Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 43 AÐSEINIDAR GREIIMAR umræðu verður ekki leystur með því að fara aftur að raða börnum í bekki eftir námsforsendum. Agi, eða öllu fremur skortur á honum, hefur verið nefndur sem skýring á lélegri frammistöðu sumra nemenda í íslenskum skól- um. Þar sýnist mér sé við samfé- lagið í heild að sakast. Vilji það aukinn aga er hægt að virkja skólakerfið til að koma honum á. En þá verður að herða agann víðar en í skólastofunum. Ef vinnutími foreldra væri styttri stæðu mörg börn sig betur í skóla. Þar er líka við samfélagið að sakast, ekki skólann. Kem ég þá að því sem flestir hafa líklega staldrað við í umræð- unni um slakan árangur íslenskra barna í stærðfræði og náttúru- fræðum, þar sem er þáttur kennslufræðinnar í menntun kenn- ara. Hér gætir nokkurs misskilnings. Af ýmsum greinum, viðtölum og erindum er sést hafa og heyrst á undanförnum vikum mætti ætla að þessi fræði (nafnið „hjáfræði“ hefur líka sést) væru tiltölulega nýr (og óþarfur) þáttur í kennara- menntun á íslandi, upp tekinn í Kennaraháskóla íslands eða fyrir tilstilli Rannsóknastofnunar upp- eldismála. Hið sanna er að uppeldis- og kennslufræði voru, löngu áður en þessar stofnanir urðu til, sjálfsagð- ur þáttur í menntun bamakennara og síðan grunnskólakennara. En mér er nær að halda að öll þau dæmi sem nefnd hafa verið í fjöl- miðlum að undanförnu til marks um fánýti þessara fræða fyrir kennara í stærðfræði og raun- greinum hafi verið af kennurum í framhaldsskólum. Álit manna á þörf eða þarfleysi menntunar framhaldsskólakenn- ara í uppeldis- og kennslufræðum er fullkomlega óviðkomandi því sem hér er til umræðu, sem er kunnátta íslenskra nemenda í til- teknum aldurshópum grunnskóla í stærðfræði og náttúrufræðum miðað við jafnaldra þeirra í ýmsum öðrum löndum. En með því að margir hafa tjáð sig einmitt um þetta atriði langar mig samt til að staldra við það. Þegar ég hóf kennslu í mennta- skóla fyrir liðlega hálfum fjórða áratug var prófskírteini í uppeldis- og kennslufræðum ekki skilyrði fyrir kennarastöðu, fremur en það er nú fyrir ráðningu til kennslu á háskólastigi. Verðandi mennta- skólakennari varð að sjálfsögðu, þá eins og nú, að sanna fagkunn- áttu sína, yfirleitt með prófgögn- um. Nú er mun auðveldara en þá var fyrir nemendur að komast inn í menntaskóla og aðra framhalds- skóla. Kennarar þessa skólastigs þurfa því, rétt eins og grunnskóla- kennarar, að koma til þroska nem- endum sem verulega misjöfn skil- yrði hafa til að nýta sér kennsl- una. Hefur því þótt ástæða til þess, hér jafnt og í þeim löndum sem við berum okkur saman við, að krefjast þess að verðandi kennarar á þessu skólastigi verði sér, auk fagþekkingar í kennslugrein sinni eða kennslugreinum, úti um kunn- áttu í kennslufræðum rétt eins og kennarar yngri nemenda. Allir vita að margir kennarar ná ágætum árangri í starfi án þess að hafa nokkurn tíma notið form- legrar fræðslu í uppeldis- og kennslufræðum. Því miður eru einnig sorglega mörg dæmi um það að skírteini um slíka fræðslu gera menn ekki að góðum kennurum. En þekkjum við ekki líka öll sprenglærða menn sem geta ekki komið lærdómi sínum til skila í kennslustofu? Ef hafna á uppeldis- og kennslufræðum með þeim rök- um að þau geri ekki alla að góðum kennurum má þá ekki á sömu for- sendum hafna kröfunni um það að kennarar þurfi að hafa lokið prófum eða sannað á annan hátt kunnáttu sína í þeim fræðum sem þeir eru ráðnir til að kenna? Sú krafa er með réttu gerð til kenn- ara á öllum skólastigum, frá leik- skóla til háskóla. Ég þekki fjölda reyndra öku- manna sem vel væri treystandi til að stýra leigubíl eða strætisvagni í umferð höfuðborgarinnar og margar húsmæður sem hafa vald á flókinni matargerð. En eru það rök fyrir því að leggja eigi niður meirapróf bílstjóra eða réttinda- nám matsveina? Sjálfur starfaði ég sem kennari um margra ára skeið og var búinn að