Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1996 C 7 U mhver fis verndar stefna fyrir sj ávarútveginn í MARS 1995 varaði Landbúnaðar- og mat- vælastofnun Samein- uðu þjóðanna (FAO) við því að níu af sautj- án helstu fiskimiðum heims væru uppurin vegna ofveiði og að fjögur fiskimið til við- bótar væru í verulegri hættu. Vistkerfum hafsins er ógnað og það er einnig framtíð tugmilljóna manna sem eiga afkomu sína undir fiskveiðum.1 Á tímabilinu 1950- 1989 fimmfaldaðist heimsafli úr sjó og er nú rúm 80 milljón tonn á ári, sem að mati margra er hámark þess sem vænta má að hægt sé að veiða úr heims- höfunum. FAO og fleiri telja að veiða megi liðlega 100 milljón tonn úr heimshöfunum að því tilskildu að stjórnun veiða batni til muna.2 Æ fleiri, stærri og betur búin fiskiskip eltast við æ færri fiska. Það er mat FAO að veiðigeta heims- flotans sé tvöfalt (100%) meiri en afrakstursgeta fiskistofnanna.3 í haust voru sýndir í ríkissjón- varpinu þrír mjög eftirtektarverðir heimildarþættir um fiskveiðar í heiminum. Viðmælendur í þessum bresk-norsku þáttum voru ekki „öfgasinnaðir" umhverfisverndar- sinnar, eins og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi segja, heldur málsmet- andi aðilar á borð við Serge Garcia, einn yfirmanna FAO, prófessor Ulf Lie, yfirmann norsku Hafrannsókn- arstofnunarinnar í Bergen og Brian Tobin, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra Kanada. „Hvort sem fólk býr í Noregi, í Ósíó, Tórontó, London, París eða Berlín,“ sagði Brian Tobin, „vill almenningur að eitthvað sé gert og krefst þess að málið sé tekið föstum tökum.“ Hver er stefna íslands? Frá því að íslenskir útgerðar- menn fyrst stefndu togurum sínum til veiða í Smugunni sumarið 1993, hefur stefna íslands í hafréttarmál- um verið óljós. Hefðbundinni haf- réttarstefnu íslands var kastað fyrir róða án ítarlegrar umræðu. Krafan um 200 mílna fiskveiðilögsögu var á sínum tíma rök- studd með að strand- ríkin ein væru þess megnug að stjóma veiðum og tryggja vemd _ fiskstofna. Framlag íslands til þróunar hafréttarins byggði að talsverðu leyti á umhverfisvernd- arsjónarmiðum. „Grundvallarafstaða okkar hlýtur að vera sú, að hvarvetna beri að vernda fiskstofna og koma í veg fyrir að gengið sé á þá um of,“ segir í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 19. mars 1995. Síðar í bréfinu segir: „Við íslendingar getum ekki bæði haldið og sleppt. Afstaða okk- ar verður að vera sú sama, hvort sem um er að ræða veiðar á heim- amiðum eða fjarlægum miðum.“ Orð að sönnu, í dag fara kraftar utanríkisþjónustunnar í að afla fisk- veiðiréttinda utan 200 mílna lög- sögunnar. Forsendur þeirra vinnu em hins vegar ekki ljósar. Ráðvilla íslenskra stjórnvalda kom glögglega í ljós á Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um úthafs- veiðar. Skyndilega voru Norðmenn mun atkvæðameiri talsmenn rétt- inda strandþjóða, en fulltrúar ís- lands héldu sig meira til hlés. íslenskir útgerðarmenn segjast vera að afla þjóðinni réttinda í út- hafinu. Þegar rætt er um, að hluta af gífurlegum samdrætti í þorsk- veiði í íslenskri landhelgi megi rekja til ofveiði þeirra sjálfra, hafa þeir sig lítt í frammi. Hvað knúði þá til úthafsveiða? Málstaður þessara úthafsveiði- manna nýtur ekki mikillar samúðar á alþjóðavettvangi. Ástæðan er annars vegar sú að íslensk stjórn- völd yfirgáfu hefðbundna hafréttar- stefnu sína fyrir skammtímagróða með stjórnlausum veiðum í Smug- unni; stjórnleysi sem fulltrúar ís- lenskra stjórnvalda höfðu skömmu áður beitt sér gegn á Úthafsveiði- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hin ástæðan er sú að fyrir 20 árum kröfðust íslendingar