Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 45 ii- GUÐRÚN BJARNADÓTTIR + Guðrún Bjarna- dóttir frá Gríms- ey var fædd á Hóli i Þorgeirsfirði 2. desember 1898. Hún lést á Ólafsfirði 8. desember síðastlið- | inn. Hún fluttist til Grímseyjar 1915 og bjó þar í rúm þrjátíu ár. Foreldrar Guð- rúnar voru Bjarni Gunnarsson frá Hóli í Fjörðum og kona hans, Inga Jóhann- esdóttir. Inga var dóttir Jóhannesar bónda á Kussungsstöðum í Fjörðum. Systkini Guðrúnar } voru: Siggerður, gift Magnúsi Símonarsyni, Óli, kvæntur Elínu Þóru Sigurbjarnardóttur, Svan- fríður, gift Jakobi Helgasyni. Systir Guðrúnar sammæðra var Signý Óladóttir. Systkini Guð- rúnar eru öll látin. Guðrún giftist 1923 Sigmari Ágústssyni, f. 1. nóvember 1898, d. 5. nóvember 1983, sjómanni í Grímsey. Börn Guðrúnar og Sigmars eru: Margrét, f. 26. maí | 1923, d. 23. janúar 1941 og Bjarni Reykjalin verksljóri, f. 15. júlí 1929, kvænt- ur Helgu Jónínu Ásgeirsdóttur, f. 23. september 1934, d. 22. febrúar 1985. Guðrún átti fyrir einn son Ingólf Baldvinsson verk- stjóra, f. 28. maí 1920, d. 26. septem- ber 1996. Ingólfur var tvíkvæntur, fyrri kona hans Guðrún Hjaltalín Loftsdóttir, f. 16. júlí 1920, d. 6. júní 1943, seinni kona hans Hildigunnur Ásgeirsdóttir, f. 23. apríl 1927, d. 20. septem- ber 1989. Guðrún og Sigmar ólu einnig upp eitt barnabarn sitt, Guðrúnu Ingólfsdóttur. Börn Guðrúnar eru þrjú, barnabörn tíu og langömmubörn tuttugu og sex og langalangömmubörn fjórtán. Guðrún og Sigmar flutt- ust 1947 til Ólafsfjarðar þar sem þau bjuggu síðan. Guðrún starfaði lengst af við fiskverkun. Útför Guðrúnar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Fyrir ríflega 20 árum kynntist ég þeim Guðrúnu Bjarnadóttur og Sigmari Ágústssyni á Ólafsfirði. Þau voru „amma og afi“ alnöfnu hennar, stúlkunnar sem heillaði fótboltaþjálf- ara Leifturs þeirra ára og varð síðar j eiginkona og móðir barnanna okkar. Frá fyrstu tíð var mér tekið opnum örmum í Skipholti og fann ég þar I strax fyrir ómældum kærleiksboð- skap kristinnar trúar, sem var svo augsær þáttur í hlýjunni þar. Þessi trúrækni og nálægð við Drottin Guð voru Guðrúnu einhvern veginn svo eðlislæg. Síðar komst ég að ýmsu um þessa harðgeru, en þó mildu konu. Uppgöt- vaði að langt líf hennar hafði ein- kennst af óbilandi kjarki og þraut- seigju ásamt ómældri ást á sínum nánustu og umhyggju fyrir þeirra | högum. Þannig sigldi hún í gegnum boðaföll tilverunnar í 98 ár uns kom- ið var í höfn nú í byrjun jólamánaðar. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast litillega þessari hlýju konu með óvenjumikinn lífskraft og gnægð manngæsku. Ég vil einnig þakka henni fyrir margt það jákvæð- asta í fari stúlkunnar sem ég varð skotinn í fyrir 20 árum. Kærleikur 1 ömmu Guðrúnar er eitthvað sem lifir i í öllum þeim laukum sem sprottið } hafa upp á meiði hennar. í önnum hversdagsins býr í sumu fólki slík ást og umhyggja að orð fá vart lýst. Þannig var þessu farið með Guðrúnu Bjarnadóttur, konuna sem veitti öðrum ómældan kærleik og varð hans einnig aðnjótandi í svo ríkum mæli. Ingólfur Hannesson. Kallið er komið, komin er nú stundin, > vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, j margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. P I Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku besta amma. Okkur grunaði ekki að annar sunnudagur í aðventu yrði okkur svona erfiður. Við fréttirnar um |i dauða þinn þann morgun setti okkur hljóð og minningamar um þig streymdu fram. Við litlar stelpur í Skipholti hjá ykkur afa, daga jafnt sem nætur og eina af okkur óluð þið að mestu upp. Þú gafst okkur gott veganesti út í lífið og varst sú