Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BILAR 17 milljón Golf-bílar SAUTJÁN mifljónir Volkswagen Golf bfla hafa nú verið framleiddir en fyllt var upp í þá tölu miðvikudaginn 13. nóvember þegar eldrauður Golf TDI sem ætlaður er til útflutnings i-ann af færibandinu í Wolfsburg í Þýskalandi. Aðeins 15 mánuðum áður var búið að framleiða 16 milljón- ir Golf bfla og í maí 1994 var 15 millj- ónasti bíllinn framleiddur. Daglega eru framleiddir 3640 Golf bflar, 1.650 í Wolfsburg, 760 í Brus- sel, 440 í Mosel, 330 í Mexíkó, 180 í Osnabruck, 170 í Suður-Afríku og 110 í Bratislava. Af þessum 17 millj- óna bfla flota hafa 6,5 milljónir eða rúm 39% verið seld á heimamarkaði en hinn hlutinn hefur farið til útflutn- ings. Fjöldaframleiðsla á Golf hófst í apríl 1974. Fram til þessa hafa verið framleiddir 1.400.000 GTi bílar og 504 þúsund blæjubflar. Þá hefur Golf langbakur verið framleiddur frá miðju ári 1993 og telur sá floti nú um 381 þúsund bfla svo dæmi séu nefnd um hin ýmsu tilbrigði sem fáanleg eru af þessum vinsæla bíl. Þýðingar- mestu erlendu markaðirnir fyrir Golf eru um þessar mundir Bandaríkin með 1,8 milljónir bfla, ítalía með 1,5 milljónir, Frakkland með 1,2 og síðan Bretland, Mexikó, Holland, Austur- ríki, Belgia, Suður-Afríka og Sviss. Á íslandi hafa á þessu ári selst 540 Golf bílar og rúmlega 930 bílar frá Volkswagen í heildina. 10 milljón Volvo bílar VOLVO framleiddi nýlega 10 millj- ónasta bílinn sinn, dökkgrænan 960 Royal, í samsetningarverksmiðju sinni í Kuala Lumpur í Malasíu. Fyrsti Volvo bfllinn var smíðaður í Svíþjóð í apríl 1927. Það tók Volvo 37 ár að framleiða fyrstu milljón bflana og 13 ár að framleiða tvær milljónir bíla. Athyglisverð tilraun í Suður-Kaliforníu Sjálfstýrð umferð Nýr Slcoda SKODA ætlar að hætta framleiðslu á Felicia árið 1998 og hefja framleiðslu á nýjum bíl sem er byggður á sama undirvagni og VW Polo. Eins og stærri bfllinn, Octavia, verður nýi bfllinn alfarið hannaður af Skoda en líklegt þykir að hann fái sömu vélar og eru í Polo línunni. ATHYGLISVERÐ tilraun er gerð í Suður-Kaliforníu um þessar mund- ir. Tilraunin gengur út á það að gera umferð sjálfvirka. Alla ökumenn dreymir sjálfsagt um að það dragi úr umferðarslys- um og kannski dreymir einhverja dagdrauma um að hægt verði að lesa dagblöðin á leið í vinnu um leið og ekið er eða njóta útsýnisins eða jafnvel fá sér í glas á leið heim úr vinnu. Næsta sumar geta bílar á vegarkafla um 16 km norður af San Diego ekið sjálfkrafa með aðstoð skynjara sem nema merki frá segulgeirum í vegin- um. Með þessari tækni er hægt að hafa afar stutt bil milli bíl- anna, þeir geta sjálfir forðast að- skotahluti á veginum ef einhverjir eru og geta jafnvel tekið beygju út á rétta afrein. Umferðarteppa og árekstrar heyra sögunni til vegna þess að valdurinn, ökumaðurinn sjálfur, er ekki lengur inni í mynd- inni. Þetta - hljómar reyndar eins og söguþráður í velkryddaðri framtíð- arsögu en í raun verður þetta að veruleika strax næsta sumar á þjóðvegi í Suður-Kaliforníu þar sem vegagerðarmenn eru um þess- ar mundir að setja niður mörg þús- und