Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Stefánsson að klífa upp kertið þar sem hann átti svo eftir að fljúga fram af á leiðinni niður. köllum það. Það komu nokkrir kögglar fljúgandi niður og smáspýjur, en það var ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég hafði að minnsta kosti miklu meiri áhyggjur af félögum mínum. Eftir að hafa farið niður hrygg- inn kom að því óumflýjanlega, að hliðra eftir syllunum til að komast aftur efst í gilið. Þama og í gilinu sjálfu var mesta hættan á leiðinni. Ef það kæmu fleiri snjóflóð var lít- ið sem ég gæti gert til að forða mér. En um það leyti sem ég fór að sjá inn í gilið og klettasalinn þar fyrir ofan kom máninn fram úr skýjadræsum á himninum og bað- aði allt í tunglskini. Þar sem mesta hættan myndi koma að ofan úr þessu, slökkti ég á höfuðljósinu til að sjá betur frá mér og geta fylgst með því sem væri að gerast uppi á brún. Og það var ógnvekjandi sjón. Framan af allri hamrabrúninni fyr- ir ofan mig stóðu snjóstrókar og greinilegt að hengjumar vom enn- þá að stækka. Og með reglulegu millibili féllu þær niður og snjórinn þyrlaðist í miklu kófi niður klettana og svo niður gilið þangað sem ég ætlaði og strákamir höfðu vafalítið hrapað. En það var ekki um aðra leið að ræða, og þegar ég kom að fláanum sem lá inn að gilinu sjálfu og ísþilinu sem lá niður í það, stopp- aði ég og fylgdist með hengjunum. Ég beið eftir að stór hengja kæmi niður og ætlaði þá að hlaupa af stað. En þá heyrði ég allt í einu kallað fyrir neðan mig. Ég heyrði ekki orðaskil en vissi að minnsta kosti að einhver myndi vera á lífí og byijaður að sinna hinum. Mér létti stórlega þó ég vissi ekki hvemig ástandið væri á mannskapnum, en lét Kiddi vita um talstöðina og jafnframt hvað ég ætlaði að fara að gera. Hann var þá þegar lagður af stað niður með mannskapinn, sömu leið og hann hafði farið upp og ætlaði síð- an að koma upp fjallið til okkar. Hann hvatti mig til að fara varlega og með það lagði ég af stað. Þó hlíðin væri ekki nema um 30 gráð- ur þarna og þéttur snjór í henni, sem auðvelt var að fóta sig á í mannbroddunum, ákvað ég að hliðra inn í skálina með því að nota bæði hendur og fætur, þannig að ég gæti alltaf verið tilbúinn ef eitthvað kæmi að ofan. Ég taldi að þó svo að snjóhengja hryndi á mig gæti ég staðið hana af mér með því að standa gleiður og hafa hausinn á milli axanna líkt og áður og ef eitthvað hart leyndist í flóð- inu myndi það lenda á öxunum eða pokanum sem skagaði upp fyrir mig, ef ég kýtti í herðarnar. Þann- ig lagði ég af stað á fjórum fótum og horfði stöðugt upp fyrir mig. Ég hafði ekki farið langt þegar ég sá að eitthvað var lagt af stað ofan að og kom mér því vel fyrir. Ég dró silkihettuna fyrir vitin, tróð andlitinu niður í hálsmálið á stakknum til að forðast snjórykið og beið þess sem verða vildi. Þegar snjórinn skall á mér var höggið töluvert og ég kiesstist niður. Eg var alveg berskjaldaður þarna og ekkert fyrir ofan mig til að taka kraftinn úr flóðinu. En ég stóðst fyrsta áhlaupið og beið eftir að flóðið stoppaði. Ég fann þó hvern- ig snjórinn þrýsti að mér frá öllum hliðum og fór að hugsa um hvort hallinn þarna væri ekki nægur til að snjórinn hryndi allur af mér og hvort ég myndi sitja þarna fastur í snjóflóðinu. Það myndu líða margir klukkutímar þangað til mér yrði bjargað