Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Madeleine Albright skipuð utanríkisráðherra Bandaríkjanna „HAUKUR“ MEÐSÝN EVRÓPU- BÚANS MADELEINE Albright ásamt Bill Clinton forseta eftir að skýrt hafði verið frá tilnefningu hennar í embætti utanríkisráðherra. Stj órnarandstaðan I Serbíu Æf útí Dini Belgrad. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Serbíu réðst á föstudag harkalega á Lam- berto Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, en hann hvatti hana til að láta af kröfum sínum á hendur Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, um að tekin verði aftur ákvörðun um ógildingu sveitarstjórnarkosninga. Milosevic bauð eftirlitsmönnum Or- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu (ÖSE) að skoða kjörgögn úr kosningunum. Vuk Draskovic, einn leiðtoga Zajedno-hreyfingar stjórnarand- stæðinga, kvaðst „furðu lostinn og að sér væri misboðið" vegna orða sem Dini lét falla í Belgrad á fimmtudag. Þá átti utanríkisráð- herrann fund með Milosevic og leið- togum Zajedno, til að reyna að finna lausn á deilu þeirra um ógildingu sveitarstjórnarkosninga í Serbíu. „Mér sýnast engar líkur á því að til greina komi að úrslitin verði lýst gild að nýju. Því verða deiluaðilar að finna aðra lausn á vandanum," sagði Dini eftir fundinn. Draskovic brást æfur við tillögu Dinis, sagði hún myndi skapa mis- skilning um heim allan, auk þess sem hún styrkti Milosevic í barátt- unni við lýðræðisöflin. Dini sagði í samtali við ítalska fjölmiðla það af og frá að einfald- asta lausnin á vandanum væri af- sögn Milosevic. „Alls ekki. Mi- losevic hyggst ekki segja af sér og ég gerði stjórnarandstöðunni skýra grein fyrir því að það væri ekki vilji þjóða heims,“ sagði Dini. -----♦ ♦ :♦---- Onæmar bakteríur Algengari en talið var London. Reuter. BAKTERÍUR, sem eru orðnar ónæmar fyrir flestum lyíjum, eru miklu algengari á sjúkrahúsum en áður var taiið og geta borist á milli sjúklinga þótt fyllsta hreinlætis sé gætt. Kom þetta fram við rannsókn í Chicago í Bandaríkjunum. Rannsóknin sýndi, að ákveðin iðrabaktería, enterococci (VRE), sem er orðin næsta ónæm fyrir „vancomycin", lyfí, sem notað hefur verið gegn henni, var mjög algeng á Cook County-sjúkrahúsinu í Chicago, jafnt í sjúklingum sem i búnaði eins og rúmum. Óttast lækn- ar, að fram muni koma afbrigði, sem engin lyf ráði við. Breskur læknir tilkynnti í síðustu viku, að fundist hefði nýtt afbrigði af VRE, sem gæti ekki þrifist nema fá sinn reglulega skammt af lyfinu vancomycin. fó) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066 Þar fœröu gjöfina - SKIPUN Madeleine Albright í embætti utanríkisráð- herra Bandaríkjanna gef- ur tilefni til að ætla að áherslubreytinga sé að vænta á þessu sviði frá stjórn Bill Clintons Bandaríkjaforseta. Fyrir liggja ákvarðanir og verkefni sem kreij- ast annarrar sýnar til utanríkis- mála en þeirrar sem einkenndi fyrra kjörtímabil forsetans. Að auki kann skipun Albright að reynast snjall pólitískur leikur af hálfu Clintons forseta og eitt skref í átt að sigri Demókrataflokksins í for- setakosningunum árið 2000. Konur í Bandaríkjunum og raunar víðar hafa fagnað þessari upphafningu Madeleine Albright. Aldrei áður í sögu Bandaríkjanna hefur kona risið til viðlíka metorða innan stjórnkerfisins en utanríkis- ráðherra er, samkvæmt stjórnar- skrá, þriðji í embættisröðinni frá sitjandi forseta, á eftir varaforseta og forseta fulltrúadeildar. Al- bright þykir vel að embættinu komin, hefur þótt trúverðugur og ákveðinn málsvari Bandaríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefur verið sendi- herra síðustu ijögur árin. Mótandi reynsla Frú Albright hefur verið talin í hópi „hauka“ í Bandaríkjunum; hún hefur ætíð verið ákafur and- kommúnisti enda reyndist sú hug- myndafræði svo afgerandi í lífí hennar og fjölskyldu hennar. Af þessu leiðir síðan að hún hefur ætíð verið