Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D JN*ftt STOFNAÐ 1913 288. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS „Bíl fyrir mig og hundinn" „GÓÐAN dag. Mig vantar leigubíl fyr- ir mig og hundinn minn." Pantanir af þessum toga verða æ algengari hjá leigubílastöðvunum í Kaupmannahöfn og ástæðan er ekki sú, að hundaeign sé að aukast í borginni, heldur er ver- ið að biðja um hvítan bílstjóra, þ.e.a.s. Dana, sem talar örugglega dönsku. Hefur þetta tíðkast í nokkur ár eða eftir að í Ijós kom, að innflytjendur í leigubílstjórastéttinni, oft fólk frá Asíu- og arabalöndum, kærðu sig ekki um að taka hunda upp í bílinn. Blaða- menn á dagblaðinu Politiken létu á þetta reyna á dögunum og gekk það allt eftir. Nefndu þeir hund fengu þeir „innfæddan" bílsljóra, sem spurði að sjálfsögðu ekkert hvar hundurinn væri þegar á staðinn kom enda yfirleitt ekki um neinn hund að ræða. Samrök- um innflytjenda í Danmörku líkar þetta ekki sem vonlegt er en þau hafa þó veigrað sér við að gera mikið veður út af því af ótta við, að þessi siður verði enn algengari en nú er. Major vill ráða hár- greiðslunni NÝLEGA var frá því sagt, að Tony Blair, leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, hefði breytt um hárgreiðslu þegar í ljós kom, að hann naut ekki nægilega mikillar hylli meðal kvenna. Var það gert að ráði svokallaðra ímyndarhönnuða og kollegar þeirra hjá íhaldsflokknum vildu ekki vera minni menn og lögðu hart að John Major forsætisráðherra að breyta sinni. Var helst á þeim að skilja, að væri hárið á honum aðeins styttra og greitt aftur, þá myndi honum reynast auðvelt að snúa vörn í sókn og breyta slöku gengi flokksins í skoðanakönnunum. Major tók það samt ekki í mál og þá brugðu hönnuðirnir á það ráð að ræða einslega við rakarann hans. Reyndu þeir að fá hann til að stinga upp á þessu við for- sætisráðherrann en hann hafnaði ekki aðeins beiðninni, heldur fór með sög- una í blöðin. Sagði hann þar, að eins og aðrir sannir, enskir herramenn væri Major sáttur við sjálfan sig, jafnt hárið sem annað. Rakarinn hans Maj- ors er hins vegar ekki sáttur við hárið á Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna og hefur hann beðið sendiherra Banda- ríkjanna í London að koma því til skila. Segir hann, að Clinton sé kominn með svo mikinn flóka á hvirflinum, að helst líkist skýjakljúf. Skólavörðustígur í skammdeginu Morgunblaðið/Ásdís Áætlun ísraela um aukið landnám á hernumdum svæðum veldur áhyggjum PLO varar við „spreng- ingu" í Miðausturlöndum Gaza, S&meinuðu þjóðunum. Reuter. PLO, Frelsissamtök Palestínumanna, sögðu í gær, að stefna ísraelsstjórnar væri að leiða nýjar hörmungar yfir Miðausturlönd og skor- uðu á Palestínumenn að „berjast með öllum tiltækum ráðum" gegn áætlunum um fleiri gyðingabyggðir á hernumdu svæðunum. Leiðtogar Evrópusambandsins, sem verið hafa á fundi í Dyflinni, lýstu í gær yfir áhyggjum af þróuninni í Miðausturlöndum. Heimastjórn Palestínumanna undir for- ystu Yasser Arafats kom saman í Gaza í fyrrakvöld til að ræða þá ákvörðun ríkis- stjórnar Benjamins Netanyahus, forsætis- ráðherra Israels, að styrkja sérstaklega þá gyðinga, sem vildu setjast að á hernumdu svæðunum. í samþykkt, sem hún sendi frá sér, sagði, að ekki léki vafi á því lengur, að ísraelska stjórnin ætlaði sér að eyðileggja friðarsamningana og valda nýrri „spreng- ingu" í þessum heimshluta. „Við hvetjum alla Palestínumenn til að verja föðurland sitt og berjast gegn yfir- gangi ísraela með öllum ráðum," sagði í yfirlýsingu heimastjórnarinnar. Skorað á öryggisráðið PLO skoraði í fyrrakvöld á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að koma í veg fyrir, að ísraelsstjórn kæmi upp 132 íbúðum fyrir gyðinga inni í hverfum araba í Austur-Jerú- salem. I bréfi, sem Nasser al-Kidwa, áheyrn- arfulltrúi PLO hjá SÞ, sendi öryggisráðinu, sagði, að fyrirætlanir ísraelsstjórnar væru „ólöglegar og stórhættulegar". Frá því ríkisstjórn Netanyahus tók við völd- um í ísrael í júní sl. hefur liún leyft byggingu þúsunda íbúðarhúsa í byggðum gyðinga á hernumdu svæðunum og með áætlunum um gyðingabyggð inni í hverfum araba í A-Jerú- salem virðist hún ætla að verða við óskum um að fjölga þessum byggðum. Bandaríkjastjórn að missa þolinmæðina? „Við höfum séð samþykktina og í hrein- skilni sagt höfum við verulegar áhyggjur af henni," sagði Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, um þá ákvörðun ísraelsstjórnar að styrkja sérstak- lega gyðinga, sem vilja setjast að á her- numdu svæðunum. „Það er deginum ljósara, að ekki er við miklu að búast af viðræðum þegar annar aðilinn aðhefst eitthvað, sem kemur fyrirfram í veg fyrir árangur." Forgangsverkefni aO lækka raforkoveroio 10 18 EYDINGIN HUÓÐA Grafið EFTIR HORFNU Úr eigu siö apátekara í2 milllaröa veltii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.