Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 47 f MINNINGAR KRISTINN BECK + Kristinn Beck eða Eyjólfur Kristinn, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Kollaleiru i Reyðarfirði 16. maí 1903. Hann lést á Landspítalanum 3. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Beck, bóndi á Kollaleiru, f. 1866, d. 1945, og Þuríður Eyjólfsdótt- ir, f. 1868, d. 1962. Hann var 4. í röð tíu systkina, sem öll eru nú látin nema Steinunn, sem er elst, f. 1.1. 1899 og Sæbjörg, f. 13.2. 1902. Hinn 26.9. 1931 kvæntist Kristinn Ingu Nilsen, f. 31.1. 1898, dóttur hjónanna Nils Nils- en frá Noregi og Kristínar ísleifsdóttur. Inga lést 22.6. 1987. Þau eignuðust eina dótt- ur, Kristínu, f. 10.6. 1933. Hún býr í Reylgavík, gift Sigurði Jónssyni tannlækni þar, f. 16.5. 1932. Börn þeirra eru: 1) Inga, kennari i Reykjavík f. 25.5. 1956, gift Þórði Þórðarsyni, f. 26.6. 1955. Þau eiga þrjú börn: Kristínu, f. 1980, Helgu, f. 1983 Mikill höfðingi hefur verið af heimi kallaður. Höfðingi mikils hag- leiks, meistari mikillar frásagnar- listar, trúr þegn og trygglyndur, vinsæll og vel virtur af sínu sam- ferðafólki, margfróður vel og vand- aður í hvívetna, ljúfri lund og leik- andi glettni við brugðið. Gott er hveijum þeim að kveðja sem svo hefur lifað langa ævi og á við leiðarlok svo Ijómandi sögu. Allt fram undir það síðasta lét hann í og Magnús Örn, f. 1988. 2) Jón Örn, símsmiður í Reykjavík f. 31.12. 1964 kvæntur Ragnheiði Gunn- arsdóttur f. 26.4. 1966. Þau eiga dótturina Berglind, f. 1995. Kristinn stund- aði lengst af akstur leigubifreiða, en jafnframt akstrin- um vann hann ýmis störf að viðhaldi húsa í sinni heima- byggð, enda handlaginn með afbrigðum og eftirsóttur til alls kyns handverks. Hann hlaut iðnbréf í járnsmíði 1938. Eftir lát Ingu 1987 bjó Krist- inn einn í íbúð þeirra í Valhöll á Reyðarfirði, uns hann varð fyrir óhappi síðsumars 1995. Fór hann þá á sjúkrahúsið í Neskaupstað og dvaldist þar fram í mars á þessu ári. Þá fluttist hann á Hrafnistu í Reykjavík, en dvöl hans þar varð aldrei nema rúmlega hálft ár. Útför Kristins verður gerð frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. litlu hlut sinn fyrir Elli kerlingu, átti sína heiðu hugsun og bærilega líkamskrafta þó aldur væri orðinn hár, kominn allnokkuð á tíunda tug. Kristinn Beck er þeim minnis- stæður mjög er með honum áttu samfylgd um ævina, gegnheill og grandvar með græskulausa kímni að farsælum förunaut. Hann var hóglátur maður og hæverskur vel en skaplyndi skýrleiks og festu átti hann og þannig ávann hann sér allra traust og trúnað. Vináttu hans var gott öllum að eiga, hlýr í lund í hógværð sinni, á hann var óhætt að treysta, orð hans stóðu. Kristni var margt til lista lagt, hann lærði á sínum tíma jámsmíði, en sinnti henni ekki mikið, þó vand- aðir og vel unnir væra munir þeir er hann gerði. Hann var mikill hag- leiksmaður, fékkst við ýmsa iðn með ágætum, smíðaði, málaði, lagfærði og mjög rómað handbragð hans í hveiju einu. Hann átti eðii góðbónda í ríkum mæli, meðan hann átti fé þótti það einkar vænt og vel fram gengið, þar eins og í öðra lagði hann að alla sína alúð. Hins vegar mun hans án efa um Austurland og enn víðar minnzt sem hins bráðsnjalla bifreið- arstjóra sem aldrei hlekktist á en Kristinn var um langa hríð með leigubifreið og ók vítt um vegi og vegleysur raunar þar sem þá var ástand vega allt annað en í dag. Hann þótti með afbrigðum farsæll sem slíkur og fjölmargir sem tóku sér helzt ekki far með öðram en honum. Gestir á Austurlandi sem hann ók um