Morgunblaðið - 14.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 14.12.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Teiturfer til Larissa TEITUR Örlygsson, körfu- knattleiksmaður með Larissa í Grikklandi, hefur verið í fríi hér heima síðstu dagana, en heldur á ný til Grikklands í fyrramálið. „Forráðamenn Larissa borguðu mér allt sem ég átti inni þjá þeim í vikunni þannig að ég fer út á sunnu- daginn,“ sagði Teitur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði þó ekki ljóst hvort, og þá hvemig hann kæmist til Larissa. „Bændur hafa lok- að vegum og járnbrautartein- um í Grikklandi og Larissa er í landbúnaðarhéraði þannig að ég er ekkert viss um að ég komist þangað upp eftir,“ sagði Teitur, en samkvæmt mótaskrá á Larissa heimaleik við Aris í næstu umferð. Bjami hefur ekki feng- ið tilboð frá Liverpool Eg er ekki búinn að fá neitt til- boð, hvorki frá Liverpool né Newcastle," sagði Bjarni Guðjóns- son knattspyrnumaður í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni, sem hefur æft með Liverpool í viku- tíma, segir að komi eitthvert tilboð þá verði það til ÍA en Örn Gunnars- son, stjómarmaður ÍA sagði að ekkert tilboð væri komið. „Þetta er búið að vera mjög gaman og Liverpool hefur boðið mér að koma aftur eftir áramótin og vera þá í mánuð að æfa með félaginu. Ég kem heim á sunnudag- inn og ætla að hugsa málið um hátíðirnar," sagði Bjarni í gær. Hann sagði að það væri ósköp svip- að að æfa hjá Liverpool og New- castle, heimilislegt og þægilegt. En skyldi Bjarni hafa hug á að komast í atvinnumennsku strax eða vill hann bíða í eitt ár og klára samninginn við Skagamenn? „Ég vona að ég komist í atvinnu- mennskuna núna og er tilbúinn í slaginn fái ég gott tilboð," segir Bjarni. __ _ æ mm m m m rv*-ULt-1 Handagangur i oskjunm ÞAÐ var svo sannarlega handagangur i öskjunnl þegar þessl mynd var tekin í leik Milwaukee Buck og Seattle Supersonics í fyrrakvöld og margar hendur á lofti. Armon Gilllam leikmaður Bucks hafðl betur nokkrum andartökum síðar og náðl þessu sóknarfrákastl. Að endingu voru það ieikmenn Mllwaukee sem höfðu betur í jöfnum og tvísýnum lelk, lokatölur 100:97. En það voru fleirl sem fögnuðu að leikslokum í fyrrakvöld því Houston vann i 19. sklpti á leiktíðinni og að þessu sinni voru það lelkmenn Detroit sem lágu. Leikirnir / C4 íslandsmet hjá Eydísi í Rostock EYDÍS Konráðsdóttir sund- kona úr Keflavík setti í gær fslandsmet í 200 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem nú fer fram í Rostock í Þýskalandi. Eydís synti á 2.16,79 mín., en gamla metið var 2.18,58 mín. Eydís er farin að leggja áherslu á ný á baksundið eftir að hafa aðallega einebitt sér að flug- sundi undanfarin misseri. Þess má einnig geta að þjálf- ari hennar um þessar mundir er Eðvarð Þór Eðvarðsson, allra fremsti baksundsmaður þjóðarinnar á sinni tið og hefur Eydís greinilega ekki komið að tómum kofanum hjá honum. Ríkarður Ríkarðsson sund- maður úr Ægi náði sínum besta tima í 100 m skriðsundi á sama móti er hann kom í mark á 50,84 sek. og var aðeins 9/100 úr sekúndu frá íslandsmeti Magnúsar Más Ólafssonar. Þá setti Örn Arn- arson, SH, piltamet i 50 m baksundi er hann synti á 28,30 sek. en eldra metið var 28,49 sek. Elín Sigurðardóttir, SH, synti 50 m flugsund á 29,63 sek. og félagi hennar Hjalti Guðmundsson synti 50 m bringusund á 29,72 sek. og hjó nærri sínum besta tíma. Ekkert af islenska sundfólk- inu komst í úrslit, en þeir sem ná sex bestu tímunum úr undanriðlum komast í úrslit. FÉLAGSLÍF: ÞRÓTTARAR FLYTJA í LAUGARDALINN / C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.