Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SYNUM FORDÆMI í ÚTHAFSVEIÐUM ÞINGMENN jafnaðarmanna og Kvennalista hafa lagzt gegn samþykkt frumvarps Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra um fiskveiðar utan lögsögu íslands. Rök þing- mannanna eru m.a. þau að úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna hafi enn ekki öðlazt gildi og að þess vegna liggi ekkert á að setja lög um veiðar íslenzkra skipa á úthafinu. Þingmennirnir telja að verið sé að „leggja hömlur á úthafs- veiðiflota íslendinga langt umfram það sem úthafsveiðiflotar annarra ríkja munu þurfa að búa við“ og þannig sé komið í veg fyrir „að íslendingar geti aflað sér veiðireynslu og áhrifa til fiskveiðistjórnunar á úthafinu." Engin þörf sé á að „tak- marka þannig afkomumöguleika þjóðarinnar í samtíð og til framtíðar," eins og segir í nefndaráliti jafnaðarmanna, sem Kvennalistinn styður. Þingmennirnir taka hér skakkan pól í hæðina. Það er orðið tímabært að átta sig á að tími óheftra úthafsveiða er að baki. Um allan heim hafa menn orðið sér meðvitaðir um að óheft sókn í fiskstofnana, jafnt innan sem utan lögsögu, getur ekki leitt til annars en hruns i fiskveiðum, með skelfilegum afleið- ingum fyrir forðabúr heimsbyggðarinnar — að ekki sé talað um ríki, sem háð eru fiskveiðum í jafnríkum mæli og Island. Úthafsveiðisamningur Sameinuðu þjóðanna var gerður til að taka á þeim vanda, sem við blasir. Með honum tekst von- andi að koma skynsamlegri stjórn á fiskveiðar á úthafinu, þannig að byggja megi fiskstofnana upp til framtíðar. Á slíkri uppbyggingu byggjast m.a. afkomumöguleikar íslendinga í framtíðinni. Stjórnvöld fiskveiðiríkja verða að styðjast við skýrar lagaheimildir, eigi þau að geta uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningum. Það er engin ástæða fyrir íslendinga að bíða eftir öðrum ríkjum og vona að þau leggi sem minnstar hömlur á veiðar eigin skipa á úthafinu. íslendingar eiga þvert á móti að ganga á undan með góðu fordæmi og setja ýtarlegar reglur, sem gera íslenzkum stjórnvöldum kleift að hafa skynsamlega stjórn á úthafsveiðum íslenzkra skipa. Að sjálfsögðu hljóta menn um leið að gera þá kröfu til sjávarútvegsráðherra að hann beiti valdi sínu samkvæmt lögunum skynsamlega og í þágu fiskistofnanna. Kvennalisti og jafnaðarmenn hafa hins vegar einnig bent á þá hættu að á úthafinu, líkt og innan lögsögu, verði tekið upp stjórnkerfi fiskveiða, sem færi fáum aðilum mikil verð- mæti endurgjaldslaust. Undir þá gagnrýni skal tekið, enda hefur Morgunblaðið lagt til að útgerðarmenn greiði sann- gjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, sem íslenzka ríkið fær úthlut- að á úthafinu samkvæmt alþjóðlegum samningum. SAGA ÍSLANDS ISLENDINGAR hófu snemma byggðar í landinu að skrifa sögu sína. íslendingabók Ara fróða, rituð um 1120 til 1130, geymir ágrip af íslands sögu frá því um 870 fram á ritunartíma. Hún er fyrsta ritið þar sem þjóðarsagan er skipu- lega rakin. íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar og önnur rit Sturlungu rekja síðan þjóðarsöguna frá seinni hluta tólftu aldar til loka þjóðveldisins. Eftir daga Sturiu var ekki skráð neitt yfirlitsrit um sögu þjóðarinnar fyrr en Arngrímur lærði ritaði Crymogæu (ísland), sem út kom í Hamborg árið 1609. Kirkjusaga Finns biskups Jónssonar, sem