Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KYIKMYNDIR/Jólamynd Stjörnubíós í ár er kvikmyndin Matthildur, í leikstjórn Dannys de Vitos. Myndin er gerð eftir sígildri barnabók rithöfundarins Roalds Dahls og er þroskasaga óvenjulegrar stúlku sem á foreldra sem skeyta lítið um hana Vinsæll leikari og virkur kvikmyndagerðarmaður DANNY De Vito leikstýrir myndinni ásamt því að framleiða hana og leika eitt aðalhlutverkið. Hér sést hann í leikstjórahlutverkinu. AUK þess að leika eitt aðalhlut- verkið er Danny De Vito leik- stjóri og Frameiðandi „Matildu" en hann hefur frá upphafi ferils síns verið virkur kvikmynda- gerðarmaður. Arið 1987 sló mynd eftir hann þó fyrst í gegn, „Throw Momma from the Tra- in“ og í kjölfarið fylgdi „The War of the Roses“ sem var lofuð af gagnrýnendum. Árið 1992 stofnaði hann kvikmyndafyrir- tækið Jersey films með Michael Shamberg og fyrsta myndin sem hann gerði undir merkjum Jers- ey var „Hoffa“ en hann leik- stýrði henni og lék eitt aðalhlut- verkið á móti Jack Nicholson. Margar þekktar myndir hafa síðan verið gerðar hjá fyrirtæk- inu og nægir þar að nefna mynd- irnar „Reality Bites“ og „Pulp Fiction". Á meðal nýjustu mynda fyrirtækisins eru „Sun- set Park“ þar sem Rhea Perl- man lék aðalhlutverk og „Get Shorty" með John Travolta, Gene Hackmann og Rene Russo í aðalhlutverkum. De Vito er einnig vinsæll leik- ari og leikur meðal annars i myndunum „Space Jam“ og „Mars Attacks" mynd Tims Burtons sem nýbúið er að frum- sýna í Bandaríkjunum. De Vito hóf feril sinn fyrir framan myndavélarnar í sjón- varpsþáttunum „Taxi“ en fyrir leik sinn þar vann hann bæði Emmy og Golden Globe verð- laun. Á meðal annarra mynda hans má nefna „Junior“, „Ren- aissance Man“, „Twins“, Romancing the Stone“ og „Rut- hless People". Tvær myndir sem hann hefur leikið í hafa unnið Óskarsverðlaun, Gauks- hreiðrið og „Terms of Endear- ment“. Mennt er máttur Danny segist vera sérstak- lega hrifinn af því hvernig Ro- ald Dahl, höfundur bókarinnar um Matildu, bendir á mikilvægi bókmennta sem fræðslu og skemmtiefni í sögu sinni. „Líf okkar er að sjálfsögðu sjaldan líkt lífi hetjanna i bókmenntun- um en Matilda kann vel við heiminn sem bókmenntirnar opna fyrir henni og einn helsti boðskapur myndarinnnar er að mennt er máttur." Að sögn Dannys er myndin öðruvísi fjöl- skyldumynd. „Ég ákvað að gera ekki mynd þar sem er talað niður til barnanna þannig að þeim líði eins og þau séu annars flokks þjóðfélagsþegnar. Mig langar að gera fleiri myndir í þessum dúr,“ segir Danny sem er mikill fjölskyldu- maður og lætur fjölskylduna ávallt ganga fyrir. Undrabarn með yfir- náttúrulega hæfileika HJÓNIN Danny De Vito og Rhea Pearlman leika foreldra Ma- tildu. Þetta er í fyrsta skipti sem þau leika saman í kvikmynd þó þau hafi starfað saman um langt árabil við kvikmyndir. leik en henni var veitt viðurkenn- ing árið 1995 þar sem hún var útnefnd barnastjarna ársins af samtökunum ■ NATO. Hún á það sameiginlegt með Matildu að vera ákveðin og metnaðargjörn. Fjög- urra ára að aldri krafðist hún þess að foreldrar hennar leyfðu henni að fara í áheyrnarpróf eftir að bróðir hennar, Danny, hafði leikið í nokkrum auglýsingum, sjón- varpsþáttum og kvikmyndum. Hún fékk í kjölfarið hlutverk í nokkrum auglýsingum. Nokkrum mánuðum síðar fór hún í prufu fyrir hlutverk Natile Hillard í myndinni „Ms. Doubtfire" með þeim árangri að hún fékk hlutverkið og lék í mynd- inni, þá sex ára gömul. Hún hefur einnig leikið í jólamyndinni „Miracle on 34th street" og fékk fyrir það lof gagnrýnenda. Auk þess hefur hún komið fram í sjón- varpsmyndinni „A Time to Heal“ og í sjónvarpsþáttunum „Melrose Place“. Aðspurð um hvort skólinn sem hún gengur í sé eitthvað svipaður þeim í myndinni segir hún fátt líkt með þeim. „Sumir kennarar sem ég hef haft hafa verið hálf leiðin- legir og sumir líkjast Miss Honey," segir Mara. Hún segist hafa mjög gaman af því að lesa, alveg eins og Matilda. „Ég les allskonar bæk- ur. Ég hef meðal annars lesið flest- ar bækur Roals Dahls,“ segir hún. Rhea Perlman, sem leikur Bin- gósjúklinginn Zinniu Wormwood, móður Matildu, varð heimilisvinur hér á landi þegar hinir geysivin- sælu sjónvarpsþættir Staupasteinn voru sýndir en þar lék hún hina bráðhressu en skapheitu barþernu MARA Wilson er líkist Matildu á margan hátt. Hún hefur gaman af að lesa og er ákveðin og metnaðargjörn. Hér sést hún í hlutverki sínu í myndinni. Cörlu. Fyrir það hlutverk fékk hún Qögur Emmy verðlaun. „Ég sakna Staupasteins. Árin í þáttunum eru þau bestu í lífi mínu,“ segir Rhea. Nú er