temja mér ákveðna kennslu- hætti áður en ég fékk formlega tilsögn í uppeldis- og kennslufræð- um, fýrst á sumarnámskeiði hér- lendis og síðar í ársnámi erlendis. Líklega hafa þessir hættir ekki breyst mikið við tilsögnina, en hún hefði komið sér vel fyrr. Og vel nýttist mér margt í fræðunum við ritun námsefnis og ýmis skipulags- og stjórnunarstörf. Þar með er ekki sagt að ég sé sáttur við allt skipulag á kennslu í uppeldis- og kennslufræðum fyrir íslenska framhaldsskólakennara. En það er önnur saga og hér á við máltækið að ekki á að hella barninu með baðvatninu. í þau ár sem ég veitti forstöðu stærsta menntaskóla landsins vona ég að ég hafi með hjálp samstarfs- manna minna borið gæfu til að ráða að honum góða kennara, meðal annars í náttúruvísindum og stærðfræði. Ég minnist þess sjaldan að ekki væri völ á hæfum mönnum til kennslu í þessum greinum sem bæði hefðu aflað sér menntunar í kennslugreinunum og aðferða- fræði kennslunnar. Sú staða kom einkum upp þegar ráða þurfti í hlucastarf eða til kennslu í náms- greinum þar sem fátt var um fagmenntaða framhaldsskóla- kennara. Því miður kemur hún einnig oft upp í ýmsum framhalds- skólum víða um land. Því hefur verið haldið fram að kjör kennara og aðstaða í skólum séu betri hérlendis en í ýmsum löndum þar sem frammistaða barna í stærðfræði og raungrein- um taki árangri okkar barna fram. í þessu efni verður að taka mið af allri þjóðfélagsskipan og virð- ingarstiganum í hveiju landi, með- al annars af mati á vísindum og stærðfræði og þeim sem halda þessum fræðum að skólabömum. Það er margt sem getur stuðlað að því — eða spillt fyrir því — að góður árangur náist í skólastarfi, hvort sem í hlut eiga stærðfræði og raungreinar í grunnskóla eða aðrir þættir á öðmm skólastigum. Eitt af frumskilyrðunum er að kennarar njóti þeirrar virðingar sem þeim ber — og vinni að sjálf- sögðu einnig til hennar. Höfundur er fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. ISLENSKT MAL Hamdir hét fornkappi Jónak- ursson, og var ekki fyrir löngu getið Sörla bróður hans í pistlum þessum. Þeir bræður áttu góðar brynjur, og munu bæði nöfnin af því dregin. Þessar brynjur bitu ekki vopn. Voru bræðurnir grýttir í hel. Mannsnafnið Hamdir er skylt orðum eins og hamur, höm og hams, og sjást þessa glögg merki í þýsku, en þar heitir skyrtan das Hemd. Fuglinn haukur er einnig nefndur hamdir, hvernig sem á því stendur. Er hann í góðum eða breytilegum ham? Var þetta veiðifálki sem hafði verið ham- inn (= taminn)? Hams hefur talsvert breyti- lega merkingu: 1) hamur, húð, 2) skræður í bræddum mör, 3) yfirbragð, 4) geðslag. Ef menn ærast og engu tauti verður við þá komið, ganga þeir úr öllum mannlegum ham, verða hamslausir. Ef við erum sár og reið, áköf og skapmikil, má segja að okkur sé heitt í hamsi. Okkur gæti líka orðið þungt af geðshrær- ingu. En það flokkast undir samruna, þegar maðurinn sagði að Þingeyingum hefði orðið „þungt í hamsi“. ★ Ásgrímur hét maður og var Magnússon (1610-1679). Hann er kenndur við Höfða á Höfða- strönd, en þangað var hann kominn úr Hörgárdal. Hann hafði þegið mikla hagmælsku að erfðum og uppeldi. Frægast verka hans eru rímur um ástir þeirra Ketilríðar og Víglundar. Ásgrímur kvað: Strauk með dúki dýrum tár, dreng I fangi hafði. Höndum kvendið hýra um brár, hauðurs staðar vafði. Þetta rímnaerindi á sér aug- ljósa fyrirmynd í vísu í Víglund- ar sögu, en nú er bragarháttur allur annar og býsna dýrt kveð- ið. Þetta er þó enn ferskeytlu- ætt I, ferskeytla. En lítum á rímið. Allar braglínur framan- verðar hafa sniðrím eða skot- hent rím: auk-úk; eng-ang; önd-end og auð-að. Vísan er því alsneidd. En nú er aldeilis ekki búið. Glöggir menn sjá strax að í frumlínunum er aðal- hending að auki: ýr-ýr, og þar á ofan sniðrímar þetta við loka- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 879. þáttur rímsatkvæðin ár-ár. Þetta allt saman í einni vísu er