Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HÁKON ÞORKELSSON + Hákon Þorkels- son var fæddur á Valdastöðum í Kjós 29. maí 1910. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 29. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Guðmundson, f. 1884, d. 1918, og Halldóra Halldórs- dóttir, f. 1879, d. 1962. Börn þeirra voru, í aldursröð talið: Guðmundur, Hákon, Guðrún, Björg og Þorkell. Eftirlifandi eru Björg og Þorkell. Hákon og eftirlifandi eigin- kona hans, Guðný Svandís Guð- jónsdóttir úr Reykjavík, voru gefín saman 1938. Þau bjuggu mestallan sinn búskap að Grett- isgötu 31, en þar var æskuheim- ili Guðnýjar. Síðustu 12 árin bjuggu þau í Arahólum 4. Synir Hákonar og Guðnýjar eru fjórir. 1) Hörður Smári, f. 1938, vélgæslumaður, í sambúð með Ingibjörgu Ósk Óskarsdótt- ur. Hann á þrjár dætur, Ósk Jóhönnu, gifta Birgi Hólm Ól- afssyni, Guðnýju Svönu og Þóru Björk, í sambúð með Ómari B. Þorsteins- syni. 2) Guðjón Þor- kell, f. 1941, hús- gagnasmiður, kvæntur Helgu Ivarsdóttur og þeirra börn eru, Ivar kvæntur Urði Njarðvík, Sævar, í sambúð með Guð- rúnu Jónsdóttur, Guðný, Svandís og Viðar. 3) Hrafnkell Gauti, f. 1948, bíl- stjóri, í sambúð með Hrafnhildi Jóhannsdóttur, hennar dóttir er Vala Björk. Áður átti Hrafnkell dótturina Berglindi með Dag- mar Guðmundsdóttur. 4) Hákon Svanur, f. 1957, verkamaður. Barnabarnabörnin eru orðin tíu. Hákon var til sjós á sinum yngri árum en mestan sinn starfsaldur vann hann hjá Reykjavíkurborg. Utför Hákonar Þorkelssonar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag- inn 16. desember og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mig langar að minnast tengda- föður míns með nokkrum orðum, en það eru næstum þrjátíu ár síðan við kynntumst. Oft rökræddum við um iífíð og tilveruna, enda hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á mörgu. Honum fannst t.d. að við mæður ættum að vera heima hjá börnum okkar, en ekki ala þau upp á barnaheimilum. Já, það er margs að minnast frá löngum tíma. Oft var glatt á hjalla á Grettisgötunni þar sem stórfjöl- skyldan bjó og var þar oft gest- kvæmt hjá Konna og Gauju, en það köllum við tengdaforeldra mína. Allir voru velkomnir í kaffi og var heimili þeirra oft eins og veitinga- hús því allir komu við á Grettisgöt- unni enda hlýju 'að mæta. Hugur Hákonar var oft í Kjós- inni á æstustöðvunum en þar leið honum vel ef hann gat verið í smala- mennsku eða heyskap. Árið 1974 byggðum við saman sumarbústað í Kjósinni og hafði hann mjög gaman af að vera þar meðan heilsan leyfði, en síðustu árin var hann mjög farinn að heilsu og dvaldi síðustu tvö og hálft ár á Hjúkrunarheimilinu Eir. Þar fékk hann mjög góða aðhlynningu sem við viljum þakka fyrir. Að endingu vil ég þakka tengda- föður minum allar góðu stundimar með mér og fjölskyldu minni. Megi honum líða vel í nýjum heimkynnum. Helga ívarsdóttir. Mig langar að minnast örfáum orðum Hákonar Þorkelssonar fyrr- um verkstjóra hjá Reykjavíkurborg. Kynni okkar hófust ekki fyrr en á efri árum hans þegar Guðjón sonur hans kvæntist Helgu systur minni. Konni og Gauja, foreldrar Guðjóns, vom þá hluti stórfjölskyldu sem bjó í heilu fjölbýlishúsi á Grettisgötu 31. Þar var oft glatt á hjalla og gestakomur miklar. Strax veitti ég því athygli hversu annt Hákon lét sér um fy'ölskyld- una. Öllum stundum var