firði sem Hérað vildu engan annan en Kristin ef kostur var, væru þeir áður búnir að aka með honum og segir það sína sögu af vinsældum hans. Var hvort tveggja að hann var afar fróður um byggðir sem búendur og svo var hann auðvitað svo einstaklega skemmtilegur í viðræðum, kryddaði léttri kímni kjarnyrtar frásagnir svo hrein unun var á að hlýða. Öryggi hans og ökuleikni öll víðkunn og verðskulduð. Fáa sögumenn hefi ég heyrt fara svo á kostum í frásögnum öllum og efst þó ætíð einlæg velvild i garð þeirra sem getið var. Á löngum leið- um og oft erfiðum yfirferðar var ekki amalegt að eiga slíkan sam- ræðusnilling við stjómvöl um leið og menn fundu að hjá honum vora þeir í góðum höndum hins gætna en jafn- framt áræðna bifreiðarstjóra. Kristinn var af einstaklega miklu kjarnafólki kominn í báðar ættir svo ekki féll eplið langt frá eikinni, enda ef velja ætti honum verðugt heiti þá væri það valmenni. Faðir minn og Kristinn voru systrasynir og góð frændsemi með þeim. Minnisstætt er mér frá bernsku þegar faðir minn lá fárveik- ur heima og um tíma vart hugað líf að þá var Kristinn kominn þar til hjálpar og hughreystingar ásamt því að sinna aðdráttum að heimil- inu. Foreldrar mínir mátu þetta afar mikils og minntust oftlega þessarar elskulegu hjálpsemi Kristins á erfíð- um stundum. Greiðvikni og hjálp- semi voru honum eðlislægir kostir sem samferðafólk hans mat eðlilega að verðleikum. Kristinn var enda vinmargur, vin- fastur og frændrækinn, vina- og frændgarður hans fjölmennur og hann hrókur alls fagnaðar heima sem heiman, glaðsinna góðvild hans gjöful mörgum. í öllu sínu einkalífi var hann góð- ur gæfumaður, eignaðist afbragðs- góða og hæfileikaríka konu, heimili þeirra hlýlegt og bar smekkvísi beggja hið bezta vitni. Þangað var löngum gestafjöld gott að koma enda hjartarúm húsráðenda mikið. Þau vora bæði félagslynd hið bezta og féll vel að blanda geði við aðra. Dóttirin Kristín var augasteinn þeirra og samband þeirra feðgina fágætlega gott. Þegar ég hitti Kristin síðsumars fann ég að honum var veralega bragðið, þó æðralaus gengi hann mót örlögum sínum. Hann var orð- inn saddur lífdaga, þegar fjör og kraftur voru á svo hröðu undan- haldi, en reisn hugans söm við sig. Þeim sem þannig er farinn að fjöri lífsins heilsar dauðinn sem líknsam- ur og kærkominn gestur. Hann gat litið yfir farsælan æviveg, honum hafði lífið fært marga góða gjöf og hann var hlutverki sínu hið bezta trúr. En það er vissulega sjónar- sviptir að slíkum höfðingsmanni hollra viðhorfa, heillyndis og heið- ríkrar lífssýnar. Við Hanna þökkum fylgd góða um fjölmörg ár, sendum okkar góðu vinum, Kristínu og Sigurði og þeirra fólki öllu, okkar einlægustu samúð- arkveðjur. Kristinn Beck skilur eftir sig margar minningaperlur. Þar fór drengur góður er með dug og dáð dvaldi með okkur ærið langan ævi-*'— dag. Hann átti sína einlægu og bjargföstu trúarvissu og honum fylgja hlýjar kveðjur og þakkir yfir til þeirra ódáinslanda eilífðarinnar sem öll hans vissa stóð til. Blessuð sé bjarmandi góð minn- *n®' Helgi Seljan. Kveðja frá tengdasyni Hinsta ferðin hafin er hjá heiðursmanni snjöllum. Glaður þessa för hann fer fegnastur af öllum. Marga áður fór hann ferð, flutti „mann og annan" eignaðist við það vinamergð því vini í öllum fann hann. Milli ferða fékkst hann við að fegra hús og bæta. Hans var auðþekkt handbragðið á handverkinu mæta. Er segja tók hann sögumar sálar léttist byrði því kímigáfa Kristins var kunn um alla firði. Um þritugs aldur, að ég tel fór Inga að „gefa tóninn“, í Valhöll bjugp lengi vel þau valinkunnu hjónin. Ég votta þeim í þessu hér þökk og virðing mína. Þau gáfu auk alls annars mér einkadóttur sína. Með söknuði ég Kristin kveð en klukkur lífsins tifa. Ég þakka að hafa honum með nær hálfa öld mátt lifa. -*r Blessuð veri minning Kristins Beck. Sigurður Jónsson. + Ágúst Sigurvin Eyjólfsson var fæddur í Hvammi á Landi 5. júní 1945. Hann lést á sjúkra- húsi í Stokkhólmi 7. