- starfi. Getur það verið að fræðsluyf- irvöld hafi ekki áhuga á því að vita hvers vegna slík einróma ánægja ríkir meðal foreldra um skólann? I öðru lagi vekur þessi raunasaga upp spurningar um samskipti borgara, stjórnmálamanna og embættis- manna. Að þessum atriðum verður vikið í síðari hluta greinarinnar. Síðari hluti greinarinnar birtist nk. þriðjudag. Höfundur er bókmenntafræðingur, á börn í skóla og er í stjórn Miðskólans í Reykjavík. Opið til kl. 22 í kvöld. Opið sunnudag kl. 13-18. 100% vind- og vatnshelt efni »hummél é SPORTBÚÐIN Nóatúni 17, sími 511 3555 Snúra í mitti Jólaverð Mm . Teg.: Isaberg ■J -''ij'xÍxj1] Ulpur m/Fleece-jakka. Verðfrá 13.500 Skíðasamfestingar barna. Verð frá 6.990 íþróttagallar barna. Verð frá 3.990 Skíðabuxur barna. Verð frá 3.990 Skíðasamfestingar fullorðins. Verðfrá 9.990 [þróttagallar fullorðins. Verð frá 4.990 Smellubuxur. Verð frá 3.390 I i i I i EG BORÐA - EG BORÐA - EN GRENNIST SAMTÍ EN GRENNIST SAMT! Michel Montignac var kallaður fitubolla í bernsku. Hann uppgötvaði nýja aðferð til að grennast eftir að hafa lesið 350 bækur um næringarfræði. A matseðlinum voru bæði gæsalifur og úrvals rauðvín - en samt grenntist hannl Sömu sögu er að segja um milljónir manna í Evrópu og Bandaríkjunum, sem lesið hafa bók Montignacs, Eg boroa - en grennist samt. IRÓÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.