Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 551 6500 Slllli ^ 551 6500 LAUGAVEG94 JOLAMYND 1996 yVlaJtJailduf* JWamvnan , Pabbinn (z-ncjm venjwleg * Matthildur er skemmtileg og býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hér er á ferðinni þrælfyndin og unaðsleg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna frá meistaranum Danny DeVito.Komið og kynnist Matthildi. Hún á eftir að heilla ykkur upp úr skónum. Aðalhlutverk: Danny DeVito (Throw Your Moma From The Train", Get Shorty", Twins"), Mara Wilson (Mrs. Doubtfire", Mirade on 34th Street"), Rhea Perlman (Staupasteinn") og Embeth Davidtz (Schindlers's List"). Leikstjóri og framleiðandí: Hinn knái og skemmtilegi Danny DeVito. Meö öllum miðum fylgja með Matthildar bókamerki. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. VAN er laust ein betri dum Damme. Sýnd kl. 9 og 11.B.Í. 16. BALTASAR KORMAKUR • GISLIHALLDORSSON • SIGURVEIG JONSDOTTIR ★★★ M.R. Dagsljós ★★★★ A.E. HP ★★★ U.M. Dagur-Tíminn ★ ★★V 2 S.V. Mbl ★ ★★72 H.K. DV ★★★ Ó.H.T. Rás 2 For- eio Gullortsholar VISA 09 Nómu- og Gengismeilimir londsbonka ló 25% AF- SLÁTT. Gildir fyrir tvo. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Hress og drífandi tónlist Nýjar plötur Ungmennasveitin Bossanova sendi frá sér sinn fyrsta disk fyrir skemmstu, en á honum er ýmis ólík lög í suður-amerískum takti. Tveir liðsmenn sveitarínnar, Krístinn Ottason og Jón Grétar Gissurarson, segja útgáfuna ætlaða til að svara eftirspum, meðal annars að utan. BOSSANOVA er átta manna hljóm- sveit af Seltjarnarnesinu sem varð til fyrir tilstilli kennara Tónlistar- skóla Seltjarnamess um áramótin 1990 og 1991 þegar liðsmenn henn- ar voru á aldrinum átta til tólf ára. Hún hefur því starfað alllengi þótt ekki séu liðsmenn hennar komir til ára sinna, og leikið víða hér á iandi og á hinum Norðurlöndunum, og vonum seinna að hún sendir frá sér breiðskífu, en skífan „Laiv“ kom út fyrir skemmstu. Bossanova spilaði á RúRek jass- hátíðinni í Ráðhúsinu í Reykjavík 1993 og fór til Finnlands síðar um sumarið og lék á þingi tónlistarkenn- ara á Norðurlöndunum við góðar undirtektir. Ári síðar fóru þeir félag- ar aftur til útlanda og þá til Kolding í Danmörku að leika á þingi nor- rænna skólastjóra tónlistarskóla. í sumar fóru þeir enn utan, léku á tónlistarhátíðum í Svíþjóð og Dan- mörku. Eftir þá frægðarför brá sveit- in sér síðan í hljóðver að taka upp hluta af lagasafninu, til þess að eiga einhver lög á diski ef ekki til annars en að minnast þessa tíma þegar þeir hætta á endanum. Tveir Iiðsmenn sveitarinnar, Kristinn Ottason og Jón Grétar Gissurarson, segja útgáfu hafa iegið vel við þegar þeir voru að koma að utan úr tónleikaferð, með öll lög vel æfð og tilbúin til upptöku, brugðu sér í hljóðver FÍH og tóku plötuna upp á einum degi. „Okkur langaði að kýla á upptökur, áttum peninga í sjóði til að kosta þetta allt, og við erum búnir að spila saman svo lengi að það tók engan tíma að taka upp. Það er gaman að eiga diskinn," segja þeir, „en þegar við höfum verið að spila úti hafa svo margir beðið okkur um diska til að nota í kennslu, en við höfum ekki átt nema eitt lag upptek- ið fram að þessu. Við eigum fyrir útgáfunni, höfum safnað fyrir henni, og eftir því sem við seljum diskinn kemur sá peningur til baka,“ segja þeir glaðbeittir. Framan af voru þeir félagar fimm fengnir til að spila fyrir grunnskóla- nemendur í tónlistarskólum, síðan slógust þrír í hópinn og átta liðsmenn hafa verið í henni upp frá því. Snemma fengu þeir félagar fasta vinnu við að spila einu sinni í viku á Hótel Sögu, stundum tvisvar þrisv- ar á kvöldi, en með tímanum hafa þeir vaxið úr grasi, „og þá finnst fólki ekki eins gaman að ráða okk- ur“, segja þeir og hlæja. „Við höfum haft þó nokkuð gera í gegnum árin, leikið á árshátíðum og víðar í bland við föstu spilamennskuna á Sögu.“ Þeir Bossanova-félagar hafa líka lagt land undir fót eins og áður er getið og segja að alltaf sé rífandi stemmn- ing úti „og gaman að spila fyrir fólk sem ekkert þekkir til okkar“. Þeir félagar segja suma liðsmenn vera í hljómsveitum utan við Bossanova og þá kannski að fást við hreinræktað rokk eða danstónlist, en Bossanova haldi sínu striki, tónlistin sé það hress og drífandi. Bossanova-menn velja yfirleitt sjálfir lög inn á dagskrá sveitarinn- ar, en Kári Einarsson er einskonar tónlistarstjóri sveitarinnar, stingur upp á lögum og útsetur fyrir þá fé- bScbcr SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.sambioin.com/ FRUMSYNING: BLOSSI VEN KEENENIVORY .GAL WAtf/NNS DIGITAL GLIMMER MAN Spennumyndastjarnan Steven Segal nú í samstarfi með Keenan Ivory Wayans (Low Down Dirty Shame) i hörkuspennandi mynd þar sem miskunnarlaus fjöldamorðingi gengur laus í Los Angeles. Æsispennandi eltingaleikur þar sem enginn er óhultur... Aðalhlutverk: Steven Segal, Keenan Ivory Wayans og Brian Cox. Morgunblaðið/Golli JON Grétar Gissurarson og Kristinn Ottason. laga. Þeir segjast ekki æfa mikið nú um stundir, láti sér yfírleitt nægja að hittast ef tónleikar séu framund- an. Lagavalið markast af bossanova og lögum í suður-amerískum takti, en iðulega eru þeir að taka slagara og gerbreyta til að þeir falli að hljóð- færaskipan og taktstemmningu. Á disknum eru sextán lög, en alls hafa þeir á hraðbergi nálægt þijátíu lög- um. Mörg þeirra laga fá væntanlega að heyrast á Eiðistorgi 20. desem- ber, en þá halda þeir félagar útgáfu- tónleika sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.