út kom í fjórum bindum á árunum 1772 til 1778, er og í raun þjóðarsaga allt fram á daga höfundar. Hálfri öld síðar hóf Hið íslenzka bók- menntafélag að gefa út Árbækur Espólíns. Þá hafa verið skrifaðir annálar. Og allnokkur merk yfirlitsrit um þjóðarsög- una hafa verið gefin út á líðandi öld. í ljósi framansagðs þarf engum að koma á óvart þó meðal fyrstu ákvarðana, sem teknar voru um framkvæmdir í minn- ingu ellefu alda búsetu í landinu, hafi verið sú, að ráðast í útgáfu íslands sögu, er næði allt frá landnámi til okkar tíma. Fyrsta bindið kom raunar út þjóðhátíðarárið 1974. Síðan hafa komið út fjögur bindi - og fimm munu eftir. Þetta er rifjað upp nú í tilefni þess að meirihluti fjárlaganefndar flyt- ur við aðra umræðu fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár tillögu um sex milljóna króna framlag til Hins íslenzka bókmenntafé- lags, en fyrirhugað er að ljúka útgáfu á Sögu íslands á næstu árum. Ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar 1974 um útgáfu Sögu íslands var flestum landsmönnum að skapi. Fjárveitingavaldið ræður hins vegar miklu um framgang mála af þessu tagi. Tillaga fjárlaganefndar nú bendir til þess að stjórnvöld hyggist taka sér tak um stuðning við útgáfuna, sem ákvörðun var tekin um fyrir nær aldarfjórðungi. Það er fagnaðarefni. Þetta mikla verkefni þarf góðan stuðning næstu árin. Það fer og vel á því að söguþjóðin rækti sagnaarfinn, sem rekja má allar götur til Ara fróða og Sturlu Þórðarsonar. + Reykjavíkurborg og Kjalames ræða hugsanlega sameiningu Brúargerð forsenda sameínmgar Reykjavíkurborg og Kjalameshreppur hafa tekið upp viðræður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Fyrír Kjalames er helsti hvatinn slæmur fjárhagur en fyrir Reykjavík nýtt framtíðarbyggingar- land. Kristín Gunnarsdóttir kynnti sér kosti og galla sameiningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ Hofsvík á Kjalarnesi er þéttbýliskjarni byggðarinnar. IÐRÆÐUNEFNDIR skipaðar fulltrúum Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps um hugsanlega sameiningu sveitarfé- laganna hafa átt nokkra fundi og sagði Pétur Friðriksson oddviti Kjalarneshrepps, að borgaryfirvöld væru að skoða viðræðuramma sem hreppurinn hafi lagt fram. Verið væri að fara yfir fjármál og skipu- lagsmál hreppsins og kynna í stofn- unum borgarinnar. Reykjavíkur- borg er stærsti landeigandinn á Kjalarnesi og á jörðina Víðines, hluta af Álfsnesi og lönd sem liggja að nesinu, auk þess Saltvík og Amarholt. Ekki í sama kjördæmi Reykjavík og Kjalarneshreppur eru hvort í sínu kjördæminu og í sveitarstjórnarlögum segir í 110 gr. að sameining sveitarfélaga yfir kjördæmamörk verði ekki nema með lögum. Að sögn Sesselju Árna- dóttur, deildarstjóra í félagsmála- ráðuneytinu, er ekki sjálfgefíð að sameining geti gengið upp vegna ákvæða í stjórnarskrá um kjör- dæmaskipan. Breyta þyrfti stjórn- arskránni og til þess þyrfti sam- þykki tveggja þinga í röð og kosn- ingu til Alþingis milli þinga. í lög- um um sameiningu er ekki gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp, að sögn Sesselju. Benti hún á að engin lög bönnuðu að sveitarfé- lag væri í tveimur kjördæmum, en framkvæmdahliðin gengi tæplega upp til dæmis varðandi kosningar. Ekki eru allir sammála túlkun ráðu- neytisins og sagðist Pétur ekki vita betur