Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Alls fóru 123,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 20,7 tonn á 74,40 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 0,6 tonn á 80,81 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 102,7 tonn á 108,09 kr./kg. Af karfa voru seld 20,5 tonn. í Hafnarfirði á 29,00 kr. (0,11), ekkert á Faxamarkaði, en á 75,87 kr. (20,41) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 35,1 tonn. í Hafnarfirði á 53,02 kr. (0,51), ekkert á Faxagarði og á 68,94 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (34,61). Af ýsu voru seld 96,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 105,50 kr./kg. Fiskverðytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 361,7 tonná 136,30 kr./kg. Þar af voru 72,4 tonn af þorski seld á 134,66 krVkg. Af ýsu voru seld 172,6 tonná 104,61 kr/kg, 39,2 tonn af kolaá 218,94 kn/kg, 3,5 tonn af Grálúðu á 239,90 kn/kgog 21,6 tonn af karfa á 113,61 kr./kg. Þorskur <----------> Karfi *—»¦¦» Ufsi mwmmm Tvö skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku; Skagfirðingur SK og Haukur GK. Alls voru seld 297,9 tonn af karfa á 108,33 krVkg. meðalv. (104,29 og 111,93 kr/kg). Ekkertvar seltafufsa. Umbrotasamir tímar í fiskeldinu í A-Evrópu FISKELDIÐ í Austur- Evrópu hefur átt í mikl- um erfiðleikum síðustu árin en með hruni kom- múnismans hurfu líka víðast hvar niðurgreiðslurnar, sem héldu stóru eldisstöðvunum á floti. Einkavæðingin hefur líka gengið misjafnlega og auk þess hefur markað- urinn gjörbreyst frá því sem áður var. Gengur best þar sem einkavæðingin er mest Vegna ringulreiðarinnar, sem ríkir í fiskeldisiðnaðinum í Austur- Evrópu, er erfitt að geta sér til um framleiðsluna nú en talið er, að hún sé um 172.000 tonn, 30 til 40% minni en hún var undir lok síðasta áratugar. Á þessum slóðum á fiskeldið sér langa sögu og til dæmis í Tékk- landi og Póllandi hefur karpaeldi verið stundað allt frá því á 12. öld. Var það mjög mikið á 15. og 16. öld og hefur líklega ekki verið meira síðan. I sumum sovétlýð- veldanna fyrrverandi var fiskeldi mikilvæg uppspretta eggjahvítu- ríkrar fæðu en segja má, að nú sé það ekki nema svipur hjá sjón. Karpinn í öndvegi Frá fornu fari hefur fískeldið snúist næstum eingöngu um karp- ann, sem hefur verið ræktaður í stórum og oft náttúrulegum tjörn- um, og af fyrrnefndri framleiðslu er karpinn líklega um 160.000 tonn. Aðeins í Póllandi er dálítið silungseldi, 7.500 tonn á síðasta ári, og í Évrópuhluta Rússlands, 2.100 tonn. í Tékklandi, Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi er búið að einka- væða flestar ríkisstöðvarnar og í framhaldi af því eru fiskeldis- bændur farnir að velta meira fyrir sér vandamálum á borð við mark- aðshorfur og áætlanir. Á hinum endanum er svo til dæmis Hvíta- Rússland þar sem eldisstöðvarnar, 27 að tölu, eru enn allar í ríkis- eigu. Var framleiðsla þeirra á síð- asta ári 6.800 tonn af karpa og 200 tonn af silungi. Er það þriðj- ungssamdráttur frá meðaltalinu 1981-'85. Horfnlr markaðir í Búlgaríu hefur framleiðslan einnig dregist saman um þriðjung, var 4.000 tonn á síðasta ári, en þar var nokkrum stöðvum lokað þegar niðurgreiðslur voru afnumd- ar 1991. Norequr Erfitt er að gera sér grein fyrir ástandinu í Júgóslavíu fyrrverandi en í Króatíu þar sem stefnir í einkavæðingu alls eldisins var framleiðslan 7.000 og 300 tonn af silungi á síðasta ári. Þar hafa erfiðleikarnir ekki síst stafað af því, að gömlu markaðirnir í Júgó- slavíu eru ekki lengur til. Best er ástandið í Tékklandi. Þar var búið að einkavæða allar fiskeldisstöðvarnar fyrir 1995 og nú er eldisfiskur vaxandi útflutn- ingsgrein. Voru raunar miklir erf- iðleikar í greininni 1993 og 1994 vegna fjárskorts og meðfylgjandi samdráttur en nú er framleiðslan komin í það sem áður var eða í 17.500 tonn af karpa og 900 tonn af öðrum fiski. Hafa samtök tékk- lenskra