Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.1996, Page 1
BLAÐ ALL R A LANDSMANNA fHflírgiwroMafoifo D 1996 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER BLAD Sean Dundee orðinn þýskur ríkisborgari SEAN Dundee, sem fæddur er í Suður-Afríku og leikur með Karlsruhe í þýsku deildinni í knatt- spyrnu, fékk í gær þýskan ríkisborgararétt. Dundee hefur verið iðinn að skora í vetur og er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Mál hans fékk hraða afgreiðslu í innanríkisráðuneytinu því venjulega þurfa menn að hafa búið í Þýskalandi í áratug til að fá ríkisborgararétt en hann hefur aðeins búið þar í fjögur ár. Stjórnvöld í Suður-Afr- íku voru óánægð með að hann væri að sækja um þessi réttindi og sögðu hann snúa baki við föður- landi sínu. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýska- lands, lagði áherslu á að málinu yrði hraðað og var það gert. Það voru fleiri sem höfðu áhuga á hinum 23 ára gamla sóknarmanni því Mick Mc- Carthy, þjálfari íra, komst að því að amma og afi Dundees voru írsk. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Kristinn Biörnsson var með betri millitíma en AlbertoTomba Ánægður, en einnig vonsvikinn Kristinn Bjömsson keppti í svigi heimsbikarsins í Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær. Hann hafði rásnúmer 63 af 67 keppendum. „Eg keyrði mjög vel og millitími minn var aðeins 0,18 sekúndum lakari en Sieg- fried Vogelreiters, sem var með besta tímann eftir fyrri umferð. Og milli- tími minn var betri en hjá sjálfum Alberto Tomba. En þegar ég átti þijú hlið eftir og sá markið fyrir framan mig missti ég aðeins einbeit- inguna og fór út úr brautinni. Ég var líka orðinn mjög þreyttur. Þjálf- arinn minn fullyrti að ég hefði náð einum af tíu bestu tímunum hefði ég náð að komast þessi þijú hlið. Ég er mjög ánægður, en um leið vonsvikinn yfír að ná ekki að kom- ast í mark,“ sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þessi árangur gæfi sér enn meira sjálfstraust og sýndi að hann er kominn í fremstu röð. „Á góðum degi á ég að geta staðið í þessum stóru nöfnum. Ég keyri alltaf á fullu og það hlýtur að koma að því að allt smelli saman hjá mér. Það hefur gengið mjög vel hjá mér það sem af er, mun betur en ég átti von á. Ég bjóst við að ég kæmi ekki upp fyrr en eftir áramót, sérstaklega eftir að hafa átt í meiðslum. Þetta lofar mjög góðu,“ sagði hann. Kristinn sagðist ánægður með þá aðstöðu sem hann og Amór Gunnars- son byggju við. Þeir hafa í vetur æft með fínnska landsliðinu sem er með tvo þjálfara. „Við eram fimm í hópn- um og mér líst vel á þjálfarana. Við höfum eingöngu æft svig og við ætl- um að einbeita okkur að því í vetur.“ Kristinn og Amór koma heim í dag, en fara aftur utan 2. janúar. Kristinn keppir í svigi heimsbikarsins í Kranjska Gora í Slóveníu 5. janúar. Reuter Skídakóngurinn er mættur til leiks SKÍÐAKÓNGURINN Alberto Tomba hóf keppnistímabilið í gær og þá fylltust brekkurnar af áhorfendum. Hann náði áttunda besta tímanum í fyrri umferð svigslns sem fram fór í Ma- donna de Camplglio á Ítalíu, en náði síðan besta tímanum í síðari umferð og endaði í öðru sæti. ■ Sykora bestur / D2 KORFUKNATTLEIKUR Hrannar rekinn frá Njarð- vík - Ástþór tekur við Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur ákvað í gær að leysa Hrannar Hóim, þjálfara meistaraflokks karla, frá störfum og í framhaldi að því var Ástþór Ingason, einn leikmanna liðsins, ráðinn í hans stað. Ástæðan fyrir uppsögninni er „að árangur liðsins hefur ekki verið samkvæmt þeim væntingum sem stjórnin gerði í upphafi tímabils- ins,“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá UMFN í gær. Gunnar Þorvarðarson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar, sagði það alltaf leiðinlegt að standa í svona löguðu. „Við vorum ekki ánægðir með gengi liðsins og því varð það úr að skipta um þjálfara. Ástþór hefur verið aðstoðarþjálfari Hrannars í vetur og við þekkjum hann vel. Hann hefur verið viðloð- andi liðið meira og minna í tíu ár. Við treystum honum fullkomlega í þetta verkefni. Samningur hans er fram til vorsins," sagði Gunnar. „Það er greinilegt að stjórnin er búin að fínna ástæðu þess að við unnum ekki alla leikina,“ sagði Hrannar þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. „Ég er auðvitað svekktur að hafa verið rekinn. Ég taldi okkur ekki í nein- um sérstökum vandræðum. Við erum á svipuðum stað í stigatöfl- unni og gert var ráð fyrir í upp- hafi móts. Ég hefði að sjálfsögðu viljað sigra í fleiri leikjum og tek vissulega ákveðna ábyrgð á því að við gerðum það ekki. Svekktastur er ég yfir því að tapa fyrir KR í bikarnum, en það var eins stigs tap á útivelli í leik þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var. í næsta leik á eftir, gegn ÍA, voru menn enn í sárum.“ „Stjórnin vill að við sigrum í öllum leikjum og margir halda að það sé nóg að heita Njarðvík til að vinna allt. Þetta er dálítið furðu- legt þar sem Njarðvíkingar misstu bæði Teit og Rondey fyrir tímabil- ið og þar áður Val Ingimundarson og Isak Tómasson. Ég verð að segja að það hefur verið erfitt að vera Keflvíkingur að þjálfa Njarð- Ástþór Hrannar vík og ég sé mest eftir því að hafa látið það hafa áhrif á mig,“ sagði Hrannar. „Ég vona bara liðsins vegna að þetta hafi verið það sem þurfti til að liðinu gangi betur og ég óska því alls hins besta,“ sagði Hrannar. Hann sagðist nú ætla að taka það rólega fram yfir áramót og hvað tæki þá við vissi hann ekki. Hann benti þó á að það hefðu bæði betri og frægari þjálfarar en hann verið reknir og hann væri því kominn í hóp góðra manna. j KNATTSPYRNA: LIVERPOOL Á TOPPINN í ENGLANDI / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.