Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tímamótasamningxir Svargrein í MORGUNBLAÐINU 11. og 12. des. sl. birtust greinar eftir þá Pét- ur Blöndal og Guðmund Gunnars- son um frumvarp til laga um lífeyr- isréttindi starfsmanna ríkisins. Báðir greinarhöfundar ráðast af alefii gegn frumvarpinu og finna því allt til foráttu. Gagnrýni Péturs Pétur heldur því fram að frum- varpið leysi ekki vanda lífeyriskerf- is starfsmanna ríkisins þrátt fyrir samtímagreiðslur í A-deild vegna þess að skuldir gamla kerfisins séu nú yfir 110 milljarðar og vaxandi. Pétur sér enga lausn „nema að opinberir starfsmenn sætti sig við lægri laun vegna góðra lífeyrisrétt- inda“. Pétur veit að umræddir starfsmenn ríkisins hafa einmitt þurft að sætta sig við lægri dag- vinnulaun en ella til að fjármagna þessi réttindi. Umsamin kjör hafa tekið mið af þessu. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að tekjur lífeyrissjóðsins aukist sérstaklega um 850 milljónir á ári og aflétt verði takmörkunum á sjóðsstjórn að leita öruggrar og hárrar ávöxt- unar á eignum sjóðsins í framtíð- inni með sama hætti og aðrir lífeyr- issjóðir. Pétur gefur í skyn að stjórn Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hafí hagað sér óábyrgt, þar sem tryggingafræðilegar úttektir hefðu átt að leiða til tillagna henn- ar um hækkun iðgjalds. Skv. 9. gr. laga um LSR á stjómin að gera tillögur „um aðgerðir til að efla sjóðinn" ef athugun sýnir að fjár- hagur er ótryggur. Stjórn LSR hef- ur látið gera tryggingafræðilegar athuganir, síðast vegna 1995. Þessi athugun sýnir að LSR á mikið úti- standandi vegna áfallinna skuld- bindinga, eða yfir 100 milljarða, en þessar inneignir eru hjá tryggum greiðendum, einkum ríkissjóði. Þær inneignir eru ekki lakar tryggðar en helstu eignir annarra lífeyris- sjóða í ríkisverðbréfum. Þrátt fyrir þetta gerir sjóðsstjórn þá tillögu að felld verði brott 2. mgr. 25. gr. gildandi laga sem veitir launagreið- endum heimild til að draga vaxta- tekjur frá skyldugreiðslum sinum til LSR, enda býr enginn annar líf- eyrissjóður við slíkan sjóðsleka uppá 750 milljónir á ári. Asakanir um óábyrga stjórnun eru fráleitar. Það vekur hins vegar furðu að tryggingafræðingar eins og Pétur skuli ekki reikna ábyrgðir launa- greiðenda á ógjaldfölinum skuld- bindingum (með ríkisábyrgð) sem eign! Pétur heldur því einnig fram að með frumvarpinu hafi mistekist að gera lífeyrisréttindi sambærileg. Þetta er alrangt. Frumvarpið felur í sér að réttindi ríkisstarfsmanna munu í framtíðinni byggja á sömu grundvallarreglum og lífeyrisrétt- indi í öðrum lífeyrissjóðum, þ.e. á stigakerfi sem verður fjármagnað með samtímagreiðslum. Það hefur áreiðanlega ekki verið trú Péturs að ríkisstjórnin hafi ætlað að svipta sjóðfélaga réttindum og jafna rétt- indi niðrávið. Forsætis- og fjár- málaráðherrar hafa staðfest opin- berlega að standa ætti við áunnin réttindi og ávinnslurétt núverandi sjóðfélaga og tryggja jafnverðmæt réttindi í nýju kerfi. Þetta voru markmiðin og þau hafa náðst. Ófriðarbál Guðmundar Guðmundur Gunnarsson hefur í frammi ýmsar rangfærslur um efni frumvarpsins sem vekja furðu. Hann heldur því t.d. fram að „kostnaður vegna örorkulífeyris- tryggingar í nýja lífeyrissjóðnum mun eftir 3 ár, þegar réttindi hafa skapast, vaxa svo að iðgjald það sem skattgreiðendur verða að greiða