hann að útvega það sem á þurfti að halda, kaupa inn á hagstæðum kjörum og líta eftir að alit væri í sem bestu horfi. Velferð fjölskyldunnar var honum ofar öllu og vænt þótti hon- um um Gauju sína. „Góða mín,“ voru hans ávarpsorð til hennar seint og snemma og sjaldan var hann í rónni nema hún væri á næstu grös- um. Hjónaband þeirra var langt og farsælt. Hákon var góður bridsspil- ari og oft var slegið í spil á Grettis- götunni. Eftirsóttur keppnismaður og vann oft til verðlauna á mótum. Á yngri árum keppti hann í glímu og fijálum íþróttum með Umf. Dreng og árið 1930 glímdu þeir bræður, hann og Guðmundur, til úrslita á Kjósarmóti. Hákon var meðalmaður á hæð, stórbeinóttur og sterklega byggður og vel að manni á yngri árum. Hann var mjög tengdur sinni fæðingarsveit, Kjósinni, og var þar oft á ferð þrátt fyrir búsetu í Reykjavík. Hann átti margar yndisstundir í sumarbú- staðnum við Fossá sem þeir feðgar, hann og Guðjón, byggðu í félagi fyrir rúmum 20 árum. Hákon hafði fastmótaðar skoð- anir á lífinu og hélt þeim óhikað fram. Viðkvæði hans var að fólk ætti fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en það gerði kröfur til annarra. Hann var lífsviðhorfi sínu trúr, því skyldurækni hans og sam- viskusemi var við brugðið. Bómullarnáltfatnfidur fyrir aíla ffötskijltíuna. PARÍSARbúðin Austurstræti 8, sími 551 -4266 Laugavegi 30 • S. 562 4225 Silkináttföt kr.7.900,- Silkikjóll kr. 4.600,- Sloppur hálfsíður kr. 4.900,- CALIDA N A T U R A L Qúji Á seinni árum fór heilsan að gefa sig. Síðustu misserin mátti heita að lífi hans væri lokið, því vitund hans var þá horfin inn í óminnisheim Alzheimer-sjúkdóms- ins. En hjartað var sterkt og neit- aði lengi vel að gefast upp. Þegar dauða hans bar að höndum var það fremur léttir fyrir aðstandendur þó alltaf fylgi tregi við leiðarlok þeirra er standa manni nær. Hákon Þorkelsson átti farsæla ævi. Hann uppskar eins og hann sáði og náði að líta marga mann- vænlega afkomendur sína vaxa úr grasi. Blessuð sé minning hans. Jón M. Ivarsson. Þegar mér bárust þau tíðindi að Hákon Þorkelsson væri allur vissi ég að hann hafði orðið hvíldinni feginn. Hákon var trúaður en ekki kirkjurækinn. Dauðinn var honum ekki áhyggjuefni. Það líf sem héldi áfram er hann væri á brautu óttað- ist hann að einu leyti og það tengdi okkur saman. Hann var einn af þeim sem vildi ganga frá sínum málum og hafa hlutina á hreinu eins og ferðamaður sem býst til langferðar vitandi það að hann kemur ekki heim aftur. Hákon var næstelstur í hópi fimm systkina. Hann var fæddur á Valda- stöðum í Kjós en foreldrar hans bjuggu þar. Alvara lífsins mætti honum átta ára gömlum þegar fað- ir hans, sem verið hafði mikið hraustmenni, lést úr spönsku veik- inni árið 1918. Hann var búinn að sigrast á veikinni en fór of fljótt á fætur til að sinna gegningum á Valdastöðum og öðrum bæ þar sem allir lágu rúmfastir. Hákon ólst upp hjá föðurbróður sínum, Sveinbirni bónda á Hurðar- baki, frá þeim tíma til sextán ára aldurs. Þá fluttist hann aftur heim í Valdastaði og var þar á sumrin en við sjósókn á vetrum. Seinna varð hann svo togarasjómaður. Árið 1938 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Guðjónsdóttur. Þau eignuðust fy'óra syni, Hörð Smára, Guðjón, Gauta og Hákon, sem allir eru á lífí. Þau bjuggu á Grettisgötu 31. Byggingarmeistari að því