segulgeira. Þar verður fyrsti vegurinn fyrir sjálfakandi bfla. Seglarnir halda tólf bflum á spori þétt upp við hverja aðra á hraða sem ógerningur væri að halda við slíkar kringumstæður á venjuleg- um vegi. Tilraunavegur á 12 km kafla Tilraunavegurinn er á 12 km kafla og verður opnaður fyrir um- ferð í ágúst á næsta ári. Hugsan- legt er talið að almenn notkun hefj- ist á slíku kerfi, reynist það sem skyldi, árið 2002. Talið er hugsan- legt að slíkur vegur geti komið með öllu í veg fyrir umferðarslys því 90% af öllum árekstrum verða veg- na mannlegra mistaka. Hönnuðir vegarins, sem jafn- framt reiða sig á tölvubúnað og rat- sjárbúnað í bílunum, telja að þetta kerfi geti sparað milljarða dollara við byggingu nýrra akreina og með orkusparnaði því umferðin er alltaf á hreyfingu með þessum búnaði. Rotary vélin ROTARY-vélin var uppfinning dr. Felix Wankel sem vélin er einnig kennd við, I stað st impla, stimpilstangar, knastáss og ventla er þrfliyrningslaga snúður í sprengirýnn yélarinnar sent gegnir hlutverki allra þessara hluta á mun ein- faldari hátt. IRX-7 eru þrír snúðar og einu hreyfanlegu hlutirnir í vélinní eru þeir og sveifarásinn. Hefðbundnar gerðir veHa með strokkum eyða mik- illi orku í að breyta línulegri hreyfingu strokkauna í snúningshreyfingu á sveifarásnum. Rotary-véTin á hinn bóginn framleiðir strax sniíningshreyf- ingu svo engin orka tapast. Helsti kostur vélarinnar er hátt snúningsvægi, smæð og léttleiki hennar en um leið mikið afl. Sagan þyrnum stráð Saga rotary vélarinnar er þó þyrnum stráð. Almenningur fékk fyrst að reyna hana í NSU Prinz Sport. Vélin var eyðslufrek, jafnt á bensín sera oUu. NSU eyddi miklu fjármagni í að útfæra Rotary-vélina og varð að lokum gjald- þrota og er í dag hluti af Audi. Audi vill hins vegar ekkert með rotary vél gera. Mazda setti á markað Cosmo coupé bflinn árið 1967 með rotary vél. Billinn var fáséður og dýr en sðmu vandamálin fylgdu honum og NSU. En Mazda þráaðist við og náði að sníða stærstu agnúana af vélinni, sem var óþétt sprengihólf, og settí vélina á markað í RX2, RX3 og RX4. Fleiri framleiðendur gældu við rotary vélina, þar á meðal Mercedes-Benz með Cll 1 coupé, GM og Citro'n. Sá rotary bfll sem fyrst sld í gegn var Mazda RX-7 sem kom fyrst á markað 1978. Hann var með 2,3 lítra, tveggja snúða, 105 hestafla Wankel vél. Fyrstu sjö árin sem hann var framleiddur seldist hann í 471 þúsund eintaki. Næsta kynslöð var mun dýrari bfll með iiý.jum fjöðrunarbúnaði, forþjöþpu og aliur mun kraft- in eiri. Hann þðtti hins vegar alltof líkur Porsche 944 og varð ekki jaf'n vinsæll og fyrirrennarinn. Önnur kynslóðin seldist í 272 þúsiiud eintðkum, sem var 73% samdráttur frá fyrri kynslóð. Mazda virtist ekM draga lærdóm af þessu heldur settí á markað þriðju kynslððin sem var enn dýrari og betur búinn en fýrirrennararnir ogþá fðr verulega að halla undan fætí. I sfðasta mánuði ákvað Mazda síðan að hætta framleiðslu RX-7 ogþar með á eina bflnum í heimi með rotary vél. Þar lýkur 32 ára sðgu Wankel vélarinnar. Hættulegir tjóna- bílar í umferð Samkvæmt upplýsingum úr bifreiðaskrá hafa mjög fáír bílar í eigu tryggingafélaga verið afskráðir ónýtir á undanliðnum árum. Þetta vekur spurningar, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í grein sinni, í ljósi þess að tryggingafélögin leysa til sín talsverðan fjölda mikið skemmdra _________________bfia eftir umferðaróhöpp.