Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 4
■ tefaim FOLK FELAGSLIF Þróttur og Reykjavíkurborg semja um að félagið flytji í Laugardalinn Þróttararí hátíðarskapi KNATTSPYRNUFE- LAGIÐ Þróttur mun flytja alla starfsemi sína í Laugardalinn á næstu árum og taka við rekstri Gervigrasvallarins og Valbjarnarvallar. Samn- ingur milli Reykjavíkur- borgar og Þróttar þessa efnis var undir- ritaður í fyrradag og segir Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar, að mikill hugur sé í Þrótt- urum. „Við vorum búnir að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Tryggvi. Þróttur í Laugardalinn EF MARKA má svipinn á Tryggva Geirssyni, for- manni Þróttar, gæti hann verið að spyrja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra hvort þetta hús fylgdi með í samningnum, en hann bendír á Laugar- dalshöliina. Samkvæmt samningun- um mun Þróttur fá mun fleiri tíma en áður í Laugardalshöllinni og fé- iagið mun leika heimaleiki sína á aðalleikvanginum í Laugardalnum þegar liðið er komið í 1. deild. Frá og með 1. janúar 1998 mun Þróttur annast umsjón með rekstri Valbjarnarvallar og frá 1. september sama ár bætist gervigrasið við, en skipta á um gras þar árið 1999. Þróttur fær þrjú æfinga- ■iVæði samkvæmt samning- unum. Svæðið suðvestan við húsdýragarðinn, sem liggur meðfram Suður- landsbrautinni, svæðið norðan við TBR-húsið og það svæði sem er á milli skautasvellsins og gervigrassins. Æfingavellir á þess- um stöðum eiga að vera ti'búnir vorið 1998. Nýtt vallarhús og fé- lagsheimili verður byggt við hlið gervigrasvallarins og á það að vera tilbúið fyrri hluta árs 1998 en hús- ið mun verða um 1.350 fermetrar. Þá er ákveðið að tennisvellirnir við Sæviðarsundið verði þar næstu fimm árin en þá verða byggðir nýjir í Laugardalnum. Borgin fær hús og svæði félagsins við Sævið- arsund. Tryggvi segir að með flutning- unum muni Þróttur vera mun meira miðsvæðis fyrir sín hverfi en áður og því ætti að vera auðveldara að ná til fólksins en íbúar hverfisins eru á bilinu 15-18 þúsund. Hann sagði að næsta skref félagsins yrði að fara yfir hvernig hlutirnir ættu að vera í framtíðinni, því með þess- um samningi væri ljóst að félagið myndi færa út kvíamar og líklega yrði fjölgað deildum. Hann sagði að framundan væru mjög spennadi tímar og jafnframt krefjandi. Borgin hefði sýnt forystu Þróttar traust með því að undirrita samninginn og einnig fylgdi þessu mikil ábyrgð sem Þróttur ætlaði að axla. . * 1 k i 'í j I i! I Ó >, •} * f............ r f m MARK Hughes leikmaður Chelsea leikur í dag með félögum sínum í landsliði Wales gegn Tyrk- landi. Strax að leik loknum er reiknað með að hann fari í skyndi til Lundúna í þeim tilgangi að leika með Chelsea í viðureign við Sunderland sem verður á morgun. Dan Perruscu leikur ekki með Chelsea vegna þess að hann er í HM kappleik með Rúmeníu gegn Makedóníu og Frank Leboeuf tek- ur út fyrsta leikinn í banni eftir að hafa verið dæmdur í 3 leikja bann. ■ VELGENGNI leikmanna Wimbledon hefur gert það að verk- um að sjónvarpsstöðin Sky hefur kynnt þrjár beinar útsendingar frá leikjum liðsins, gegn Aston Villa 22. desember, á móti Arsenal 23. febrúar og loks viðureign við Cov- entry þann 3. mars. ■ Bryan Robsons hefur átt fund með Emerson til þess að fá botn í þau vandamál sem hann og eigin- konan eiga við að etja og gera að verkum að þau telja sig ekki geta búið í Englandi lengur. Robsons gerir sér vonir um að geta komið til móts við óskir þeirra og að þann- ig fari að þau haldi áfram að vera þar í landi og Middlesbrough njóti krafta Emersons á knattspyrnu- vellinum. ■ MARK Bright sóknarmaður hefur verið