en að í félagsmálaráðuneyt- inu lægi lögfræðiálit sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi ráðherra hafi látið vinna. Þar komi fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að sveit- arfélag sé í tveimur kjördæmum. Skulda rúmar 100 milljónir Fyrir þremur árum var kosið um sameiningu Seltjarnarness, Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kjal- ames- og Kjósarhrepps og voru andstæðingar sameiningar í hreppnum 60% íbúa, enda mælti enginn með sameiningunni að sögn Péturs. Á almennum borgarafundi sem haldinn var á Kjalarnesi fyrir skömmu var gerð grein fyrir fjár- hag sveitarfélagsins og kynntar þær hugmyndir sem uppi eru um sameiningu við Mosfellsbæ og/eða Reykjavík. Þar kom fram að hrepp- urinn skuldar rúmar 100 milljónir. íbúar eru um 500 og vom skatt- tekjur rúmar 50 milljónir árið 1995 samkvæmt ársskýrslu en áætlað er að tekjur verði rúmar 75 millj. á næsta ári að sögn Péturs. Þrír möguleikar „Menn eru að velta fyrir sér mögulegri framtíðarstefnu sveitar- félagsins," sagði Reynir Kristins- son en hann á sæti í nefnd um hugsanlega sameiningu fyrir hönd Kjalameshrepps. „Við eigum þijá möguleika, að standa áfram einir og sér, að sameinast Mosfellsbæ eða að sameinast Reykjavík. Það em viðræður í gangi annars vegar við Mosfellsbæ og hins vegar við Reykjavík og þær eru í raun ekki komnar mjög langt. Það hefur ekki verið gerð nein könnun meðal al- mennings um hver viðhorfín em til sameiningar.“ Reynir sagði að fjár- hagur sveitarfélagsins væri þungur og hafi verið það undanfarin ár. „Það er verið að vinna í hon- um,“ sagði hann. „Það lítur út fyrir að rekstrar- grandvöllur sé fyrir sveitarfélagið, en þó erfíður." Erfiður rekstur Að sögn Péturs er það fýrst og fremst erfíður rekstur sveitarfé- lagsins sem varð til þess að sam- þykkt var tillaga í hreppsnefndinni um að kanna möguleika á sam- starfí eða sameiningu við öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Kannaður var möguleiki á að sam- einast Mosfellsbæ en horfið var frá því þegar í ljós kom að enginn fjár- hagslegur ávinningur yrði af þeirri sameiningu. Þrátt fyrir það hafi bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ óskað eftir að nánar yrði rætt um samvinnu milli sveit- arfélaganna en engin niðurstaða er komin í þeim viðræðum. „Það má kannski segja að ástæðan fyrir því að þessar samræður við Reykja- víkurborg fara af stað núna sé sú, að við eigum samning við Reykja- víkurborg um urðun sorps í Álfs- nesi og við ákváðum að reyna að selja þennan samning síðastliðinn vetur,“ sagði Pétur. „Við vomm búnir að finna kaupanda að samn- ingnum og buðum borginni for- kaupsrétt. Því var mótmælt af borginni og talið óeðlilegt og var óskað eftir viðræðum við okkur um breytingar á samningnum. Það má segja að upp úr því hafi menn far- ið að ræða aðra möguleika." Rædd var hugsanjeg samvinna um deili- skipulag á Álfsnesi sem leiddi síðan til þeirra viðræðna sem nú standa yfír. Þjónusta og samgöngur „Að halda uppi þjónustustiginu í hreppnum er aðalávinningurinn með sameiningunni og svo em það samgöngumálin,“ sagði Pétur. „Þetta era langstærstu málin að ná fram. Betri samgöngur með brúnni yfír í Geldinganes, Gunnunes og áfram yfir í Álfsnes. Þegar Álfsnes byggist upp þá flyst þjónustan og atvinnan nær fólkinu sem býr uppfrá og samgöngur batna.