Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIDJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Hverfis- gata 12 HÚSIÐ að Hverfisgötu 12 er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðn- um. Húsið var byggt 1910, en var allt endurnýjað fyrir fáein- um árum. Það stendur á fjöl- förnu horni á mótum Hverfis- götu og Ingólfsstrætis og hent- ar fyrir ýmsa starfsemi. / 2 ► —1 Markaðurinn í desember FASTEIGN A VIÐSKIPTI hafa verið mikil á þessu ári, þó að heldur hafi dregið úr þeim í desember, segir Grétar J. Guð- mundsson í þættinum Markað- urinn. Umsóknir um húsbréfa- lán eru meiri í ár og fjöldi af- greiddra lána einnig. / 10 ► Linda- hverfi í Kópavogi MIKIL uppbygging á sér nú stað í svo- nefndu Lindahverfi austan Reykjanesbrautar í Kópavogi. Vegna Reykjanes- brautarinnar á þetta hverfi eftir að vera mjög miðsvæðis í framtíðinni og liggja vel við samgöngum. í heild er byggðin í austan- verðum Kópavogsdal stöðugt að styrkjast, en þar er gert ráð fyrir tveimur stórum verzlun- armiðstöðvum í framtíðinni. Hjá Fasteignamiðlun Sverr- is Krisljánssonar eru nú til sölu íbúðir við Fífulind 5-7 og 9-11. Hér er um að ræða tvö fjölbýlishús með fjórtán íbúð- um í hvoru húsi, en íbúðirnar eru 3ja og 5 herbergja. Bygg- ingaraðili er Byggingafélagið Gustur ehf. Húsin eru fjórar hæðir og standa hátt og eru því ineð góðu útsýni. I hvoru þeirra eru tvö stigahús með sjö íbúðum hvert. Sameign og lóð er skilað fullfrágengnum, þar með talin bílastæði og fbúðirnar eru af- hentar fullbúnar en án gólf- efna. íbúðirnar eru á hag- stæðu verði og verða fyrstu íbúðirnar afhentar í janúar eða febrúar nk. Að sögn Sverris Kristjáns- sonar fasteignasala er mikii eftirspurn eftir íbúðum í Lindahverfi og hefur sala á nýjum íbúðum þar gengið injög vel að undanförnu. / 8 ► Fasteignaviðskipti hafa aukizt í ár LJÓST er, að fasteignaviðskipti verða mun meiri í ár en í fyrra og horfur á, að húsbréfalán í heild verði um 20% meiri. Gert er ráð fyrir, að afgreidd húsbréfalán vegna notaðra íbúða verði um 25% fleiri samanbor- ið við árið í fyrra, sem bendir til mun meiri umsvifa. Að sögn fasteignasala hefur tals- vert selzt af stærri og dýrari eignum á síðustu mánuðum og söluhorfur á slíkum eignum eru nú betri en lengi hefur verið. Nýbyggingar einstaklinga hafa hins vegar ekki aukizt jafn mikið. Er gert ráð fyrir, að útgefin húsbréfa- lán vegna þeirra verði um 10% meiri, enda þótt umsóknum vegna nýbygg- inga einstaklinga hafi ekki fjölgað. Umsóknum vegna nýbygginga byggingaraðila hefur hins vegar fjölgað mjög á árinu eða um meira en 50%. Athygli vekur samdráttur í um- sóknum um húsbréfalán vegna end- urbóta á íbúðarhúsnæði, en þessar umsóknirverðavæntanlegaum 15% færri en á síðasta ári, þrátt fyrir það að reglur um þessi lán hafi verið rýmkaðar. Þar sem stór hluti húsa hér á landi er tiltölulega nýr, hefur viðhaldsþörf þeirra ekki verið jafn áþreifanleg og ella fram að þessu. En nú má búast við, að viðhaldsþörfin fari að segja til sín fyrir alvöru. Vanskil fasteignaveðbréfa 3ja mánaða og eldri voru um 604 millj. kr. í lok síðasta mánaðar, en það er um 0,71% af höfuðstól fasteignaveð- bréfa. Vanskil fasteignaveðbréfa hafa farið lækkandi undanfarna mánuði og ræður þar mestu aukin aðstoð Húsnæðisstofnunar ríkisins við skuldara í greiðsluerfiðleikum. í lok árs 1994 voru um 20% lántak- enda í vanskilum með lán sín, en í lok árs 1995 var hlutfallið komið niður í 16%. Um mitt ár í ár var hlutfallið komið niður í rúm 15%, en lántak- endum í vanskilum hafði hins vegar fjölgað og voru þeir þá um 3.460. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu i jan. - nov. 1996 n breyting frá sama tímabili 1995 ' Innkomnar umsóknir ( f+i BHéÞj \ 5M0 ' Breyting jan.-nóv. 1996/1995 Notað húsnæði +21,4% Endurbætur -13,1% Nýbyggingar einstaklinga -1,8% Nýbyggingar byggingaraðila +56,3% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi +25,8% Notað húsnæði - upphæðir +21,7% Endurbætur - fjöldi +11,8% Endurbætur - upphæðir +12,0% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir +12,8% +7,2% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +9,1% Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir -2,2% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð +20,1% Útgefin húsbréf Reiknað verð +15,9% Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs ísíma 5 40 50 60 Dæmi um mánaðarlegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs’,‘ \fextir(%)10ár 15 ir 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miöað cr við jafngrciðslulán. *Auk verðbóta Fjárvangur hf. Laugavegi 170, 105 Rcykjavik, Sími 5 40 50 60, Fax 5 40 50 61 Fasteigfiaífm Fjárvangs <0 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.