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voni hjónin Eyjólfur Ágústsson, f. 9.1. 1918, bóndi og sýslunefndar- maður í Hvammi, og Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, f. 9.12. 1921, hús- freyja. Systkini Ág- ústs voru Kristinn, f. 24.2.1942, d. 13.11. 1996, bifreiðastjóri á Hellu, Katrín, f. 19.9. 1943, húsfreyja í Reykjavík; Ævar Pálmi, f. 21.8. 1946, lögreglu- þjónn í Reykjavík; Knútur, f. 7.1. 1949, strætisvagnastjóri í Enn er vegið í sama knérunn. Annar bróðir frá Hvammi er dáinn á nokkrum vikum. Eftir stendur magnþrota fjölskylda, syrgjandi ást- vinir, börn, foreldrar, systkini og vinir. Ágúst Sigurvin var glæsimenni, sem allir hændust að. Hávaxinn, bjartur, kröftugur og ljúfur. Ailt lék honum í hendi strax í æsku. Hann ólst upp á foreldraheimilinu, Hvammi á Landi, í stóram glaðvær- um systkinahópi. Verkefnin voru mörg á heimilinu og mikið yndi hafði Ágúst af hestum, fé og reyndar öllu því, sem sýslað er með til sveita. Á sextánda ári lá leiðin til sjós, bæði á varðskipum og hjá Eimskip. Svo var komið við heima á haustin, farið á fjall og tekið til við haustverk- in. Um tvítugt hóf Gústi málaranám í Reykjavík og bjó þá hjá ömmu sinni Reykjavík, og Selma Huld, f. 25.7. 1961, sjúkraliði og húsfreyja í Briissel. Börn Ágústs eru: 1) Stefán Steinar, f. 13.6. 1967, sjó- maður, rnaki Anna Margrét Bjarna- dóttir, f. 20.11. 1963. Móðir Stefáns er Ingibjörg Stein- gerður Haralds- dóttir. 2) Guðrún Sigríður, háskóla- nemi, f. 15.6. 1973. 3) Ágúst Krister, nemi, f. 20.6. 1979. Þau eru búsett í Svíþjóð og er Ástríður Erla Stefánsdóttir, f. 8.7. 1948, saumakona þar, móðir þeirra. Útför Ágústs fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sigurlaugu. Að námi loknu bauðst honum starf í Svíþjóð við iðn sína. í ársbyijun 1970 fór hann svo utan og starfaði þar æ síðan, síðast sem sjálfstæður iðnrekandi. Ég kynntist Ágústi, þegar hann bjó hjá ömmu sinni. Betri mann var ekki hægt að hafa nálægt sér. Ág- úst hafði líka fengið í vöggugjöf sumt það besta í lífinu, ástríka for- eldra, sem allir þekktu og dáðu, yndisleg systkini og heimilisbrag, sem orðlagður var fyrir myndarskap og drift. Gústi vissi af þessum óskabyr, en vissi líka að fylgjast þurfti með hvetju segli, svo ekki slægi í bak- segl. Hann var mjög kröfuharður við sjálfan sig og slíkum er oft hætt við ofurviðkvæmni. Hann fékk sínar gusur í lífinu og hafknörrinn glæsta fyllti í stóru brotunum. Austurinn er alltaf í eigin hendi og sársaukinn líka. Sá, sem aldrei leggur á djúpið, fær ekki slettu - frekar en hann nokkurn tíma kynnist hafinu. Ég votta börnum Ágústs mína dýpstu samúð, foreldrum, systkin- um, ástvinum og vinum öllum. Á innan við mánuði eru tveir bræður frá Hvammi lagðir til hinstu hvílu í Skarðskirkjugarði. Algóður Guð styrki fólkið og gefi Ágústi mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Ágúst frændi okkar Eyjólfsson, frá Hvammi í Landsveit, féll frá nánast fyrirvaralaust á heimili sínu í Stokkhólmi sl. föstudag. Skammt er nú stórra högga á milli í Hvamms- fjölskyldunni við skyndileg dauðsföll tveggja elstu bræðranna, Ágústs og Kristins, í blóma