fiskeldisfyrirtækja unnið mikið að markaðsgreiningu og Gjöfulli síldarvertíð um það bil að ljúka BEZTU sfldarvertíð Norðmanna í þrjátíu ár er nú að ljúka. Aldr- ei hefur jafnmikið af síld verið unnið til manneldis og verð á síld upp úr sjó hefur hækkað frá síðasta ári. í lok nóvember hafði verið landað 554.000 tonnum af norsk-íslenzku síldinni til manneld- is, en heildarkvótinn er 695.000 tonn. Sfld verður unnin allt til jóla og þrátt fyrir mikla aukningu taka markaðarnir vel við. Mest fer til Japans og Austur-Evrópu, sem er vaxandi markaður fyrir uppsjávarfiska eins og síld, loðnu og makril. Útflutningsverðmæti uppsjávarfisks frá Noregi verður í ár um 37 miHjarðar króna, en var 2 milijónir 1994. Verð á síld upp úr sjó er nú um 19 krónur að meðaltali en það er um 5 krónum hærra en í fyrra. Aukningin í vinnslunni er fyrst og fremst í frystingu, en sífellt minna er landað beint til bræðslu, aðeins um 85.000 tonnum. lagt á ráðin um þróun greinarinn- ar fram til 2005. í Ungverjalandi hefur fiskeldið verið einkavætt en hefur átt á brattann að sækja. Kemur þar inn í óvissa um eignarhald og einnig vatnsskortur. Nokkurt jafnvægi virðist þó vera komið á hlutina og því er spáð, að betri tímar fari í hönd. Var framleiðslan 15.000 tonn á síðasta ári og hafði þá minnkað um 40% frá því sem hún var mest áður. í Litháen er eignarhaldið með ýmsu móti en ríkið er þó ennþá langumsvifamest. Þar var fram- leiðslan aðeins 1.600 tonn í fyrra, 50% minni en fyrir átta árum, en talið er, að unnt sé að koma því í 6.000 tonn miðað við núverandi aðstöðu. VöxturíPóllandi í Póllandi er eldið nú 20% meira en fyrir átta árum eða 18.600 tonn af karpa og 7.500 tonn af silungi. Fer allur karpinn á innanlands- markað og dugir ekki til því að Pólverjar flytja inn að auki 3.000 til 5.000 tonn. Að Rússlandi undanskildu var fiskeldið hvergi meira en í Rúmen- íu þar sem það var stundað á 100.000 hekturum en þar hefur orðið mikið hrun. Var framleiðslan 25.000 tonn á síðasta ári og hafði þá dregist saman um 60%. Fyrir um átta árum var fisk- eldisframleiðslan í Rússlandi um 200.000 tonn á ári en í fyrra var hún ekki nema 44.000 tonn af karpa og 2.100 tonn af öðrum fiski. Meðan Tékkar og Slóvakar voru innan sömu landamæra fengu þeir síðarnefndu karpann úr tékk- lensku tjörnunum en nú er eldið í Slóvakíu á uppleið. Tonn af óslægðum f iski 15.000--------------------------- 12,000 Þorskafli í janúar-nóvember 1996 í helstu löndunarhöfnum (Bráðabirgðatölur Fiskistofu). Fœreyjar Fiskafii Færeyinga Þús. tonna % ¦Ol Afli 1995 ^ Aætlun 1996 BSpá1997 Þorskur Ysa Jafnvægi í Norður-Atiantshafi FÆREYINGAR hafa verið að auka þorsk veiði sína á heima- slóðinni undanfarin ár. Þorsk- stofninn við eyjarnar hefur verið að braggast þrátt fyrir að hann hafi ekki náð þeirri stærð, sem talin er viðunandi. Stefnt er að því að halda aftur af veiðum fram til ársins 1988 þar til hrygn- ingarstofninn liefnr náð 52.000 tonnum. Svipaða sögu er að segja um ýsuna. Vegna þessara tak- markana hefur leyfilegur ufsa- afli verið aukinn, en ólíklegt er talið að hann náist. Færeyingar stunda einnig þorskveiðar utan landhelgi, mestmegnis í Barents- hafi, en þeir hafa gert gagn- kvæma samninga um veiðiheim- iidir við bæði Rússa og Norð- menn. Því er þorskafli þeirra í heildina áætlaður um 50.000 tonn á næsta ári. Evrópusambandið Af li ESB í Norðursjó og Barentshaf i Þús. tonna A1111995 Aætlun 1996 Spá1997 Þorskur ERFriT er að fá áreiðanlegar tölur yfir botnfiskafla Evrópu- sambandsins, meðal annars vegna innbyrðis deilna um fiskveiði- stjórnun. ESB hefur byggt þorsk- veiði sína að miklu leyti á afla úr Norðursjó, þrátt fyrir mjðg bágt ástand stofnsins þar. Sam- bandið tók um 120.000 tonn af þorski úr Norðursjó í fyrra. Þorskveiðiheimildir ESB í Bar- entshafí eru 50 til 60.000 tonn, en auk þess veiða skip sambands- ins eitthvað í Smugunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.