og það yrði engan veginn hættulaust að komast að mér. í millitíðinni gæti svo komið annað miklu stærra flóð sem tæki mig og skaflinn sem ég væri í og henti mér niður fjallið. í þessum hugleiðingum fann ég að skriðið á snjónum var að hætta og ýtti mér þá út frá hlíðinni af öllu afli og barði höndunum í snjó- inn í eins konar sundhreyfingum. Og það stóð á endum, mér tókst að komast út og standa upp, en tæpt var það því snjórinn náði mér í mitti þar sem ég stóð. En það var ekki eftir neinu að bíða og ég hélt áfram. Sums staðar var erfitt að fmna festur fyrir ísaxirnar, en ég ruddi snjónum frá mér til að koma þeim fyrir, því þrátt fyrir að þetta flóð sem ég fékk á mig hafi verið mun stærra en þau sem ég hafði séð fara þarna niður, þá vissi ég að annað eins gæti komið fljótlega aftur. Og það stóð heima, ég var ekki kominn nema tuttugu metra þegar ég sá að það var að koma annað flóð og ekki minna að mér fannst. Ég gerði allt sem áður, kom mér eins vel fyrir og ég gat og beið. Höggið var töluvert þegar flóðið skall á mér og ég fann að snjórinn rann yfir mig allan. Ég var þó rólegur þar sem ég var viss um að þetta myndi ganga. Þegar flóð- ið var að stoppa spyrnti ég mér frá með öllu því afli sem ég átti til. En ekkert gerðist. Ég fann að ég færðist aðeins til en ekki nóg til að sleppa út úr flóðinu. Það var of mikill snjór ofan á mér til að ég gæti spyrnt mér út. Nú voru góð ráð dýr. Ekki átti það fyrir mér að liggja að festast þarna þegar svona stutt var eftir? Ég greip til örþrifaráða og tók áhættu. Ég kippti mér snöggt að hlíðinni aftur til að losa um snjóinn að baki mér og ná eins konar til- hlaupi og spyrnti mér svo aftur frá af öllu afli. Og skaust út úr skaflin- um eins og korktappi úr kampa- vínsflösku. Ég var sloppinn - í bili. Nú var stutt eftir að gilinu sjálfu. Ég fikraði mig áfram og heyrði strákana öskra fyrir neðan mig. Ég öskraði á móti og fór að skoða hvernig best væri að komast niður. Ég sá að ísþilið sem við höfðum komið upp var besti kost- urinn og í stað þess að eyða tíma í að klífa það örugglega ákvað ég að fara hratt yfir. Efsti hlutinn var ísflái, sem var um 40 gráðu bratt- ur, en svo smájókst brattinn þar til um tveggja metra lóðrétt haft lá niður í gilið. Ég kíkti upp og sannfærði mig um að ekkert væri á leiðinni niður og ég hefði því að minnsta kosti nokkra tugi sek- úndna til umráða í versta falli. Þá sneri ég andlitinu út frá hlíðinni og lamdi fótunum flötum niður og hélt á ísexinni í báðum höndum. íshamrinum hafði ég stungið í beltið en með þessu móti getur vanur maður haldið góðu jafnvægi og farið hratt yfir. Ég fór eins hratt og ég gat og þegar að bratt- asta hlutanum kom hoppaði ég bara fram af og lenti í mjúkum skaflinum fyrir neðan. Þarna var ég í þokkalegu skjóli fyrir því sem að ofan kynni að koma og lítil hætta á því að snjó- flóð myndi hrífa mig með sér. All- ur snjór rann niður meðfram gil- veggnum hinum megin eða fram af klettunum fyrir ofan mig. Þá gerði ég mér grein fyrir því að strákarnir hlytu að hafa hrapað fram af brúninni fyrir ofan mig og niður í gilið þar sem ég stóð. Ég gat því alveg eins átt von á því að finna einhvern þama nálægt mér. En það var sama hvernig ég leitaði í kringum mig, ég sá engan. Einar lýsir upphafi snjóflóðsins þannig: Allt í einu var sem allt í kringum mig væri á