Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 18.12.1996, Side 8
11 MlPJiL FOLK MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER1996 GLÍMT VIÐ VÍRANA • ÞAÐ geta verið mörg handtök- af báðum tromlunum og nýr sett- SH standa i ströngu í glimunni inþegar800faðmavirertekinn ur i staðinn. Skipveijar á Klakki viðvirana. Utlendingar vilja komast inn í sölunet Islendinga ^^^■■■■■■■■■^■■■■B ÁHUGI útlendinga hefur stóraukist á a*•"^ því að komast inn í sölunet íslensku MjOg jakvæð prouil fisksölufyrirtækjanna. Samkvæmt nA rnfi'H i\cr TQ upplýsingum Morgunblaðsins hefur dU Illdtl Oll ug io orðjð vart við þennan aukna áhuga á undanfömum tveimur til þremur árum og að mati forsvarsmanna SH og IS á sú eftirspurn enn eftir að aukast á næstu árum. Þeir telja að um jákvæða þróun sé að ræða og segja að fisksölufyrirtækin muni i framtíðinni gefa þessu aukinn gaum. „Erlendir framleiðendur hafa greini- lega tekið eftir styrk íslensku sölusam- takanna og við hjá SH höfum rækilega orðið varir við það að einstaka fram- leiðendur, sjálfstæðir vinnsluaðilar er- lendis í fiski, hafa sýnt því áhuga að koma í samstarf við okkur og fá þá í fyrsta lagi að vinna með okkur og í öðru lagi að vinna hugsanlega undir vörumerkjum okkar ef við heimilum slíkt. Við teljum mjög eðlilegt ef útlend- ingar vilja nýta sölukerfið okkar. Við teljum þessa þróun vera mjög eðlilega og sýna styrk okkar sölusamtaka um leið og hún eflir þau enn meir,“ segir Gylfi Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri markaðsmála hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Leiðirtll aukins markaðsstyrks Aðspurður um hvort aukin sala fyrir erlend samkeppnisfyrirtæki, kæmi hugs- anlega ekki í bakið á okkur sjálfum, svarar Gylfi Þór, þvert á móti. „Aukin velta gefur styrk á markaðnum og því meira sem við höfum yfir framboðinu að segja, því betri líkur eru á því að við getum stýrt verði að einhveiju ieyti og haft áhrif á þróunina þó svo að við séum síður en svo allsráðandi. Fer ekkl framhjð nelnum En því stærri sem við erum, því betur getum við haft áhrif á atburða- rásina. Þess vegna er það tvímælalaust styrkur fyrir Islendinga ef erlendir aðilar eru tilbúnir til samstarfs, en beygja sig um leið undir þær ieikreglur og vinnubrögð, sem að við erum búnir að koma okkur upp og erum orðnir þekktir fyrir á alþjóðamarkaði, með okkar sölukerfi, gæðaeftirliti og stöðl- uðu afurðum. Sölustarfsemi SH hjá sex öflugum dótturfyrirtækjum og verk- smiðjurekstur í tveimur löndum fer ekki framhjá neinum, sem er í fisk- framleiðslu eða tengist alþjóðaviðskipt- um með fiskafurðir." 20°h framlelðslunnar fara fram erlendis Gylfi Þór segir ásókn frá útlending- um í sölunet SH hafa verið þekkt um nokkum tíma, en áberandi mikla síð- ustu þijú árin enda hafi allt viðskipta- umhverfi verið að breytast mjög mikið að undanfömu og SH unnið markvisst að því að ná til erlendra framleiðenda og auka framboð og veltu í sölukerf- inu. Hann vildi ekki tjá sig um það hvaða erlendu vinnsluaðila væri um að ræða, en sagði að 20% af heildar- framleiðslu Sölumiðstöðvarinnar færi fram erlendis. Erlend sambönd hafa stóraukist „Þetta er framleiðsla, sem er á veg- um framleiðenda, sem gert hafa sam- starfssamninga við Sölumiðstöðina er- lendis. Þetta em vinnsluaðilar í þeim löndum þar sem fiskvinnsla og fiskiðn- aður er á háu stigi eða í löndum þar sem vinnslan er ekki þróuð og SH veit- ir