hún með sinn eigin sjón- varpsþátt á CBS sjónvarpsstöð- inni, „Pearl“. Á meðal kvikmynda sem hún hefur leikið í eru „Sunset Park“, „Canadian Bacon“ „Final Analys- is“ og „Love Child“ auk þess sem hún hefur talað inn á teikni- myndir, þar á meðal hina vinsælu sjónvarpsþætti „The Simpsons". Hún hefur einnig látið til sín taka á leik- sviði og komið fram í mörg- um Broadway- hlutverkum. Hún er gift Danny De Vito og hófst samband þeirra þegar þau hittust í leikhúsi árið 1971 og hafa þau síðan þá unnið saman að ótal verkum, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. „Danny er fyndinn og ástríkur auk þess sem hann er frábær manneskja og góð- ur faðir barna okkar þriggja," seg- ir Rhea. Roald Dahl Roald Dahl, höfundur bókarinnar um Matildi, fæddist 13. september árið 1916 í Llandaff í Suður-Wales en lést árið 1990. Hann hóf rit- störf nánast fyrir slysni eftir að hann hafði verið skotinn niður í seinni heimstyrjöldinni og komst með naumindum lífs af en hlaut varanleg bakmeiðsl. Eftir þessa lífsreynslu hóf hann störf á skrif- stofu flughersins í Washington. Til hans kom rithöfundurinn C.S. Forrester til að taka viðtal við hann fyrir „Saturday Evening Post“ vegna reynslu hans í stríðinu meðal annars. Forrester hafði svo mikla ánægju af fundinum með Dahl að hann steingleymdi að punkta hjá sér samtalið og bað því Dahl að hjálpa sér og taka saman nokkra punkta sem gætu þá nýst sem uppistaða í viðtalinu. „Það tók mig fimm klukkutíma að skrifa þetta,“ sagði Dahl sem fékk stuttu seinna skeyti frá Forrester þar sem hann sagði: „Þú áttir einungis að skrifa niður nokkra punkta, ekki að skila fullfrágenginni sögu. Þú hefur rithöfundarhæfileika." Dahl fékk 900 $ fyrir söguna og lét ekki staðar numið heldur samdi hveija söguna á fætur annarri sem síðar birtust í tímaritum. Fyrsta barnabók hans var The Gremlins árið 1943 en hann skrifaði einkum fyrir fullorðna eftir það. Þegar barnabók hans „James and the Giant Peach" kom út árið 1961 og sló í gegn um allan heim ákvað hann að einbeita sér að barnabók- um. MATILDA (Mara Wilson) er sér- stök stúlka, óvenju hæfileikarík og gáfuð, sannkallað undrabarn, sem hneigist að bókum og drekkur í sig allt sem í þeim stendur. For- eldrar hennar aftur á móti, Harry og Zinnia Wormwood (Danny De Vito og Rhea Perlman), stíga ekki ! í vitið, eru þröngsýn og hugsa um fátt annað en sjálf sig. Þau skilja ekki fróðleiksfýsn dóttur sinnar og veita henni litla eftirtekt. Þau finna sig þó loks knúin til að koma til móts við áhuga hennar á menntun og senda hana í Cruchem Hall skólann, óvistlega og dimma stofn- un sem minnir meira á fangelsi en menntastofnun og stýrt er af Agöthu Trunchbull (Pam Ferris) sem fyrirlítur krakka og stjórnar þeim með harðri hendi. Þrátt fyrir napurlegt andrúms- t loft skólans ratar Matilda þó á eina ljósglætu sem er kennari hennar Miss Honey (Embeth Davitz) sem er hjartahlý og góð. Hún tekur eftir hæfileika stúlkunnar sem ekki einungis felast í námshæfileikum heldur sérstökum yfirnáttúruleg- um hæfileikum sem hjálpa henni að vetjast yfirgangi eldri skólafé- laga sem flestir eru heldur ófrýni- legir og illa innrættir. Matilda er nútíma ævintýri um stúlku sem tekst að vinna sér sess í veröldinni með styrk sínum og hugrekki. Myndin er byggð á met- sölubók Roals Dahls en handritið gerði Nicholas Kazan og Liccy Dahl. Danny De Vito framleiðir myndina en meðframleiðendur eru Nicholas Kazan og Joshua Levin- son. Aðrir leikarar eru meðal ann- ars Sara Magdalin, sem leikur Matildu fjögurra ára, Brian Levin- son leikur eldri bróður Matildu og Jean Speegle Howard leikur bóka- safnsvörðinn Miss Phelps. „Á yfirborðinu virðist Matilda vera lítil og varnarlaus og þrátt „MATILDA" er fyrsta kvik- mynd bandarísku leikkon- unnar Embeth Davitz. Hér sést hún í hlutverki sínu sem skólastjórinn sem er mein- illa við börn. fyrir að hún sé því sem næst ein í heiminum þá missir hún aldrei sjónar á sjálfri sér né skopskyni sínu,“ segir Danny De Vito. „Ma- tilda er snillingur, enda er hún búin að lesa hvern tímaritssnepil sem til er á heimili sínu áður en hún verður fjögurra ára og í hug- anum reiknar hún flókin stærð- fræðidæmi. Foreldrarnir skeyta lít- ið um hana. Harry, faðir hennar, veit ekki einu sinn hve gömul hún er. Þeir skilja ekki hversvegna hún hangir yfir bókum í tíma og ótíma þegar sjónvarpið stendur henni til boða ailan sólarhringinn." Mara Wilson, sem leikur Ma- tildu, hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð fyrir kvikmynda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.