vex iík- lega úr 11,5% í ríflega 20%. Þessi fullyrðing er algerlega órökstudd enda alger firra. Valin- kunnir tryggingafræð- ingar hafa lagt á ráðin um allar forsendur vegna lífeyrisréttinda og reiknað áhrif þeirra. Guðmundur heldur því einnig fram að makalíf- eyrir verði betri í nýja kerfinu en í því gamla. Þessu er algerlega öfugt farið. Fullyrðingar Guð- mundar eru annað hvort byggðar á mikilli vanþekkingu eða meðvit- aðri tilraun til að vekja tortryggni Um hvað snerist eigin- lega, spyr Birgir Björn Sigurjónsson, sam- staða launamanna á síð- astliðnu vori? og andúð meðal almennings á starfsmönnum ríkisins. Guðmundur segir árslaun opin- berra starfsmanna ekki lakari en árslaun annarra launamanna og þess vegna réttlæti ekkert mismun í lífeyriskjörum. Réttindi starfs- manna ríkis hafa byggt á dag- vinnulaunum en ekki árslaunum. Dagvinnulaun háskólamanna hjá ríki eru 30-70% lægri en á almenn- um markaði. Ýmsir hópar háskóla- manna, t.d. læknar og verkfræð- ingar, hafa samið sig undan LSR og um leið undan því launakerfi sem gildir fyrir þá sem eru í þessu lífeyriskerfi. Guð- mundur þekkir af eigin raun þann kerf- isbundna launamun sem ríkir á milli þeirra starfsmanna Pósts og síma sem eru á launakerfi BSRB og í LSR og hinna sem eru t.d. í Rafiðnaðarsambandi íslands og Lífeyris- sjóði rafiðnaðar- manna. Þetta með launa- samanburðinn er þó ekki áhugavert í sjálfu sér heldur hitt að Guðmundur viður- kennir ekki rétt stéttarfélaga opin- berra starfsmanna til að gera sjálf- stæðan kjarasamning um launa- og lífeyriskjör. Hann segir frum- varpið brot á jafnræðisreglu án frekari útskýringa. Sennilega meinar hann að stéttarfélög ríkis- starfsmanna í BSRB og BHM og vinnuveitendur megi ekki gera kja- rasamning um annað en það sem býðst öðrum stéttarfélögum, þ.e. aðildarfélögum ASÍ. Ef þetta er rétt skilið, þá er krafa Guðmundar sú, að ríkinu og jafnvel öðrum vinnuveitendum beri nú skylda til að verða við kröfum stéttarfélaga innan ASÍ um aukin lífeyrisréttindi gegn tilsvarandi lækkun launa. Þetta kann að hljóma sanngjarnt en fæli í sér mikla skerðingu á samningsrétti vinnuveitenda (sem mér er ósárt um). Aðalatriðið er þó að þessi hugmyndafræði á sér enga stoð í jafnræðisregiu (stjórn- arskrár). Ef til vill meinar hann hitt að frumvarpið takmarki kjarasamn- ingsbundna aðild að nýja kerfinu við tilgreind heildarsamtök. Skv. samn- ingi BHM, BSRB og KÍ við fjármála- ráðherra fá þeir sjálfvirka aðild að Birgir Björn Sigurjónsson Menntagyðja í sárum MIKIÐ má nú á ganga til þess að þeir sem orðnir eru út úr heiminum verði fyrir ónæði af veraldar- vafstrinu. Einn daginn hrökk ég upp við að íslend- ingar höfðu vikum saman ekki um annað rætt en þau uggvæn- legu tíðindi að nú var svo komið að gáfað- asta þjóð í heimi var í hópi þeirra stærð- fræðifávita sem ekki geta lagt saman tvo og tvo. Þjóðarsáiin tók þegar að greina vandann: a) Var skólakerfíð svo vitlaust að ekkert varð af því numið? b) Voru kennararnir svo vitlaus- ir að þeir gátu ekkert kennt? c) Voru gáfuðustu börn í heimi Fylgstu meb í Kaupmannahöfn -kjarni málsins! svo vitlaus að þau gátu ekkert lært? Gæðastjórnun Ýmsir landstólpar og forstjórar urðu áhyggjufullir enda hafði þeim ekki orðið ágengt sem skyldi við að koma á fót einka- skólum fyrir börn sín á kostnað ríkisins. En þeir vissu svarið. Innan skólakerfisins þurfti að koma á gæðastjórnun. Stilla það eins og leiser- byssu með geiglaust skot beint inn í æð framtíðarinnar. Þetta var einfaldlega það sem þeir gerðu í sínum fyrirtækjum og sýndi alls staðar frábæran árangur nema á skattskýrslum. Snjallræði, en ... Gæðastjórnun er snjallræði ef..: a) Fyrirtækið getur haft eins lengi opið og keppinautarnir (helst líka á sunnudögum). b) Fyrirtækið getur borgað það rífleg laun að jafngott starfsfólk fáist og keppinautarnir hafa (helst betra). Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. Menntagyðjan býr við köld atlot, segir Krist- ján J. Gunnarsson, og er send sem þurfalingur í misjafnar vistir sveit- arfélaganna. Gæðastjórnun er nefnilega eins og öll önnur kerfi, - þar á meðal skólakerfi, - einungis prump og húmbúkk ef ekki eru fyrir hendi starfskraftar sem færir eru um framkvæmd hennar. Verkefni fyrir úreldingarsjóð Skólakerfi er eins og skip á regin- hafí. Sé stefnan ekki stöðugt leið- rétt með hliðsjón af veðri og vindum, sjólagi og afdrift, mun þar að koma að skipið sigli í strand. En auðvitað þarf útgerðin að búa skipið sæmilega að siglingatækjum og kosta því til að ráða færa áhöfn sem kann að taka réttan pól í hæð- ina. Þetta er afskaplega einfalt og vandalaust og kostar ekkert, - nema peninga. Gæti ekki úreidingarsjóður, - sem alltaf er að sökkva því úrelta og kaupa nýtt í staðinn, fimmtíu pró- sent stærra og afkastameira en vera þyrfti, - gæti ekki þessi ágæti sjóð- ur tekið að sér þetta verkefni? Útgerð skólaskipsins Úthald (þ.e. fjöldi sóknarára mældur í kennslustundum) ís- lenskra grunnskólanema getur orðið allt að tveimur til þremur árum styttra en gerist og gengur hjá miður gáfuðum þjóðum, - eins Krislján J. Gunnarsson. og t.d. þessum Singapaurum sem virðast læra vel þótt lengi séu þeir að því. Þetta getum við staðreynt með- an við ennþá eigum fáeina stærð- fræðinga sem færir eru um að leggja saman vikustundafjölda í aldursflokkum barna- og unglinga- skóla (grunnskóla) með skírskotun til fjölda kennsludaga á skólaárinu og bera saman við hliðstæður er- lendis. En auðvitað dettur fæstum í hug að tímalengdin (og tímafjöld- inn) skipti nokkru máli þegar í hlut eiga okkar súpergáfuðu undrabörn. Þvert á móti hafa landsfeður okkar ár eftir ár við afgreiðslu fjárlaga nartað í hung- urlús vesællar námsskrár til að klípa eina kennslustundina úr þess- ari námsgreininni, aðra úr hinni. Og þá er nú ekki síðri viðurgern- ingurinn við áhöfnina. Byrjunar- laun íslenskra grunnskólakennara eru eitthvað yfir 70 þúsund krónur á mánuði og snöggtum hærri en fátækrastyrkur í Reykjavík. Hins vegar væri ógerningur fyrir þá máttar- stóipa þjóðfélagsins sem hafa um eða yfir milljón krónur í mánaðarlaun að merkja að þar væri nokkur munur á. Og svo eru gagnrýnendur skóla- kerfisins aldeilis undrandi yfir að fólk með háskólamenntun í stærð- fræði skuli ekki flykkjast í grunn- skólana til að kenna, þegar það getur fengið þreföld kennaralaun við störf í tölvu- og viðskiptafræð- um hjá fyrirtækjum úti í bæ. Hug- sjón heilags Frans um veraldlega fátækt er slök söluvara nú til dags. Samt er það nú svo að þó að kennarar teljist ekki til þeirrar frumskógarelítu þjóðfélagsins sem færust er um að bjarga sér með kjafti og klóm þá er þetta fólk furðu útsjónarsamt við að hafa til hnífs og skeiðar. Vinna við