hreyfingu. Ég vissi strax hvað var að gerast og hjó báðum ísöxunum á bólakaf. Skömmu síðar sá ég tvær mann- verur þjóta framhjá mér og línan byijaði að strekkjast, ég neitaði að trúa því sem var að gerast. Snjóflóð var það eina sem ég óttað- ist á fjöllum, minnugur þess að hafa tvisvar áður lent í snjóflóði og lifað það af. Línan strekktist og strekktist, eitthvað varð að láta undan og loks skutust axirnar út og ég var kominn á fleygiferð nið- ur snarbrattar hlíðar Kistufellsins. Nokkrar vanmáttugar tilraunir til þess að stöðva okkur með broddum og öxum leiddu til þess eins að ég fyllti lungun af ísköldu snjódufti og missti allan mátt, svo það eina sem ég gat gert var að skýla vitun- um með höndunum eftir bestu getu og láta berast með flóðinu. Allt í einu minntist ég hins 20 metra háa ísfoss sem við klifum fyrr um daginn, gætum við lifað slíkt fall af? Stuttu síðar fann ég að ég var í lausu lofti og snerist hægt í hringi. Ég beið eftir skellin- um, en ekkert gerðist! Að því er mér fannst heilli eilífð síðar lenti ég mjúklega og barst síðan áfram með flóðinu, þó greinilega hægar en áður. Ég fann að flóðið var að stöðvast svo ég braust um sem mest ég mátti til þess að skapa sem mest rými í kringum mig. Skyndilega varð allt dauðakyrrt. Ég fann að ég var á kafi í snjó, en Iappirnar á mér voru lausar upp að mitti. Með þvl að skaka þær til og frá tókst mér loks að losa mig og brölti ringlaður á fætur . . . Bara reddaþví Nú er úti veður vott verður allt að klessu. Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu. LÍKLEGA er þetta eitt sann- asta ljóð á Islandi, nær inn að kviku þjóðarinnar. Veðrið er tilvera hennar og allt okkar líf. íslendingurinn þarf að fá gott, hvort sem það er til að gifta sig eða bara lesa upp austur á fjörðum í skamm- deginu, sem ýfði upp gárur. En slíkt letur ekki þetta kjarnafólk úti á lands- byggðinni sem tekur öllum veð- urhremmingum af stakri ró. Heldur sínu striki eins og hann Grímur, sem hefur auðvitað gift sig þrátt fyrir allt. Enginn kvörtunartónn I honum. Við þéttbýlis- ins dekurbörn höfum gott af að fmna obbolítið fyrir því á eigin skinni hvernig er að athafna sig án þess að geta treyst á veður og samgöngur. Sumir kveina þá hástöfum svo undir tekur í fjöl- miðlum. Af nýlegu gefnu tilefni rifjaðist upp ferð óbanginnar konu og ókvartsárrar, Alexandr- ínu drottningar, sem sótti okkur heim 1921 með manni sínum Kristjáni kóngi X. Hersingin fór til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og niður að Olfusárbrú á hestum - allir nema drottning sem sat í hestakerru. Um kvöldið á Þing- völlum hafði í laumi verið farið með hana inn í Bolabás, svo hún gæti prófað að stíga á bak, og síðan fékk faðir minn, ungur skólapiltur, það hlutverk að teyma hestinn alla leiðina í kall- færi við hana, ef hún vildi skipta á kerru og hesti. Það gerði hún ekki, sat keik í kerrunni sem skókst áfram yfir Lyngdalsheið- ina og austur. Maður hennar kóngurinn var víst stundum svo- lítið hvefsinn, en drottningin hin ljúfasta við gestgjafann, þjóðina sem við svona vegi mátti búa allan ársins hring. Stóð með sinni þjóð. Ekki rifjaðist þetta upp á ferðalaginu til Austfjarða um daginn af því að við hefðum yfir nokkru að kvarta rithöfundarnir fjórir, Elín, Vigdís, Einar Kára- son og Þórarinn Eldjárn, sem sátum allan laugardaginn