Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 64
—<>4 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk Hvað er um að vera hér? Þetta er Hann kemur hingað hinn frægi flugkappi úr fyrri á litla franska kaffi- heimsstyrjöldinni... húsið mitt á hveiju kvöldi til að gleyma stríðinu ... Þú ert svakalega skrýtin, Magga. Hvað þyk- ist þú vera, njósnari? Hvað skyldi gerast ef við settum svolítinn ís í þennan rótarbjór? BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Næturvagnar SVR Frá Jóhannesi Sigvrðssyni: SVR leggur áherslu á frumkvæði og aðlögunarhæfni að breytilegum þörfum markaðarins. Talsverðar breytingar hafa orðið á skemmtana- haldi í borginni á undanförnum árum með fjölgun kaffihúsa og annarra skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur. Þessar breytingar hafa skapað aukna eftirspurn eftir ferðum frá miðborg að úthverfum að næturlagi um helgar. Nauðsyn- legt er að þeir sem eru seint á ferli í miðbænum komist klakklaust heim til sín. Næturakstur hófst haustið 1994 Reglulegar ferðir SVR eru til miðnættis virka daga en til rúm- lega eitt aðfaranætur laugardags og sunnudags. Til að mæta þessari auknu eftirspurn eftir ferðum frá miðborg að úthverfum um helgar, var ákveðið að hefja næturakstur um helgar haustið 1994. Tværleið- ir voru í ferðum, leið 125 og leið 130 og var ekið á 60 mínútna fresti, kl. 02:00 og kl. 03:00. Brott- för var frá biðstöð neðst í Hverfis- götu. Leið 125 þjónaði Háaleiti, Bústaðahverfi og Breiðholti, en leið 130 þjónaði Sundum, Árbæ og Grafarvogi. Talsverðar sveiflur voru í farþegafjölda milli mánaða og nokkuð áberandi var að ferðirn- ar kl 02:00 voru illa nýttar og fóru flestir með ferðunum kl. 03:00. í september 1995 voru farnar 40 ferðir og var heildarfjöldi farþega 1.034 eða 26 að meðaltali í ferð, en í október sama ár var fjöldi farþega aðeins 455 eða 11 að með- altali í ferð. Ákveðið var að bæta þjónustuna og koma enn betur til móts við þarfir borgarbúa. Með þetta í huga var ferðaframboðið tvöfaldað í lok október 1995, akstursleiðum lítil- lega breytt og fyrstu ferðum seink- að um 30 mínútur. Vagnarnir fara nú á 30 mínútna fresti frá kl. 02:30 til kl. 04:00. Brottfararstað var einnig breytt og er nú lagt af stað frá Lækjargötu við MR. Kynningu á þessum breytingum hefur aðal- lega verið beint að ungu fólki. Þetta aukna framboð mæltist vel fyrir og hefur verið stöðug aukning á fjölda farþega. í september í ár var meðalfjöldi í ferð 38 borið sam- an við 26 í september í fyrra og er það 46% aukning. Heildarfjöldi farþega í september í ár var 2.449 sem er meira en tvöföldun, miðað við sama tíma í fyrra. í október var farþegafjöldi svipaður eða 2.344 sem er 37 að meðaltali í ferð. Far- gjald er aðeins 200 kr. í reiðufé, þannig að það getur haft talsverðan sparnað í för með sér að ferðast með næturvögnunum. Einnig sjá fleiri sér fært að skreppa i miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helg- ar án þess að það hafi umtalsverðan kostnað í för með sér. Á 12 mán- aða tímabili, frá 1. nóvember 1995 til 30. október 1996, var heildar- fjöldi farþega með næturvögnunum SVR 18.285, þannig að ljóst er að þessi þjónusta er komin til að vera og vonandi verður hægt að auka hana enn frekar í framtíðinni. Ég vil að lokum nota þetta tæki- færi til þess að hvetja lesendur til þess að prófa þessa þjónustu SVR. JÓHANNES SIGURÐSSON, forstöðumaður þjónustusviðs SVR. Fluor í tannkremi Frá Hallgrími Þ. Magnússyni: ENN koma skilaboð frá læknisemb- ættinu varðandi það, að við eigum skilyrðislaust að nota fluor-tann- krem, sér í lagi fyrir börnin okkar. Það skrítna við þetta er að fluorid er álitið eitthvað hið mesta eitur sem til er og var áður fyrr ein- göngu notað til að útrýma rottum og músum o.s.frv. Mikil mótmæli voru í gangi til þess að hindra losun fluorid í sjóinn og urðu þess vegna álframleiðendur að finna eitthvert gott ráð til þess að losna við það. Auðvitað var best að geta selt það og telja almenningi trú um að það væri bráðnauðsynlegt fyrir heilsu okkar. Vitað mál er að það safnast hægt og hægt upp í líkamanum og getur valdið eituráhrifum á líkam- ann. Bandaríkjamaður að nafni Dean fann það út í kring um árið 1950 að fólk sem drykki fluor-ríkt vatn hefði færri holur í tönnum sínum, en viðmiðunarhópur. í dag hefur dr. Dean tvívegis verið kallaður fyrir réttt og þurft að viðurkenna að rannsóknir hans voru rangar. Margar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum sýna að það er engin minnkun á tannskemmdum þrátt fyrir fluor-notkun í drykkjar- vatni og tannkremi. Hollenskir læknar hafa fundið að fluorid hefur slæm áhrif á erfðaefni í tilraunum á dýrum. Bandarískur læknir full- yrðir að það séu auknar líkur á mjaðmabrotum hjá fólki sem hefur drukkið fluor-vatn í tuttugu ár. 10% af fluorid hjá fullorðnum sest í bein- in og rannsóknir sýna að bein hjá þeim sem hafa tekið fluorid eru með minni masssa og eru veikari. Við rannsóknir á dýrum hefur það komið í ljós að ef fluoride er bætt við vatnið sem þau drekka verður mikil aukning á krabbameini hjá þeim. Dr. John Yiamouyiannis hefur sýnt fram á að það er 10% aukning á krabbameini í þeim borg- um sem hafa fluorid í vatninu mið- að við þær borgir sem ekki nota fluorid. Mörg lönd í veröldinni hafa bann- að notkun fluorid, t.d. Austurríki, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noreg- ur og Spánn. Því ekki að bæta Is- landi á þann lista. Það efni sem er banvænast í stór- um skammti verður alltaf eitrað fyrir okkur í litlum skömmtum, því má segja að ef við viljum að börnin okkar verði heilbrigð þá eigum við alls ekki að gefa þeim fluor-töflur eða bursta tennurnar með fluor- tannkremi. Margar aðrar eiturverk- anir mætti telja upp, en eitt er víst að fluorid er eitur. HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON, læknir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.