__________________ SKEMMDIR bflar í umferðinni eru bflar sem skemmst hafa verulega í umferðaróhöppum, án þess að vitað sé hvort þeir hafi verið fullkom- lega viðgerðir. Bílar sem lenda í tjóni eru fluttir athugasemdalaust af vettvangi og gildir þá einu hvort um er að ræða mikið eða lítið skemmda bíla. í skýrslu Umferðarráðs um umferðarslys árið 1995 kemur fram að tæplega 7.300 bílar hafi lent í óhöppum það ár og þar af hátt í 900 í miklu tjóni. Þar sem tölur Umferðarráðs ná ekki yfir alla árekstra þá er ljóst að mun fleiri bílar lenda í tjóni á ári hverju. Samkvæmt upp- lýsingum úr bifreiðaskrá hafa mjög fáir bílar í eigu tryggingafélaga verið afskráðir ónýtir á undanliðnum árum. Þetta vekur spurningar í ljósi þess að tryggingafélögin leysa til sín tals- verðan fjölda mikið skemmdra bfla eftir um- ferðaróhöpp. Bílar sem tryggingafélög eignast eftir tjón eru seldir á uppboðum og þar getur hver sem er keypt tjónabíl og gert við eftirlits- laust. Sama á við um bfla sem tryggingafélögin bera ekki ábyrgð á t.d. bflar sem lenda í tjóni sem ekki fæst bætt. Neytendavandamál I dómsmati sem unnið var haustið 1995 af Finnboga Eyjólfssyni bifvélavirkjameistara og Haraldi Þórðarsyni bifreiðasmið kemur fram að gangverð nýlegra bíla sem óyggjandi hafa lent í verulegu tjóni er 10-15% lægra en meðalverð sambærilegra bíla sem ekki teljast tjónabflar. Það virðist tilviljunum háð hvaða bílar fá á sig merkinguna tjónabfll. Oft er eina vísbendingin að athuga hvort bíll hafi verið í eigu trygginga- félags en sú vísbending er ekki algild því með auknum lánveitingum tryggingafélaga til bfla- kaupa þá hefur það færst í vöxt að þau leysa til sín bíla vegna greiðsluvanefnda. Bíleigendur þekkja það að svokallaðir tjónabílar eru yfirleitt verri söluvara í bflaviðskiptum og einnig er al- gengt að bílar sem tryggingafélög hafa losað til sín eftir tjón eru ekki teknir sem borgun upp í nýja bfla hjá bifreiðaumboðunum. Lögmaður og tæknimaður FÍB fá á hverju ári fjölda mála vegna viðskipta með bíla sem eru gallaðir vegna ófullnægjandi viðgerðar eftir tjón. Of mörg dæmi eru um að seljendur leyni kaupendur að bíll hafi lent í tjóni eða nefni tjón en geri mjög lítið úr því. Örygglsmál Töluverð brögð eru að því að hér á landi séu bílar í umferð sem fengið hafa óvandaða og/eða ófullnægjandi viðgerð eftir að hafa skemmst mikið í umferðaróhappi. I dómsmati þeirra Finnboga og Haraldar sem vitnað var í hér að framan kemur fram að þar sem engar opinber- ar eftirlitsreglur eru í gildi varðandi bfla sem skemmast í umferðaróhöppum þá fjölgi stöðugt þeim bílum í umferðinni sem ekki er vitað með vissu í hvaða ástandi eru. Eftirfarandi dæmi má nefna um það hvaða hættur geta fylgt bílum eftir tjón: Við árekstur getur hjólabúnaður skekkst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.