ærið fá- gætt, þannig að til viðbótar orð- inu alsneidd, freistast ég til að segja að vísan sé frumbakhend. Um Ásgrím Magnússon er það sagt, að hann væri mikil- menni og kveðskapur hans karl- mannlegur. ★ Þeir hafa nú sektir sett, sem við stuld og annan prett, ef brúðunum veita glensið glett, svo geti hvílu með þeim byggt. - En það er þó mannligt. Stóridómur fær af flett fé og eignum gumna. - En það er mannlegt meyjunum að unna. (Hefur verið eignað Guð- mundi Andréssyni, d. 1654, eða Birni Jónssyni á Skarðsá, d. 1655. Kannski þeir hafi báðir selt í sumblið.) Við skulum hugsa okkur eitt augabragð að við værum að endursegja Njálu og komið væri út í brennufrásögnina. „Ég var ung gefín Njáli,“ sagði Bergþóra og þá ekki útgöngu. Þetta gætum við endursagt: Bergþóra sagðist ung hafa verið gefin Njáli, eða: Berg- þóra sagðist hafa verið gefin Njáli ung. En við „gætum“ ekki sagt: *Ung Bergþóra sagð- ist hafa verið gefin Njáli, enda merkir það annað. Við værum búin að setja einkunn í stað viðurlags, svo að talað sé mál setningafræðinnar. Ég hef með löngum hléum reynt að halda uppi vörn fyrir viðurlag sem er ekki aðeins fagurt oft og tíðum, heldur einn- ig svo merkingarríkt, að það getur komið í stað heillar setn- ingar. Og það er nú ekki ónýtt. Því miður finnst mér viðurlagið vera á undanhaldi, og ég kenni enskum áhrifum um. Lítum á feitletruðu dæmin fremst í pistlinum. Bergþóra segist hafa verið gefm Njáli, þegar hún var ung. Viðurlagið kemur í stað heillar tíðarsetn- ingar. Við megum ekki missa þetta. Lítum svo hér í blaðið 7. nóv- ember sl. Þar eru tvær litlar fyrirsagnir: 1) „Sáttfús Gingrich“, 2) „Plástraður Cloon- ey“. Þarna sjáum við hættu- merkin, og skaðinn er reyndar skeður. Enskan hefur sigrað. Enskt orðalag er komið með einkunn í stað viðurlags. Þetta á að vera að íslenskum hætti: Gingrich sáttfús (= Gingrich [Newt(on)] er sáttfús). Þetta merkir ekki að einhver eða ein- hver Gingrich sé sáttfús. Og í síðara dæminu á að vera: Cloon- ey plástraður. Það er þessi til- tekni Clooney sem er plástrað- ur, ekki bara einhver. Fyrir- mynd enskunnar leynir sér ekki í dæmum eins og þessum. En reynum að stemma á að ósi. Látum ekki einkunn að enskum hætti rýma burt einhveijum sér- kennilegasta, fallegasta og merkingarauðgasta setningar- hluta máls okkar. Úr grein eftir Pétur Pétursson þul hér í blaðinu: „Magnús Jóhannsson, er lengi var stöðvarvörður við út- varpsstöðina á Vatnsendahæð, kvað svo: Þessi djöfuls þorsti þjakar niðri tær. Læðist að mér losti að leggjast hjá þér, mær. Hvað ætli það kosti að koma henni nær, eina sneið af osti eða kannski tvær?“ Umsjónarmaður eykur því við, að þessi þekkilega vísa verður sungin undir góðu og viðráðanlegu lagi, svo að á hvers manns færi er. Og kenndi mér þetta gott fólk, nemendur mínir. x'l Inghildur austan kvað: Klædd uppá í fínsilki og flóel stóð frúin hálfdanska, hún Bóel, svo lekker og flott með sitt lafkápuskott og kengbeygði jámkarlinn Jóel. ★ Ingibjörg Einarsdóttir í Reykjavík (frá Stóra-Kroppi í Reykholtsdal) þolir ekki fremur en ég orðið „kartöflumús“ í stað- inn fyrir kartöflustappa og önnur íslensk orð sem um þenn- V an mat hafa verið notuð. Þegar þessu hefur verið klínt inn í dýraríkið, missum við lystina. Orðið er á dönsku „kartoffel- mos“, og bætir ekki úr skák að það hefur leiðinlegar aukamerk- ingar í dönskunni. Og eru kannski til mismunandi „kart- öflumýs"? Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið dag- lega frá kl. 10-18. Glæsilegur samkvæmisfatnaður J fyrir öll tækifæri. Fataleiga Garðabæjar, Gnrðatorgi 3, 565 6680. Opið frá kl. 9 - 18 og 10 - 14 á laugardögum. Kjartan Guðjónsson Karólín Lárusdóttir GEFÐU FJÖLSKYLDUNNI FALLEGA JÓLAGJÖF HVERGI MEIRA ÚRVAL AF ÍSLENSKRI MYNDLIST ART GALLERY Rauðarárstíg sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 Haraldur Bilson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.