Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 13 ísland var hluti af Danmörku þeg- ar Danir viðurkenndu Eystrasalts- ríkin 1921, svo íslendingar voru óbundnir af fyrri gerðum. Svíarnir höfðu slæma samvisku því þeir viðurkenndu yfirráð Sovétríkjanna á sínum tíma og afhentu þeim gullforða ríkjanna, sem geymdur var í Stokkhólmi. Finnar höfðu hins vegar haft nóg með sig og vildu ekki dragast inn í deilur við Rússa um Eystrasaltslöndin. Það er reyndar fróðlegt að taka eftir því hve litlar mætur Elle- mann-Jensen hefur á utanríkis- stefnu Svía og svokölluðu hlutleysi þeirra, enda gekk stefna þeirra oft á skjön við hina mjög svo NATO- og Bandaríkjahollu línu Dana sjálfra, hvort sem í stjórn hafa setið hægriflokkar eða jafnaðar- menn. Múrinn, „nytsöm fífl“ og friðarhreyfingarnar Samskipti austurs og vesturs eru Ellemann-Jensen hugleikin. Hann segir frá ferðum sínum um Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins og aðdraganda hrunsins þar, sem kom þó jafnflatt upp á hann og aðra. Þann 9. október 1989 var hann í heim- sókn hjá þýskum góð- vini sínum og starfs- bróður Hans-Dietrich Genscher og horfðu þeir á sjón- varpsfréttir um uppþot í Leipzig. Genscher óskaði að sér entist líf til að sjá kommúnistastjórnina í Austur-Þýskalandi falla og hélt að Berlínarmúrinn hyrfi kannski um aldamótin. Múrinn hvarf 9. nóvem- ber 1989 og ári síðar voru Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuð. - En það er eins og stundum hefur verið bent á: Hvað voru leyniþjón- usturnar að dunda sér fyrst þessir atburðir komu manni eins og Genscher á óvart? Þetta nefnir Ellemann-Jensen ekki, en lýsir undrun sinni á heillandi hátt. En Ellemann-Jensen er líka undrandi á því af hvetju svo fáir hafa áhuga á að skoða skjölin í austri og fræðast um áróður kommúnistaríkjanna og verkfæri þeirra í vestri. í þessu samhengi nefnir hann friðarhreyfingarnar, sem austrið hafi notfært sér ríku- lega á síðustu árum kalda stríðs- ins. „Það var alveg í anda hinnar gömlu athugasemdar Leníns um að nota „nytsöm fífl“ - þótt mörg- um þyki það efalaust sterk og særandi athugasemd að nota um þá mörgu, sem fuliir hugsjóna og góðs ásetnings köstuðu sér út í friðarstarfið.“ Hann rifjar upp heimsókn leik- skólabarna til sín í ráðuneytið 1984. Börnin sögðust vilja frið, einn gutti vildi helst frið alveg fyr- ir sig einan og fóstrurnar sögðu að börnin vildu að nú færi stjómin til NATO og sæi til þess að það yrði friður í heiminum eins og þing- ið vildi, „því þegar það eru 300 þúsund atvinnuiausir þá er heimskulegt að nota peninga í her- inn, ekki satt?“ Á eftir hugleiddi ráðherrann heimsóknina og hræðslutal fóstranna, en einmitt á þessum tíma höfðu Sovétmenn hætt þátttöku í afvopnunarumræð- unum í Genf, samtímis því að þau efldu „friðar“-áróðurinn á Vestur- löndum ... sem ekki síst spilaði á stríðshræðslu. Ellemann-Jensen getur heldur ekki setið á sér að ergjast yfir þeim tvískinnungi, sem ýmsir á Vesturlöndum sýndu í samskiptum við erlend einræðisríki og rifjar upp heimsókn Anker Jorgensens, þáverandi formanns Jafnaðar- mannaflokksins, til Kim II Sung í Norður-Kóreu 1984. Þótt Anker hefði skjöl úr utanríkisráðuneytinu um landið í töskunni, kallaði hann þróunina þar „mjög stórkostlega", þar sem þjóðin „lifir góðu og heilbrigðu lífi.. . Þetta hefur verið hægt, af því þér, Kim II Sung forseti, hafið vísað þjóð yðar veginn, sem fylgja ber, af því þjóð yðar stendur að baki leiðtoga sínum, en einnig af því að þjóð yðar langar innilega að byggja landið vel upp aftur . . . Vilji þjóðar yðar og agi er á mjög háu stigi.