Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 60.000 tonn af síld í birgðum í Noregi UM þessar mundir eru Norðmenn með á lager 40.000 tonn af makríl og 60.000 tonn af síld og þar að auki eru mikl- ar síldarbirgðir í höfnum í Austur-Evrópu. Segist Jan-Petter Schopp, forstjori norska fyrirtækisins Pelagic Partners, sjá fram á mikla erfið- leika á næstu vertíð. Mikið af síld á lager í a-evrópskum höfnum Schopp, sem þekkir vel til mark- aðarins í Austur-Evrópu, segir, að þar séu miklir möguleikar en ástandið nú veldur honum áhyggj- um. Kemur þar til birgðasöfnunin og mikið framboð frá erlendum skipum og einnig og ekki síst það skilningsleysi, sem honum finnast norsk yfirvöld sýna á aðstæðum í A-Evrópu. „Ormamálið" Schopp segir, að hvert vanda- málið eftir annað hafi komið upp í útflutningi Norðmanna til A- Evrópu, vandamál, sem séu þó í raun ekki nein vandmál en geri samt útflytjendum lífið leitt. Nefnir hann sem dæmi „ormamál- ið" í Litháen, sem stafi ekki af því, að of mikið sé af ormi í norskri síld, heldur af því, að dýralæknar og aðrir eftirlitsmenn þar í landi hafa ekki fengið launin sín. í stað þess, að mál af þessu tagi sé leyst með viðræðum emb- ættismanna beggja landanna, séu norskir útflytjendur látnir sjá um að leysa það með því að bjarga launum dýralæknanna. Schopp segir, að kæmi svona mál upp á íslandi yrði það leyst strax með því, að sendinefnd með utanríkisráðherra í broddi fylking- ar færi til Litháens. 530.0001 til A-Evrópu í Austur-Evrópu er 300 milljóna manna markaður og neysla á fiski mikil frá fornu fari. Telur Schopp, að á þessu ári verði seld þangað um 530.000 tonn af síld upp úr sjó og spáir því, að í þessum útflutn- ingi fari hlutur flakanna vaxandi á kostnað heilfrystu sfldarinnar. Sjómannaalmanakið komið út í 72. sinn SJÓMANNAALMANAK lags íslands er að koma dagana í 72. sinn, en félagið hefur gefið almanakið út frá árinu 1925. Um er að ræða bók, sem hefur að geyma allar nauðsynlegustu upplýsingar fyrir sæfarendur. Fiskifélaginu var falin þessi útgáfa árið 1925 og hefur haldið henni síðan. Það var ekki fyrr en í ár að félagið hefur mætt sam- keppni frá Skerplu, sem ný gefur einnig út sjómannaalman- Fiskifé- út þessa ak. Að sögn Bjarna Kr. Grímsson- ar, fískimálastjóra, hefur félagið talið sig vera með lögbundið hlut- verk í útgáfu sjó- mannaalmanaks- ins, en sá aðili, sem er að fara i samkeppni við fé- lagið, hefur enn ekki fengið lög- gildingu á sitt al- manak. „Það má því segja að Fiskifélagið gefi út sjómannaal- manakið, en hitt sé eftirlíking," sagði Bjarni, en útgáfa þess hefur að heita má stað- undir félags- legum þætti fiski- félagsins. R41XX RADAR MEÐ ARPA tynní ln9*rverð • 10" myndlampi • Fljótandi miðunarlína • 2 lausir hringir • 2 lausar línur • Hjámiðja og stækku 48 mílna radar með 6 skipa arpa, vatnsþéttur. íslenskt skjáletur. Raunhreyfing með norður upp. Viðgerðarþjónusta: Skiparadíó ehf., Fiskislóð 94. RAFHUS Fiskislóð 94. Reykjavik, simi 552 1616. fax 562 7366. FJÓRFALDA AFKÖST VIÐIMETAAFSKURÐ • NEPTÚNUS hf. er nú að ky nna nýjau búnað til a f skur ð- ar á netum. Búnaðurinn er hannaður af uppf inninga- manninum Ingva Ingvasyni og fjórfaldar hann afköst við af- skurðinn. Gaidurinn felst í því að bæði er greitt úr netínu og skoríð af teinunum í einu. Af skur ðar véli n er inj ög ein- f öld í sniðum. H ún by ggist á þvi að netið er dregið upp úr kari í gegn um nokkur s konar gátt. Tveir menn draga netið í gegn og greiða úr þ ví um ieið og hvor teinn er tekinn fyrir sig og skorið af houum. Netaafskurðurinn fer beint of an í kar og teinar nir lika og geta síðan farið beint í fellingu á ný. Við afskurðinn eru bæði Mý- og flotteinn dregnir í gegn um stutt rör, en í því er hárbei ttu r hnífur, sem er gððhitaður. Með því að hita íinifinn, helzt bitið i MorgunblaðiS/Kristran honum og þarf ekki stöðugt að skipta um hnifa eða brýna þá. Uppf iiuiingamaður inn Ingví Ingvason, segir að þeir hafi lengi unnið að þvi að þroa af• skurðarvél, enda sé það tíma- frekt og erfitt verk að skera af