lánaður í einn mánuð frá Sheffield Wednesday til Millwall. Bright fer beint i liðið og verður með nýju félögum sínum í dag er þeir mæta liðsmönnum Bournemouth. ■ JAMIE Redknapp og félagi hans Stan Collymore verða i liði Liverpool sem mætir Middlesboro í dag. ■ MICKEY Adams knattspyrnu- stjóri efsta liðs 3. deildar, Fulham, hefur verið boðinn langtímasamn- ingur hjá félaginu. Honum er ætlað að byggja upp sterkt lið hjá félag- inu sem gæti spjarað sig í 1. deild. ■ WINNIE Jones verður fjarri góðu gamni þegar Wimbledon mætir Blackburn í dag, en hann verður í eldlínunni með landsliði Wales gegn Tyrkjum. Líklegt er talið að Brian McAlister leysi Jon- es af hólmi á miðjunni og Robbie Earle verði fyrirliði. Morgunblaðið/Þorkell KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Ekkert slær Houston Rockets út af laginu Leikmenn Houston Rockets halda sigurgöngu sinni áfram í körfu- knattleiknum vestanhafs og í fyrra- kvöld unnu þeir í níunda heimaleikn- um í röð er lið Denver kom í heim- sókn, lokatölur 115:96. Charles Bar- kely gaf félögum sínum tóninn á fyrstu sex mínútunum með því að gera 11 af 26 stigum sínum í leikn- um á þeim kafla. Annars var Clyde Drexler stigahæstur í sigurliðinu með 27 og Hakeem Olajuwon kom þar rétt á eftir með 21 stig. Barkley tók átta fráköst og Drexler átti átta stoðsendingar. Houston hefur nú sigrað í 19 leikjum af 21 það sem af er leiktíðinni og stendur best að vígi allra liða í NBA. Það urðu svo sannarlega óvænt úrslit í Utah er Phoenix sótti þangað sigur, 95:87 og batt þar með enda á sigurgöngu heimamanna sem höfðu lagt 15 lið að velli í röð. Að sama skapi virðist lukkan vera að snúast á sveif með Phoenix sem hefur sigr- aði í fimm leikjum í röð eftir afleita byijun. Kevin Johnson gerði flest stig Phoenix, 17 talsins, og Rex Chapman kom næstur með 16. Það ætlar að ganga illa hjá San Antonio Spurs að komast á sigur- brautina þrátt fyrir að vera komið með nýjan þjálfara. Að þessu sinni varð liðið að bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi fyrir Los Angeles Clippers, 97:94. Loy Vaught innsigl- aði sigurinn fyrir Clippers með körfu þegar 27 sekúndur voru eftir. Hann gerði alls 16 stig í leiknum, jafn- mörg og Rodney Rogers. Malik Se- aly var með 14 stig, en þetta var aðeins annar sigurleikur Clippers í síðustu 12 viðureignum. Glenn Robinson hefur verið meidd- ur um tíma en kom sterkur til leiks og gerði 32 stig, tók 9 fráköst og var með 7 stoðsendingar er Milw- aukee Bucks lagði Seattle 100:97. Ray Allen gerði 17 stig og Vin Ba- ker var með 16. Gary Payton var fremstur í flokki Seattle með 31 stig. Patrick Ewing fór mikinn er New York sigraði Golden State 90:79 í Madison garðinum. Hann skoraði 13 stig, tók 20 fráköst auk þess að verja fjögur skot. Allan Houston var stigahæstur heimamanna með 18, Larry Johnson var með 14 stig og John Starks gerði 13. Leikmenn New York voru grimmir í leiknum og tóku alls 61 frákast, þar af 23 í sókninni. Latrell Sprewell var stiga- hæstur hjá gestunum með 17. Vancouver Grizzlies tapaði átt- undu viðureign sinni í síðustu níu leikjum er liðið heimsótti Potland, lokatölur 99:78. Kenny Anderson skoraði 22 stig fyrir Portland og Clifford Robinson var með 17. Þá tók Rasheed Wallace 13 fráköst auk þess að gera 14 stig. Mitch Richmond og Mahmoud Abdul-Rauf sýndu sínar bestu hliðar er Sacramento bar sigurorð af Dall- as. Richmond gerði 24 stig og Abd- ul-Rauf var með 22. Olden Polynice fann sig einnig prýðisvel og gerði 12 stig auk þess að taka 11 frá- köst. Hjá Dallas kvað mest að Chris Gatling, hann skoraði 21 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.