Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST PALS rósinkranz FYRSTA SÓLÓSKÍFA Fousque Slow- ZZH I blow ÞEGAR loks er búið að gefa plötu út hefst aðal vinnan, því þá þarf að kynna hana og selja. Ekki hafa allir gam- an af þeirri iðju og sumir kjósa að sleppa henni að mestu, eins og þeir félagar Dagur og Orri í Slowblow. Þeir sendu frá sér framúr- skarandi breiðskífu undir nafni Slowblow fyrir nokkr- um árum en þegar breiðskífa númer tvö kom út í liðinni viku voru þeir félagat' ijarri góðu gamni, ekki á landinu og ekki á leiðinni heim. Slowblow skipa þeir Dag- ur og Orri sem léku með ýmsum sveitum áður en þeir náðu saman í Slowblow-tríóinu, en þriðji meðlimur er gamall gítar- magnari. Líkt og fyrri skífan var sú nýja, sem heitir Fousque, tekin upp í æf- ingarhúsnæði þeirar felaga, sem þeir segja besta stúdíó á landinu. Helstu umskipti frá fyrri plötu er að upp- tökurásum hefur fjölgað um helming, en stílbreytingar eru litlar. í spjalli um plöt- una í haust sögðu þeir plöt- una rökrétt framhald síð- ustu skífu, en þeir hafi reynt. að viðhalda gáfulegu kæru- leysi við upptökurnar. Meðal liðsmanna Slowblow er gamall gítar- magnari, sem áður er getið og þeir félagar keyptu í Lundúnum fyrir mörgum árum. „Það er alltaf raf- magnað andrúmsloft í kringum hann því við eigum von á því á hverjum degi að hann hrökkvi uppaf og þá er ekki ljóst hvað við gerum,“ sögðu þeir félagar. Gestir á plötunni eru nokkrir, þar heistir Ebenez- er sem leikur á banjo í einu lagi, Jón Skuggi leikur á bassa í öðru lagi, Daníel Ágúst Haraldsson syngur í einu lagi og Emiliana Torrini í öðru, en að sögn kynning- arfulltrúa sveitarinnar er það til að færa hljóðaheim þeirra félaga eitthvað nær heimi plötukaupenda, en hann segir og að ýmis erlend fyrirtæki hafí sýnt áhuga á að gefa út Slowblow, þar á meðal tvær helstu útgáfur Bretlands. Endurgerð Björk Guðmundsdóttir á sviði Laugardalshallarinnar. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ljosmynd/Björg Svemsdottir Boðskapur Páll Rósin- kranz á útgáfutónleikum í Borgarleikhúsinu. Brautryðjandi Herbert Guðmundsson. FYRIR ellefu árum varð mjög vinsælt hér á landi lagið Can’t Walk Away með Herbert Guðmundssyni. Síðan hefur Herbert sitthvað stundað tónlist, en lítið heyrst frá honum síðustu ár. Þá var það að í haust var Iagið óforvarandis vinsælt á ný og breiðskífan sem það er tekið af, Dawn of the Human Revolution, endur- útgefin. Herbert hefur búið úti í Svíþjóð undanfarin ár og rekið þar ísbúð og kaffi- hús, en verið hér heima lungann úr vetrinum að vinna við sitthvað. Hann segir að þegar hann kom hingað í haust hafi ungt fólk sífellt verið að svífa á hann á förnum vegi og spyrja um lagið og hvar hægt væri að kaupa það. „Ég vissi ekki hvaðan mig stóð veðrið en komst svo að því að ein útvarpstöðin hafði verið að spila það á fullu í sumar,“ segir hann og bætir við að fljótlega hafi skólar farið að hringja og biðja hann að koma og skemmta. „Ég hef troðið upp í nánast öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu und- anfarið," segir hann. „Þetta kemur mér náttúrulega mjög á óvart, og innst inni er ég mjög þakklátur fyrir að fá þessa viðurkenningu.