Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 59 r Magnús Ingimarsson segir að sér hafi litist bráðvel á verkið þeg- ar Hrafn sýndi honum það hripað niður fyrir píanó. „Lögin á diskn- um eru margbreytileg og skemmtilegt að útsetja ólík lög, ballöður og sving-músík með jass- ívafi,“ segir hann. „Þegar við Hrafn vorum í dansbransanum á sínum tíma tíðkaðist meira að dansa við jasstónlist en síðar varð og dægurtónlist þess tíma var með miklu fjölbreyttari hljómagangi en tíðkast í dag. Þessar tónsmíðar Hrafns eru mjög í þeim stíl, lög með bitastæðum hljómagangi sem valda því að það er miklu skemmti- legra og betra að útsetja þau, það er hægt að fara aðrar og skemmti- legri leiðir,“ segir Magnús en Hrafn skýtur inní að ekki síður hafi Magnús fundið takt við lögin, því nokkur laganna hafi breytt um takt í höndunum á honum. Ýmsir tónlistarmenn komu að upptökum á plötunni, m.a. Árni Scheving og Einar sonur hans, Hilmar Jensson, Sigurður Flosa- son. Magnús og Hrafn segjast hafa verið heppnir með samstarfs- menn, allir hafi tónlistarmennirnir spilað frábærlega vel, aukinheldur sem söngvarar hafi staðið sig ekki síður vel, en Sigrún Hjálmtýsdótt- ir syngur eitt lag og Ari Jónsson og Berglind Björk Jónasdóttir syngja önnur lög á disknum. Hrafn segir að frá upphafi hafi verið ákveðið að hafa engin gervi- hljóðfæri, enga hljóðgervla, „bara hljóðfæri eins og notuð voru á þeim tíma sem verkið á að gerast, enda fannst mér að ef ætti að gera þetta á annað borð væri eins gott að gera það vel.“ Lífið á Miðnesheiði Eins og getið er fjallar söngleik- urinn um lífið á Miðnesheiðinni á upphafsárum herstöðvar Banda- ríkjamanna hér á landi, en fyrir tilverknað þeirra átti margt eftir að breytast í högum íbúa nærliggj- andi byggða, ekki síður en víðar á landinu. Hrafn nefnir að á þeim tíma hafi til að mynda Sölunefnd varnarliðseigna verið glæsilegt „magasín" en ekki skransalan sem síðar varð, Suðurnesjamenn hafi verið fyrstir íslendinga til að kynn- ast sjónvarpsútsendingum og Kanaútvarpið hafi haft mikil áhrif á þróun dægurtónlistarinnar. Á plötunni er og vísað í ýmislegt frá þeim tíma sem vafist getur fyrir ókunnugum og þeir Hrafn og Magnús nefna sem dæmi að í ein- um textanum sé talað um að ein- hver hafi farið í Krossinn, en þá sé átt við samkomuhús sem gekk undir því nafni í Njarðvíkum, en ekki trúfélagið. „Það er margt sem ekki er skýrt nánar á disknum," segir Hrafn „en allir sem muna þennan tíma vita við hvað er átt og vekur vonandi forvitni ann- arra.“ „Hrafn segist vona að fjöl- breytni laganna eigi eftir að gefa disknum lengra líf, enda samið sem söngleikur þar sem fjölmargt sé á seyði, ýmsar uppákomur og starfsemi lögleg og ólögleg. Hann segir ekki í bígerð að ljúka leikn- um í bráð og ekki fært að setja upp konsertuppfærslu á honum til að kynna diskinn frekar, það sé sér einfaldlega ofviða, því miklu þurfi að kosta til í umbún- aði og mannahaldi ef vel ætti að vera. „Það þýðir ekki að standa í þessu nema gera það eins vel og hægt er,“ segir hann glaðbeitt- ur að lokum. VORUB St. 32-39. Verö kr. 3*999 Man. United íþróttaskór Man. United „orginal“ Nýja hvita treyjan komin. Treyjur, buxur, sokkar, töskur, æfingagallar, 1 handklæði, Q3 \ rúmföt, D 1 svuntur, húfur, CJ) 3" 1 boltar, treflar, CD CD l glös, könnur, CD —1 \ klukkur o.m.fl. iþróttafatnaður 1 miklu úrvali, ^yjar sendingar/ •••••DSADORA íþróttaskór, úinanhússkór °é fótboltaskór. Liverpool „orginal“ Peysur, buxur. könnur, glös, húfur, boltar, handklæði, rúmföt, lyklakippur o.m.fl. © flSTuno © SPORTVÖRUVERSLUN Háaieitisbraut 68, sími 568 4240 UIVIBRO Póstsendum i- r 2 \ VÖNDUÐ BÓK FRÁ ORMSTUNGU .uu ilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna Bjarni Bjarnason Töfrandi frásögn og óvenjulegt efni gera þessa skemmtilegu og spennandi bók ógleymanlega - allt getur gerst og höfundurinn kemur lesandanum stöðugt á óvart. „Þetta er saga sem vekur áhuga og forvitni frá fyrstu síðu og hér eru margar vel unnar iýsingar...Ég ætla ekki að eyðileggja upplifun væntanlegra lesenda með því að deila með þeim eigin hugleiðingum um boðskap bókar sem er bæði sérstæð og spennandi. Finni hver út fyrir sig. Ég ætla þó að leyfa mér að spá því að fáir verði sviknir af lestrinum.“ Sigríður Albertsdóttir, DV ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.