lífsins með 23 daga millibili. Er mikill og helsár harmur kveðinn að öllum aðstandendum. Ágúst hafði verið búsettur í Svíþjóð s.l. áratugi, þannig að við þekktum hann ekki mikið sem fullorðinn mann. Hins vegar er hann Ijóslifandi í æskuminningu okkar, hugprúður og kátur, ljúfur og hjálpsamur, frændinn í Hvammi, bjartur yfirlit- um, í stóra, góða frændsystkina- hópnum þar. í þau fáu skipti, sem við hittum hann í seinni tíð, var hann okkur ætíð sem fyrr, frænd- rækinn, heill. Engan hefði órað fyr- ir, að síðustu fundir yrðu yfir mold- um Kristins bróður hans 23. nóvem- ber sl. Við bræðurnir minnumst Ágústs með væntumþykju og hlýjum hug. Við finnum sárar en táram taki til með foreldram þeirra, Eyjólfi frænda og Dúnu, systkinum, maka, börnum og frændgarði öllum. Það nístir að beini. Við biðjum algóðan Guð að geyma þessa skyndilega gengnu frændur okkar. Við biðjum Hann að blessa í ranni Hvammsfjölskyldunn- ar. Við biðjum Drottin að leggja líkn með þraut. Ágúst og Stefán Þórðarsynir og Páll Bragi Krisljónsson. Okkur langar að kveðja þig, Gústi minn, með nokkrum orðum. Okkur datt ekki í hug þegar við hittum þig fyrir þremur vikum, við jarðarför Kristins bróður þíns, að við ættum ekki eftir að sjást oftar í lifanda lífi. Maður spyr: Hver er tilgangurinn? Bræður á besta aldri deyja með svo stuttu millibili, en við ráðum engu. Minningamar era margar. Áður en þú fluttir út til Svíþjóðar með Elsu, voram við mikið saman. Það var oft fjör á Hagamelnum í þá gömlu góðu daga. Seinna meir kynntumst við systkinum þínum og foreldrum, þeim elskulegu hjónum. Synir okkar vora í sveit í Hvammi til margra ára. Það var alltaf eins og við hefðum hist í gær, þegar við hittumst, þó oft væru mörg ár frá því að við hittumst síðast. Hafðu þökk fyrir allt og friður Guðs sé með þér. Elsku Dúna, Eyfi, Elsa, börn og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guðlaug Steingrímsdóttir og Jón Ólafsson. Það á ekki af Hvammshjónunum að ganga, búin að missa tvo syni sína með stuttu millibili. Höggin era orðin þung og hörð sem Hvammsfjöl- skyldan hefur orðið fyrir. Hann Ágúst í Hvammi var skemmtilegur og góður drengur, hann var Ijós og bjartur yfirlitum, alltaf í svo góðu skapi. Það var gam- an að vera með honum í barnaskól- anum á Hellum, hann sagði mér oft til og leiðbeindi um það sem ég ekki skildi og við vorum að rifja það upp þegar hann kom að fylgja bróður sínum til grafar, hann sagði að það hefði verið yndislegar stundir og það var alveg satt. Ágúst stundaði sjóinn um nokkurt skeið á milli þess vann hann að búi foreldra sinna. Það var alveg sama hvað hann gerði, hann leysti verk sín vel af hendi og samviskusemin sat alltaf í fyrirrúmi. Svo lærði hann húsamálun og vann við það til dauðadags. Við vorum fimm fermingarsystk- inin og er Ágúst sá fyrsti sem kveð- ur. Þau vora mikið samrýnd systkinin í Hvammi og höfðu mikið samband sín á milli. Nú eru fjögur systkin lifandi af sex. Þau sem eftir lifa hafa misst mikið. Guð hefur mikið þurft á bræðrunum frá Hvammi að halda núna rétt fyrir jólin. Nú fara þeir að leika jólasveina hinum megim Elsku Ágúst minn, hjartans þakk- ir fyrir öll liðnu árin. Ég votta börn- um þínum samúð mína, foreldram og systkinum. Elsku Dúna mín og Eyjólfur og systkini, þið hafið mikið misst en minningin um góðan son, föður og bróður lifir. Blessuð sé minning þín, Ágúst minn. Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði 8 innaJJ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 ÁGÚST EYJÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.