Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mínningar í ótæka tíð Allt gengur svo hratt fyrír sig að stjómmála- menn mega ekki vera að því að bíða þar til sagan er orðin saga, heldur segja söguna, meðan hún er enn að gerast. Sigrún Davíðs- dóttir fræddist um stjómmál af lestri tveggja nýrra danskra bóka af þessu tagí o g komst einnig að því að fæstir stjómmála- menn geta keypt sér súkkulaði hjálparlaust. ÉR ÁÐUR fyn- urðu stjómmálamenn ekki ráðherrar og flokksfor- menn fyrr en þeir voru komnir yfir miðjan aldur og sátu þá lengi. Þegar þeir voru komnir með annan eða báða fætur í gröfína voru ævisögur eða sjálfsævisögur skrifaðar til að styrkja hinn óbrot- gjama minnisvarða. Nú á dögum verða menn hins vegar ráðherrar og flokksformenn á unga aldri og fara að segja sögu sína meðan hún er enn að gerast. Þannig er það að minnsta kosti í Danmörku, þar sem tvær jólabókanna eru um eða eftir stjómmálamenn í fullu fjöri. Mennimir tveir em býsna ólíkir og það eru bækumar líka. Tveir blaðamenn hafa skrifað bók um Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra, Niels Helveg Petersen - manden og magten. Efnið fengu þeir meðal annars frá viðfangsefninu, sem einnig hefur lesið bókina yfir. Hinn er Uffe Ellemann-Jensen formaður Venstre, stærsta danska flokksins ef marka má skoðanakannanir, en hann hefur skrifað Din egen dag er kort, minningabók um tíu ár sín í starfinu, sem Helveg tók við af honum. Bókin um Helveg er harla mögur og getur varla talist annað en einhver póiitískur leikur hans, en bók Éllemann-Jensens er skemmtileg fróðleiksnáma um dönsk og evrópsk stjórnmál skrifuð í persónulegum anda höfundar, sem ætlar sér þó að geyma sér eitthvað í hin eiginlegu ævisögu- skrif síðar meir. Bók í óþökk margra Höfundar Helveg-bókarinnar, ,þeir Michael Kristiansen og Thom- as Larsen, hafa áður skrifað bók um Poul Schliiter, fyrrum forsætis- ráðherra og formann íhaldsflokks- ins, en þeim skrifum vildi Schlúter ekki koma nálægt og kallaði bók- ina andstyggileg skrif. Hvort þeir tvímenningar hafa sagt við Helveg að þeir myndu skrifa bókina með eða án hans samþykkis og hann þá látið tilleiðast að aðstoða þá skal ósagt látið. Bókin er sundur- laus og illa skrifuð, er öll í nútíð eins og smábarnabók og ekki er alltaf ljóst hvar hugsanir Helvegs enda og hugsanir höfundanna byija. Kannski það skipti þá litlu, þar sem Helveg hefur lagt blessun sína yfir að bókin segi rétt frá. Hið rétta í málunum er þó alltaf umdeilanlegt. Þungamiðja bókar- ERLEIMT NIELS Helveg Petersen utanríkisráðherra stígur hjálparlaust inn í leigubíl í Kaupmannahöfn. Bók tveggja blaðamanna um hann þykir heldur rýr. UFFE Ellemann-Jensen á íslandsmiðum 1991. Hann gefur í nýútkominni bók sinni til kynna að líf stjórnmálaleiðtoga liggi víðs fjarri venjulegu lífí. innar er frásögnin af formanns- kjöri Jafnaðarmannaflokksins 1992, þegar Poul Nyrup Rasmuss- en núverandi formaður og forsæt- isráðherra steypti Svend Auken núverandi umhverfisráðherra úr stóli. Þessari frásögn tók Nyrup augljóslega illa og sagði stuttur í spuna að hann myndi þetta öðru- vísi, án þess að fara nánar út í þá sálma. Auken var krónprins Anker Jorgensens 1987 og gjörólíkur Nyrup, sem þá var enn hagfræð- ingur utan við hina pólitísku strauma. Auken hallast til vinstri, hefur á sér gáfumannabrag og er skjótur og ör. Nyrup hallast til hægri, hefur á sér embættis- mannasvip, virðist þungur í hugs- un og er óskýr í orði. Þegar kom fram á veturinn 1991-92 og tíunda stjórnarár hægriflokkanna var ljóst að Auken naut ekki trausts í litlu flokkunum, til dæmis í flokki Helvegs. Helveg áleit stjórnarsam- starf jafnaðarmanna og róttækra óskastöðu, en örvænti um að Auken yrði nokkurn tímann treyst til stjórnarmyndunar. Helveg segir Nyrup hafa spurt sig í desember 1991 hvort hann ætti ekki að taka slaginn við Auken og það leist Helveg vel á, því hann áleit Nyrup hafa það sem Auken vantaði. Opinberlega sagð- ist Nyrup þó standa að baki Aukens fram undir flokksþingið í apríl 1992. Það er þessi tvískinn- ungur Nyrups, sem honum hentaði illa að væri rifjaður upp, fyrir utan að mörgum flokksbræðrum hans þótti óviðeigandi að leiðtogi eins flokks blandaði sér á þennan hátt í innanflokksmál annars flokks. Bókin kom sér mjög illa fyrir Nyr- up, sem hefur annars einstakt lag á að lenda í