Morgunblaðið - 15.12.1996, Page 1

Morgunblaðið - 15.12.1996, Page 1
HYUNDAICOUPE REYNSL UEKIÐ - MAZDA RX7 MEÐ WANKEL VÉL - HÆTTULEGIR TJÓNABÍLARÍ UMFERÐINNI—SJÁLFSTÝRÐ UMFERÐ RENAULT Rými Vinnsla Hljóölát vél Mbl. 04.04.1996 ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 PEUCEOT 406 «-------- i' » SUNNUDAGUR15. DESEMBER 1996 BLAÐ D TÍMAMÓTABILL Komdu og reynsluaktu. Varð frí., 1.480.000 kr. '. PEUGEOT - þekktur fyrír þagindl Nýbýlavegi 2 Slmi 554 2600 Impetus í Bilen ÍSLENSKA fyrirtækið Impetus, sem flytur inn bílahluti og smíðar vindskeiðar, fær góða auglýsingu i nóvemberhefti danska bílablaðsins Bilen. Þar er fjallað á blaðsíðu fimm um vindskeiðar sem fyrirtækið framleiðir á Honda Civic Coupé. Sagt var frá starfsemi Impetus í Bílum síðastliðið sumar og kom þá fram að fjallað hafði verið um það í bandaríska tímarit- inu Compact Car. Impetus er einnig umboðsaðili Lotus á íslandi. Umfjöllunin í Bilen er í gáskafullum anda. í lauslegn þýð- ingu er greinin svohljóðandi: „Bílbreytingamenn frá íslandi! Þetta er alls ekkert grín. Á íslandi er margt að gerast í akst- ursíþróttum en þó einkum í tengslum við kraftmikla, sérsmíð- aða fjórhjóladrifsbíla sem notaðir eru til þess að aka upp á eldfjöll. Hákon Halldórsson hönnuður hefur fengið augastað á Honda Civic þriggja dyra og coupé og klætt hann í Impetus vindskeiðasettið. Þeir hafa smíðað nýjar vindskeiðar og hliðarskeiðar sem mynda hluta af fram- og aftur- vindskeiðunum," segir m.a. í Bilen. ■ PEUGEOT sýndi á sér nýja og óvænta hlið á bílasýningunni í París í haust þegar fyrirtækið sýndi framtíðarbílinn Touareg sem er hugmynd hönnuða Peugeot um -pv /»• • framtíðar- Raf)eppi leikfangabíl en er í reynd fullsmíðuð frumgerð með rafmótor og 1,5 lítra bensínvél og er akstursþolið 300 km á rafhleðslunni. Bíllinn er að mestu gerður úr trefjaefni en vegur þó engu að síður um 800 kg. En skyldi eitthvað af þessari nýstárlegu hugmynd Sala á jepp- um aukist um 45% 45,4% AUKNING hefur orðið á innflutningi á jeppum til landsins fyrstu 11 mánuði ársins. Fluttir voru inn 1.188 jeppar á tímabilinu janúar til nóvember 1996 en 817 á tímabilinu janúar til nóvember 1995. Af einstökum gerðum var mest flutt inn af Mitsubishi Pajero, alls 193 bílar en á sama tíma í fyrra höfðu verið fluttir inn 151 jeppi af þeirri gerð. í öðru sæti var svo Toyota Landcruiser en alls höfðu verið fluttir inn 132 slíkir bílar fyrstu 11 mánuði ársins en 32 á sama tíma í fyrra. Nissan Terrano var síðan í þriðja sæti yfir þá jeppa sem mest hefur verið flutt inn af á árinu, alls 129 bílar en voru 108 á sama tíma í fyrra. 67 Musso Þá hefur innflutningur á Suzuki jeppum stóraukist á árinu. Fluttir voru inn 125 Suzuki Vitara en 74 á sama tíma í fyrra og 124 Suzuki Sidekick, sem koma frá Kanada og Bandaríkjunum, í samanburði við 53 í fyrra. Nokkrir nýir bílar eru á listanum yfir innflutta jeppa, þar á meðal SsangYong Musso en alls höfðu verið fluttir inn 67 slík- ir bílar fyrstu 11 mánuði ársins, 14 Range Rover og 30 Land Rover. MITSUBISHI Pajero er mest seldi jeppinn fyrstu 11 mánuði ársins. SAIA Á JEPPUM JAN. - NÓV. jan. jan. -nóv. - nóv. ’96 ’95 1. Mitsubishi Pajero 193 151 2. Toyota Landcruiser 132 32 3. Nissan Terrano 129 108 4. Suzuki Vitara 125 74 5. Suzuki Sidekick 124 53 6. Toyota RAV 4 80 82 7. SsangYong Musso 67 0 8. Kia Sportage 65 45 9. Ford Explorer 54 4 10. Grand Cherokee 53 52 11. Nissan Patrol 51 52 12. Land Rover 30 0 13. Jeep Cherokee 24 59 14. Daihatsu Feroza 15 29 15. Lada Sport 14 24 15. Range Rover 14 0 16. Isuzu Trooper 5 1 17. Jeep Wrangler 4 3 18. Toyota 4Runner 3 29 19. Hummer 2 1 19. Nissan Pathfinder 2 10 20. Chevrolet 2500 Sub. 1 0 20. Chevrolet Tahoe LS 1 0 Daihatsu Rocky 0 8 1.188 817 45,4% aukn. STULKAN var fengin til að skrýða Touareg á sýningunni í París. Touareg er með tvinnvél, rafmótor og bensínvél. Morgunblaðið/GuGu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.