fullra yfírráða yfir 200 mílna auðlindalögsögu með þeim rökum að réttindi og ábyrgð strandríkja fælist í stjórnun þeirra á eigin auðlindum. Sjávarútvegsstefna byggi á umhverfisvernd íslensk stjómvöld hafa á undan- fömum ámm beitt sér mjög fyrir vemdun sjávar gegn mengun og hefur barátta umhverfisverndar- samtaka notið góðs af. Alþjóðlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir lofts- lagsbreytingar munu í náinni fram- tíð verða helsta áherslumál þeirra. Þessu samhliða þurfa stjórnvöld að móta trúverðuga fiskveiðistefnu sem tekur mið af kröfum um um- „Þau vandamál sem við er að glíma, t.d. brott- kast afla, of mikla veiði- getu, meðafla og stjóm- leysi úthafsveiða,“ segir Arni Finnsson, „þarf að leysa með markvissri vinnu til framtíðar.“ hverfisvernd; framtíðarstefnu sem tekur mið af þeirri staðreynd að fiskveiðar og umhverfisvernd era málaflokkar sem ekki verða að- skildir. Greenpeace og WWF heyja nú baráttu fyrir því að kaupendur fisk- vöru geri þá kröfu til fískseljenda að veiðum sé stjómað með vistvæn- um og ábyrgum hætti, líkt og gerst hefur með tilliti til nytjaskóga í norðanverðri Evrópu. Ein helsta krafa þessara samtaka er að opin- berir styrkir til fiskveiða verði lagð- ir af og benda þau til dæmis á, að fagurgali ríkisstjórna Evrópuríkja um nauðsyn þess að vernda fisk- stofna, sé ekki trúverðugur á meðan þau veija gríðarlegum fjárupphæð- Árni Finnsson Mermaid kynnir nýja gerð aðalvéla fyrir fiskibáta MERMAID hefur nýlega MerCruiser einnig KSafetl með nýjar bátavélar arnar eru með beinni innspýtingu með 7,5 lítra rúmtaki. Þær era nú fáan- legar án forþjöppu og eftirkælis 145 b.h.p. við 2.100 sn/mín. og 160 b.h.p. við 2.400 sn/mín. og með forþjöppu 325 b.h.p. Fljótlega mun vélin verða til afgreiðslu með eftirkæli sem 400 b.h.p. vél. Hámarks snúnings- vægi 325 ha. vélar er 900 Nm við 2.100 sn. Forþjöppuvélarnar eru sérlega hentugar í hraðfiskibáta þar sem vélin hefur mikið rúmtak og fram- leiðir sama afl og rúmtakslitlar vél- ar á mun minni snúningshraða. Vélar hf., umboðsaðili vélanna, leggja áherslu á að þeir afgreiða sjálfir allan þann búnað sem kaup- andi þarf til niðursetningar á vél- inni, s.s. skrúfubúnað, gíra og stjórntæki. Stærsti framleiðandi hældrifa MerCruiser er langstærsti fram- leiðandi á hældrifum í heiminum en þeir hafa framleitt meira en 2.000.000 hældrifa. MerCruiser kynnir nú nýja vél, 7,3 lítra 300 ‘ b.h.p. við 3.600 sn/mín. Vélin er fáanleg með Bravo I hældrifi sem snýr skrúfu allt að 16“ í þvermál, Bravo II sem snýr skrúfu allt að 20“ í þvermál þrjú eða fjögur blöð og Bravo III sem snýr tveimur ryðfríum skrúfum allt að 16“ í þvermál. Vélin er afgreidd fyrir vinnubáta innsigluð sem 240 b.h.p. við 3.200 sn/mín. þannig að komið er í veg fyrir að hægt sé að yfirkeyra vél- ina, eins og hefur viljað koma fýrir með vélar sem fram til þessa hafa verið í notkun í hraðfiskibátum með hældrifum en þær eru í öllum tilfell- um vélar sem ætlaðar hafa verið í skemmtibátum með notkun í um 200 vinnustundir á ári. Tölvustýrt eldsneytiskerfi Vélin er útbúin háþróuðu tölvu- stýrðu (ECU), vökvaknúnu elds- neytiskerfi með beinni innspýtingu. Kerfið er tengt við átta þreifara, sem stöðugt fylgjast með afköstum og álagi. Kerfið athugar eldsneytis- gjöf, kambásstöð, opnunarþrýsting á eldsneytislokum, forþjöppuþrýst- ing, smurolíuhita og þrýsting, kæli- vatnshita, lofthita og þrýsting í vélarrúmi og bakþrýsting á út- blæstri. Tölvan ákveður nákvæmlega rétt magn af eldsneyti, innsprautunar- tíma fyrir hvern strokk og opnunar- þrýsting eldsneytisloka. Þetta tryggir fullkominn brana, hámarks nýtingu á afli og eldsneyti og lág- marks