húsi var faðir Guðnýjar. Hákon hætti nú til sjós og vann við höfnina en árið 1943 gerist hann fastur starfsmaður hjá bæn- um og var þar flokksstjóri. Sum- arfríinu sínu varði hann framan af sínum búskaparárum ávallt á sama veg. Hann geymdi það til haustsins og vann hjá Sláturfélagi Suðurlands þann frítíma sem hann hefði ella átt. Eftir að hann lét af störfum seldi hann á Grettisgötunni og kaupir íbúð í Arahólum 4, Reykjavík. Hátt 'á þriðja ár var hann svo á Dvalar- heimilinu Eir. Ég hef hér í fáum orðum hlaupið yfir lífsferil manns sem vann sig áfram í gegnum lífíð til efnalegs sjálfstæðis. Ráðdeild og reglusemi fylgdu honum. Hann flutti úr sveit í kaupstað en gleymdi aldrei sveit- inni og sumarbústað reisti hann á Fossá í Hvalfírði. Ég kom fyrst á heimili Hákonar og Guðnýjar á Grettisgötuna að mig minnir 1976. Syni þeirra, Herði Smára, kynntist ég í Súgandafirði. Vinátta okkar leiddi til þess að ég kynntist foreldrum hans. Við Hákon ræddum margt. Þessi alvörugefni maður átti mikla hlýju og var barn- góður með afbrigðum. Á Grettis- götu 31 var oft stór barnahópur. Hákon gekk þá gjarnan undir nafn- inu frændinn og ef hann hallaði sér í hádeginu leitaði oft eitthvert þeirra eftir að fá að lúra hjá honum. Hákon fræddi mig um eitt og annað frá gömlum dögum. Tvennt var honum minnisstæðara en flest annað. 12 ára gamall hafði hann þurft að fara með 22 hesta úr Kjós- inni suður að Álafossi í Mosfells- sveit. Hestana teymdi hann ríð- andi. Þeir voru með reiðver. Afi hans tók á móti honum á Álafossi. Ailt fór þetta vel og heppnaðist. Það fann ég samt gjörla að andleg áreynsla ekki síður en líkamleg hafði þetta verið. Umhugsunarefni má það vera að þetta skyldi lagt á 12 ára gamlan dreng þó að þetta væri að sumarlagi og veður gott. Annað sem lifði í minningunni var ferðalag sem hann fór ásamt tveim öðrum ungum mönnum. Þeir fóru ríðandi að vorlagi úr Kjósinni að Arnbjargarlæk í Borgarfirði. Þar dvöldu þeir í þijá daga. Davíð á Arnbjargarlæk var honum minnis- stæður. Hann sagði okkur að hvíla okkar hesta en nota sína er við gengum til verka hjá honum. Meðal annars ráku þeir stóðið þann tíma sem þeir voru þar. Í þessari ferð komu þeir einnig við á Hvanneyri og á Grund í Skorradal. Hestar voru Hákoni ávallt hug- stæðir og Hákoni syni sínum hjálp- aði hann að eignast hesthús í Mos- fellssveit. Hákon var góður bridgespilari en hætti því og gaf þá skýringu að hann væri aldrei heima. Hann var keppnismaður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín þegar hann spil- aði. Keppnisskapið átti hann stutt að sækja. Það var ríkt í hans föður- ætt. Þorgeir Guðmundsson, föður- bróðir hans, var mikill íþróttamaður og var íþróttakennari á Hvanneyri, í Reykholti og á Laugarvatni. Hann var þjóðkunnur á sinni tíð. Á seinni árum meðan Hákoni entist heilsa ferðuðust þau Guðný mikið innanlands, bæði um byggðir og óbyggðir þessa lands. Eina þorp- ið á íslandi sem þau höfðu ekki komið í var Flateyri við Önundar- fjörð. í þijú sumur hafði samt verið farið í ferðir á Vestfírði. Um leið og ég kveð Hákon, sem var einn af þeim mönnum sem auðg- aði líf mitt, þó hann hafí ekki minnk- að vanda þess, votta ég ástvinum hans samúð mína. Guðný mín. Ég veit að minning lifír um mætan mann og Guð mun styrkja þig. Ólafur Þ. Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.