Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 50
" 50 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJI SUNNUDAGUR í AÐVENTU Á aðventu 1996 Nú kemur heimsins hjálparráð, helgasta líf í duftið sáð. Soninn Guðs eina, sannan mann, sælust María fæða vann. Ljómar nú jata lausnarans, ljósið gefur oss nóttin hans. Ekkert myrkur það keija kann, kristur trú býr við ljóma þann. Hæstum fóður, á himni og jörð heiður, lof, dýrð og þakkargjörð, syni og anda öld af öld eilíf sé vegsemd þúsundföld. HANN er gamall þessi sálmur, kominn til vor gegnum móðu ald- anna, talinn ortur af Ambrósíusi biskupi í Milano, og er hann fyrsti sálmurinn í sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem út kom á Hólum 1589 og 1619. í þeirri mynd, sem sálmurinn kemur hér fyrir sjónir, í sálmabók vorri frá 1972, er hann endurkveðinn af dr. Sigurbimi Einarssyni biskupi, svo þeir hafa farið höndum um hann biskupamir, hver af öðrum með ^okkurra alda millibili. Mig langar til að fara nokkmm orðum um sálmabók Guðbrands biskups. Útgáfan 1589 er fyrsta eiginlega sálmabók íslensku kirkj- unnar. Hún var prentuð í 375 ein- tökum og í dag eru einungis þekkt þrjú eintök og ekkert þeirra heilt. Aðeins eitt þeirra hefír upphaflegt titilblað, prentað í tveimur litum með mynd Marteins Lúthers. í bókinni em 328 eiginlegir sálmar, langflestir þýddir úr latínu eða ••þýsku. Framan við sálmana er Tangur formáli eftir biskupinn um hlutverk bókarinnar. Árið 1619 lét Guðbrandur bisk- up prenta nýja útgáfu sálmabókar sinnar þar sem hin fyrri fékkst ekki lengur. Þetta er síðasta út- gáfa andlegs kveðskapar frá hendi biskups og í formála ítrekar hann tilgang þessarar bókar „að af mætti leggjast ónytsamlegir kveðlingar ... illir mansöngvar, amorsvísur, brunakvæði og annar ljótur og vondur kveðskapur, kerskni, klám, níð og háð, sem hér hjá alþýðufólki er elskað og iðkað Guði og hans englum til styggðar, djöflinum og hans ámm til gleðskapar og þjónustu.“ Svo ritar Guðbrandur biskup og eflaust hefði hann eitthvað að at- huga við ,jólabókaflóðið“ í dag! Nokkm fleiri eintök em til af þess- ari bók en hinni fyrri og fylgir með mynd af titilblaði hennar. En snúum nú sjónum að höf- undi sálmsins, Ambrósíusi biskupi í Mílanó. Hann var einn mætasti kirkjuhöfðingi Vesturlanda á 4. öld. Hann var af háum stigum og var alinn upp til að gegna verald- legum stöðúm. Hneigðist hann til kristni og var í trúnematölu, óskírður, þegar lýðurinn krafðist þess að hann yrði höfuðborgar- biskup. Það mun vera einsdæmi, að slík staða hlotnist manni, sem engar vígslur hafði og var ekki einu sinni skírður. En eigi þurfti söfnuðinn að iðra þessa, því að hér var á ferð mikilhæfur maður. Hann var frábær prédikari, og gaf orðum Ritningarinnar nýtt líf. Sér- staklega þótti honum takast vel að leysa bókstaf Gamla testament- isins úr fjötrum og sýna trúna á bak við. Varð það m.a. Ágústínusi kirkjuföður hin mesta hjálp að hlýða á Ambrósíus og sannfærast um, að kristnin væri hið mikla andlega vald. Góðgerðarstarfsemi rak hann einnig í stórum stíl og fékk svo miklar vinsældir og virð- ingu allra, að þess eru fá dæmi. Hann var stórbrotið sálmaskáld og eru um hundrað lofsöngvar eignaðir honum. Þá bætti hann kirkjusögninn enda var honum eignaður sérstakur kirkjusöngur: Cantus Ambrosianus. Starf Ambrósíusar markar spor í sögu Vesturkirkjunnar og lyftir henni hærra. Hann skýrði öðrum betur kenninguna um synd og náð, fagurt lífemi og mátt kristin- dómsins til að móta persónuleik- ann. Á aðventunni koma ómar þessa mikilmennis í gegnum móðu ald- anna til vor en verða þó svo skýrir í eyrum vorum ef vér viljum hlusta. Nú kemur heimsins hjálparráð, helgasta líf í duftið sáð. Þetta er fögur lýsing á komu þess konungs, sem við eigum öll að lúta og taka á móti, honum, sem Páll postuli lýsir svo: Þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists. Hann gjörðist fátækur yðar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans. Hér er talað um ríkdóm og fá- tækt, auð og örbirgð. Já, hver er ríkur? Þetta er erfið spuming og henni má svara á margvíslegan hátt. Við íslendingar eram rík þjóð að veraldarauði. Orbirgðina sjáum við aðallega á sjónvarpsskjánum, hún birtist þar sem leiftur frá fjar- lægum þjóðum. Hver er ríkur? Ég er ekki viss um það, að þjóð vor sé nógu rík af andlegum verðmætum, þeim verðmætum sem Ambrósíus bisk- up setti í öndvegi og Guðbrandur biskup varar við að víkja frá. Ég bið þess, að þjóð mín sem vissulega ætlar að halda ríkmann- leg