Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÆR njóta samvistar hvor við aðra þegar þær prjóna.F.v. Andrea Þórðardóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, Sigriður Magnúsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Bella Óladóttir, Elísabet Jónsdóttir og íva Bjarnadóttir. Inga Ásgrímsdóttir var fjarri góðu gamni. NOKKRAR konur uppi á íslandi sjá til þess að lítil böm flóttamanna i Kazakstan í Mið-Asíu fá útpijónaðar peysur, húfur, sokka og annað hlýtt pijónles, sem hjálpar þeim að lifa af strangan og harðan veturinn. Þær hugsa líka um börn flóttamanna í Afríku en þau fá aftur á móti litríkar, saumaðar flíkur, sem henta hlýju loftslagi þeirra lands. Fötin eru svo falleg og vönduð að ungar konur sem áttu eitt sinn leið um félagsmiðstöðina spurðu í forandran: „Af hveiju sendið þið svona falleg föt til Rússlands? Það væra margir íslendingar tilbúnir að kaupa þau af ykkur.“ Þetta fínnst konunum átta sem hittast reglulega í fé- lagsmiðstöðinni undar: legur þankagangur. í tvö ár hafa þær lagt óteljandi stundir í að sauma og pijóna. Svo iðnar era þær að þó að farið sé í sumarfrí til sólarlanda era pijónam- ir teknir með! Hvergi skal slegið slöku við. Þær sitja einnig með pijónana fyrir framan sjónvarpið og vilji svo til að sýndar séu mynd- ir af flóttamönnum tifa pijónarnir enn hraðar. Ef við björgum 18 börnum... „Ég var einu sinni spurð hvort okkur fyndist hjálp okkar ekki vera eins og dropi í hafið,“ segir Andrea Þórðardóttir forstöðumað- ur félagsmiðstöðvarinnar. „Ég svaraði því til að við gerðum okk- ur strax grein fyrir að við getum ekki bjargað öllum heiminum. En geti 18 börn lifað af veturinn vegna þess að þau fá peysur og annan hlýjan fatnað frá okkur þá björgum við alltént þeim. Ef fleiri færu að eins og við væri kannski hægt að bjarga 18 til viðbótar. Maður má ekki alltaf hugsa um magnið,“ segir Andreá og bætir við að þetta sé mjög gefandi starf. Þessu samsinna hinar og segja að ef allir legðu örlítið af mörkum alls staðar í heiminum þá væri það ekki svo lítil hjálp. Nýjustu sendingu kvennanna tók Anna Þrúður Þorkelsdóttir formaður Rauða krossins með sér til Júgóslavíu í síðustu viku, en þar áður hafði Steinunn Amþrúð- ur Björnsdóttir sem íslendingar þekkja betur sem Öddu Steinu tekið með sér fulla tösku þegar hún fór til Kazakstan í september. Fötunum deildi hún meðal flótta- manna strax og hún kom út aftur. Upprifnar yfir myndunum Þegar blaðamaður dregur fram myndimar, sem Adda Steina hafði sent reka þær upp gleðióp. _,,Stelp- ur, sjáið þið peysurnar!“ „0, hvað það er gaman að sjá bömin í peys- unum.“ „Þama þekkir maður peysumar sínar.“ „Nú getur mað- ur séð hvað börnin era gömul, það hefur stundum verið vandamál að vita ekki á hvaða aldur verið er að pijóna,“ segja þær hver upp í aðra og augljóst er að þarna upp- skera þær ríkulega árangur vinnu sinnar. Adda Steina segir í bréfi frá því að megnið af ullarvöranum hafí farið til afganskra flóttamanna, sem eigi erfitt uppdráttar í Kaz- akstan. „Þeir fá ekki fastan bú- seturétt og mega ekki vinna. Flest- ir reyna að komast af með því að vinna án pappíra til að sjá sér og sínum farborða. Þeir eiga það sam- eiginlegt að geta ekki snúið aftur til Afganistan, þar yrðu þeir tekn- ir af lífí,“ skrifar hún. Hún segir ennfremur að kazaski veturinn sé kaldur og margir for- eldranna hafí haft áhyggjur af börnum sínum vegna skorts á hlýj- um fötum. „Þegar fulltrúar Rauða krossins heimsóttu hópinn með töskuna góðu var þeim vel fagnað. Fallegar útprjónaðar peysur, húf- ur, sokkar og vettlingar vora himnasending og vöktu mikla kátinu hjá börnunum og gleði hjá fullorðnum. Sum bamanna skelltu sér strax í peysurnar þó að haust- sólin væri næstum of hlý fyrir ull- arfatnað og báðu um mynd af sér.“ Ekkert til fyrir nýfætt barnið Adda Steina segir líka frá því þegar hún færði ungri móður SJÁ BLS. 4 Geti 18 börn lifað af vetur- inn vegna þess að þau fá hlýjan fatnað frá okkur, þá björgum við alltént þeim BÖRNIN í Afríku fengu fallegan litríkan fatnað sem saumaður var sérstaklega handa þeim. BÖRNIN voru svo spennt að máta peysurnar að þau skelltu sér í þær þrátt fyrir hitann og báðu um myndatöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.