Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 C 5 Gott framlag til umræðunnar um útveg’inn BÖKMENNTIR Sjávarútvcgur RÓIÐ Á NÝ MIÐ eftir Steingrím J. Sigfússon. Skerpla. Prentvinnsla: Gutenberg. 93 bls. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, al- þingismaður og formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, fjallar um sjávarútveginn á íslandi, í bók sem hann sendi frá sér í haust. Bókin ber nafnið Róið á ný mið - Sóknar- færi íslenzks sjávarútvegs. Eins og nafnið bendir til fjallar höfundur um íslenzkan sjávarútveg í nútíð og framtíð og er bókin hugsuð sem framlag til umræðna um sjávarút- vegsmál. I formála bókarinnar segir höf- undur svo: Ritið er hvorki fræðirit né tilraun til að skrá sögu íslenzks sjávarútvegs. Það endurspeglar hugmyndir höfundar um stærstu drættina í sögu sjávarútvegsins að undanförnu og er tilraun til stöðu- mats og framtíðarsýn í senn. Höf- undur hefur á undanförnum árum skrifað Ijölda greina um sjávarút- vegsmál og er stuðzt við þær að nokkru leyti í þessu riti. Það á við t.d. umfjöllun um veiðar og vinnslu í hefðbundnum greinum sjávarút- vegs, um úthafsveiðar og stefnu- mótun á því sviði. Kaflinn um ís- lenzkan sjávarútveg í alþjóðlegu samhengi er að nokkru leyti byggð- ur á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu á vegum Háskólans á Akureyri. Umræða um sjávarútvegsmál á íslandi hefur verið því marki brennd í rúman áratug að snúast jafnan að verulegu leyti upp í deilur um stjórnkerfi fiskveiða. Mikil orka hefur farið í að ræða fiskveiðistjórnina; menn hafa fyrst og fremst verið með eða á móti kvóta (afla- marki). Þetta ástand hefur verið skaðlegt og valdið því að stjóm- málamenn og aðrir sem láta sig málefni sjávarútvegsins varða hafa um of verið upp- teknir af kvótaumræð- unni en vanrækt að líta til stöðu greinarinnar í heild.“ Steingrímur skiptir bókinni í 12 kafla auk formála og lokaorða. Þar fjallar hann um þróun sjávarút- vegs allt frá aldamótum. Hann tek- ur fyrir veiðar og vinnslu botnfisks, útgerð báta og smábáta, sjávarút- veg og byggðaþróun, nýja „út- færslu“ landhelginnar, sjávarútveg- inn í alþjóðlegu samhengi, eignar- hald og fjárfestingti, stærð flotans og úreldingarreglur, auðlindaskatt og stjórnkerfi fiskveiða. Bókin er hvort tveggja í senn, sögulegt yfirlit, mat á stöðu sjávar- útvegsins í dag og það sem mikil- vægast er hugleiðingar og tillögur um framtíðarskipulag íslenzks sjáv- arútvegs. Höfundur setur mál sitt fram á skýran og skipulegan hátt og byggir hvern kafla vel upp. Að lokum dregur hann helztu niður- stöður sínar saman í stuttu hnitmið- uðu máli. Höfundur leggur mikla áherzlu á að bókinni sé fyrst og fremst ætlað að vera framlag til umræðna um sjávarútvegsmál. Hann bendir rétti- lega á að umræðan hafí verið allt of einskorðuð við fiskveiðistjórnina sjálfa og oft við þrönga hagsmuni af ýmsu tagi. Það er einmitt merg- urinn málsins. Umræð- an um sjávarútveginn hefur ekki verið á réttri leið. Hún byggist allt of mikið á upphrópun- um, gjaman í tengslum við kjarasamninga eða aðra hagsmunabaráttu milli einstakra greina innan sjávarútvegsins og stjórnmálamönnum hættir til að fylgja þeim hópum, sem hæst hafa. Sjávarútvegurinn sem undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinn- ar á betra skilið. Það er skylda þeirra, sem þar eru í forystu og skylda stjórnmálamanna og ann- arra afla í þjóðfélaginu að setja slíkar deilur niður. Þess í stað ber þessum aðilum að koma saman og ræða málin á rólegri nótunum, þar sem farið er gaumgæfilega yfir stöðu mála og stefnan mótuð án þess að þröngir hagsmunir ráði of miklu. Hvað er það sem skiptir þjóðina mestu? Því þarf að svara í. þessari