tæknilega aðstoð auk sölustarfsem- innar. Þessi erlendu sambönd hafa stóraukist á síðustu þremur árum, en stærstur hluti af því, sem við erum að selja fyrir erlend fyrirtæki, em sjófryst- ar afurðir. Við emm í samstarfi við togaraútgerðir, m.a. Mecklenburger Hochseefisherei, sem ÚA á meirihlut- ann í, og á þessu ári er landfrysting erlendis líka að koma til skjalanna og er að aukast. Þetta er mjög jákvæð þróun og styrkir tvímælalaust fram- leiðendur SH á íslandi og markaðs- starf á afurðum héðan að heiman." Þetta verður framtíðarverkefnl Sæmundur Guðmundsson, aðstoðar- forstjóri hjá íslenskum sjávarafurðum hf., tekur í sama streng og Gylfi Þór og segir útlendinga ásælast orðið sölu- netið, sem í sjálfu sér þeir telja til mikilla verðmæta. „Við emm aðallega með tvo erlenda framleiðendur á okkar snæmm, annan á Kamtsjatka og hinn í Namibíu. „Á báðum þessum stöðum em menn fyrst og fremst að leita eftir þekkingu til að geta framleitt góða vöm og selja hana síðan í gegnum það sölunet, sem við emm með. Við höfum hinsvegar ekki komist yfir meira enda felst mik- il vinna í gerð samninga við fram- leiðsluaðila erlendis, en ég er samt viss um að við eigum eftir að gera meira af þvi og að þetta verði framtíðarverk- efni hjá okkur. Eftir því sem sölunetið verður þéttara, þeim mun áhugaverð- ara þykir mönnum þetta enda emm við komnir með söluskrifstofur á öllum helstu mörkuðum." Samtvlnnaðir þættlr Aðspurður um þennan mikla áhuga gagnvart íslenskum físksölufyrirtækj- um, sagði Sæmundur að eflaust ættu þar nokkrir samtvinnaðir þættir hlut að máli. „Kannski er það vegna þess að íslendingar lifa og hrærast í fiski. ímyndin er tvímælalaust góð og útlend- ingum þykir mjög einkennilegt að svo lítil þj/A^ geti byggt þetta stóra eyju, eins og hér er, og geti klárað málið þannig að hér sé lífvænlegt, þrátt fyrir að hafa fisk. Einnig hlýtur sú staðreynd að vega þungt að við emm litlir og munum engan gleypa. Það skiptir gífur- lega miklu máli fyrir erlendu aðilana. Heildarvelta ÍS á þessu ári stefnir í 20 milljarða króna, að sögn Sæmund- ar. Þar af nemur framleiðsla erlendis fimm til sex milljörðum eða rúmum 25% af heildarveltu ÍS. Breytingar á mannahaldi ÍS • FRIÐRIK Sigvrðsson hef- ur tekið við sem yfirmaður þróunarsviðs íslenskra sjáv- arafurða hf., en því starfi gegndi áður Guðbrandur Sigurðsson, sem tekið hef- ur við for- stjórastöðu Utgerðarfé- lags Akur- eyringa. Friðrik, sem er 39 ára að aldri, er sjávarlíf- fræðingur frá háskólanum í Þrándheimi í Noregi. Hann var framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra fiskeldis- stöðva 1986-90, laxeldisfyr- irtækisins ÍSNÓ 1991-92 og Kísiliðjunnar við Mývatn 1992-94. Hann hóf störf hjá ÍS haustið 1995. HELGI Krisljánsson hefur nú flutt sig um set innan ÍS og starfar nú á þróunarsviði fyrirtækisins sem sinnir ýms- um verkefnum erlendis, en þar til í maí sl. sá hann um sjó- frystingu á vegum ÍS. Eftir að hafa lokið námi frá Sjó- mannaskólanum 22 ára að aldri gerðist hann skipstjóri og hefur starfað á mörgum togurum, m.a. einum stærsta Friðrik Sigurðsson Helgi Kristjánsson Guðni Jónsson og best útbúna sjófrystitogara flotans. Auk þess hefur hann starfað sem framkvæmda- stjóri hjá Sjólastöðinni hf. í Hafnarfirði. Helgi er 42 ára að aldri og hefur að auki bætt við sig námi frá Tækniskóla íslands. Helgi hefur starfað hjá ÍS frá árinu 1994 og hefur síðan þá varið mikhim tíma í Namibíu