“ Blaðagrein heima fyrir, sem Ellemann-Jensen kom af stað, vakti enga athygli og sama er enn uppi á teningnum að sögn Elle- mann-Jensens. - Hann er vart einn um að skilja ekki hvers vegna blinda svo margra á áróður þess- ara og annarra einræðisríkja vekur engan áhuga. Aðstoðin við Austur-Evrópu: kjarkurinn brást Frásögn hans af Evrópusam- starfinu er áhugaverð yfirferð yfir Bók Ellemann- Jensens er kin mesta skemmti- lesning tugsafmæli uppreisnarinnar, varpar ljósi á sögu Ungveijalands á tuttug- ustu öld. Einnig er riíjað upp, hvernig þúsund ára afmælisins var minnzt í lok síðustu aldar, þegar Ungveijar drottnuðu ásamt Austurríkismönn- um yfir stórum hluta Mið-Evrópu. Meðal þess merkasta, sem gert var til að minnast tíu alda land- námsafmælisins árið 1896, var 1800 fermetra stórt viðhafnarmál- verk, sem Arpad Feszty málaði með hjálp aðstoðarmanna undir titlinum „Koma Magyaranna". Meðal hápunkta hátiða- haldanna í ár er að þetta merka listaverk hefur loks verið gert aðgengi- legt aftur eftir áratuga- Ianga viðgerðarvinnu, en málverkið skemmdist mikið í seinni heimsstyijöld. Nú er það til sýnis á einum helgasta stað ungverskrar sögu, Opusztaszer, sem mun hafa verið þingstaður höfðingja Ung- veija á landnámsöldinni. Samhliða landnámsafmælinu hefur þess reyndar einnig verið minnzt í ár, að ungversk skólastarf- semi á 1000 ára afmæli, en hún hófst árið 996 í klaustri benedikt- ínareglunnar í Pannonhalma í norð- vesturhluta landsins (nafníð vísar til þess, sem landið var nefnt á dögum Rómveija, Pannonía). Enn stærri tímamót um aldamótin Þótt margt hafi verið gert í Ung- veijalandi í ár til að minnast land- námsafmælisins, má búast við því, að það sé aðeins forsmekkurinn að þeim hátíðahöldum, sem ráðizt verður í á aldamótaárinu. Auk kristnitökunnar markar ár- talið 1000 stofnun konungsríkis í Ungveijalandi, sem er nátengd nafni Stefáns konungs I, sem Sil- vester II páfi krýndi og er rnesti þjóðardýrlingur Ungveija. Árið 2000 fagna Ungveijar því hvort tveggja þúsund ára afmæli kristni- töku og stofnun sjálfstæðs ríkis. Að leiðtogar Ungveija skyldu á þessum tíma kjósa að bindast hinni vestrænu kirkju í Róm má segja að sé táknrænt fyrir þann veg menning- arþróunar, sem þjóðin hefur fylgt æ síðan, að undanskildu því skamma tímabili sem hún var þvinguð til að tilheyra hinni komm- únísku valdablokk Sovétríkjanna. Undir vilja Ungveija til að nýta hið tvöfalda aldamótaafmæli sem tækifæri til að rifja upp hvernig þeir bundust Evrópu ýtir það ann- ars vegar, að aðeins fáein ár eru liðin síðan þeir endurheimtu frelsi sitt og fullveldi við upplausn Austurblokkarinnar, og hins vegar að þeir gera sér vonir um að sjá drauminn um aðild Ungveijalands að Evrópusambandinu ganga í upp- fyllingu á sama tíma. Í ESB-aðildinni sjá Ungveijar táknræna merkingu, því þar með álíta þeir landið loks hafa fundið aftur til eigindar sinnar sem hefð- bundins, borgaralegs Evrópuríkis, jafnréttháu öðrum lýðfijálsum þjóð- ríkjum álfunnar. Ýmsar hlið- stæður í