umræðu. Framlagi Steingríms J. Sigfús- sonar til þessarar umræðu ber að fagna. Hér er ekki lagður dómur á það hvort skoðanir hans og áherzlur teljist réttari en aðrar. Heldur hitt hvemig hann setur hugmyndir sínar fram. Reyndar skiptir mestu máli að hann skuli hafa gert svo. For- ystumenn helztu samtaka sjávarút- vegsins mættu gjarnan gera það sama. Bók Steingríms er gott fram- lag í umræðuna um íslenzkan sjáv- arútveg og framtíð hans. Hjörtur Gíslason Steingrímur J. Sigfússon Kvótabókin má teljast mesta þarfaþing BÓKMENNTIR Sjávarútvcgur KVÓTABÓKIN 96-97 eftir Ara Arason. Skerpla, 1990. Prentvinnsla: Gutenberg. 144 bls. KVÓTABÓKIN 96-97 er at- hyglisverð bók, sem Ari Arason, hagfræðingur og stýrimaður, hef- ur tekið saman, en Skerpla gefur út. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna fjallar hún um aflakvóta íslenzkra fiskiskipa. Útgáfan er því árleg og er þetta fjórða útgáf- an og hefur bókin aukizt að vexti ár hvert. Kvótabókinni er skipt í fjóra meginkafla. Fyrsti hluti hennar fjallar um aflamark, en það er yfirlit yfir aflamark íslenzkra fiskiskipa á núverandi fiskveiðiári. Auk þess er skrá yfir skip, sem hafa veiðileyfi en ekkert aflamark. Aflamark skipanna er greint eftir tegundum og fram kemur saman- lagt ígildi'þeirra í þorski. Raktar eru hugmyndir sem eru að baki þessari aðferð til að stýra fiskveið- um og rakin tildrög aflamarkskerfisins og hvernig það hefur þró- azt. Þá er í þessum kafla birt reglugerð um fiskveiðar í at- vinnuskyni. Annar hluti bókar- innar er skrá yfír báta, sem hafa leyfi til fisk- veiða undir krókaleyfi, en krókabátum er nú skipt í þijá flokka. Þá er birt reglugerð um veiðar þessara báta. í þriðja hluta Kvótabókarinnar eru upplýsingar um veiðar og fjallað um aflamarkskerfið frá ýmsum hliðum. Greinargóðar upp- lýsingar er að finna um þróun veiða, aflamark eftir þéttbýlisstöð- um, landshlutum og útgerðarfyrir- tækjum. í þessum kafla er einnig fjallað um þróun fiskveiðiflotans, stærð hans og samsetningu. Fjórði hluti bókarinnar er orða- safn og skýringar á helztu hugtök- um í stjóm fiskveiða. I inngangi segir höfundur bókarinnar að skrár yfir aflamark fiski- skipa séu frá Fiski- stofu, upplýsingar um afla og veiðiflota séu frá tæknideild Fiskifé- lagsins og Fiskveiða- sjóði og upplýsingar um þróun fiskistofna séu fengnar frá Haf- rannsóknastofnun. Bókin er hið mesta þarfaþing fyrir þá, sem láta sig þessi mál varða og þurfa að vinna við eða fjalla um fiskveiðar og út- hlutun aflamarks. Hún er sett upp á skilmerkilegan hátt og aðgengileg. Tölulegar upplýsingar eru skýrar, bæði í töflum og myndrænu formi. Brot- ið er lítið og því auðvelt að bera bókina með sér og vitað er að einhverjir eru alltaf með hana í vasanum. Höfundur hefur staðið vel að verkinu og vandað öflun upplýsinga. Frágangur er skýr og góður. Hjörtur Gíslason 1 SKELFISKBÁ TAR Ul LOÐNUBATAR Nafn StaarA Affli SJAf. LAndunarmt. N*fn StnarA Afll SJÓf. Löndunarat. [ FARSÆLL SH 30 178 9 1 Grundsrtjörðor | JÓN SIGUfíÐSSON GK 62 1013 794" 1 Gríndavik j HAUKABERG SH 20 104 60 5 Grundarfjöröur BJÖRG JÓNSDÓTTIR ÞH 321 499 1443 “ 3 “ Seyðisfjörður 1 AfíNAfí SH 157 20 26 5 Stykki6h«nnir 1 i GUÐMUNDUR ÓLAFUfí ÓF 91 2Ö4 ~ 644 Z Sskifjörftur| GfíETTIfí SH 104 148 50 5 Stykkishólmur HÓLMABORG SU 11 937 1481 2 Eskifjörftur GfSLI GUNNARSSON II SH Sí 18 18 3 Stykkishólmur | ! JÓN KJAfíTANSSON SU 111 775 j 1074 1 Eskifjörftur HfíÖNN BA 336 41 46 5 Stykkishóímur ANTARES VE 18 480 850 2 Fáskrúftsfjörftur . KfítSTINN FfílOfílKSSON SH 1 104 59 5 Stykkishólmur SVANUR SH 111 138 54 5 Stykkishólmur \ ÁfíSÆLL SH 88 1 101 49 Stykkifihóimur J ÞÖRSNES II SH~109 146 34 4 1 Stykkishólmur Morgunblaðið/Helen Ha^órsdóttir ÍSLENDINGARNIR sem kynntu íslensku framleiðsluvörurnar á sýningunni. Islensk fiskitækni í Suður-Ameríku TUGUR íslenzkra fyrirtækja tók þátt í fiskisýningunni Expopesca, sem haldin var 27.