þar sem ÍS er með starfsemi. Einnig hefur hann ferðast til annarra landa þar sem óskað hefur verið eftir mati á aðstæðum. GUÐNI Jónsson hefur tekið við framkvæmdastjóm sölu- skrifstofu ÍS í Hamborg af Helga Sigurðssyni, sem kom- inn er heim og tekinn við starfi starfsmannastjóra og kynn- ingarfulltrúa ÍS. Guðni er 43 ára að aldri. Eftir að hafa út- skrifast frá Fiskvinnsluskól- anum, vann hann sem fram- leiðslustjóri hjá nokkrum físk- vinnsluhúsum og var m.a. framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Grundarfjarðar hf. 1981-89. Frá 1989 og þangað til hann fluttist til Hamborgar fyrr á þessu ári, vann hann sem sölustjóri ÍS í Hessle í Englandi, en sú skrifstofa sér um markaðina í Englandi og Irlandi. Söngnr, sund og skíði • HILMAR Guðmundsson, sölustjóri Sæplasts innanlands, er fæddur og uppalinn á Dal- vík, en hann er kynntur í nýj- asta frátta- bréfí fyrir- tækisins. Hann hóf störf hjá Sæ- plasti haustið 1985 en segja má að hann eigi tvö líf hjá fyrirtækinu, fyrst sem starfsmaður við framleiðsluna en síðan sneri hann aftur eftir námshlé til að taka að sér núverandi starf. „Til að byija með var ég í eitt ár hjá Sæplasti. Þá hóf ég nám við Verkmenntaskólann á Akureyri en vann af og til hjá fyrirtækinu með skólanum til vorsins 1990. Eftirþað vann ég í rúmt ár hjá Bifreiðaverk- stæði Dalvíkur en haustið 1991 hóf ég nám við Sam- vinnuháskólann á Bifröst. Þaðan útskrifaðist ég sem rekstrarfræðingur vorið 1993. I byijun október það sama ár kom ég síðan til Sæplasts og tók við stöðu sölustjóra innan- lands,“ segir Hilmar. Eins og starfsheitið bendir til heyra öll sölumál á innanlands- markaði undir Hilmar, hvort sem um er að ræða vöru til sjávarút- vegs eða byggingariðnaðar. Aðspurður um frístundir og áhugamál nefnir Hilmar fyrst til sögunnar söng með Karla- kór Dalvíkur. Einnig starfar hann á öðrum vettvangi tónlist- arinnar, með svokölluðum Draumadúett, ásamt Friðriki Vilhelmssyni, starfsfélaga sín- um. „Ég fer líka mikið á skíði á veturna. Ég keppti á skíðum þegar ég var yngri og hef setið 5 stjórn Skíðafélags Dalvíkur. Svo má nefna að ég fer í sund á morgnana," segir hann. Hilmar er kvæntur Kristinu Björk Þórsdóttur frá Akri í Eyjafjarðarsveit og eiga þau von á sínu fyrsta barni innan skamms. Hilmar Guðmundsson Konunglegt humarragú NÚ líður nær jólum og því ekki úr vegi að fara að huga að yúffengum forréttum úr fískmeti hér í þessu matar- horni. Verið komst yfir uppskrift af humarrétti, sem talinn er vera hið mesta lostæti og sæma sér mun á hvaða veisluborði sem er. Réttinn köllum við einfaldlega „konunglegt hum- arragú", en í hann þarf: 500 g skelflettan humar 1 stk. lauk, smátt saxaðan 3 hvítlauksrif, pressuð 1 papriku, saxaða 6 sveppi 1/4 lítra rjónia hvitvins- eða koniaksskvettu ögn af salti, karrý, paprikudufti og pipar smjör til steikingar Smjörið hitað á pönnu, má ekki brenna. Laukur, papr- ika og sveppir Iátið krauma í snyörinu. Humarkjötinu, sem hefur verið þerrað vel, er bætt á pönnuna. Vínið sett í. Ef notað er koníak, þá má kveilqa i þvi strax þegar því hefur verið bætt út á. Kjómanum er nú bætt i og allt látið sjóða í eina til tvær mínútur. Ilumarinn er þá tekinn af pönnunni og sósan látin sjóða þar tál hún fer að þykkna, þá er humrinum bætt i og rétturinn borinn fram. Með þessu eru borin fram hrísgrjón og ristað brauð og drykkur við hæfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.