Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 44
i4 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ <jjþ ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.30: Jólafrumsýning: VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen 26. des. kl. 20.00, 2. sýn. fös. 27. des., 3. sýn. lau. 28. des. Smíðaverkstæðið kl. 20.30: LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Fös. 27/12 - lau. 28/12. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sun. 29/12. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. •• GJAFAKORTíLEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF •• LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS sunnudag 15/12 kl. 16.00. | Jólakaffi með skáldskap. Leikarar og höfundar mæta með jólabækurnar: Þórarinn Eldjárn, Nína Björk Árnadóttir, Bragi Ólafsson, Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Vigdís Grímsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Gyrðir Elíasson, Ólafur Haukur Símonarson, Þorsteinn Gylfason og Bjarni Bjarnason. Umsjón: Helga Bachmann og Edda Þórarinsdóttir. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.00—18.00, miðvikudaga til sunnudaga kl. 13.00—20.00 og til kl. 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. Sími 551 1200. Stóra svið kl. 14.00: TRÚÐASKÓLINN eftir F. K. Waechter og Ken Campbell. Sun. 29/12, sun. 5/1 97. Litla svið kl. 20.00: SVANURINN eftir Elizabeth Egloff. Lau. 28/12, örfá sæti laus, sun. 29/12, fös. 3/1 97, lau. 4/1 97. Fjórar sýningar þar til Svanurinn flýgur burt. Leynibarinn kl. 20.30 BARPAR eftir Jim Cartwright. Fös. 27/12, fáein sæti laus. Fáar sýningar eftir! Miðasalan er opin daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Auk þess er tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00 -12.00 GJAFAKORT LEIKFÉLAGSINS FRÁBÆR JÓLAGJÖF FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! BORGARLEIKHÚSIÐ Sími 568 8000 Fax 568 0383 m Sýningor hefjost oftur eftir oramót. Leikfélag Kópavogs sýnir barnqleikritiS: i Kl. 14: sun. 15.12, síðosfo sýning fyrir jól. • Qa Sýnint Sýningar teknar upp eftir áramót. Mi&asala í símsvara alla daga s. 551 3633 Jólin hennar ömmu 3. sýning í dag sun 15/12 kl. 14. Sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm Miðapantanir í sfma 562 5060. VINSSLASTA LEIKSVNING ÁRSINS ® J1MCAR1VRIGKT i Allra síðustu sýningar! §t fös. 27. des. kl. 20 uppselt-biðlisti LJ Aukasýning lau. 28. des. kl. 22. i Ekki missa af vinsælustu leiksýningi | Gjafakort eða nýr geisladiskur - tilvalin jólagjöf | $<111 í BORbARLEiKHÚEINU Sími 568 8000 Barnaleikritið ÁFRAM LATIBÆR eftir Magnús Scheving. Leikstjórn Baltnsar Kormúkur Lau. 28. des. kl. 14, uppselt. sun. 29. des. kl. 14, uppsell. MIÐASALA i ÖLLUM HRAÐBÖNKUM ÍSLANDSBANKA. Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI Sun. 15. des. kl. 20, örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir jói. Sun. 29. deskl. 20. SIRKUS SKARA SKRÍPÓ Lau. 28. des. kl. 20. • GJAFAKORT • Við minnum ó gjafakortin okkar sem fást í miðasölunni, Hijómplötuverslunum, bóka- og blómaverslanam. Loftkastalinn Seljavegi 2 Miðasala í sima 552 3000. Fax 562 6775 Opnunartími miðasölu frá 13 - 18. - kjarni málsins! Gleðileikurinn B-I-R-T-I-N-G-U-RI Hafnarfjarðirleikhúsið HERMÓÐUR JUSe OG HÁÐVÖR Sími 555 0553 Við erum komin í jólafrí. Næsta sýning: Lau. 4. jan. Munið gjafakortin Gíeðiíegjól FÓLK í FRÉTTUM ísfélag Vestmanna- eyja 95 ára Vestmannaeyjum - Isfélag Vest- mannaeyja, sem er elsta fisk- vinnslufyrirtæki landsins og jafn- framt elsta starfandi hlutafélag landsins, fagnaði 95 ára afmæli 1. desember sl. Haldið var upp á afmælið með mikilli afmælisveislu í Týsheimilinu. Þangað var boðið til kaffisamsætis öllum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og fjölskyldum þeirra ásamt fuiltrúum helstu þjónustuaðila í Vestmannaeyjum. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Isfélagsins, flutti stutt ávarp við upphaf afmælis- veislunnar og bauð gesti vel- komna. Lúðrasveit Vestmanna- eyja lék nokkur lög og Samkór Vestmannaeyja söng. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, flutti fyrirtækinu árnaðaróskir frá Vestmannaeyjabæ og færði því mynd að gjöf frá bænum. Konur úr Kvenfélaginu Líkn sáu um kaffi og meðlæti í þessu stórafmæli. Rúmlega 400 gestir mættu til veislunnar sem þótti mjög myndarleg og skemmtileg í alla staði. JULIO og Miranda hittust fyrst á flugvelli í Jakarta. „Eg vissi um leið að hún myndi einn daginn verða eiginkona mín,“ sagði Julio. Julio dansar á rósum ►SÖNGVARINN hjartahlýi, Julio Iglesias, 53 ára, frá Spáni hefur gert marga konuna andstutta og rjóða í kinnum með flauelsmjúk- um ástarsöngvum sínum. Ný tangoplata hans, „Tango“ stormar nú upp vinsældalista í Evrópu. „Tangodansinn hefur oft kallað tár fram á hvarma mína,“ segir Julio með blik í augum í nýlegu viðtali. Hann segir að líf sitt hafi alltaf verið dans á rósum og nú sé hann hamingjusamari en nokkru sinni fyrr með unnustu sinni, Miröndu, 25 ára, en þau hafa verið saman síðastliðin sex ár. „Miranda hefur kennt mér ýmislegt. Hún er yndisleg kona,“ segir Julio. Costner aftur í hafnabolta ►ÞAÐ MÆTTI ætla af myndun- um sem bandaríski Ieikarinn Ke- vin Costner leikur í að hann sé íþróttaáhuga- maður mikill. í nýjustu mynd sinni „Tin Cup“ leikur hann golf- leikara og árið 1989 lék hann hafnaboltamann í myndinni „Field Of Dreams". Nú ætlar Costner að skeiða aftur inn á hafnaboltavöllinn því hann hefur samþykkt að leika í myndinni „For the Love of the Game“ þegar hann hefur lokið störfum við tvær aðrar myndir sem hann er að leika í þessa dagana. Myndin er byggð á sögu Michael Shaara og er um kastara sem er kominn af léttasta skeiði. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson TRYGGVI Sigurðsson, sem hefur starfað lengst allra hjá ísfélag- inu, eða i tæp 50 ár, skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni í veislunni. Með á myndinni eru Sigríður Ólafsdóttir eiginkona hans, Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Isfélagsins, ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Matthíasdóttur og syninum Kristni. ÓSKAR Árnason, Lárus Krisljánsson og Krisljana Einarsdóttir, starfsmenn ísfélagsins í áratugi. VEISLUGESTIR í 95 ára afmælishófi ísfélagsins, Hörður Ósk- arsson, Arnmundur Þorbjörnsson og Snorri Gestsson. TÖNLIST Gcisladiskur ER NEÐANSJÁVAR. Er neðansjávar, fyrsti geisladiskur hljómsveitariimar Moðfisk. Moðfisk eru Guðmundur Bjarni Sigurðsson, Karl Óttar Geirsson, Jón B. Stefáns- son og Kristján Guðmundsson. Plata var tekin upp í Stúdió Grúv en hljóðblönduð í mjóðhamri. Rym- ur gefur út. Lengd 33.27 mín. Verð 1999 kr. SÁ HLUTI Suðurnesjabæjar sem eitt sinn nefndist Keflavík hefur lengi verið orðaður við popptónlist en virðist vera í hættu á missa titil- inn sem „tónlistarbærinn" vegna þess hve fáar hljómsveitir hafa komið þaðan á síðustu árum miðað við það sem áður var, kannski vegna nafnbreytingarinnar. Þó hafa einhveijar merkilegar sveitir komið þaðan, auðvitað Kolrassa krókríðandi, Texas Jesú og ef til vill Deep Jimi & the Zep Creams sáluga sem hafa haldið uppi heiðri Suðurnesjabæjar. Nú er ein sveit í viðbót að bætast í hópinn, rokk- sveitin Moðfisk gaf nýverið út sína Að vera fiskur fyrstu breiðskífu sem ber nafnið Er neðansjávar. Er neðansjávar er stutt plata eins og virðist vera í tísku um þess- ar mundir, rétt rúmar þijátíu mín- útur og lagafæðin eftir því, aðeins sjö lög og endurhljóðblönduð út- gáfa af fyrsta laginu endar diskinn. Moðfisk er þétt rokksveit og leggur metnað í lagasmíðar, lögin K og Morðhósti eru góð lög og notkun hljóðgervla hjálpar mjög til við gítarrokkið, hljóðfæraleikur er skemmtilegur, einkum gítarleikur og samspil hans og bassans. Lögin eru flest vel sungin, nema Klausen böstar böttlerinn og Bjóddu ekki gestum sem líða fyrir undarlega raddbeitingu. Besta lag plötunnar er lagið um köttinn Engilbert, gestasöngvarinn Elíza lyftir laginu, og það er engu að síður kraftmikið lag eitt og sér, en það merkileg- asta við iagið er að það hefur einn- ig skemmtilegan texta og sýnir vel hvað það hjálpar mikið að hafa sterka texta. Textar Moðfisk eru nefnilega ekki upp á marga fiska oft á tíðum, Bjóddu ekki gestum er lélegur texti sem á varla heima á geisladisk, „Ég fór nið’r í bæ að kaupa sokka./Samt sem áður var ég ekki að skokka,/færðu þessa bæjarvinnuflokka frá. Endurhljóðblöndun Sub-contra á laginu K er frábær og lofar góðu frá hljómsveitinni, trommuhljóm- urinn þar er mjög góður (eða vond- ur, eftir því hvernig litið er á mál- ið). Hljómur á plötunni er í ágætur en undirrituðum finnst yfirleitt vanta botninn í hljóminn á íslensk- um rokkplötum. Umslagið er vel hannað og einkum vakti teikning af fiski (moðfisknum?) athygli, hún angar af sjávarfangi. Þrátt fyrir að platan sé öll áheyrileg þá kom- ast Moðfisk ekki nógu langt upp úr meðalmennskunni, þeir eru að öllum líkindum efni í það en tekst það ekki með þessari plötu, það verður því gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Gísli Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.