“ Pétur sagðist ekki reikna með að sveitarfélagið bæri kostnað af sameiningunni fyrir utan þann kostnað sem verður við sjálfa kosn- inguna. „Samkvæmt lögum um jöfnunarsjóð fylgir hveiju sveitar- félagi ákveðin upphæð úr sjóðnum og áætlað er að okkur fylgi 40 milljónir í heimanmund ef svo mætti segja inn í sameininguna," sagði hann. „Þetta er hátt í helm- ingur af neikvæðri stöðu okkar.“ Pétur sagði að rekstrarútgjöld hreppsins myndu sparast með sam- einingunni og væri meðal annars gert ráð fyrir að borgin tæki við yfírstjórn hreppsins en í dag er kostnaður við hana um 9 milljónir á ári. Gallinn sem hann sæi við sameininguna væri að stjórn sveit- arfélagsins flyttist fjær fólkinu og hver íbúi hefði minni áhrif. „Það er stærsti gallinn,“ sagði hann. Breyting á byggðaþróun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að viðræður um sameiningu við Kjalarnes væru í ágætum farvegi en dráttur hafi orðið á vegna annríkis við gerð fjár- hagsáætlunar. Hjá borginni væra menn meðal annars að kynna sér fjármál hreppsins. „Það er auðvitað ljóst að staðan þar er slæm en þó það vegi þungt fyrir lítið sveitarfé- lag þá er ekki þar með sagt að það geri það í Reykjavík,“ sagði hún. „Ef til vill má ná fram margvís- legri hagræðingu þannig að hægt verði að reka þennan kjarna á nokkuð sjálfbæran hátt.“ Ingibjörg Sólrún sagði að helsti kostur sameiningarinnar væri auk- ið byggingarland fyrir borgina, sem myndi breyta byggðaþróun í höfuð- borginni úr austur/vesturbyggð í norður/suðurbyggð. „Ég held að það sé mikilvægt hvort sem er út frá umferðarsjónarmiði eða gæðum lands,“ sagði hún. Borgarstjóri benti á að hvað þjónustu varðaði þá væri einsetinn grannskóli fyrir hendi á Kjalarnesi og leikskóli. „Við yrðum að þjón- usta þá með almenningsvögnum," sagði hún. „En það verður að vera samningsatriði á milli okkar hver tíðnin yrði milli vagna. Hún getur ekki orðið sú sama í þessu byggðar- lagi og er í þéttbýlli hverfum.“ Svæðisráð eða hverfisstjórn Ingibjörg Sólrún sagði að verið væri að ræða um að setja upp svæð- isráð eða hverfisstjórn, þó ekki með sama hætti og hugmyndin væri að setja upp í Grafarvogi þar sem er um 20 þúsund manna byggð. „Við getum ekki verið með hverfísskrif- stofu en við getum verið með hverf- is- eða svæðisráð, sem væri með í ráðum um allar ákvarðanir sem máli skipta,“ sagði hún. „Það yrði að gera ráð fyrir sérstökum viðtals- tímum hvort sem um væri að ræða mál er varða félagsmálastofnun, skólaskrifstofu eða aðra þjónustu. Þá mætti hugsa sér að ákveðinn umboðsmaður sæi um tengsl í öll- um málum við stjórnsýsluna í Ráð- húsinu.“ Brúargerð forsenda Borgarstjóri segir að sameining- in standi og falli m_eð brúargerð frá Gunnunesi yfír í Álfsnes. „Það er gert ráð fyrir því við vegaáætlun núna að byijað verði á brúnni árið 1999 og að hún verði byggð um aldamótin," sagði Ingibjörg Sólrún. „Það þarf að fjármagna hana með sérstökum hætti eins og til dæmis er gert með Hvalfjarðargöngin og aðrar stórframkvæmdir. Öðruvísi verður hún ekki byggð. Þessi brú- argerð er ekki eingöngu mikilvæg fyrir Kjalarnes heldur skiptir hún sköpum fyrir þessa byggð okkar í Graf- arvogi og Borgarholti.