jól einu sinni enn, mætti fínna hina sönnu auðlegð, sem fæst að- eins hjá honum, Drottni voram Jesú Kristi og í fórninni, sem hann færði. Sérhver aðventa er undirbún- ingstími undir komu jólanna, und- irbúningstími fyrir hug og hjarta sérhvers manns til að færa fórn, þó ekki væri nema örlitla fóm til handa þeim, sem við mesta örbirgð og hörmungar búa. Og sérhver aðventa er undir- búningstími í því að meðtaka í hjarta sitt birtuna og ylinn af hinu helgasta lífi sem lifað hefur á þess- ari jörð og láta það móta hjarta sitt og hugarstefnu. Ef jólin flytja okkur boðskapinn um heimsins hjálparráð, og við meðtökum hann, lifum við gleðileg jól. Ragnar Fjalar Lárusson. Ensk jólamessa í Hallgrímskirkju UNDANFARIN þijátíu og fimm ár hefur sú hefð skapast að halda samkirkjulega guðsþjónustu á jólaföstu fyrir enskumælandi fólk, fjölskyldur þeirra og vini. í ár verð- ur hún haldin í Hallgrímskirkju sunnudaginn 15. desember klukk- an 16. Þetta hefðbunda form á jóla- guðsþjónustu sem kallast á ensku „Nine lessons and Carols“ var fyrst notað í King’s College Chap- el í Cambridge á Englandi árið 1918 og hefur haldist nánast óbreytt síðan. Guðsþjónustur með þessu formi eru nú haldnar á sunnudegi í aðventu í mörgum kirkjudeildum um allan hinn en- skumælandi heim, fólk úr söfnuð- unum les níu ritningargreinar um fæðingu krists og jólasálmar sungnir á milli. Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn organistans Harðar Áskelssonar, Daði Kolbeinsson leikur einleik á óbó og séra Karl Sigurbjörnsson, prestur í Hallgrímskirkju, stjórnar athöfninni. í ár býður breska sendiráðið kirkjugestum að þiggja veitingar í Menningarstofnun Bandaríkj- anna, Laugavegi 26, eftir guðs- þjónustuna. (Einnig gengið inn Grettisgötumegin.) Jólasöngvar í Seljakirkju AÐ KVÖLDI þriðja sunnudags í aðventu verða jólasöngvar í Selja- kirkju. Hefjast þeir kl. 20. Við kirkjuna starfa þrír kórar og munu þeir allir syngja á tónleikunum. Þeir kórar era Kór Seljakirkju, þar sem stjórnandi er Kjartan Sigur- jónsson organisti, Seljur, kór Kvenfélags Seljakirkju sem stjórn- að er af Kristínu Pjeturs og Barna- kór Seljakirkju en stjórnandi hans er Hanna Björk Guðjónsdóttir. Á jólasöngvunum syngja kór- arnir hver um sig, og einnig sam- an, fjölbreytta dagskrá með að- ventu- og jólalögum. Undirleikarar eru Bjarni Jónatansson og Aðal- heiður Þorsteinsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Til- gangur tónleikanna er sá að gleðj- ast á aðventu við undirbúning heilagra jóla. Aðventukvöld í Að ventkirkj unni KÓR Aðventkirkjunnar, Ingólfs- stræti 19 í Reykjavík, heldur Að- ventukvöld sunnudaginn 15. des- ember kl. 20 í kirkjunni. Fjöl- breytt tónlistaratriði verða á dag- skrá, Magnús Pálsson flytur hug- vekju, kór Aðventkirkjunnar syng- ur. Stjórnandi kórsins er Krystyna Cortes. Boðið verður upp á heitt súkkul- aði og smákökur á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventukvöld í Hvammstanga- kirkju AÐ VENTUKV ÖLD verður í Hvammstangakirkju á Lúsíu- messu, föstudaginn 13. desember. Hefst það kl. 20.30. Hugvekju flyt- ur frú Kristín Árnadóttir, skóla- stjóri Vesturhópsskóla. Ferming- arbörn safnaðarins færa upp lúsíu- göngu og söng, en auk þess munu nokkur úr þeirra hópi lesa jóla- sögu. Barnakór Grannskólans á Hvammstanga syngur undir stjórn Elinborgar Sigurgeirsdóttur og nemendur úr Tónlistarskólanum flytja nokkur lög undir stjórn Hjálmars Sigurbjörnssonar. Þau Hjálmar og Elinborg munu einnig spila sitt verkið hvort, á trompet og píanó. Kirkjukór Hvammstanga heldur uppi söng og flytur nokkur verk undir stjórn Helga S. Ólafssonar organista. Meðal þeirra má nefna nýtt lag og raddsetningu eftir org- anistann við nýjan jólasálm eftir sóknarprestinn. Við lok aðventu- hátíðarinnar er almennur söngur kirkjugesta. Það era margir sem nota þetta tækifæri til að stilla sig inn á undirbúning jólanna og hreinsa hugann. Prestur á Hvammstanga er sr. Kristján Björnsson. Aðventukvöld í Egilsstaðakirkju AÐ VENJU verður aðventukvöld í kirkjunni á þessum 3. sunnudegi Jólagjafír fyrír butasaumskonur: Bútapakkar, bækur, sníð, verkfærí, gjaíabréf og fleíra. ,>VIRKA ■“? i : Mörkin 3, simi 568 7477 [ desember á aðeins 2 dö mikið úrval. í ríay Áí. 11.00 18.00 Sunnudag kl. 13.00-17.00 Virka daga kl. 08.00-19.00 tilbúnir mgnÆst eftir: Tolla - Magdalenu - AtlaMá- Þ. Hall - J. Reykdal - Hauk Dór - eftir máli. Kjartan G. RAMMA INNRÖMMUN MIÐSTÖÐIN S.GTÚNI10-SÍM.5H1616 __________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.