“ brautryðjendaverk í íslenskri tónlist Herbert segir að platan hafi verið brautryðjenda- verk í íslenskri tónlist, því hún sé að mestu leyti unnin á hljóðgervla af þeim bræðrum Steingrími og Ingvari Einarssonum, sem hann segir að hafi átt stæð- ur af slíkum tólum löngu áður en þannig verkfæri urðu almenningseign. „Menn hafa komið að máli við mig og sagt að platan sé í raun tímalaus vegna þess hvernig hún var unn- in,“ segir hann. Kominn af stað á fullu Herbert segist kominn af stað á fullu í tónlistinni og hann sé að leggja grunn að næstu plötu, sem eigi að verða safn bestu laga með nokkrum lögum sem hann hyggst vinna með ungum tölvutónlistarmönn- um. „Mér finnst ég verða að launa markaðnum með því að gefa ungum hljóm- listarmönnum séns,“ segir hann að lokum. Endurgerð Björk MARGUR grætur Jet Black Joe sem lagði upp laupana snemma í sumar þegar annar leiðtogi hennar, söngvarinn Páll Rósinkranz sagði skil- ið við sveitina. Snemma í haust brá Páll sér síðan í hljóðver og hljóðritaði sína fyrstu sóló- skífu. Breiðskífuna kallar Páll I Belive in You og vinnur hana með ýmsum, þar á meðal hljómsveitinni Christ Gospel Band, sem varð til í kringum upptökurnar. Páll segir að þegar Jet Black Joe ákvað að hætta störfum hafi þeir félagar hitt Steinar Berg hjá Spori og rætt framhaldið. „Þá lýsti ég því yfir að ég myndi framvegis helga mig gospel-tónlist og síðar þegar ég hringdi upp í Spor tii að panta hljóðverstíma til að taka upp fyrir sjálfan mig vildu Steinar og félagar taka upp breiðskífu. Það var í ágúst og því ekki seinna vænna að drífa allt af stað,“ segir Páll og bætir við að lagaval hafi ekki staðið í honum, aukinheldur eftir Ámo sem hann samdi tvö lög að Motthíosson segja í hljóðverinu. „Helming- ur af iögunum er gospel-lög allt frá því um aldamótin sem hafa verið sungin í kristinni kirkju alla tíð. Lögin sem ég samdi sjálfur urðu til á tiltölulega skömmum tíma, þó það sé alltaf erfitt að semja texta sem segja eitt- hvað, að láta tónlist og texta falla saman án þess að láta textann glata innihaldi sínu, í honum er boðskapur sem á að skína í gegn.“ HERBERT SNÝR AFTUR BJÖRK Guðmundsdóttir hefur iðulega lýst yfir í viðtölum að hún kunni því vel að fela öðrum að endurgera verk sín. Fjölmörg laga hennar hafa þannig verið endurgerð að meira eða minna leyti og á nýútkominni breiðskífu hennar, Telegram, er að finna endurgerð og -hugsuð lög af plötunni Post. Björk hefur áður gefið út safn endurgerðra laga, þannig kom út diskur á sínum tíma með ýms- um endurgerðum lögum af Debut, aukinheldur sem hún hefur verið iðin við að gefa slik lög út sem aukalög á smáskífum. Telegram hefur verið lengi ísmíðum og upphaflega átti platan að koma út á síðasta ári, en að sögn Bjarkar fór talsverð- ur tími í að velja útgáfur laga á plötuna, aukin- heldur sem snúið var að raða á hana svo ólík- um lögum sem á henni eru. Til að allt heppnað- ist sem best tók Björk upp nýjan söng á þrjú laganna, enda taktur orðin all frábrugðinn upprunalegri útgáfu, söng Hyperballad inn aftur með Brodsky strengjakvartettinum, Iso- bel með Eumir Deodato og My Spine með slag- verksleikaranum Evelyn Glennie. Fjölmargir aðrir fikta við takkana á þessari plötu, Dillinja breytir Cover Me í jungle, Dobie I Miss You í hipphopp og svo mæltti tengi telja. Gagnrýnend- ur hafa gefið plötunni hæstu einkunn og segja hana ágætt innlegg í biðina eftir næstu breiðskífu Bjarkar sem hún er nú að vinna á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.