Morgunblaðið - 15.12.1996, Side 1

Morgunblaðið - 15.12.1996, Side 1
Skærur hjá Lufthansa STUTT skæruverkfall flugliða og fleiri starfsmanna Lufthansa í síð- asta mánuði kostaði félagið um milljarð íslenskra króna og raskaði 35 flugferðum. Á þriðjudaginn slitnaði upp úr síðustu umferð í kjaraviðraeðum verkalýðsfélagsins DAG og Lufthansa. Starfs- dag lögðu þeir niður vinnu í tvær klukkustundir. Mikið öngþveiti skapaðist á flugvellinum í Frank- furt enda þurfti að aflýsa 92 flug- um. Menn óttast að frekari skæru verkföll raski flugsamgöngum víða um heim. ■ SUNNUDAGUR15. DESEMBER1996 BLAÐ C Á SUÐURSTRÖND Englands við Ermar- sund er einn vinsæl- asti sumardvalarstað- ur Englendinga. Brig- hton er 82 km fyrir sunnan London og það tekur ekki nema rúma klukkustund að komast þangað með lest frá Viktoríustöð- inni. Tívolíð á bryggj- unni er víðfrægt og enn á sínum stað. I Brighton er líka höllin sem Georg IV lét endurbyggja meðan hann var enn prinsinn af Wales, og ótal margt fleira 0^ áhugavert. HÁLENDIÐ ► YFIRLEITT viija ferðamenn halda tilteknum svæðum ósnortn- um og 72% vilja að röskun í náttúr- unni sé bundin við afmörkuð svæði. 17,7% vijja fjölga þjónustu- miðstöðvum á hálendinu, en 84,9% teþ'a tiltekið svæði ósnortið þótt mannvirki sé á staðnum. Flestir nefna skála sem dæmi um mann- virki. Helmingur ferðamanna eru á móti náttúrugjaldi fyrir aðgang að hálendinu. MERKINGAR ►Á öðrum tungumálum en ensku virðist sem merkingum á ferða- mannastöðum sé ábótavant. Flest- ir telja sig hafa ágætis upplýs- ingar um sögu og menningu, eða 62%, og 77,5% um náttúru lands- ins. Alls nefna 19,5% upplýsingar fyrir ferðamenn sem mestu von- brigðin í ferðinni. PERLUR ►HELSTU áningarstaðir ferða- manna fengu mjög góða dóma varðandi hreinlæti, umgengni og öryggismál. Um 85% eru ánægð með þann stað sem dvalist var á. Skiptar skoðanir eru um hvort fólki finnst byggingar og mann- virki draga úr upplifun sinni á staðnum sem náttúruperlu, 36,2% töldu svo vera í miklum eða rnjög miklum mæli, en 53,9% töldu slíkt í litlum mæli eða alls ekki. Niðurstöður könnunnar á viðhorfum erlendra ferðamanna til lands og þjóðar Sumum fannst nóg um f jölda ferðamanna RÚMLEGA 10% nefndi mikinn fjölda ferðamanna sem mestu vonbrigðin í ferðinni og 64% sögðu fjölda þeirra draga úr upplifun sinni á hálendinu sem ósnortins lands. Þetta og margt fleira kom fram í niðurstöðum könnunnar á viðhorfum 1.200 erlendra ferðamanna, sem ferðuðust um ísland í júlí og ágúst sl. Félagið Maður og umhverfí, sem gerði rannsóknina í sam- vinnu við Ferðamálaráð íslands, fékk styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna með mótframlögum frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. Davíð Bjamason mannfræðingur, Erla Hjálmarsdóttir stjómmálafræðingur og Einar Skúlason framkvæmdastjóri ferðuðust um landið og lögðu 60 spumingar fýrir ferðamenn frá 26 löndum. Einar segir að draga megi gagnlegar ályktan- ir af niðurstöðunum enda hafí spumingamar verið mjög itar- legar og ferðamennimir komið með margar ábendingar sem nýtast vel til úrbóta í ferðaþjónustu. „Okkur fannst áberandi hve erlendu gestirnir gengu betur um landið en íslendingar. Margir vom undrandi á að sorp er ekki flokkað og bentu á að íslendingar fæm ekki sjálfir eftir settum umgengnisreglum. Orðspor landsins sem ósnortins ævintýralands býður fljótt hnekki ef ekkert er að gert. Einnig þarf að beina erlendum ferðamönnum í auknum mæli á fleiri staði enda virðast þeir ekki sækja hingað til að vera í marg- menni. Slíkt ætti ekki að vera vandamál því náttúmperlur landsins em margar," segir Einar. ■ Morgunblaðið/Júlíus ALMANNAGJÁ á Þingvöllum. NÁTTÚRAN ►TÆP 86% teija náttúruna óspillta og 75% finnst hún hafa uppfyllt væntingar. Eldfjöll, eld- virknissvæði, hverir, háhitasvæði, jöklar, fjölbreytileiki, víðáttan og ósnortin náttúra heilla mest. VEGIR OG MANNVIRKI ►RÚMLEGA 70% voru frekar eða alveg ósamþykk því að auðvelda ætti aðgang að hálendinu með betri vegum og 82% voru fremur eða alveg ósamþykk þvi að fjölga vegum á hálendinu. FERÐAMENN ► ALLS nefndu rúmlega 10% mik- inn fjölda ferðamanna sem mestu vonbrigðin í ferðinni og 64% segja að fjöldi þeirra dragi úr upplifun á hálendinu sem ósnortins lands. Margir nefndu að þeir myndu síð- ur koma hingað ef ferðamönnum fjölgaði til muna. LANDINN ►Tæp 60% teþ'a íslendinga standa sig vel í umhverfismálum. Sumir gagnrýna landann fyrir umgengni í náttúrunni og telja að hann fari ekki eftir reglum sem hann setur erlendum gestum. Margir harma að kynnast landsmönnum lítið, en yfirleitt segja þeir íslendinga þjálpsama og vinalega. 562 4433 AVIS bílaleigan Sóltúni 5 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.