eftirm- iðdags- skúringar er stöðugt að verða algengari að ógleymdri sjóðnum sem eru í stéttarfélögum innan þessara samtaka sem hafa kjarasamningsbundna aðild við vinnuveitendur að sjóðnum. Einstök- um aðildarfélögum verður einnig heimilt að semja sig út úr sjóðnum í kjarasamningi. Ekki er ljóst hvort nokkur vinnuveitandi annar en ríki vilji semja við aðildarfélög BHM um aðild að þessum sjóði; það þarf vissu- lega tvo til. Lífeyrissjóðir á almenn- um vinnumarkaði byggjast á kjara- samningum stéttarfélaga. Með frumvarpinu er verið að tryggja sams konar réttarstöðu stéttarfélaga innan BHM, BSRB og KÍ eins og almennt gildir á almennum vinnu- markaði. I því felst að komið er á jafnræði sem ekki var fyrir hendi. Guðmundur virðist ekki muna eftir því að öll heildarsamtök stétt- arfélaga sneru bökum saman á síð- astliðnu vori til að veijast árásum á réttindi launafólks, þar með töldu skerðingarfrumvarpi um LSR. Nú, þegar liggur fyrir frumvarp um líf- eyrisréttindin, sem felur í sér óskert verðmæti á iífeyrisréttind- um starfsmanna ríkisins, þá gleðst hann ekki með þeim heldur myndar bandalag með vinnuveitendum gegn frumvarpinu. Lokaorð Það vekur furðu að Pétur sem er einn af höfundum þeirrar hug- myndafræði að mynda beri sjóði um lífeyrissparnað landsmanna skuli ekki skilja meginefni tíma- mótasamnings fjármálaráðherra og samtaka opinberra starfs- manna. Hitt er fremur sorglegt að Guðmundur sem einn af forystu- mönnum stéttarfélaga í landinu skuli veitast að kjarasamningi stéttarfélaga opinberra starfs- manna um lífeyrisréttindi sem fel- ur aðeins í sér varnarsigur um óskert heildarverðmæti á lífeyris- kjörum félagsmanna. Um hvað snerist eiginlega samstaða launa- manna á síðastliðnu vori? Höfundur er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. sjoppuafgreiðslu á kvöldin. Og það litla sem fæst fyrir þess- ar kennslustundir að morgninum er líka ofurlítil uppbót á launin. Ekki veit ég hvort forstjórarnir í gæðastjórnuninni væru ánægðir með að starfsfólk þeirra byggi við slíkan kost. Eða hvort þeir myndu þá búast við að fyrirtæki þeirra skiluðu hámarksafköstum. Að gera eða gera ekki Vitur maður hefur sagt að sá geri ekkert af sér sem aldrei gerir neitt. Þó eru það afstæð sannindi eins og fleira. í menntamálum hafa landsfeður langtímum saman haft tilhneig- ingu til að líta á þetta sem megin- reglu, ef undan er skilið lofsvert steinsteypuframlag þeirra til skólabygginga er af sér getur glæstar, en stundum svolítið inn- antómar, menntahallir sem kjós- endur komast ekki hjá að taka eftir. Umfram það vilja peningar til menntamála oft verða af skorn- um skammti eftir að búið er að þurrmjólka ríkissjóð til atkvæða- kaupa og offjárfestinga. Ráðamenn og almúgi verða að gera sér grein fyrir að orðin ein og sér hrökkva skammt, hversu fallega sem þau eiga að lýsa fyrir- myndar námsskránni eða allra nýj- ustu skólaspekinni, - fögur orð draga skammt ef athöfn fylgir ekki. Það er þess vegna sem þjóðin hefur núna vaknað við vondan draum. Menntagyðjan Hvers vegna skyldi íslenska menntagyðjan vera svona döpur? Þykja henni það köld atlot að vera send eins og þurfalingur í misjafn- ar vistir sveitarféiaganna? Er hana farið að gruna að aðrar dísir hafi verið landsfeðrum kærari en hún? Höfundur er fyrrverandi fræðslusljóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.