Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 8/12-14/12 INNLENT ► LÖGREGLAN í Reykja- vík stöðvaði í vikunni starf- semi bruggverksmiðju í fjölbýlishúsi við Gyðufell. í ljós komu suðutæki og 200 lítra tunna með gambra í geijun í barnaherbergi. I íbúðinni búa hjón á þrítugs- aldri ásamt þriggja ára gömlu barni sem virðist, að sögn lögreglu, sofa í um- ræddu barnaherbergi. Barnaverndaryfirvöld voru kölluð til. ► FLEIRI tilfelli kíghósta hafa greinst undanfarna mánuði en í mörg ár. A hveiju ári greinast einhver kíghóstatiifelli hér á landi en síðasti stóri faraldurinn geisaði um 1960. Komið hefur í ljós að fullorðnir smitast jafnt sem börn af sjúkdómnum. ► FISKAFLI íslendinga er nú orðinn meiri en nokkru sinni áður. Um síðustu mánaðamót höfðu íslenzku skipin aflað nærri tveggja milljóna tonna. Því er ljóst að fiskaflinn fer yfir tveggja milljóna markið á árinu. Aflinn innan lögsögu er 1.727.361 tonn sam- kvæmt bráðabirgðatölum, en utan lögsögu hafa aflazt rétt rúmlega 260.000 tonn; samtals rúmlega 1.987.400 t. Mestur hefur aflinn á heilu ári áður orðið rúm- lega 1,7 milljónir tonna. ► FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra telur eðli- Iegt, að stefnt sé að því að einkaaðilum verði heimilað að sjá um smásölu áfengis, að uppfylltum almennum en ákveðnum skilyrðum. Til að svo megi verða þurfí hins vegar að breyta lögum. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við skriflegri fyrirspum Viktors B. Kjart- anssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem dreift var til þingmanna á þriðjudagskvöld. Lagl; hald á fíkniefni fyrir um 40 milljónir FJÓRIR hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna gruns um innflutning, sölu og dreifíngu á mikiu magni fíkni- efna, auk þess sem fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík hyggst gera kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur til þremur öðrum í tengslum við málið. Alls hefur tuttugu og einn maður verið handtekinn vegna málsins. Lagt var hald á 10,5 kíló af hassi, um 500 e-pill- ur og 260 grömm af amfetamíni, auk um 250 þúsundum króna í peningum og áhalda til neyslu fíkniefna. Samtals er verðmæti þessara fíkniefna talið nema liðlega 35 milljónum króna á markaði hérlendis. 80 millj. sviknar út úr Húsnæðisstofnun LÖGFRÆÐIDEILD Húsnæðisstofnun- ar ríkisins hefur óskað eftir því að RLR framkvæmi opinbera rannsókn á meint- um svikum í húsbréfaviðskiptum við stofnunina á um tólf mánaða tímabili. Að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmdastjóra er um sextán hús- bréfalán að ræða, að meðaltali að upp- hæð um 4-5 milljónir króna, eða sam- tals á milli 60 og 80 milljónir króna. Sigurður segir að grunur leiki á að um samantekin ráð sé að ræða hjá nokkrum aðilum, sem hafi gert sér leik að því að framvísa fullgildum kaup- samningum hjá stofnuninni og fá hús- bréfalán út á þau viðskipti. Óll lánin eru í vanskilum. Nafn einnar fasteigna- sölu kemur mun oftar fyrir en annarra í þessu sambandi. Óheimilt að veðsetja aflahlutdeild skips ÞINGFLOKKAR stjórnarflokkanna hafa afgreitt frumvarp um samnings- veð með ákvæði um að óheimilt sé að veðsetja nýtingarréttindi í atvinnu- rekstri sem stjórnvöld úthluta, svo sem aflaheimild skips og greiðslumark bú- jarðar. í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að úthlutun aflaheimilda samkvæmt lögum myndi ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiréttindum heldur sé fyrst og fremst um takmarkaðan og tímabundinn nýtingarrétt að ræða. Stækkun NATO ákveðin í Madrid LEIÐTOGAR NATO-ríkjanna munu koma saman í Madrid á Spáni 8.-9. júlí á næsta ári og þá verður ákveðið hvaða ríki fá aðild að bandalaginu að þessu sinni. Á fundi utanríkisráðherra NATO í síðustu viku var lýst yfir, að kjarnorkuvopnum yrði ekki komið fyrir í nýjum aðildarríkjum og er með því verið að koma til móts við Rússa, sem eru andvígir stækkun bandalagsins. Búist er við, að Pólland, Tékkland og Ungveijaland verði fyrst til að fá að- ild. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, veik frá fyrri stefnu rússnesku stjórnarinnar þegar hann lýsti yfír, að hún væri reiðubúin að ræða nánari samvinnu við NATO en ítrekaði jafnframt andstöðu hennar við stækkun þess. Rætt hefur verið um, að Rússar og NATO geri með sér ein- hvers konar sáttmála. Samið um upplýs- ingatækni MIKILVÆGT samkomulag náðist á ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunar- innar, WTO, í Singapore á fímmtudag um fijáls viðskipti með upplýsinga- tækni og -búnað. Auk þess tókst að ná málamiðlun í erfíðum deilum um aðbúnað verkafólks í þróunarríkjunum. Samningurinn um upplýsingatæknina tekur gildi um aldamótin og er stærsta skref, sem stigið hefur verið í átt að algeru frelsi á ákveðnu viðskiptasviði. Mun hann gagnast Bandaríkjamönnum best vegna forystu þeirra í þessari grein og er búist við verðtækkun á ýmiss konar hátæknibúnaði og einnig bílum og fleiri vörum. Talið er, að samningurinn muni örva hagvöxt víða. ►UM 400.000 hútúar hafa flúið búðir í norðvestur- hluta Tanzaníu og farið yfír til Úganda til að komast hjá því að verða sendir aftur heim í átthagana í Rúanda. Eru stjórnvöld í Tanzaniu staðráðin í að koma öllu flóttafólkinu burt úr land- inu fyrir áramót og er 10.000 manna herlið til taks til að tryggja að svo verði. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti i síð- ustu viku, að ígor Rodíonov varnarmálaráðherra yrði að segja af sér sem hers- höfðingi. Þar með hefur verið rofín sú gamla hefð, að hershöfðingi ráði varn- armálaráðuneytinu í Moskvu. Sagði Jeltsín, að ráðuneytið yrði framvegis í höndum borgaralegra emb- ættismanna eins og tíðkað- ist í öðrum lýðræðisríkjum. í Rússlandi er talið, að þessi tilskipun muni valda mikl- um breytingum á allri yfir- stjórn hersins. ► FRIÐ ARVERÐL AUN Nóbels voru afhent á þriðju- dag í Ósló við hátíðlega at- höfn og fimm af sex verð- launum í ýmsum vísinda- greinum voru afhent í Stokkhólmi. Friðarverð- launahafarnir voru að þessu sinni þeir Carlos Belo bisk- up og Jose Ramos Horta, leiðtogi baráttunnar fyrir sjálfstæði Austur-Tímor, sem Indónesar lögðu undir sig 1975. FRÉTTIR Framkvæmdastj óri DFFU Undrandi á fram- ferði Mecklenburger „VIÐ hjá DDFU erum mjög undr- andi á framferði Mecklenburger Hoc- hseefischerei hér í Þýskalandi, enda hefur félagið ekki haft getu til að veiða upp í þann kvóta sem því hefur verið úthlutað,“ sagði Finnbogi Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Deutsche Fischfang Union, sem Samhetji á Akureyri á helmingshlut _í. Mecklenburger, sem Útgerðarfé- lag Akureyringa á stóran hlut í, hefur lagt fram stjórnvaldskæru vegna úthlutunar kvóta til þýsku úthafsveiðifyrirtækjanna. Mecklen- burger og DFFU eru stærst þeirra og hefur DFFU um 6.000 tonna þorskkvóta af kvóta Evrópusam- bandsins í Barentshafi, en Mecklen- burger um 1.500 tonn og eru eigend- ur síðarnefnda fyrirtækisins ósáttir við þennan mun. Kæra Mecklenbur- ger verður tekin fyrir í stjórnsýslu- rétti í Hamborg á miðvikudag. „Ég skil ekki hvers vegna Meckl- enburger hefur ekki kært skiptingu kvótans fyrr,“ sagði Finnbogi Bald- vinsson. „Ég sé engar forsendur fyrir þessari kæru, enda hefur Mecklenburger ekki náð að veiða upp í kvóta sinn undanfarin ár. Þeir hljóta að hafa nægar veiði- heimildir á meðan þeir ná ekki að veiða upp í þær.“ Fyrirtækin sameinuð? Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að af hálfu Deutsche Fisch- fang Union hafi verið óskað eftir viðræðum við Mecklenburger Hoch- seefischerei um sameiningu fyrir- tækjanna tveggja. Mecklenburger hafi hins vegar ekki sýnt vilja til slíkra viðræðna. Finnbogi Baldvins- son vildi ekki staðfesta þetta í sam- tali við blaðið í gær. Morgunblaðið/Þorkell Svona gerum við ... BORNIN á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur ljósum skreytt jólatréð, allir tóku þátt í söngnum skemmtu sér vel á litlu jólunum, sem haldin voru og sýndu með látbragði að „svona gerum við þeg- þar á föstudag. Að sjálfsögðu var gengið í kringum ar við hengjum upp okkar þvott“. 2, umræðu fjárlaga lauk í gær Allar breytingartillögur minnihlutans felldar ALÞINGI kom saman fyrir hádegi í gær til að ljúka annarri umræðu fjár- laga fyrir árið 1997 með atkvæða- greiðslu um þær breytingartillögur sem fram hafa komið við fjárlaga- frumvarpið. Þar sem fjárlaganefnd hafði fyrir aðra umræðu, sem fram fór á föstudag og stóð til klukkan tæplega þijú aðfaranótt laugardags, aðeins fjallað um útgjaldahlið frum- varpsins bíður umræða um tekjuhlið þess þriðju umræðu,sem verður á morgun, mánudag. Breytingartillögur meirihlutans við útgjaldahliðina fela í sér 710,9 milljóna kr. aukin útgjöld frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu eins og það var lagt fram í haust. Gísli S. Einarsson, formælandi stjórnarandstöðufulltrúa í fjárlaga- nefnd, sagði við upphaf atkvæða- greiðslnanna að „allt bendi til að tekjuhliðin sé vanáætluð um 1,5-2 milljarða", og að áætlunin byggist á röngum grunni. Sagði hann þær breytingartillögur, sem fulltrúar minnihlutans hefðu borið fram við gjaldahliðina, „rúmast fyllilega innan fjárlagarammans“. Allar breytingartillögur minnihlut- ans voru felldar eða dregnar til baka. Morgunblaðið/Golli STJÓRNARLIÐAR bera saman bækur sínar í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.