mengun. Minni hávaði og mengun Stjórnkerfi (ECU) sendir boð til þrýstiloka sem heldur uppi þrýstingi á D Tronic vökvakerfinu, 450- 3.000 bar. Vökvakerfið heldur þrýstingi á hverjum eldsneytisloka. Óflugur stimpill í eldsneytislokum margfaldar þi-ýsting vökvakerfis sjö sinnum og yfirfærir í opnunarþrýst- ing fyrir eldsneyti. Opnunarþrýst- ingur getur orðið allt að 21.000 bar t.d. í kaldstarti. Án nokkurra vél- rænna takmarkana er stillingu vél- arinnar stjómað mjög nákvæmlega með tilliti til álags. Þetta leiðir til aukins afls, léttara er að ræsa vél- ina, hávaði og mengun er minni, og nýtni er betri. um til að halda fiskiskipum á floti, ella mundi vart borga sig að gera þau út. FAO áætlar að árlegir styrkir opinberra aðila til sjávarútvegs nemi rúmlega 50 milljörðum Banda- ríkjadala. Nærtækt dæmi er að fyr- irtæki norska sægreifans, Kjell Inge Rokke, Resource Group Internat- ional, hefur fengið sem nemur þremur milljörðum íslenskra króna í beina styrki eða tryggingar fyrir lánum til smíði nýrra skipa. Menn verða ríkir af minna. Aðrar helstu kröfur þessara um- hverfisverndarsamtaka eru að rannsóknir á fiskstofnum séu full- nægjandi; meðal annars, að komið verði í veg fyrir brottkast afla; að kjörhæfni veiðarfæra verði aukin og þar með dregið úr óæskilegum meðafla, og að varúðarreglan liggi til grundvallar fískveiðistjórnun. íslenskur sjávarútvegur þarf ekki að óttast slíkar kröfur. íslendingar eiga að færa sér í nyt óskir almennings í Evrópu um að fiskvörur - líkt og margir aðrir vöruflokkar - séu auðkenndar sem vistvænar samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli. Augljóslega geta íslenskir útgerðarmenn tekið undir kröfur umhverfisverndar- sinna um að opinberir styrkir til sjávarútvegs verði lagðir af. í því samhengi væri þeim í raun styrkur af að geta bent á að þeir borgi gjald fyrir aðgang að auðlindinni, sem kosti rannsóknir, opinbera stjórn- sýslu og allt eftirlit með veiðum. Rannsóknir og stjórnun veiða eru hér betur á veg komnar en víða annars staðar, en það gefur Islend- ingum forskot á aðrar þjóðir. Þau vandamál sem við er að glíma, t.d. brottkast afla, of mikil veiðigeta, meðafli og stjórnleysi úthafsveiða, þarf að leysa með markvissri vinnu til framtíðar. Framtíðarstefnu sem verður að vinna á forsendum umhverfisvernd- arsjónarmiða. 1) Sjá grein Observer „The rape of the Oceans" 2. apríl 1995 2) Net Loss: Fish, Jobs and the Marine Environ- ment, Peter Weber, World Watch Paper nr. 120, Washington 1994. 3) Fiskveiðideild FAO, Rome 1994. Chris New- ton. Höfundur starfar sjálfstætt að umhverfisvernd. m sölu Grásleppuleyfi Til sölu nýtt grásleppuúthald og 6 tonna grá- sleppuleyfi. Upplýsingar í síma 421 1522 eftir kl. 20.00. KVtilTABANKINN Kvótabankinn óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla. Þakkar samstarfið á árinu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. BÁTAR-SKIP Jóhannes ívar ÍS-193 1 • •: i ■ ■ ' , "•• 1 k • I T ... | 1 % |a 1 ggll Til sölu er Jóhannes ívar ÍS-193, sem er 26,36 m stálbátur, smíðaður í Noregi 1968, með 715 hestafla Caterpillar aðalvél frá 1988. Báturinn selst með veiðileyfi og öllum afla- hlutdeildum. Aflamark fiskveiðiársins ’96/’97 var eftirfarandi: Þorskur 205 tn, ýsa 41 tn, ufsi 156 tn, karfi 16 tn, steinbítur 68 tn, skarkoli 1 tn og langlúra 5 tn. Dröfn SI-167 Til sölu er Dröfn SI-167, sem er 15 m eikar- bátur, smíðaður á Akureyri 1964 með 184 hestafla Scania Vabis aðalvél, árg. 1984. Báturinn selst með veiðileyfi en án aflahlut- deilda. LM skipamiðlun fFriðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, sími 562 1018.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.