sem við gátum allt- af leitað til. Allar beijaferðimar út í Múla eða inn í fjörð. Við að hjálpa þér á haust- in að taka upp kartöflumar bak við litla húsið þitt, og ekki mátti rababar- inn verða ónýtur, í krukkurnar skyldi hann komast. Jólin voru þinn tími. Ekki mátti gefa þér jólagjafir fyrr en á aðfanga- dagskvöld, því annars varstu búin að opna þær. Þú skreyttir litla húsið þitt með ljósum og litla jólatréð átti sinn stað. Öll aðfangadagskvöldin var borðað hjá þér og oft vorum við orðnar óþolinmóðar hvað allt þetta stúss tók langan tíma svo hægt væri að komast í að opna jólapakkana. Seinna voru það bömin okkar sem fengu að njóta jólanna hjá þér og þá var gott að koma í Skipholt til ömmu því hún hafði alltaf tíma til að hlusta og segja þeim frá gamla tímanum. Ósjaldan var stungið súkkulaðimola í litla munna og marga sokkana og vettlingana varstu búin að pijóna á litlar hendur og fætur. Minningarnar eru margar og söknuðurinn er mikill. En hluti af þér lifir alltaf með okkur hvar sem við verðum og þakklæti fyrir að hafa átt þig að svona lengi. Fjölskyldum okkar veittir þú alltaf mikla um- hyggju og það verður tómlegt að koma til Olafsfjarðar vitaandi að þú tekur ekki á móti okkur framar með opinn faðminn. Við kveðjum þig með bænunum sem þú kenndir okkur og við við munum kenna börnunum okkar. Við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér hinum megin við landamærin. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji pðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Ingunn, Sigrún, Sóley og fjölskyldur. Elsku amma okkar er látin. Hún fæddist í jólamánuðinum og kveður einnig á þeim tíma. Það er einhvem veginn táknrænt fyrir ömmu sem hafði svo mikla gleði og ánægju af undirbúningi jólanna og jólahaldinu. Við systkinin munum ávallt minn- ast jólanna í Skipholti þar sem amma stjómaði málum og af eðlislægri natni og gleði undirbjó hátíðina sem í vændum var. Þar nutum við hlýju og gestrisni ömmu og afa, en fátt gaf þeim sjálfum meiri ánægju en að veita vel. Amma fylltist einnig einlægri tilhlökkun í hvert skipti sem hún fékk jólapakka og átti það til að kíkja í þá áður en aðfangadags- kvöld rann upp. Við krakkarnir vor- um oft hissa á þessu, en skynjuðum síðar meir að þama sagði til sín barnsleg gleði, sem fyllti svo oft hjarta ömmu. Skipholt, litla húsið þeirra afa, bar vott um snyrtimennsku og hlýleika. Þar vorum við ekki einungis vel- komnir gestir heldur var þar einnig athvarf okkar í margvíslegu sýsli barna- og unglingsáranna. Á löngum æviferli rifjaði amma oft upp þær miklu breytingar sem hún hafði upplifað, en samhliða gat hún auðveldlega sett sig inn í nýjar aðstæður á hveijum tíma og fylgdist vel með því sem var að gerast hveiju sinni. Amma okkar vann hörðum hönd- um allt sitt líf, lengst af við físk- vinnslu. Langri starfsævi hennar lauk ekki fyrr en hún var orðin 88 ára gömul og segir það sína sögu um þrautseigju þessarar harðgeru konu. Þrátt fyrir mikla og erfíða vinnu vannst henni þó tími til þess að pijóna og sauma. Af þeim hann- yrðum höfum við systkinin, börn okkar og fjöldi ættmenna notið góðs. Amma var mikill náttúruunnandi og hafði sérstaka ánægju af berja- tínslu og spáði oft fyrir um beija- sprettu sumarsins og væntanlega uppskeru. Hún sultaði og sendi ber á marga staði. Við minnumst ömmu okkar skýrt úr öllum ferðunum til beija þar sem hún nánast hljóp um fjöllin eins og þjálfaður íþróttamað- ur. Og ekki var skorið við nögl þeg- ar nestispakkinn var opnaður við gleðihróp okkar krakkanna. Amma hafði einstakt minni og höfum við í ríkum mæli notið frá- sagna hennar af atburðum fyrri ára. í sumar fórum við