Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 B 13 A Brimbarinn TONLIST Gcisladískur HAFMEYJAR OG HANASTÉL Hafmeyjar og hanastél, fyrsti geisla- diskur hljómsveitarinnar Brims. Brim eru Kafteinn Skeggi, Óli Raki, Bibbi Barti og Danni Bít. Hljóðritun fór að mestu fram í Stúdió Rusli en Hljóðvinnsla fór fram í Bíóhljóm. Smekkleysa gefur út og dreifir. Lengd 39,30. Verð 1.999 kr. ÞAÐ ER alltaf einhver hluti hljómsveita sem sækir efni sitt í fortíðina, á örfáum árum hafa heyrst afturhvörf til nær allra tíma- bila í dægurtónlistarsögunni, hippa, bítla og jafnvel til rafpopps síðasta áratugar. Brim sækir sína tónlist til sjöunda áratugarins, leikur „surf“ tónlist, eða brim eins og þeir kjósa að kalla það, tónlistar- stefna sem hefur verið vanrækt af flestum fortíðargrúskurum nema e.t.v. Quentin Tarantino. Þýðingar eru mikilvægar hjá liðsmönnum Brims, þeir þýða titla erlendra laga og gera vel, enda sjálfsagt að laga lögin að íslenskum aðstæðum. Ekki ber þó að skilja sem svo að tónlist- in minni á kalt rok og svarta sjó- barða hamra, tónlistin hitar og áhrifin eru eftir því. Helmingur laganna er eftir Brimara sjálfa en hinn helmingurinn eftir erlenda höfunda nema hið sígilda dægurlag Sigfúsar Halldórssonar, Vegir liggja til allra átta. Önnur góð lög eru Brimsveifla eftir Dick Dale guðföður brimrokksins, Leður- blökumaðurinn, lag sem þarf varla að kynna og Væp Át. Það sem vekur hins vegar at- hygli er að bestu lögin eru eftir forsprakka hljómsveitarinnar, Birgi Öm Thoroddsen sjálfan. Besta lag plöt- unnar, Tvöfaldur Hemmi í Töfrasóda er frábært og vekur upp mikla löngun til að bragða þann dularfulla drykk (sem fæst víst aðeins á Brimbarnum), lagið Nachos (áð í Hvammsvík), og þá sérstaklega byrjunin, er litlu síðra. Gítarleik- ur er allur mjög góður og frábær bassahljómur gera tónlistina trúverð- uga, gestirnir sem prýða plötuna eru og vel valdir. Það má helst fmna að plötunni að hún er öll frekar keimlík en tónlistin er reyndar varla til annars fallin, sami trommutaktur helst nær allan tímann og eins strengs gítarstef einkenna mjög tónlistina, spilagleði hljómsveitar- innar kemst líka betur til skila á hljómleikum en á geislaplötunni þótt hana vanti síður en svo. Hljómvinnsla er vel heppnuð og trú tónlistinni, „tremolo" og „re- verb“ óspart notað og möguleikar tvíómsins fullnýttir en hljómurinn er hins vegar full botnlítill og disk- urinn því ekki eins kraftmikill og hann hefði getað orðið. Baldur Örn Steinarsson á hrós skilið fyrir hönn- un umslagsins en titillinn, Haf- meyjar & Hanastél er eilítíð vil- landi því lítið fer fyrir hanastéls- tónlist eins og mætti skilja af hon- um. Hafmeyjar & Hanastél er í nær alla staði einkar vel heppnaður diskur og sýnir vel tilgangsleysi þess að taka hlutina of alvarlega, hún er ein af betri plötum ársins og á fullt erindi í jólapakkann í ár. Gísli Árnason ÁGuðs \egum TÓNLIST Gcisladiskur NO 3. Safndiskur með þremur flytjendum. Á disknum koma fram, Siggi Ingi- marsson, Operation Big Beat og Góðu fréttirnar. Sjúrður Höjgaard haimaði umslag og tók Ijósmyndir. Fíladelfía forlag dreifir. Lengd 33,41 mín. KRISTILEG popp og rokktónlist á ekki auðvelt uppdráttar, hún selst lít- ið og er nær ekkert leikin í fjölmiðlum nema þeim kristilegu. Kristilegir tón- listarmenn gera þó, líkt og margir aðrir, sína tónlist af hugsjón en ekki gróðavon. No 3. samanstendur af þremur flytjendum og hefst á lögum Sigga Ingimars, Siggi semur rólegt popp með skemmtilegum hrynjanda, notar tölvutrommur sér til aðstoðar og ferst það ágætlega. Tónlist hans er ekki sérlega