Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 66
 - 66 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ^emantaúúóiá Handsmíðaðir 14kt gullhringar ‘fráhært uerá. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 ^emantaúúsiá Handsmiðuð 14kt hálsmen með perlum 'fráhærl aerJ Kringlunni 4-12, sími 588 9944 Sendu jólapakkana og jólapóstinn með DHL Við gefum þér 2 auka vikur Það er engin ástæða til að láta jólapakkana og jólamatinn velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Síðasti dagur til að senda Jólagjöf er 16. desember. Við erum ódýrari en Pósturinn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfa- þjónustu DHL en með hefðbundnum flugpósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: 13. des. til Norðurlandanna. I 2. des. til Evrópu. 9. des. til Bandaríkjanna, Kanada og annarra landa. WORUJW/OE EXPfí£SS Við stöndum við skuidbindingar þínar DHL HRAÐFLUTNINGAR HF Faxafen 9 -108 Reykjavlk Slmí 535 I 100 • Fax 53S I I I I I DAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson HVITUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja tékkneskra stórmeistara á móti í Ceska Trebova í Tékklandi í vet- ur. Smejkal (2.500) hafði hvítt og átti ieik, en Hracek (2.625) var með svart. 33. Hxf6! - gxf6 34. Bd5 — Dal (Nú væri hvítur með gjörunnið tafl eftir 35. Hdl! en í staðinn reyndi hann að vera of sniðugur) 35. Hd4?? - Dgl+! (Snýr tafl- inu við. Hvítur má auðvitað ekki taka drottninguna) 36. Kh3 - Dfl+ 37. Kh4 - f5 38. Hf4 - Dxf4+! 39. gxf4 — Be7+ og hvítur gafst upp. 2. umferð Guðmundar Arasonarmótsins hefst í dag kl. 14 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Það er þriggja daga hlé á stórmótinu í Las Palmas á Kanaríeyj- um. Kasparov og Anand eru efstir með 2 ‘A vinning af fjórum mögulegum. Kramn- ik, Karpov og ívant- sjúk hafa 2 v. en Topalov rekur lestina með einn vinning. í fimmtu umferðinni mætast Karpov og Ka- sparov í iyrsta skipti í tæp þijú ár. Mótið fer fram í menn- ingarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Teflt verður með Fischer-FIDE klukkum. Mótið hefst kl. 20:00. Þátt- tökugjald er kr. 200 fyrir félagsmenn, en kr. 300 fyr- ir aðra. Mótið er sérstak- lega athyglisvert fyrir þá sök að þetta er líkast til síðasti viðburðinn sem Hell- ir heldur í Gerðubergi! Með morgunkaffinu JÚ, jú, ég skal leika í síg- arettuauglýsingu fyrir ykkur, en ég get ekki komið í upptökur fyrr en eftir hádegi, þegar reyk- ingahóstanum linnir. dottið í hug að ég sæti hér í tvo tíma og horfði bara á þennan Jjóta hvita vegg, eða hvað? jalvrt ÉG veit að þú hefur unnið hér í 16 ár án þess að fá launahækk- un, en það er einmitt ástæða þess að þú hef- ur verið hér í vinnu í 16 ár. m wi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Kveðja til Bubba Morthens VERA hringdi og sagði að sér fyndist Bubbi Morthens afskaplega skemmtilegur og góður söngvari og hún bað Velvakanda að koma því á framfæri við hann, að syngja eitthvað af gömlu, góðu lögunum. Hann kemur fram við ýmis tækifæri, t.d. í sjónvarpi, og þá langar hana að heyra hann syngja eitthvað af þeim lögum. Henni fannst einnig mjög gaman að heyra í Snörunum. Jólabækumar í Hagkaupi ÉG VIL hvetja kaupend- ur bóka í verslunum Hagkaups að geyma kassakvittanir. Því ef þeir ætla að gefa bókina og viðtakandi á hana fyr- ir er ekki hægt að skipta henni nema kassakvittun fylgi með. Skemmtilegt, eða hitt þó heldur að láta verðmiðann fylgja jóla- gjöfinni. Ástæðan er sú, segja Hagkaupsmenn, að þeir eru bara með bækur til sölu fyrir jólin. Viðskiptavinur Hagkaups. Tapað/fundið Barnaskór ÍIKEA SUNNUDAGINN 24. nóvember voru teknir bamaskór í misgripum í boltalandi í IKEA. Þeir heita Rockstone nr. 25, brúnir. Hægt er hringja vegna þeirra í síma 564-2535. Kross fannst fyrir 17 árum LÍTILL kross fannst á gangstétt við Suður- landsbraut fyrir framan verslun Gunnars Ás- geirssonar fyrir 17-18 árum. Á krossinn eru letraðir stafimir HV 20.5. 