Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ekki missa af þessari frábæru kvikmynd Sýningum fer fækkandi!! JOLAMYND 1996 'OÖÍN VMJ LLí AMS GEIMTRUKKARNIR Komdu og sjáðu Robin Williams . fara á |\ kostum sem | stærsti 6. | bekkingur í | heimi, ótrúlegt 1 grín og gaman í frábærri mynd fyrir alla fjöl- skylduna. Aðalhlutverk: Robin Williams, Diane Lane og Bill Cosby. Leikstjóri: Francis Ford HANN ELDIST FJÓRUM SINNUM HRAÐAR EN VENJULEÚT FÓLK.. HANNER LANÚ- STÆRSTUR í BEKKNUM.. KLIKKAÐI PRÓFESSORINN BRIMBROT STAÐGENGILLINN EDDIE MURPHY THE NUTTY PROFESSOR Sýnd kl. 2.45, 5, 7, 9 og 11.10. Mánud. sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10 Sýndkl. 3, 5,7, 9 og 11. Mánud. sýnd kl. 5,7,9 og 11 • m' ....að í Háskólabíói er gólfhalli í sölum nógu mikill til bKbTmÆ að gefa þér óhindrað útsýni á STÓR SÝNINGARTJÖLD. ™ ptí horfir þv{ ekki í hnakkann á næsta gesti eða á milli ™ hausa eins og svo víða annarstaðar. Háskólabíó státar líka af vönduðum Dts og Dolby Digital sterio hljóðkerfum sem tnjggja frábær hljóðgæði. HÁSKÓLABIÓ - GOTTBÍO 1 1 BwMpH IjfcftTil HASKÖLABÍÓ SÍMI552 2140 Háskólabíó Gott Bíó Tvær raddir Nýjar plötur Dægurlagasöngur og óperusöngnr eiga sjaldnast samleið þó finna megí dæmi um það að ólíkir söngvara hafi náð saman með góðum árangri. Þeir Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson sendu frá sér plötuna Tveir fyrír skemmstu og Eyjólfur segír að þegar á reyndi hafí tónlistarsmekkur þeirra ekki verið svo ýkja frábrugðinn. í PLÖTUFLÓÐINU fyrir þessi jól er plata sem þeir gera saman og gefa út Bergþór Pálsson bar- ítónsöngvari og Eyjólfur Krist- jánsson dægurlagasöngvari, en á henni syngja þeir saman ýmis dægurlög, erlend sem frumsamin innlend. Á plötunni leggja ýmsir þeim félögum lið, þar á meðal Máni Svavarsson og Grétar Örv- arsson. Eyjólfur Kristjánsson segist hafa kynnst Bergþóri þegar þeir sungu saman inn á plötuna Minn- ingar fyrir nokkrum árum lagið Perhaps Love, sem settur var ís- lenskur texti við. Þeir sungu lagið inn hvor í sínu lagi og Eyjólfur segir að þeir hafi ekki hist fyrr en kom að því að gera myndband við lagið vegna vinsælda þess og varð þá vel til vina. „Upp frá því höfum við mikið gert af því að troða upp saman, meðal annars með það lag; sungið í brúðkaupum og víðar, og þá rætt það að gam- an væri að gera þlötu. í sumar létum við síðan loks verða af því.“ Eyjólfur segir að þeir félagar hafi valið lög á plötuna saman, hann hafí tínt til bunka af dægurlögum, Bergþór lagt í bunkann lög sem hann langaði að taka upp og síðan settust þeir niður saman og völdu úr safninu. „Ég átti von á því að tónlistarsmekkur okkar væri óh'k- ur, en þegar á reyndi kom í ljós að það var ekki svo langt á milli okkar,“ segir hann, en bætir við að helst hafi staðið í þeim hvernig platan ætti að verða, hve útsetn- ingar ættu að verða umfangsmikl- ar og spilamennska. Fljótlega blasti þó við að það myndi kosta mikla peninga að ráða til undir- ieiks stóra strengjasveit og ekki væri bolmagn til þess fyrir svo lít- inn markað. „Við gripum því tii þess ráðs að hafa útsetningar umfangsmiklar og stórar, en feng- um þá Grétar Örvarsson og Mána Svavarsson til að vinna með okk- ur,“ segir Eyjólfur og lætur vel af því samstarfi og niðurstöðunni. Eyjólfur segir að það hafi sett sitt mark á vinnuna og kynningu á plötunni að Bergþór er á fullu að syngja í útlöndum og þannig hafi hann þurft að fara út áður en platan varð tilbúin og síðan að koma heima að syngja það sem á vantaði. Einnig sé óneitanlega sér- kennilegt að standa í því að kynna plötuna einn síns liðs þar sem Bergþór væri ytra. „Hann er þó á leiðinni heim og við tökum snarpa lotu til að kynna útgáfuna síðustu dagana fyrir jól, þannig að það er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því,“ segir hann glað- beittur, en bendir líka á að plöt- unni sé ekki ætlað að deyja á að- fangadag, hann telji víst að hún eigi eftir að lifa vel fram á næsta ár, enda tónlistin þess eðlis. „Við gefum plötuna út sjálfir og leggj- um mikla peninga í útgáfuna til að gera hana sem best úr garði. Við höfum samt engar sérstakar áhyggjur af því að við fáum ekki okkar til baka, þó_ við gerum það ekki fyrir jólin. Ég held að við eigum eftir að fá svörun á fleiri lög, ekki síst þegar fólk gefur sér tíma til að hlusta. Við völdum ekki á plötuna lög eftir því að þau myndu slá í gegn á stundinni, tók- um frekar lög sem okkur fannst skemmtileg og skemmtilegt að takast á við. Fyrir vikið á hún eflaust eftir að lifa lengur, en ef við hefðum stefnt á stundarvin- sældir." Eyjólfur Kristjánsson hefur ver- ið í fremstu röð íslenskra dægur- lagasöngvara í áraraðir, en segist samt hafa litist illa á það að fara að þreyta kapp við Bergþór Páls- son þegar leitað var til hans að syngja inn á Minningar á sinni tíð. „Ég harðneitaði til að byija með, enda leist mér ekki á það að fara að vinna með öðrum eins listamanni og Bergþóri, að láta fólk hafa samaburðinn," segir Eyjólfur og kímir. „Þegar ég síðan hitti Bergþór og kynntist honum fann ég ekki lengur til smæðar minnar við hliðina á honum, því hann er svo skemmtilega opinn og lífsglaður og gaman að vinna með honum að allt annað hvarf í skuggann. Það hjálpar líka í okkar samstarfi að hann er barí- tónsöngvari en ekki tenór og radd- irnar skemmtilega ólíkar og falla vel saman fyrir vikið.“ BERGÞÓR Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson. leiklisl \,Tl£appty Mikilvægi þess að vera Oscar (TIh1 Importiuicp of Heing Oscar) Dramalísk saga um líf og sliirf írska lcikrita- skáldsins Oscar Wilde, og tíðarandann er ríkti á hans dögum. Sýnt þríðjudaginn 17. des. Verð 500 kr. • llókanir í síma 511 32 33 á liveijum liistudegi frákl. 18:00-21:00 með lifandi (ónlist flutt af T-Vertigo PJóðlaga- ogpopptónlist mw,The Baróner rjt Fösludags- og laugardagskvöld ‘ggykjauik Einkasalur með bar, þjónustufólki og mationgum Hafið samband í síma 511 32 33 Hafnarstræti 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.