Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG RÚSSNESKI risinn hefur löngum þjáðst af innilokun- arkennd vegna þess að erf- itt hefur verið um aðgang að höfn, sem ekki leggur allan ársins hring. Þessi kennd hefur verið orsök útþenslu og upp úr miðri þessari öld varð hún til þess að hinn svokallaði Kjamorkufloti (Atomflot) var stofn- aður. Fyrsta skip Kjamorkuflotans var kjamorkuknúni ísbijóturinn Len- ín, sem ekki er lengur í notkun. Flot- inn rekur átta skip, sjö ísbijóta og eitt flutningaskip. Eftir hrun Sovét- ríkjanna hefur hins vegar syrt í ál- inn. Verkefni vantar og í neyðinni er meira að segja farið að bjóða upp á farþegasiglingar á norðurpólinn. „Kjamorkuflotinn var stofnaður af nauðsyn vegna þess að allt Norð- ur-Rússland snýr að heimskautinu,“ sagði Vladimir Blimov, talsmaður Múrmansk-skipafélagsins. „Aðeins kjamorkuknúnir ísbijótar geta haldið samgönguleiðum opnum.“ Flotinn var stofnaður árið 1959. Lenín var lengi vel eini ísbijótur hans. Honum var hægt að sigla þar sem SÍBÍR brýst í gegnum Norðurheimskautsísinn. ■ Á noróurpólinn í öf lugasta skipi heims Ferð til Norðurheimskautsins um borð í kjarnorkuknúnum ísbrjót tekur tvær vikur og getur kostað rúmlega tvær milljónir króna. Karl Blöndal gisti um borð í ísbrjót í Múrmansk og kynnti sér aðstæður. ’díselknúnum ísbijótum var ófært. Um hávetur urðu heimskautaleiðir skyndi- /lega færar. Næsti kjamorkuknúni ís- bijóturinn hét Artíka, sem var hleypt .af stokkunum árið 1975. Árið 1977 varð Artíka fyrsta skipið til að sjgla gegnum ísinn að norðurpólnum. Árið 1978 var ísbijóturinn Síbír, sem er jafnstór Artíka, smíðaður og fleiri fylgdu. Nú er verið að smíða nýjan kjamorkuknúinn ísbijót, sem á að heita „50 ára afmæli loka heimsstyij- aldarinnar síðari". Vladimír Krasovskí var í áhöfn Len- íns og hefur verið skipstjóri ísbijótsins . Síbír frá því hann var smíðaður. Venju- legur díselísbijótur er rúmlega 20 þús- und hestöfl. Síbír er 76 þúsund hest- öfl. Skipið er knúið þremur skrúfum, sem vega 50 þúsund tonn og eru 22 þúsund hestöfl hver. 150 metrar á íengd og kjölur þess ristir 11 metra. Skipið getur siglt í gengum rúmlega tveggja metra þykkan ís án þess að nema staðar, en þegar hann er þykk- ari þarf það atrennu. IVeir kjamakljúfar eru í Síbír og sagði Krasovskí að þeir hefðu aldrei valdið vandræðum eða bilað. Enginn ótti við kjarnakljúfana „Það er enginn ótti við kjamakljúf- ana,“ sagði skipstjórinn. „Inni í bátn- um er minni geislavirkni en úti.“ Hmn Sovétríkjanna hefur verið afdrifaríkt fyrir kjamorkuflotann. Verkefnum hefur fækkað og flutn- ingar em ekki jafnmiklir og áður vom. Fyrir þær sakir hefur ísbijótun- um Síbír og Rassía verið lagt í höfn Kjamorkuflotans í Múrmansk. Ólík- legt er að Krasovskí, sem á sínum tíma sigldi til norðurpólsins, stýri skipi sínu oftar um heimsins höf. Ný verkefnl Verkefnaleitin hefur knúið stjórn- endur Múrmansk-skipafélagsins til að brydda upp á nýjungum. Ferðir á Norðurpólinn em þar á meðal. Boðið hefur verið upp á þær í nokkur ár og tekur ísbijóturinn um 100 far- þega. Ferðin tekur tvær vikur og kostar frá 20 þúsundum dollara (1,3 milljónum króna) til 35 þúsunda doll- ara (2,3 milljóna króna). Ýmis að- staða er um borð, íþróttasalur, sund- laug og rússneskt gufubað, þar sem boðið er upp á barsmíðar með birki- hríslum. Jafnstundvís og lest „ísbijóturinn er jafnstundvís og lest,“ sagði Blímov. „Ferðin tekur tvær vikur og ísbijóturinn hefur aldrei verið of seinn í höfn þótt að- stæður hafi oft verið