og biðum eftir því að flugfákurinn gæti lagt í hann til Egilsstaða á leið til Seyðisfjarðar og Vopna- fjarðar, sem varð ekki fyrr en morguninn eftir. Seyðfirðingar urðu því að vera án okkar fjór- menninganna í löngu undirbú- inni menningarveislu, sem tókst víst bærilega án okkar. Og við urðum af því að upplifa opnun menningarmiðstöðvar þeirra í fallega gamla húsinu Skaftafelli. Stólpakonan hún Sigríður Dóra Sverrisdóttir og menning- arnefndin á Vopnafirði lét ekki um okkur væsa er við komumst með Flugleiðavél til Egilsstaða. Hafði séð fyrir mat á hótelinu og bílaleigubíl til að komast þangað meðan við biðum Flug- félags Norðurlands í framhalds- flugið til Vopnaljarðar, í tæka tíð fyrir Bókmenntahátíðina um kvöldið. Nú höfðu tvö ungskáld bæst í hópinn, Gerður Kristný og Andri Snær og heimakonan Harpa Hólmgeirsdóttir. Ekki létu Vopnfirðingar svartamyrk- ur og ausrigningu hamla þátt- töku þennan 1. desember. Söng- hópurinn V.S.O.P. var mættur glaður og reifur. Virtust allir samstiga um að spara enga fyr- irhöfn til að gera þessa árlegu bókmenntahátíð í svartasta skammdeginu sem besta - vit- andi að ekki er á veðurguðinn vísan að róa. Taka bara öllu sem að höndum ber og redda því. Daginn eftir var komin snjókoma og ekki lendandi á Vopnafirði. En ekki væsti um gestina á hótel- inu, þar sem Aðalheiður Stein- grímsdóttir og hennar fólk sá um stöðugan lúxusmat og drykk. Enginn kvartaði undan að sitja kannski uppi með gest- ina. Gæti opnast fyrir flug til Þórshafnar er liði á daginn, sem ekki varð. Snjókoman fór vax- andi. Þá var að veðja á kvöld- flugið til Egilsstaða. Bara 250 kílómetra heiðar á milli. Hellis- heiðarvegurinn ekki vetrarveg- ur. Sigríður ráðagóða fann öflugan bíl og skólabílstjórann, Óla Þór, sem fús var til að aka okkur upp hjá Möðrudal og nið- ur í Jökuldalinn til Egilsstaða og svo einn tilbaka, 500 km leið, eins og ekkert væri. Sem við ókum Hólsfjöllin opn- aði Einar Kárason útvarpið á rás 2. í þjóðarsálinni var kona að spyijast fyrir um Hólsfjalla- hangikjötið, sem alltaf væri ver- ið að auglýsa. Það hlyti að vera æði gamalt orðið, því ekki hefði verið fé á Hólsfjöllum í fjölda- mörg ár. Ljóst að hið eina sanna Hólfsfjallahangikjöt þessa stundina væri í töskunum okkar, því kaupfélagið á Vopnafirði hafði gert okkur út með það ofan á annað. Greiddan ferða- kostnað og allan tilkostnað af heimsókninni. Heim kom maður fullur að- dáunar á þessu óvílna kjark- fólki, sem ekkert lætur erfiðleika á sig fá og áhuga þess á að efna til menningarhátíða á þessum árstíma. Því eins og hún Sigríður sagði, þá væri þetta ekki hægt nema fólkið á staðnum stæði fast að baki. Sjálf er þessi menn- ingarsinnaða kjarnakona alveg ótrúleg og úrræðagóð, lætur ekkert stöðva sig. Ometanlegt að hafa svona konu á svo af- skekktum stað. Síðan þessi rithöfundur gaf síðast út bók fyrir einum 6 árum sýnist hafa orðið svolítil breyting á. Þá var maður nær eingöngu beðinn um að lesa upp hér í þéttbýlinu. En nú er landsbyggð- in komin með. Efnt til bókahá- tíða og boðið rithöfundum á Höfn í Hornafirði, hér austur í Árnessýslu, á Akureyri og eflaust víðar. Þetta fmnst mér stórkostlegur áhugi og framtak miðað við alla fyrirhöfnina og það óöryggi sem íslensk veðrátta býður upp á. Cárur eftir Elínu Pálmadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.