Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIN var tekin í haust þegar nokkrar kvennanna voru að ljúka við að pakka fötunum sem fara skyldu til Kazakstan. teppi, húfu og pijónaða ullar- sokka. Sú hafði flúið frá Téténýju til að fæða sitt fjórða barn. Fjöl- skyldan hafði lítið getað tekið með sér á flóttanum og hún átti ekkert á nýfætt bamið. Ættingjar sem fyrir voru í Kazakstan reyndu að hjálpa en höfðu lítið til skiptanna. „Og enn var taskan ekki tæmd,“ heldur hún áfram og manni dettur ósjálfrátt í hug þegar Jesús mett- aði þúsundirnar með ____________ fiskunum tveim og brauðunum fimm. „Berklar eru landlægir í Kazakstan. Fátækir, berklasjúkir námsmenn hafa leitað til Landsfé- lags Rauða hálfmánans og Rauða krossins eftir hlýjum fötum fyrir vet- urinn. í töskunni góðu frá íslandi voru mörg pör af ullarsokkum sem dreift var til berklasjúkra og íslenska ullin mun því ylja þeim í vetur,“ segir í sendibréfinu frá Kazakstan. Fyrsta sendingin til Afríku Um tvö ár eru síðan Rauði krossinn leitaði fólks sem gæti gefið fatnað til barna í Afríku. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að samstarfið hófst við Félagsmiðstöðina í Árbæ. „Við fengum ákveðna forskrift um hvað vantaði eins og til dæmis litlar peysur, bleiur og þvottastykki. í raun má segja að þetta hafi verið hálfgerðir fæðingarpakkar. Þetta unnum við að mestu upp úr gömlu dóti sem við höfðum fengið og settum saman í pakka tvær skyrt- Ekki hefði manni dottið í hug að uppi- staða sumra flíkanna væri gamla jersey- treyjan henn- ar Ingibjargar ur, þijú lök eða eitthvað slíkt. Síð- an fór Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og starfsmað- ur Rauða krossins með það sjálf utan. Við erum svo heppnar að allur fatnaður sem farið hefur frá okkur hefur verið í farangri Rauða kross starfsmanna og því erum við vissar um að hann komist til skila,“ segir Andrea. Þær segjast ekki hafa hugmynd um hversu mikið magn fatnaðar hafi farið utan og sjá í rauninni eftir að hafa ekki haldið því til haga. „Ég sendi til dæmis sex peysur til Sarajevo, sem var ekki í þessum pökkum,“ segir Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Aðspurðar segj- ________ ast þær gjarnan þiggja garnafganga liggi fólk m_eð slíkt, því allt sé hægt að nota. „Ég drýgi afganga með því að vinda saman garn, þannig verða sokkarnir grásprengdir,“ segir Ingibjörg og tekur fram nokkur slík pör. Þær taka einnig fram gullfalleg- an ungbarnafatnað sem sendur verður til Afríku þegar tækifæri gefst. Ekki hefði nokkur maður látið sér detta í hug að uppistaða sumra flíkanna væri gamla jersey- treyjan hennar Ingibjargar eða heillegur hluti af laki. „Eða það sem þú saumaðir upp úr greiðslu- sloppnum, Ingibjörg, það var nú ekki dónalegt," segir Sigríður. „Þetta er svo skemmtiiegt," svarar Ingibjörg og strýkur yfir fatnað- inn. „Okkar kynslóð lærði að HANN brosir ánægður litli drengurinn, þótt peysan muni ekki duga honum nema nokkra mánuði. INGIBJÖRG Guðmundsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir bera saman bækur sínar um prjónaskapinn. henda aldrei flík,“ segir Bella Óla- dóttir og síðan tala þær hver í kapp við aðra um bruðl nútíma- kynslóðarinnar. Hvernig getur fólk hent? Ingibjörg segir frá því að hún hafi rekist á fullan poka af heilum fatnaði úti á Geldinganesi fyrir skömmu. „Þarna hefur einhver ekki mátt vera að bíða eftir að gámastöðin opnaði og hent þessu út á víðavang. Mér finnst glæp- samlegt að vita til þess að fólk hendi svona hlutum þegar það veit af fólki sveltandi og fatalausu allt um kring,“ segir hún og fleiri taka undir að alltof algengt sé að menn hugsi bara um sjálfan sig en gleymi öðrum. „Það eru reyndar ekki allir sem átta sig á að hægt er að nýta gömul föt,“ bætir Jóhanna Guðjónsdóttir við. Þær hafa tekið sé frí að sinni en ætla að hefjast handa að nýju strax upp úr áramótum. „Þá höf- um við áhuga á því að einbeita okkur að einhveiju einu verkefni eins og til dæmis að þeim stað, þar sem Adda Steina er núna. Ef við vissum hvað vantaði eins og til dæmis lök eða teppi þá gætum við saumað og pijónað slíkt eftir pönt- un auk fatnaðarins. Það er svo óskaplega mikið hægt að gera. Það eiga til dæmis allir gömul hand- klæði sem eru farin að slitna. Ur þeim er til dæmis hægt að gera þvottastykki,“ segir Andrea. Hún bætir við að karlamir í blokkinni hafi ekki heldur legið á liði sínu. „Þar sem þeir hvorki pijóna né sauma þá bauð einn úr hópnum okkur að koma og finna hjá sér það sem við gætum nýtt til þess að sauma upp úr eins og gömul handklæði. Annar fór hreinlega út í bæ og kom til baka með fullan poka af alls kyns sokkum,“ segja þær og sýnilegt er að samstarf hinna öldruðu í Árbænum er til fyrirmyndar. Þau em heppin börnin í Kazakst- an að eiga „ömmur“ og „afa“ uppi á íslandi sem sjá til þess að hlýjan streymi til þeirra í formi fatnaðar. MOLS'TURI /AN(l CRRAM t* $0ml VÍM^- CfÍU .AÐEIIMS FYRIR KARLMEIUM1 Kærkomin nýjung KREM EFTIR RAKSTUR GOD VORN CiEGN KLIWA OG ÞURRKI ^ 50 inl. glds ma) pumjw <*** Læknastofa Hef opnað læknastofu í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Tímapantanir í síma 565 5828 virka daga kl. 9-17. Elínborg Guðmundsdóttir Sérgrein: Augnlækningar :öndun Eyjaslóð 7 Reykjavlk s. 5112200 Glæsilegur samkvæmisfatnaður fyrir öll tækifæri. Fatalciga Garðabæjar, Garðatorgi 3, ^T565 6680. Opið frá kl. 9 - 18 og 10 - 14 á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.