Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarfrumvarp um breytinffu á stjórn og rekstrarfyrirkomulagi Landsvirkjunar Áætlað eigið fé og spá um þróun heildarskulda með stækkun Járnblendiverksmiðju og Columbia álvers 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Áætlaðar arðgreiðslur til eigenda Landsvirkjunar fram '97 '98 '99 2000 '1 '2 '3 '4 '5 '6 '7 '8 '9 '10 Forgangsverkefni að lækka ralorkm er<)i<> LENGI hefur verið til umræðu innan borgarstjórnar Reykjavikur og Akureyrarbæjar að fá arð út úr þeirri fjárfest- ingu sem þau eiga í Lands- virkjun. í framhaldinu setti Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gang vinnu við endurskoðun á stjórn og rekstrarfyrirkomu- lagi fyrirtækisins. Nú hefur verið lagt fram stjómar- frumvarp sem byggist á til- lögum viðræðunefndar eignaraðila Landsvirkjunar og segir iðnaðarráðherra að stefnt sé að því að fyrirtæk- ið skili 5,5% arði til eigend- anna. Hann segir það for- gangsverkefni að lækka verð á raforku. Heildarskuldir Landsvirkjunar eru um 50 milljarðar króna. VIÐRÆÐUNEFND eigna- raðila Landsvirkjunar hefur lagt fram tillögur um að rekstrarform fyrirtækisins verði óbreytt en fyrir 1. jan- úar 2004 fari fram athugun á því hvort ástæða sé til að stofna hlutafélag um það. Finnur Ingólfsson segir að rætt hafi verið um það hvort breyta ætti fyrirtækinu í hlutafélag. Fallið var frá þeim hugmyndum og ákveð- ið að færa starfsemi og skipulag Landsvirkjunar að hlutafélagaforminu með þeim hætti að stjórnin yrði valin árlega á aðalfundi. Stjórnarmönnum verður fækkað úr níu í sjö. Fulltrú- um ríkisins fækkar úr fjórum í þrjá og eignaraðilar velja ekki lengur sameiginlega einn stjórnarmann sem jafn- framt hefur verið formaður stjórnarinnar. Iðnaðarráð- herra skipar fulltrúa ríkisins en þeir eru nú kosnir hlut- fallskosningu á Alþingi. Til þess að vega upp á móti fækkum fulltrúa ríkisins í stjórn er í frumvarpinu gert ráð fyrir að atkvæði stjórnar- formanns, sem ráðherra skipar úr hópi fulltrúa ríkis- Arðgreiðslur til eigenda Landsvirkjun- ar hafa verið til umræðu og hafa heyrst nefndar tölur eins og 700 millj- ónir kr. á ári. Finnur Ingólfsson við- skipta- o g iðnaðarráðherra segir í sam- tali við Guðjón Guðmundsson að slík- ar upphæðir séu fjarri veruleikanum og að forgangsverkefni sé að lækka raforkuverð til almenningsveitna. ins, vegi tvöfalt. Gert er ráð fyrir að kjörtímabil stjórnarinnar verði eitt ár í senn í stað fjög- urra ára. Þá verður, sam- kvæmt frum- varpinu, haldinn sérstakur árs- fundur eigenda Landsvirkjunar, þar sem skýrsla stjórnar og árs- reikningar verða lagðir fram til Flnnur afgreiðslu, Ingólfsson. ákvörðun tekin um arð- greiðslur til eigenda og um aðra meðferð hagnaðar eða taps á reikningsárinu. Orkuverð lækki um 3% á ári frá aldamótum Nefndin lagði einnig til að framlög þau sem eigendur Landsvirkjunar hafa lagt fyrirtækinu til í formi stofn- framlaga og sérstakra eigin- fjárframlaga yrðu endurmet- in miðað við árslók 1995 ög sett yrðu tiltekin arðgjafar-, gjaldskrár- og arðgreiðslu- markmið fyrir Landsvirkjun. Eigendur Landsvirkjunar, þ.e. ríkið, 50%, Reykjavíkur- borg, 44,525%, og Akur- eyrarbær, 5,475%, hafa sam- þykkt tillögur nefndarinnar og bókun um frumvarp sem iðnaðar- og við- skiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi um breytingar sem gera þarf á lög- um um Lands- virkjun svo unnt sé að hrinda til- lögum nefndar- innar í fram- kvæmd. Frum- varpið var sam- ið á vegum sérs- takrar viðræðu- nefndar eigna- raðila að Lands- virkjun um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlutverki Landsvirkjunar. Helstu breytingarnar frá núgildandi lögum um Lands- virkjun eru þær að lögfest verði heimild Landsvirkjunar til þess að hagnýta þá sér- þekkingu sem fyrirtækið ræður yfir á sviði orkumála, með verktöku og sölu tækni- þekkingar og annarrar sér- þekkingar til innlendra og erlendra aðila og með eignaraðild að fyrirtækjum erlendis. Stefnt skal að því að gjald- skrá Landsvirkjunar til al- menningsveitna verði í meg- inatriðum óbreytt að raun- gildi til ársins 2000 en lækki síðan að raungildi um 2-3% á ári á árunum 2001 til 2010. FRÁ Kröfluvlrkjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.