“ Borgarstjóri sagðist í fljótu bragði ekki sjá neina galla við sameiningu. Byggðarlagið yrði ekki í beinum tengslum við borgina til að byija með og það væri alltaf umhendis. „Auðvitað er það alltaf galli að taka á sig skuldir en þá verður að vega það og meta í ljósi framtíðarhagsmuna borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins," sagði hún. 40 millj. í heimanmund Ekki í sama kjördæmi Borgarastyijöldin í Líbanon ÞEGAR borgarastyijöldln í Líbanon var í algleymingi voru sprengingar daglegt brauð. Hér sjást björg- unarmenn að störfum í Vestur-Beirút eftir að bílsprengja varð 20 manns að bana í desember 1983. Deilt um hvort upp- gjörið sé tímabært Áður en borgarastyijöldin í Líbanon braust út 1975 var kvikmyndagerð með töluverðum blóma, skrifar Jóhanna Krístjónsdóttir. Nú sex árum eftir að friður komst á deila menn um hvort tímabært sé að gera kvik- myndirumstríðið. VIKMYNDAGERÐAR- MENN í Líbanon hafa verið í sviðsljósinu upp á síðkastið því umræður era miklar um hvort rétt sé að hefja framleiðslu mynda um hið hatramm- lega borgarastríð í landinu 1975- 1990. Sjóðir era rýrir og kvikmynda- gerðarmenn kvarta einnig undan því að ritskoðun sé mjög ósveigjanleg. En fyrst og fremst greinir menn á um hvort líbanska þjóðin sé reiðubú- in að horfa á myndir af ófriðnum. Þótt líbanski kvikmyndaiðnaður- inn hafi verið öflugur komst hann aldrei með tærnar þar sem Egyptar höfðu hælana. En Líbanir hafa lengi haft mikinn áhuga á kvikmyndum og hafa átt nokkra mjög snjalla menn í þessari grein. Nýjasta mynd þeirra var „A1 Sheikha" sem var fjár- mögnuð af Svíum. Sú mynd snerist um baráttu götubófa sem fóru um með ránum og ofbeldi. Þessi mynd var gerð 1995 og lyktir urðu að hún var aðeins sýnd í einu líbönsku kvik- myndahúsi og gestir á hana rétt los- uðu tólf þúsund. Samtímis streyma tugþúsundir á ofbeldismyndir frá Hollywood en þær eru langvinsælast- ar í Líbanon og egypskar kvikmynd- ir hafa ekki roð við þeim. Allt hefur hrokkið áratugi aftur í tímann Borhane Alawiyeh, kvikmynda- leikstjóri, kvartar undan því að líb- önsk kvikmyndahús séu illa tækjum búin en öllu verra sé þó að kvik- myndagerðarmenn séu enn verr á vegi staddir hvað varðar tæki og búnað og því sé kvikmyndafram- leiðsla þar hrokkin áratugi aftur í tímann. Það hafi einnig komið á daginn að líbönsk stjórnvöld séu treg til að styðja þessa listgrein og marga gruni að þar ráði mestu að þau óttist að sjá hvaða augum líbanskir listamenn líti stríðið og hvernig það yrði túlkað á hvíta tjaldinu. Ghassan Abou Chakra sem er yfír- maður kvikmyndadeildar menning- armálaráðuneytisins segir að það liggi í augum uppi að endurreisn Líbanons úr rústum taki sinn tíma og menn hafi orðið að ákveða hvað yrði að bíða og hvað ætti að hafa forgang. Hann segir að nú sé verið að undirbúa sjóðsstofnun sem veitti styrki bæði til handritagerðar og síð- an framleiðslu mynda. Á hinn bóginn geti ekki talist nema eðlilegt að þeir sem veiti styrk til verkefna vilji sjá að þar sé fagmannlega að öllu stað- ið. Það eigi við um þessa listgrein og komi ekki ritskoðun við. En enginn andmælir því að í Líban- on sæta ákveðin mál ritskoðun. Ekki má fjalla um ágreining vegna trú- mála, siðsemi skal gætt í hvívetna og ekki skal gagnrýna „bræðraþjóð- ir“ og er þar vitanlega átt fyrst og fremst við Sýrlendinga. Þeir stjórna í reynd Líbanon enn og hafa ekki sýnt merki þess að þeir hyggist flytja á braut 35 þúsund sýrlenska her- menn sem eru í landinu. „Berjumst gegn minnisleysi“ eða „gerum glaðar myndir“ Borhane Alawiyeh sem áður er nefndur er mjög eindreginn talsmað- ur þess að gerðar verði myndir um stríðið. „Við verðum að beijast gegn þessu minnisleysi sem má líka kalla afneitun,“ segir hann. „Það er firra að ætla sér að skrifa handrit sem kemur ekki inn á stríðið. Líbanskir borgarar vilja sjá og skilja hvað gerð- ist og þeir eiga rétt á því.