netunum með gamia laginu. Þettasé 17. útfærslan sera reynd hafi verið og sé hún tviniælalaust sú bezta, ódyr- asta og einfaldasta. Vilja fá „byggðakvóta" í síldinni í ljósi sögunnar FJOGUR sveitarfélög hafa farið fram á að hluti af úthlutun norsk- íslenska sfldarkvótans verði í formi byggða- kvóta og bundnir þeim svæðum sem, í Ijósi sög- unnar, voru helstu síldarbæirnir hér á árum áður. Þetta eru Raufarhöfn, Siglufjörður, Seyðisfjörður og Reyðarfjörður, en á öllum þessum stöðum reistu Síldarverksmiðjur ríkisins verksmiðjur. „Hirtu gróðann og skyldu okkur svo eftir með allt draslið" „Það stefnir allt í það að sóknar- heimildin í norsk-íslenska stofninn verði afhent útgerðum alfarið og að þær einar hafi ráðstöfunarrétt yfír honum. Forsvarsmenn þessara sveitarfélaga fóru því að ræða sam- an um það hvort ekki kæmi til álita að óska eftir byggðakvóta á sögu- legum grunni enda var sfldin ekki bara veidd, hún var unnin líka í þessum stóru síldarbæjum sem þá voru allt frá Siglufirði og niður á Austfirði," segir Gunnlaugur Júl- íusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Gunnlaugur segir að úr því að íslensk stjórnvöld vitni mjög gjarn- an í sögulega reynslu og hefðir í samningaviðræðum um kvóta úr sameiginlegum stofnum, vildu þessi sveitarfélög umfram allt nota sömu hugmyndafræði og kanna mögu- leika á því að hluta, að minnsta kosti, yrði úthlutað í formi byggða- kvóta. Ekkert lægi enn fyrir um það hvað menn teldu hæfilegan kvóta, en formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis hafi nefnt 15-20% í viðtali fyrir skömmu. „Ef það næðist fram, yrði það feikilegur árangur." Mlklir hagsmunlr íhúfi Mál þetta er að heita má á frum- stigi ennþá, að sögn Gunnlaugs, en Raufarhafnarhreppur vakti máls á þessu við þingmenn Norðurlands eystra sem voru á yfirferð um kjör- dæmið í haust. Þeim var afhent formleg krafa um þetta efni, sem síðan var send forsætisráðherra, sjávarútvegsnefnd og forseta Al- þingis. „Síðan höfum við, fulltrúar frá þessum stöðum, rætt saman bæði óformlega og formlega. Við höfum fyrst og fremst verið að undirbyggja og samræma málflutn- ing okkar og höfum látið skoða þetta bæði efnislega og faglega. Það er verið að vinna ákveðna fag- ...Strákar, eru þið búnir að ákveða jólagjöfina. ustaðir: • AKRANES: HJA ALLÝ • AKUREYRI: ISABELLA ' EGILSTAÐIR: OKKAR A MILLI • GARÐABÆR: SNYRTIHÖLLIN • HAFNARFJÖRÐUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVlK: ESAR • HÖFN HORNAFJÖRÐUR: TVlSKER • ISAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SÓLEYJAR • KEFLAVlK: SMART • KÚPAVOGUR: SNÓT • REYKJAVlK: ARSÚL, 0EKURH0RNH), VERSL. aiP, SNYRTIV. GLÆSIBÆ, SÓLBAÐST. GRAFARVOGS, HELENA FAGRA • SELF0SS: TÍSKUHÚSK) • SIGLUFJÖRÐUR: GALLERl HEBA • STYKKISHÓLMUR: HEIMAHORNK) • VESTMANNAEYJAR: NINJA • vinnu sem verður síðan samræmd og frekari málflutningur kemur til með að byggjast á," segir Gunn- t laugur. Þessi hugmyndafræði fór að þró- ast í umræðum manna á meðal þegar að norsk-íslenski síldarstofn- inn fór að ganga inn í okkar lög- sögu á nýjan leik eftir nær 30 þara bið, en eins og menn vita, var hann veiddur í geysilegu magni hér á árum áður, að sögn Gunnlaugs. „Raufarhafnarhreppur varð fyrir ofboðslegu áfalli þegar síldin hvarf, í fyrsta lagi hvað varðar atvinnu og í annan stað stóð hreppurinn uppi með ógrynni af alls konar bygging- um, drasli og bryggjum sem voru eftirstöðvar þeirrar miklu atvinnu og framkvæmda sem hér áttu sér stað. Sveitarfélagið hefur í gegnum tíðina þurft að standa ábyrgð á þessu öllu og hefur frágangurinn frá þessu tímabili valdið hreppnum geysilegum kostnaði. Menn komu hingað og hirtu gróðann af síld- inni, bæði útgerðarmenn og verk- endur. Svo þegar hrunið kom, fóru allir og skyldu allt draslið eftir. Menn hafa verið mjög ósáttir við það að samfélagið skuli ekki hafa komið þessum byggðum til aðstoðar á neinn hátt til að hreinsa upp eft- ir gamla sfldarævintýrið. Stað- reyndin er sú að það hefur aldrei fengist króna til þess."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.