Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GERVIHNATTAMYNDIR gefa til kynna að fjölda- grafir gætu leynst á 150- 200 stöðum í Bosníu. Rauði krossinn hefur tekið saman lista yfir fólk sem saknað er. A honum eru 15.151 nafn, þó er að- eins tekið við tilkynningum frá ættingjum þeirra sem saknað er. I sumum þorpum voru allir íbúarnir drepnir. Þar bjuggu fjölskyldur og ættir saman, og því er enginn til frásagnar. Samtökin Physicians for Human Rights (PHR), eða Læknar í þágu mannréttinda, hófu rannsóknir á fjöldagröfum í Bosníu á þessu ári. Tilgangurinn er annars vegar að afla upplýsinga til aðstoðar við málssókn gegn stríðsglæpamönn- um og hins vegar að bera kennsl á líkamsleifar til að ættingjar hinna látnu viti af afdrifum þeirra og geti grafið þá. Miðstöð PHR er í Bandaríkjun- um en sjálfboðaliðar koma frá ýmsum löndum. Einn þeirra er réttarmannfræðingurinn Eva El- vira Klonowski, sem er af pólskum uppruna en íslenskur ríkisborgari og búsett hér á landi. Eva fór út til starfa í byrjun september. Hún bjó í bænum Tuzla en starfaði í gamalli vefnað- arvöruverksmiðju í smábænum Kalesija. Hann hafði verið á víg- línu Serba og Múslíma og bærinn og hús í nágrannasveitum eru að mestu í rústum. Fjarlægja þarf jarðsprengjur áður en grafið er Fórnarlömb fjöldamorðanna eru grafin upp með vélum, skóflum og með höndunum. Víða þarf að fjar- lægja jarðsprengjur áður en hægt er að komast að þeim. Líkamsleif- arnar eru Jjósmyndaðar á vett- Grafið EFTIR HORFNU Púsunda manna er saknað eftir þjóðern- isofsóknir í Bosníu. Eva Klonowski réttar- mannfræðingur er ein þeirra sem rann- sakar líkamsleifar hinna myrtu sem grafnar hafa verið upp. í stuttu fríi á ís- landi ræddi hún við Helga Þorsteinsson off lýsti starfi sínu. vangi og settar í plastpoka. Þeir eru síðan fiuttar á brott og settar í kæli og geymdar þar til tækifæri gefst til rannsókna. „Líkamsleifarnar eru heillegar, ekki aðeins bein, heldur líka vöðv- ar,“ segir Eva. „Þær eru orðnar um ársgamlar, en hafa geymst vel ofan í jörðinni þar sem ekkert loft hefur komist að þeim. A þessum tíma hafa líkin og moldin þjappast saman sem veldur því að það er erfitt að hreinsa þau.“ Leitað að byssukúlum Rannsóknin hefst með því að lík- in eru gegnumlýst til að finna byssukúlur. Þær eru fjarlægðar og yfirleitt verður að gera það með höndunum. Á krufningarborði eru fötin tekin af líkunum. Þau er vandlega þvegin og geymd, því nota má þau til að bera kennsl á hina látnu. Nokkrir Bosníumenn sem unnu með Evu voru í fullu starfi við þvottinn. „Meinafræðingar og lögreglu- menn skoða og skrá líkamsleifarn- ar, fótin og alla aðra hluti sem finn- ast með þeim,“ segir Eva. „Það er algengast að finna sígarettupakka, eða annað sem tengdist tóbaki, en oft finnast líka skilríki, myndir af fjölskyldum hinna látnu, gleraugu og margt fleira“ Hlutverk Evu var að greina hæð, aldur og kyn með að rann- saka beinin, eftir að þau höfðu ver- ið hreinsuð. Hreinsunin getur tek- ið allt að fimm tímum fyrir líkams- leifar eins einstaklings. Að rann- sókninni lokinni eru líkin sett aftur í plastpoka og í kæli. Síðar verður þeim skilað til aðstandenda og þeir sjá um að grafa þau á ný. Allar upplýsingar sem fást með rannsóknunum eru bornar saman við lýsingar ættingjum hinna horfnu. „Upplýsingamar frá fjöl- skyldunum verða að vera mjög ná- kvæmar til að hægt sé að bera kennsl á líkin.“' segir Eva. „Stundum erum við heppin, og finnum skilríki eða ann- að sem ótvírætt sagði til um af hverjum líkamsleifarnar væru. Ef svo er ekki þarf allt annað að passa saman. Síðasta haldreipi fjöl- skyldna sem vilja ekki trúa því að þeirra nánustu séu látnir er stund- um að afneita því vegna þess að eitthvert smáatriði virðist ekki samsvara sér. Ef ekki dugir annað getum við gert DNA-rannsókn á líkamsleifunum og borið saman við sýni úr skyldmennum." Ólýsanleg lykt Rannsóknunum fylgdi mikil og vond lykt. „Þessi lykt færðist yfir á okkur sem vorum að vinna að rannsókninni. Henni er ekki hægt að lýsa öðru vísi en sem lykt af eins árs gömlum líkamsleifum sem leg- ið hafa undir miklum þrýstingi í eitt ár. Við fórum í sturtu á hverj- um degi eftir vinnu, en það dugði ekki til. Eftir að við komum heim þrifum við okkur aftur og bárum á okkur krem, en það var heldur ekki nóg. Við vinnuna vorum við í sérstökum einnota göllum, en skófatnaðurinn dró í sig lyktina. Fyrir utan húsin okkur safnaðist upp haugur af skóm, um þrjátíu pör, sem voru ónýt.“ „Eitt sinn fengum við að láni um skeið þrjá bíla frá Sameinuðu þjóð- unum. Að lokinni notkun ætluðum við að skila þeim, en þeir sögðu okkur að eiga þá. Það var ekki nokkur leið að hreinsa burt lykt- ina. Áður en ég kom heim frá Bosníu dvaldi ég nokkrar daga fjarri rannsóknaraðstöðunni, en fljótlega eftir að maðurinn minn UNDIR börunum, sem á eru líkamsleifar serbnesks hermanns, var jarðsprengja. Morgunblaðið/Eva Klonowski MARKAÐURINN í Sarajevo þar sem sprengja banaði 68 manns í febrúar 1994. Hann var eitt uppá háldsskot- marka Serba því margir voru þar samankomnir á litlu svæði. Á tímabili var hann og aðr ir slíkir markaðir einu staðirnir þar sem hægt var að kaupa mat í borginni. FYRRUM verslunarmiðstöð í bænum Kalesija þar sem Eva starfaði. Hann var á víglínunni milli Serba og Múslíma og er nú síðasti bær áður en komið er í serbneska hluta Bosníu ■ s.r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.