-30. nóvember í Chile í S-Ameríku. Fyrirtækin Hampiðjan, Meka, Sæplast og Icecon kynntu sig undir fyrirtækisnafninu Intertec sem er skrásett fyrirtæki í Chile. Intertec hefur einn starfsmann á sínum vegum búsettan í Chile, Íslendinginn Frey Sigurðsson. Freyr segir sýninguna hafa gengið mjög vel, margir hafi komið og sýnt áhuga sinn á íslensku framleiðsluvörunum. Tugnr íslenzkra fyrirtækja á sýningu í Chile Auk fýrirtækjanna sem eru með í Intertec kynntu sig á sýningunni önnur fýrirtæki, s.s. Kassagerð Reykjavíkur, 66 N°, Marel (sem stendur til að verði með í Intertec); J. Hinriksson, DNG, og Formax. í sýningarbásnum sýndu fyrirtækin t.d. myndband af trollveiðum o.fl., net og á útisvæðinu voru reistir stærðar toghlerar. Á sýninguna kom fólk alls staðar að úr Chile, frá löndunum í kring, Brasilíu, Arg- entínu, Perú og Ekvador, og svo komu á sýninguna íslendingar bú- settir í Chile, sem margir vinna hjá íslenska fyrirtækinu Friosur í Suð- ur-Chile. Einn íslendingur, Guðmundur Kristjánsson, kom frá Falklandseyj- um þar sem hann rekur fyrirtækið Island Fisheries Holdings. Fyrir- tækið er í íslenskri og falklenskri eigu. Tveir íslenskir bátar Engey og Tjaldur II hafa verið keyptir og leigðir til eyjanna og veiðir Engey smokkfisk í troll en Tjaldurinn, sem fengið nafnið Island Queen, er á línuveiðum. Ætla að smíða 892 skip næstu 15 árin RÚSSAR stefna nú að því að smíða nærri 900 ný skip fyrir veiðar frá austanverðu sjávarútvútveffinn í landinu til ársins 2010. Þá " _ i ° i t er einmg stefnt að þvi að austurhluta landsins ársaf|i á Þessu svæði verði um 3,5 milljónir tonna. Fjár- festingin í þessari nýsmíði er áætluð um 350 milljarðar króna. Þetta kemur fram í sjávarútvegsblaðinu Rybatskiye Novosti. Þar segir ennfrem- ur að fiskiskipaflotinn þar eystra hafi aukizt um 48 skip á síðustu 5 árum. Þar er um að ræða 12 stór skip og 121 miðlungs, en á móti hafa 85 skip verið úrelt. Rússar endurreisa Stefnan næstu 15 árin er síðan að smíða 892 fiskiskip til veiðanna í Kyrrahafi og Okotskhafi auk ann- arra innhafa og verður megnið af núverandi flota úrelt á móti. Aætlað er að smíða 38 stór skip, 266 miðl- ungs stór og 525 smærri fiskveiði- skip, en auk þess 144 flutningaskip af ýmsu tagi og stærð. Alls kostar þessi nýsmíði um 350 milljarða króna og er ætlunin að afla fjárins að hluta til með innlendum lántökum, um 62 millj- arða króna og að um 15 milljarðar verði teknir að láni erlendis. Mis- muninn leggur útgerðin svo fram sjálf. Stefnt er að því að fiskaflinn á þessu svæði verði kominn í 3,5 milljónir tonna árið 2010. Á síðasta ári varð fiskaflinn þarna hálfri millj- ón tonna meiri en árið áður. Um 1,6 milljónir tonna muni þá verða unnar til manneldis, um 320.000 tonn af mjöli og lýsi verði framleidd og 480 milljónir hefðbundinna pakkninga af niðursoðnum afurðum verði unnar. Til þess að umræddur árangur náist er fyrirsjáanleg mikil fjárfest- ing í fiskvinnslunni. Byggja þarf frystihús, niðursuður, reykhús, salt- fiskverkanir, skreiðarverkanir og væntanlega fiskimjölsverksmiðjur, en vinnslan á þessum slóðum upp- fyllir í fæstum tilfellum kröfur um hreinlæti og aðbúnað. Þá er nauð- synlegt að auka kæli- og frystirými verulega svo það nái rúmlega 60.000 tonnum. Stefnt er að því að verðmæti afurðanna verði um 215 milljarðar á ári. HÉÐINN SMIÐJA Hönnun * stniði * viðyeréir • þjónusto ■•TÓHASt 6 * 210 CAtlUAItffiR • siwil 5ÓS 2021 • t AX 2*»22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.