ung- verskri og ís- lenzkri sögu þróun þess síðan að Danir sam- þykktu aðild 1972. Þótt hann sé einlægur Evrópusinni er hann ekki blindur á það sem aflaga hefur farið. Um aðstoðina við Austur- Evrópu segir hann að upp úr 1990 hafi verið haldin hver ráðstefnan eftir aðra og sérfræðingar skrifað skýrslur í tonnatali fyrir stórfé, en á endanum hafi kjarkurinn til hjálpar brugðist í Vestur-Evrópu og Austur-Evrópulöndunum gengið illa að komast inn á mark- aðina. Stj órnmálaleiðtogar og venjulegt fólk Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu Evrópu undanfarna áratugi, sagða út frá dönsku sjónarhorni, er bók Ellemann-Jensens hin mesta skemmtilesning og þá ekki síður fyrir þá, sem hafa gaman af hinu persónulega sjónarhorni á heims- málin. En dramatíkina í kringum stjórnarskiptin 1992 drepur Elle- mann-Jensen tæpt á. Þá sögu ætl- ar hann vísast að segja síðar, því andstætt Helveg Petersen virðist hann álíta að satt megi kyrrt liggja, að minnsta kosti enn um hríð. Ráðherrann fyrrverandi er ekki danskur fyrir ekkert og hefur því þroskaða kímnigáfu. Hann segir frá því í lokin að mörgum fyrrver- andi leiðtogum reynist erfitt að hverfa aftur í raðir þeirra óbreyttu, án ritara, bílstjóra og annarra hjálparkokka, svo sjálfur hafi hann gætt þess að missa ekki niður ein- falda kunnáttu hvunndagsins eins og ökukunnáttu og hæfileikann til að fletta upp í símaskrá. í Danmörku og víðar velta menn iðulega fyrir sér hvort líf stjórn- málaleiðtoga sé í raun ekki svo frábrugðið lífi venjulegs fólks að þeir geti vart skilið vanda þess. Með fróðleik Ellemann-Jensens að veganesti er óhætt að segja að líf stjórnmálaleiðtoga liggi víðs fjarri öllu venjulegu lífi. Næst þegar ber fyrir augu langsetinn stjórnmála- leiðtoga á fæti eða í sjónvarpi geta lesendur spurt sig hvort þessi mað- ur sé fær um að kaupa sér súkkul- aði sjálfur. Ef marka má frásögn Ellemann-Jensens getur viðkom- andi það örugglega ekki. Eitt af því sem greinir stjórnmálaleiðtoga frá venjulegu fólki er að þeir eru löngu hættir að ganga með skot- silfur á sér ... EXTASE Leynlst jolagjöfin hjá okkur....? • Heilsukoddar . Þjálfunartæki • Sessur • Yfirdýnur Göngustafir . Eldhúsáhöld [» ísbroddar ...og margt, margt fleira Hjjá okkur færðu gagnlegar jólagjafir rrir alla fjölslcylduna Opið virka daga kí. 10-17. Póstsendum um land allt. Hjálpartœhjabanhinn• Verslun fyrir alla- Hátúni 12. sími 562 3333, grænt númer 800 6233. TILBOÐ í HLUTABRÉF HRAÐFRYSTIHUS ESKIFJARÐAR HF. Landsbréf hf. óska hér með eftir tilboðum í hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., að nafnverði 9.169.354.- kr., sem nú eru í eigu Eskifjarðarbæjar. Hægt er að bjóða í bréfin í heild eða að hluta. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Landsbréfa hf., þar sem einnig liggur frammi útboðsauglýsing vegna sölu hlutabréfanna. Tilboðum skal skila á skrifstofii Landsbréfa hfi, Suðurlandsbraut 24, fyrir kl. 14.00, föstudaginn 20. desember, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. / Askilinn er réttur tíl að taka hvaöa tilboði sem er eða hafna öllum. if , LANDSBREF HF. h, - 'h hx, ESKIFJORÐUR Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERDBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGl ÍSLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.