sérlega áhugasöm um mannréttindi. Hún hefur einnig reynst „haukur“ í hinum nýja og óhefðbundnari skilningi þess orðs; ein þeirra sem framfylgja vilja ákveðinni og afdráttarlausri stefnu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna og vinaþjóða þeirra og nýta sér styrk eina eftir- lifandi risaveldisins til fullnustu. Það er ef til vill einkum upp- runi Albright og persónusaga sem gerir að verkum að vangaveltur vakna um breyttar áherslur í ut- anríkismálum. Hún er dóttir stjómarerindreka, fæddist í Tékkóslóvakíu 1937, skömmu áð- ur en hersveitir Hitlers héldu inn í landið og ijölskyldan varð tvíveg- is að flýja ættjörðina, fyrst undan nasistum til Englands en síðan til Bandaríkjanna undan kommún- istum eftir valdaránið árið 1948. Leiða má getum að því að þessi reynsla hafi orðið til þess að móta hinn ófrávíkjanlega boðskap hennar að Bandaríkjamönnum beri siðferðisleg skylda til að vinna gegn öllum kraftbirtingar- formum hins ólýðræðislega valds og sérhverri ásælni af hálfu ein- ræðisherra. Með kjafti og klóm Albright er þekkt fyrir mælsku sína, þykir kröftug í framgöngu allri og hörð í horn að taka. Mest hefur borið á þessu í ummælum hennar um einræðisstjórnir svo sem þá sem ríkir á Kúbu. Þá þyk- ir hún og hafa sýnt mikla hörku í að halda fram þeim sjónarmiðum stjórnar Clintons að ótækt sé með öllu að Boutros Boutos-Ghali gegn áfram embætti framkvæmda- Gera má ráð fyrir að áherslur í bandarískum utanríkismálum breyt- ist nokkuð með skipan Madeleine Albright, ------y--------------- segir Asgeir Sverris- son í þessari frétta- skýringu um utanríkis- ráðherrann nýja. stjóra Sameinuðu þjóðanna. Haft hefur verið eftir framkvæmda- stjóranum að Albright búi yfir álika siðfágun og tékkneskur smábóndi. Víst er að hann kann henni litlar þakkir fyrir en telja verður mjög ólíklegt að hann verði endurkjörinn. Annað helsta verkefni Albright á vettvangi Sþ hefur verið að halda uppi þrýstingi á stjórn Cast- ros Kúbuleiðtoga og veija sjónar- mið Bandaríkjamanna, einkum gildandi viðskiptabann, í því efni. Þar líkt og í andstöðunni við Bout- ros-Ghali hafa Bandaríkjamenn verið einir á báti og mjög hefur því reynt á seiglu sendiherrans. Hefur hún hlotið einróma lof fyrir framgöngu sína vestur í Banda- ríkjunum en erlendir sendimenn hjá Sþ hafa margir hveijir ekki séð ástæðu til að gera slíkt hið sama. Mörgum hefur þótt hún fulltrúi fyrir hroka Bandaríkja- manna sem vilji þvinga aðrar að- ildarþjóðir samtakanna til að fara að vilja sínum á sama tíma og þeir reynist ófáanlegir til að greiða sinn hluta af kostnaði vegna reksturs þeirra. Fjölmiðlavæn Því er ljóst að annar „stíll" mun einkenna Madeleine Albright en forvera hennar, hinn skraufþurra Warren Christopher, sem haldið hefur fram máli sínu af svipaðri ástríðu og sovéskir landbúnaðar- hagfræðingar forðum. Sú var- kárni, jafnvel lognmolla, sem ein- kenndi lögfræðinginn orðvara mun tæpast setja mark sitt á Al- bright, sem á stundum hefur ver- ið vænd um yfirgang og þykir prýðilega þijósk. Christopher hefur verið fundið til foráttu að hann sé sérlega dapurlegur í fjölmiðlum og lítt til þess fallinn að nýta sér sjónvarps- tæknina til að koma sjónarmiðum stjórnvalda á framfæri við al- menning. Þá hefur verið fundið að því að maðurinn kunni sýnilega ekki vel við sig innan um fólk. Slíkt er ekki talið til merkis um mannvit og þroska á tímum fjöl- miðla- og fjöldamenningar en vís- að til þess að frú Albright sé ágætlega frambærileg á öllum þessum sviðum. Horfa þá ýmsir til væntanlegra samskipta hennar við þingheim en líklega mun stjórn Clintons á þessu kjörtímabili leggja áherslu á að fá þingmenn til að auka framlög til reksturs utanríkisþjónustunnar. Stækkun NATO Þegar horft er til þeirra verk- efna sem einkenna munu síðara kjörtímabil Clintons á sviði utan- ríkismála má leiða að því getum að ákvörðun um skipun Albright hafi verið tekin