erfiðar." Ferðamannaþjónusta er hins veg- ar ekki mikil tekjulind fyrir Kjarn- orkuflotann og má segja að tilgang- urinn sé að nota skipin á þeim árs- tíma, sem engin verkefni er að fá. Blímov er þeirrar hyggju að fram- tíð flotans geti legið í því að bijóta flutningaskipum annarra rikja leið til austurs. „Á tímum Sovétríkjanna hefði verið óhugsandi að búa til alþjóðlega Morgunblaðið/Karl Blöndal KOJA í káetu um borð í kjarnorkuknúna ísbrjótnum Síbír: Enginn óþarfa munaður. siglingaleið,“ sagði Blímov. „En þá varð 180° kúvending á öllum sviðum og árið 1991 sigldi fyrsta erlenda skipið, franskt flutningaskip, þessa leið.“ í kjölfarið fylgdu lög um að opnuð hefði verið alþjóðleg siglingaleið, en ástand hennar hefur verið misgott. „Það tekur helmingi styttri tíma að sigla norðausturleiðina en Súes- skurðinn," sagði Blímov. „Norðaust- urleiðin er 12 til 15 daga sigling, en Súes-skurðurinn 35 daga.“ Þrátt fyrir þennan augljósa kost hefur áhugi á að nota leiðina verið takmarkaður enn sem komið er. „Það þarf að greiða hærri iðgjöld af tryggingum skipa, sem sigla þessa leið,“ sagði Blímov. „Ef bátur, sem siglir í kjölfarið á ísbijót, er ekki styrktur sérstaklega getur hann hæglega skemmst í ísnum. Aðeins Múrmansk-skipafélagið á skip, sem eru þannig búin. Aðrir þyrftu að láta breyta flota sínum.“ _ Gönguleióir á íslandi Reykjanesskagi ÚT ER komin bókin Reykjanes- skagi í ritröðinni Gönguleiðir á íslandi. Þetta er fjórða bókin sem útgáfufélagið Víkingur gefur út að meðtöldum þýðing- um. Bókin eru endurútgáfa á eldri bók, Suðvesturhornið, Reykjanesskagi. Fyrirhugað er að gefa bókina út á ensku og þýsku vorið 1997. Höfundurinn, Einar Þ. Guð- johnsen, sem lést á síðasta ári, var einn þekktasti ferðafrömuð- ur landsins. Synir hans, Björn og Sigurður, standa að útgáf- unni, en sá síðarnefndi starfaði mikið með föður sínum að vinnslu bókarinnar. í inngangi skrifar Einar: „Það er enn sem fyrr, að í vali íeiða byggi ég fyrst og fremst á reynslu minni af gönguferðum á þessu svæði. Þannig vel ég helst þær leiðir sem ég hef sjálf- ur gengið eða hefi horft á úr fjarlægð. Það er augljóst að gönguleiðum á Reykjanesskaga verða aldrei gerð tæmandi skil, alltaf má finna nýjar leiðir og útúrdúra, sem gaman er að kanna. Það er einmitt tilgangur bókarinnar meðal annars að fá fólk til að fara út að ganga og hreyfa sig, bæði til heilsubótar og til ánægjuauka." Einar skildi eftir sig drög að fleiri bókum og er markmið Víkings að flúka því verki svo úr verði heilstætt safn um gönguleiðir á íslandi í máli, myndum og með ítarlegum skýringarkortum. SUNNAN á skaganum — Karlinn á Reykjanesi. Allar síður eru litprentaðar. í bókinni, örnefnaskrá og fjöldi Yfirlitskort af hveiju svæði eru mynda. ■ Nýr umboðs- maður Home link HJÖRDÍS Sigurðardóttir, tók nýlega við sem umboðsmaður alþjóðlegu heimilisskiptasamtakanna, Home Link Intemational, á íslandi. Sam- tökin hafa starfað frá 1953 og er markmið starfseminnar að gefa fé- lagsmönnum kost á að skipta um heimili þegar ferðast er milli landa. Félagar Home Link em yfir ellefu þúsund frá um 25 löndum. Upplýs- ingum um heimili þeirra, óskir um frí og annað sem máli skiptir, er safnað saman af umboðsmönnum samtakanna og gefnar út á bókum. Árgjald Home Link á íslandi er 6.000 krónur. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá umboðsmanninum í síma 5578303. Eins er hægt að senda fyrirspumir í pósthólf 3384, 123 Reykjavík eða í tölvupóstfang eliassig@centrum.is. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.