“ Borgarastríðið hófst þegar Palest- ínumenn gerðu árás á hóp kristinna og síðan breiddist þetta út og endaði með að allir börð- ust við alla. Alan Plisson sem stofn- aði fýrsta kvikmyndaklúbb í Líbanon fyrir fjöratíu árum segir hins vegar að auðvitað eigi menn ekki að gleyma því sem gerðist. „En við eigum að láta minningarnar eiga sig um sinn, en ekki að velta okkur upp úr því sem var.“ Hann kveðst einnig vilja benda á sem hálfgildings hliðstæðu að það hefði tekið Bandaríkjamenn mörg ár eftir Víetnamstríðið að gera bita- stæðar myndir um það. Plisson segir að fólk vilji fara í bíó til að hlæja og bendir á aðsókn að líbanskri myndaröð sem er svona einhvers staðar á milli Dallas og mexikóskra sápumynda, máli sinu til stuðnings. Plisson hefur síðustu ár kennt kvik- myndasögu og kvikmyndagerð við einkaskóla í Beirút. „Á fjórða ári búa nemendur mínir til 20 mínútna mynd, Næstum allar eru um dauða, of-' beldi, sjálfsmorð og um alnæmissjúkt fólk. Aldrei neitt skemmtilegt eða glatt. Þessi unga kynslóð er sjúk og einblínir á skelfilega atburði. Þessu þurfum við að snúa við,“ segir Plis- son. „Enginn hjálpar okkur að skilja stríðið" Aðrir henda orð hans á lofti sem merki um að ungt fólk sem hefur áhuga á kvikmyndagerð í Líbanon sé með þessu að sýna að það hafí ríka þörf fyrir að fá að búa til vera- leika sem var í landinu þó því sé meinað að heimfæra hann beint upp á Líbanon. Einn frægasti leikstjóri landsins var án efa Maroun Bagdadi sem lést fyrir þremur árum. Hann leikstýrði m.a. frönsku myndinni „L’Otage“ en hún var gerð eftir bók franska blaðamannsins Roger Auque sem var rænt í borgarastyijöldinni. Yasmine, ung stúlka sem er við nám í kvikmyndagerð segir að þessi mynd hafi haft stórkostleg áhrif á sig og félaga sína. „Eftir að við sáum hana söfnuðumst við saman og töluðum í marga kukkutíma um stríðið og við reyndum að skilja það. En sum okkar brotnuðu niður og sjálf kast- aði ég upp og þessar samræður leiddu ekki til neins. Við spurðum og spurðum hvert annað en við átt> um engin svör því enginn hjálpar okkur að skilja það sem gerðist. Við getum ekki tekist á við þennan tíma nema einhver skýri hann út fyrii okkur. Það er ekki nóg að sýna eina mynd með ömurlegum atburðum el þeir leiða ekkert í ljós annað en að þetta gerðist,“ sagði Yasmin í við- tali við Jordan Times. Ghassan Abou Chakra, deildar- stjóri kvikmyndadeildarinnar segii að það sé ekki fjarri lagi að leyfl verði að gera myndir um aðskilnac fjölskyldna með stríðið í bakgrunni. En alls ekki um stríðið sjálft. „Þac er of snemmt enn.“ Nú er aðeins eitt kvikmyndaver : Líbanon og allt þar er heldur úr séi gengið. Um það leyti sem stríð skal á voru fjögur glæsileg kvikmyndavei í landinu og Egyptar gerðu allt ac 25 myndir á ári þar auk mynda sen Líbanir framleiddu sjálfir. í Líbanon sæta ákveðin mál ritskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.