óþægilegum málum og er því kannski ekki eins traust- ur leiðtogi og Helveg og fleiri von- uðust eftir. Kapphlaup Ellemann-Jensens og Jóns Baldvins í bók Uffe Ellemann-Jensens eru engar æsilegar uppljóstranir, en því meira af áhugaverðri rakn- ingu hans á erlendum og innlend- um stjórnmálaatburðum. Fyrir ís- lendinga er áhugavert að hann segir frá kapphlaupi sínu og Jóns Baldvins Hannibalssonar um að viðurkenna Eystrasaltsríkin, með- an Svíar og Finnar voru tregir í taumi. Að sögn Ellemann-Jensens stóðu íslendingar best að vígi, því Ellefu aldir í hjarta Evrópu A þessu ári hafa Ungveijar minnzt þess með ýmsu móti, að ellefuhundruð ár eru liðin síðan forfeður þeirra námu land á ungversku sléttunni. Auðunn Arnórsson lýsir hér nokkr- um hliðstæðum ungverskrar og íslenzkrar sögu og hátíðahöldum í Ungveijalandi. MINNISVARÐINN við Hetjutorg í Búdapest, sem reistur var árið 1896. I kringum súluna í miðju eru höfðingjar hinna sjö ættbálka Ungverja (Magyara), sem námu landið, steyptir í brons. Á milli súlnanna eru styttur af helztu konungum og leiðtogum Ungvetja á liðnum öldum. SAGA Ungverja á sérjmsar hliðstæður við sögu Islend- inga. Á þessu ári hafa Ung- veijar minnzt þess með ýmsu móti, að 1.100 ár eru liðin frá því forfeður þeirra komu ríðandi austan úr álfu og slógu sér niður á sléttunni sunnan Karpatafjalla, þar sem nokkru fyrr höfðu verið bæki- stöðvar Atla Húnakonungs. Þennan atburð kalla þeir Iandnám, rétt eins og íslendingar nefna þau tímamót, þegar forfeður þeirra hófu að sigla austan frá Noregi til eyjunnar í norðri, sem gerðist um svipað leyti. Forfeður Ungveija og íslendinga áttu það sameiginlegt, að vera heiðnir og herskáir, eins og snemm- kristnum þjóðum Evrópu er enn í fersku minni. Ungveijar og íslend- ingar voru lika að mörgu leyti sam- stíga í menningarlegri aðlögun sinni að háttum annarra Evrópuþjóða; í báðum löndum var kristni lögtekin árið 1000, báðar þjóðir hófu um svipað leyti að nota hið latneska stafróf til að skrá texta á eigin tungumáli, sem gerðist hjá báðum í klaustrum, þar sem bókmenning og fræðastörf áttu sitt athvarf um aldir. Auk þess bjuggu báðar þjóðir öldum saman við yfirráð erlendra konunga. Mikil barátta einkennir einnig sögu beggja þjóða í ellefu aldir, en á ólíkan hátt. Erfiðasta barátta ís- lendinga var alla tíð við öfl náttúr- unnar, á meðan Ungveijar háðu marga hildina á vígvellinum. Land þeirra stóð af sér hemað tartara og Tyrkja, Habsborgara og Rússa, og að hafa talizt til þeirra sem töpuðu báðum heimsstyijöldum. Eftir fyrri heimsstyijöldina voru landamæri Ungveijalands dregin þannig, að það tapaði tveimur þriðju hlutum landssvæðis síns, og þriðj- ungur ungversku þjóðarinnar lenti utan þeirra. Þar af leiðandi búa enn í dag stórir ungverskir minnihluta- hópar í öllum nágrannalöndum Ungveijalands nútímans, nema Austurríki. í tilefni af landnámsafmælinu var á árinu sérstaklega efnt til samtals um 600 menningarviðburða í land- inu, sem kostað var minnst 700 milljónum króna til. Óþarfi er telja upp hér allar þær sýningar, ráð- stefnur og aðra viðburði sem fram hafa farið á árinu, en nefna má að Jóhannes Páll II páfi sótti Ung- veijaland heim í júní sl.; haldin voru alþjóðleg kóramót og tónlistar- hátíðir, þriðja heimsþing finnsk- úgrískra þjóða og fleira. Fjögurra daga afmælisveizla í ágúst Hápunktur hátíðahaldanna var dagana 17.-20. ágúst, þegar efnt var til fjögurra daga langrar „af- mælisveizlu" í höfuðborginni Búda- pest, með ótal sýningum, málþing- um framámanna í menningarlífi, stjórnmálum og vísindum og fleiri viðburðum, en ungverska þjóðþing- ið hafði lýst 19. ágúst sérstakan minningardag landnámsins. Mikil tónlistar- og danshátíð fór fram þessa daga á risastóru sviði sem byggt var á Dóná í hjarta borgar- innar. Eina af þungamiðjum minningar- viðburðanna myndar sérstök hátíð- arsýning þjóðminjasafnsins í Búda- pest undir yfirskriftinni „saga Ung- veijalands,“ sem 150 innlendir og erlendir sérfræðingar undirbjuggu í tvö ár. Sýningin var sett upp í þremur áföngum. Fyrsti áfangi beinir sjónum að landnámsmönnum miðalda, lífsháttum og menningu ættbálkanna sjö, sem mynduðu ungversku þjóðina. Annar áfangi fjallar um aldirnar þar á eftir fram á nitjándu öld, og þriðji áfangi, sem opnaður var seint í október á fer-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.