með sérstöku til- liti til þeirra. Ætla má að sérstök þörf hafi verið talin fyrir nýja sýn og þá einkum með tilliti til þróun- ar mála í Evrópu. Fyrir liggur yfirlýsing af hálfu Clintons forseta þess efnis að fagna beri 50 ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins (NATO) með stækkun þess til austurs árið 1999. Utanríkisráðherrar banda- lagsins komu saman til fundar á þriðjudag og lögðu drög að fundi leiðtoga aðildarríkjanna 16 næsta sumar þar sem formlega verður gengið frá boði um aðild að NATO til nokkurra fyrrum kommúnista- ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Þessi yfirlýsing forsetans jafn- gildir í raun ákvörðun um að bandalagið verði stækkað til aust- urs. Skipun Madeleine Albright í embætti utanríkisráðherrra er til þess fallin að auka trúverðugleika þessarar stefnu bæði gagnvart Tékkum (og raunar einnig Pól- veijum og Ungveijum) en ekki síst gagnvart Rússum, sem and- mælt hafa fyrirhugaðri stækkun kröftuglega með ýmsum rökum. Með frúna í embætti utanríkisráð- herra mun önnur sýn, „evrópsk- ari“, einkenna störf og málflutn- ing utanríkisráðuneytisins á næstu árum þegar ljóst er að stækkun NATO í nafni hinnar nýju, lýðræðislegu og sameinuðu Evrópu og samskiptin við Rúss- land i sama tilgangi verða for- gangsverkefni Bandaríkjanna í álfunni. Þessi „sýn“ hennar er grundvölluð á ástandinu í Evrópu áður en skuggi kommúnismans lagðist yfir þjóðirnar í austurhluta álfunnar. Hún er þvi í senn full- trúi hins liðna og þess veruleika sem einkennir ástandið í álfunni nú um stundir. „Stuðpúði" Clintons? Hlutverk Madeleine Albright við mótun stefnu gagnvart Asíu- þjóðum, einkum Kína, verður ann- að og að flestu leyti erfíðara. Bandaríkjastjórn hefur sætt mik- illi gagnrýni á undanförnum árum fyrir að leiða viðskiptahagsmuni til öndvegis í samskiptum við Kína þrátt fyrir gróf mannréttindabrot kommúnistastjórnarinnar þar. Engin ástæða er til að gera ráð fyrir að þessum áherslum verði breytt. Líklegra má telja að Clint- on forseti hyggist nýta sér Al- bright sem eins konar „líknar- belg/stuðpúða“ fyrir ríkisstjórn- ina í þessu efni vegna eindreginna yfirlýsinga sinna á undanförnum árum um mannréttindabrot ein- ræðisstjórna. Frú Albright getur því gert ráð fyrir að sæta veru- legri gagnrýni og ætla má að hennar bíði ásakanir um ósam- kvæmni þegar hún tekur að fást við Kínvetja. Annað stórmál sem gæti reynst utanríkisráðherranum nýja erfitt er vera bandarískra hersveita í Bosníu og þróun mála þar í landi. Albright var ákafur talsmaður þess að Bandaríkjamenn beittu styrk sínum til að stilla til friðar í landinu og lenti upp á kant við marga ráðmenn bandaríska af þeim sökum. Ný ríkir óvissa um þróun mála í landinu og hvað tek- ur við þegar bandaríska herliðið hefur sig á brott eftir eitt og hálft ár. Bosníu-vandinn er sérlega djúpstæður og „evrópskur" í eðli sínu. Má því búast við að horft verði til utanríkisráðherrans nýja og þess vænst að hann hafí for- ystu um stefnumótun á þessu sviði. Þá blasa fleiri „evrópsk" verk- efni vitanlega einnig við utanríkis- ráðherranum enda verða þýðing- armikil skref stigin á næstu á árum í samrunaferli Evrópusam- bandsins. Kvennafylgið innsiglað Skipun Madeleine Albright í þetta háa embætti hefur einnig á sér pólitískar hliðar, sem ætlaðar eru til að styrkja stöðu Demókrata- flokksins. Mikill meirihluti banda- rískra kvenna tók Clinton fram yfir frambjóðanda repúblíkana, Bob Dole, í nýafstöðnum forseta- kosningum vestra. Segja má að konur hafi tryggt kjör Clintons og nú hefur hann launað þeim stuðninginn með sérlega bein- skeyttum hætti sem er til þess fallinn að tryggja þetta fylgi. Það kann aftur að reynast dýrmætt eftir Ijögur ár þegar frambjóð- andi flokksins, trúlega A1 Gore núverandi varaforseti, leitar eftir stuðningi í forsetakosningunum sem þá fara fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.