systkinin í Fjörður þar sem amma er fædd og uppalin. Ömmu var tíðrætt um „blessaðar Fjörðurnar" eins og hún sagði og fræddi okkur um leið um staðhætti og lifið þar í eina tíð. Þessi ferð var fyrir okkur aiveg einstök og okkur fannst við þekkja hveija þúfu vegna þess fróðleiks sem við höfðum numið hjá ömmu. Þrátt fyrir háan aldur fór amma með okkur síðastliðið haust á æsku- stöðvar sínar á Látraströnd. Minn- ingar liðins tíma streymdu fram og minntist hún atburða eins og þeir hefðu gerst í gær. Amma okkar var heilsuhraust alla sína tíð. Það voru vist ekki margir dagar um ævina sem hún var frá vinnu vegna veikinda. Þó eru nokkur áföll sem hún hefur mátt þola um dagana eins og þegar hún hand- leggs- og lærbrotnaði á efri árum. Það má reyndar kalla það kraftaverk að hún skyldi sleppa lifandi frá slysi fyrir nokkrum árum. Hönd Drottins hefur vafalítið haldið yfír henni verndarhendi, ekki síst þegar hún lá úti bjargarlaus næturlangt í fimb- ulkulda. Eftir þetta áfall breyttist líf ömmu. Hún gat ekki lengur farið um húsið sitt og ekki hreyft sig eins og áður. Hún gat því ekki búið ein og flutti því á dvalarheimilið Hom- brekku þar sem hún dvaldist í góðu yfirlæti síðustu æviárin. Líf okkar ástkæru ömmu Guðrún- ar var ekki alltaf dans á rósum. Dóttur sína, Margréti, missti hún aðeins 17 ára gamla. Einnig hefur hún þurft að horfa á eftir tengda- dætrum sínum þremur hverfa úr þessum heimi eftir baráttu við erfiða sjúkdóma. Þegar móðir okkar dó reyndi hún af öllum mætti að bæta okkur systkinum missinn. Við fund- um svo vel fyrir slætti hennar stóra móðurhjarta. í þessum fátæklegu orðum um netta og kvika konu með óvenjumik- inn viljastyrk og hlýju viljum við þakka fyrir að hafa fengið að njóta hennar. Hún gaf okkur eitthvað stór- fenglegt, sem okkur finnst fátæklegt að lýsa með orðum. Guðrún amma var einstök kona, sem með mann- gæsku og göfuglyndi lýsir upp veg- ferð okkar systkinanna um ókomna tíð. Ásgeir, Guðrún, Margrét, Sigurbjörg og Sigurður. t SIGFÚS DAÐASON skáld, Skólavörðustíg 17b, andaðist á Landspítalanum fimmtudag- inn 12. desember. Guðný Ýr Jónsdóttir, Bergljót Haraldsdóttir, Hamið Moradi, Áshildur Haraldsdóttir og afabörnin. t Ástkœr faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SUMARLIÐASON, Elliðavöllum 2, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 11. desember. Margrét Sigurðardóttir, Bergur Vernharðsson, Halldóra Sigurðardóttir, Ástvaldur Valtýsson, Sigmar Sigurðsson, Edda Hjálmarsdóttir, Emil Sigurbjörnsson, Emilía Magnúsdóttir, Dallas Blevins, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, VALGEIR M. EINARSSON, Nökkvavogi 29, Reykjavík, er látinn. Helga Sigurðardóttir. t ’j t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SIGFÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hli'ð, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 16. desember kl. 13.30. Steingrímur Vigfússon, Regfna Vigfúsdóttir, Sigfri'ð Dóra Vigfúsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför HÁKONAR ÞORKELSSONAR, Arahólum 4, Reykjavík, sem lést 29. nóvember sl., fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 16. desem- ber kl. 13.30. Guðný Svandi's Guðjónsdóttir, Hörður Smári Hákonarson, Ingibjörg Ósk Óskarsdóttir, Guðjón Þorkell Hákonarson, Helga ívarsdóttir, Hrafnkell Gauti Hákonarson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Hákon Svanur Hákonarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu frænda okkar og vini, BENEDIKT KRISTJÁNSSYNI frá Álfsnesi, hlýhug og virðingu vegna andláts hans og útfarar frá Lágafellskirkju. Frændsystkin og vinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.