frumleg en hljóðfæra- leikur er allur mjög smekklegur. Operation Big Beat tekur við af Sigga með orgelrokki nokkuð í ætt við Jet Biack Joe, „Þorri“ semur öll fjögur lög þeirra á plötunni, sem eru að mestu leyti svipuð að gerð og upp- byggingu. Lögin era melódísk og vel samin, bassaleikurinn ber af en verða nokkuð leiðigjörn sakir lítils fjölbreyti- leika. Textamir eru samdir á frekar lélegri ensku og hefðu eflaust komið betur út á íslensku. Spyija má hvort ekki sé ráðlegra boðskapinn á ís- lensku ef breiða á hann út, ekki skilja allir ensku. Lag Operation Big Beat, Where are you, er besta lag plötunn- ar, það er alltaf gaman að heyra vel leikið á Hammond-orgel. Góðu fréttirnar eiga lokaorðið á No 3 en Guðmundur Karl Brynjarsson semur lögin tvö, sem og textana. Guðmundur á frábæra texta, þá bestu á plötunni og reyndar er sjaldgæft að lesa svo vel orta og orðaða texta. Hver sá sem syngur á hins vegar varla framtíðina fyrir sér í því hlut- verki því söngurinn er leiðinlegur að heyra og kreistingsiegur. Tónlist Góðu fréttanna er einföld og smekk- leg, aðeins bassi og gítar, og þjónar litlu hlutverki öðru en sem umgjörð fyrir textana, sem er vel. Hljómur plötunnar er góður, mjúk- ur og skemmtiiegur og heldur heild- arsvip á henni þrátt fyrir að tónlistin sé ekki alltaf eins. Hönnun umslags- ins verður hins vegar að teljast eitt stórt klúður, textarnir eru reyndar allir skrifaðir á innsíður bæklingsins en nær engar aðrar upplýsingar koma fram, t.d. um það hverjir koma fram á plötunni, laga- og textahöfunda er getið en, undirritaður varð að geta sér til um livaða hljómsveit átti hvaða lag eftir því, hljóðfæraleikara er hvergi getið né hvar tekið var upp. Það er ýmislegt athyglivert á diskn- um en kristnin er þó alltaf undirtónn- inn og hlustandinn verður að vera reiðubúinn að meðtaka og hlusta á þau skilaboð sem þeir innihalda til að njóta tónlistarinnar eins og henni er ætlað að komast til skila, stór hópur fólks er á öðru máli og missir diskurinn því marks hjá mörgum. Gísli Árnason Performa 6320 1 69.900 # m % 4 APPle s Macintosh si Aladdin, Lion King og Toy Story geisladiskar fylgja tölvunni ásamt 10 öðmm spennandi diskum með fjöl- breyttu fræðsluefni, leikjum og kennsluforritum af ýmsum toga. Ob.t'iiiWSw:'3*® Óvænt jólagjöf! Innbyggt mótald og mánuður á netinu fylgir með tölvunni Color StyleWriter 1 500 Apple Color StyleWriter 1500 er góður en ódýr litaprentari fyrir Macintosh-tölvur. Þessi fullkomni bleksprautuprentari hentar vel fyrir heimili, nám og fyrirtæki, þar sem þörf er fyrir litaprentun á viðráðanlegu verði. Tekur lítið piáss og er ótrúlega hljóðlátur. Perfonna 6320 er 120 megariða tölva með 12 Mb vinnsluminni, 8x geisladrifl, innbyggðu 28,8 kb mótaldi og 1200 Mb harðdiski, Með tölvunni fylgir, tilbúið til notkunar: • Stýrikerfi á íslensku • Ritvinnsla, töfiureiknir, gagnagrunnur og teikniforrit, allt saman á íslensku • Hanábœkur um stýrikerfi ogforrit á íslensku • Ritvöllur sem leitar uppi stafsetningarvillur • Málfrœðigreining (kennsluforrit í íslenskri málfrœði) • Viskubrunnur - spumingaleikurfyrir alla fiölskylduna TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA I tZL. Allt verð er með virðisaukaskatti og miðast við staðgreiðslu. Macintosh er tölvan - íslenska er málið Fjöldi landsmanna hefur átt þess kost að nota íslensku á tölvunni sinni. Hvað með þig og bömin þín? Gerðu þá sjálfsögðu kröfu að bömin þín alist upp við íslensku í leik og starfi. Skipholti 21 • Sími 511 5111 • http://uninv.apple.is . <*>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.