1954 og gæti hann hugs- anlega verið fermingarg- jöf. Kannist einhver við þennan kross, þótt langt sé um liðið, er hann beð- inn að hafa samband í síma 421-2551. Flístrefill tapaðist SVARTUR flístrefill (G.A.P.) tapaðist í byijun nóvember, líklega á Sel- tjarnarnesi. Upplýsingar í síma 561-1640. Kvenúr fannst GULLHÚÐAÐ kvenúr fannst á KR malarvellin- um í vesturbæ Reykja- víkur fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Eigandinn má hringja í síma 562-9078. Gæludýr Goggi er týndur GOGGI er svartur og hvítur fressköttur sem var í pössun á Kvisthaga. Hann þvældist eitthvað í burtu og hefur verið týndur frá því í byijun nóvember. Hann ratar því ekki heim. Vinsam- lega hafíð samband í síma 551-8054 ef þið hafíð séð hann Gogga nýlega. Pennavinir ... elska hann og virða og standa með honum í blíðu og stríðu, gegnum leiktíð enska boltans, keppnistimabil golfklúbbsins og kappaksturinn í Monte Carlo. SAUTJÁN ára þýsk menntaskólastúlka með áhuga á Islandi. Langar að koma hingað næsta sumar, vera hjá ijölskyldu í Reykja- vík eða nágrenni, passa börn og hjálpa til á íslensku ~ heimili. I staðinn langar hana að bjóða íslenskum unglingum til að koma til sín í sumarfríinu: Elisabeth Fiihrer, Am Permer Díimm 11, D-492005 Hasbergen, Germany. TÍU ára bandaríska stúlku langar að eignast íslenskar pennavinkonur: Brittani Hindt, 5125 Arborwood Drive, League City, Texas 77573, USA. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA finnst bókaflóðið fyrir jólin komið út í full- komnar öfgar. Það hlýtur að vera eitthvað mikið bogið við bóka- kaupavenjur landans, fyrst forlögin sjá sér tæplega fært að gefa út bækur á öðrum árstíma en í nóvem- ber eða desember. Afleiðingin er sú að bækur, sem kunna að vera mjög áhugaverðar, drukkna í flóð- inu og fara framhjá flestum. Vík- veiji kysi sjálfur að bækur kæmu út í minni skömmtum árið um kring, þannig að hann gæti gefið sér tíma til að vega þær og meta og festa kaup á einni og einni í einu handa sjálfum sér, í stað þess að kaupa heila hrúgu í desember til að setja í jólapakkana. SAMA á raunar við um plötuflóð- ið á aðventunni. Hver hefur tíma til að hlusta á allt það áhuga- verðasta, sem frá íslenzkum tónlist- armönnum kemur, í desember eða tileinka sér allar þær upplýsingar, sem plötuútgefendur ryðja frá sér í þessum eina mánuði? Vilja neyt- endur sjálfir virkilega hafa þetta svona? Hvernig stendur á þessari furðulegu útgáfutörn fyrir jólin, sem á sér tæplega hliðstæðu í öðr- um löndum? VÍKVERJA þótti skondið að sjá í þætti Ríkissjónvarpsins um heimsókn forsetans til Danmerkur að þar sem forsetahjónin heimsóttu kjörbúð, sem stillti íslenzkum vör- um út á áberandi hátt, var flöskum af íslenzku brennivíni ra.ðað í kringum kjötborðið. Þá vita Islend- ingar það — ef þeir vilja geta keypt þjóðardrykkinn út úr venjulegri kjörbúð, fara þeir bara til Dan- merkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.