Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1996 D 3 ÍÞRÓTTIR Reuter :ur í stigakeppninni í svigi eftir rs í sviginu á Ítalíu í gær. HNEFALEIKAR Golota tapaði aftur Pólski hnefaleikakappinn Andrew Golota var með unn- inn bardaga gegn Bandaríkjamann- inum Riddick Bowe um helgina en í níundu lotu sá dómari leiksins sér ekki annað fært en dæma Golota úr keppni þar sem hann sló Bowe ítrekað undir beltisstað. Þetta var annar bardagi þeirra á fimm mán- uðum en þeir áttust við 11. júlí og þá hafði Golota einnig yfirburði en var dæmdur úr keppni vegna högga undir beltisstað. Strax í annarri lotu var dregið stig af Golota fyrir að skalla Bowe og í þeirri fjórðu missti hann annað stig fyrir að slá Bandaríkjamanninn undir beltisstað og hann endurtók leikinn þegar 2 mínútur og 58 sek- úndur voru liðnar af níundu lotu og þá stöðvaði dómarinn bardagann og dæmdi Bowe sigur. „Hann fékk aðvörun og ég dró af honum stig fyrr í bardaganum, bæði fyrir að skalla mótherja sinn og einnig fyrir að slá hann undir beltisstað. Þegar hann gerðist brotlegur við reglurnar í þriðja sinn var ekki um neitt ann- að að ræða en dæma Bowe sigur- inn,“ sagði Eddie Cotton dómari. Bardaginn var fjörugur og áhorf- Reuter HUGAÐ að Bowe eftir að hann féll í gólfið í níundu lotu. Bowe var dæmdur sig- ur stuttu síðar. endur fengu mikið fyrir peninginn. Golota, sem er 28 ára gamall, lamdi Bowe tvisvar í gólfið og sjálfur lá hann einu sinni eftir þung högg Bandaríkjamannsins og er þetta í fyrsta sinn sem hann er laminn í gólfið. Með sigrinum bætti Bowe enn árangur sinn, hefur sigrað 40 sinnum en aðeins tapað einu sinni. Golota hefur hins vegar sigraði í 28 viðureignum og tapað tvívegis, í bæði skiptin fyrir að lemja undir beltisstað á Bowe. Eftir að Bowe fór í gólfið í fyrra skiptið hélt Golota áfram að lemja á honum en sjálfur fékk hann skurð á augabrún. I fjórðu lotu náði Bowe góðum höggum þannig að Pólveij- inn féll í gólfið. Hann var fljótur á fætur aftur, réðist að Bowe og tók til við að lemja hann undir beltis- stað þannig að Bowe féll í gólfið. Dómarinn tók stig af Golota og Bowe var um eina mínútu að jafna sig, en hefði mátt taka sér fimm mínútna hvíld. Eftir fjórðu lotu sagði Lou Duva, þjálfari Golota við hann. „Þú átt ekki að slá hann í líkamann. Öll högg eiga að lenda á höfði hans.“ Bowe virtist þreyttur í fimmtu lotu og Golota náði nokkrum góðum höggum á hann og um tíma virtist sem Bowe ætti erfitt með að standa í fæturna. En það kom ekki að sök því enn á ný var það Golota sem sló sjálfan sig út úr keppninni. >n og lærisveinaríWallau/Massenheim að stöðva Lemgo? ryggis- ifanir nheim við vorum einum leikmanni færri fengum við á okkur tvö mörk, við misstum örugga forustu, 30:26, nið- ur í 30:29. Þar sem sigur okkar var aðeins eitt mark, var ákveðið að leikurinn færi fram á ný,“ sagði Kristján. Kristján sagði að það væri mjög þýðingarmikið fyrir Wallau að leggja Lemgo að velli. „Með sigri förum við upp í annað sætið, ef við töpum er Lemgo komið með aðra hönd á meistaratitilinn. Við værum þá níu stigum á eftir Lemgo." Lemgo er með fullt hús stiga, 22 stig eftir ellefu leiki. Leikmenn liðs- ins hafa tekið stefnuna á að bæta met Essen, sem náði 27 stigum úr fjórtán leikjum - vann þrettán, gerði eitt jafntefli. Wallau/Massen- heim hefur leikið vel að undanförnu og hefur liðið ekki tapað sjö síðustu leikjum sínum. Mikili áhugi Kristján sagði að áhuginn væri mikill fyrir keppninni í 1. deild í Þýskalandi. „Áhuginn hefur aldrei verið meiri, enda leikir skemmtileg- ir. Þá leika flestir bestu handknatt- leiksmenn heims í deildinni. Uppselt er á flesta leiki, þannig að um þijú þúsund áhorfendur mæta á leikina að meðaltali og er stemmningin mikil. Þýska deildin er sú sterkasta, miklu sterkari en á Spáni, þar sem aðeins eru sex góð lið. Hér getur ekkert lið bókað sigur fyrirfram, svo jöfn eru þau.“ - Hvernig hafa íslensku landsliðs- mennirnir staðið sig? „Það hefur gengið upp og ofan hjá þeim. Héðinn Gilsson hefur ver- ið meiddur og lítið leikið með Fred- enbeck, sem er í fallbaráttu. Hann kom inná í leik liðsins í Grosswall- stad um helgina. Fredenbeck tap- KRISTJAIM Arason, þjálfarl Wallau/Massenheim, kann ýmis- legt fyrir sér í göldrum handboltans. Hann seglr að ekkert lið geti bókað slgur fyrirfram, svo jöfn eru liðin í þýsku deildinnl. aði, 33:25. Sigurður Bjarnason hefur verið frá vegna meiðsla í nára í tíu daga. Patrekur Jóhann- esson byijaði vel með Essen, dal- aði síðan. Hann náði að skora sjö mörk fyrir Essen gegn Flensborg, en Essen mátti þó þola tap á heimavelli, 24:27. Þar munaði mestu um að Tuyschkin lék ekki með, hann hefur verið potturinn og pannan í leik liðsins í vetur ásamt Stefan Hecker, markverði. Róbert Sighvatsson hefur staðið sig vel á línunni hjá Schutterwald, sem á erfitt uppdráttar eins og Fredenbeck. Bæði liðin komu upp úr 2. deild í fyrra og það er alltaf erfitt fyrir nýliða að aðlaga sig 1. deildarkeppninni. Ólafur, Dagur og Jason standa sig vel Kristján sagði að landsliðs- mennirnir þrír, sem leika í 2. deild, hafi staðið sig vel. „Valsaramir Ólafur Stefánsson og Dagur Sig- urðsson hafa náð sér vel á strik með Wuppertal, sem eru að beij- ast um 1. deildarsæti við Bad Schwartau og Rostock í norður- riðli 2. deildar. Jason Ólafsson hefur verið að gera góða hluti með Leutershausen í suðurriðlinum og hef ég trú á að liðið verði þar í efsta sæti. Aðeins Dutenhofen getur veitt Jason og félögum keppni.“ Kjaftshögg fyrlr IHF Þjóðveijar komust ekki í HM í Japan. Kristján sagði að það hafi verið þeim sjálfum að kenna. „Margir af bestu leikmönnum Þýskalands gáfu ekki kost á sér í landsliðið, en þeir gáfu ekki upp rétta ástæðu fyrir að þeir gæfu ekki kost á sér - að þeir vildu ekki leika undir stjórn Arno Ehret, landsliðsþjálfara. Heiner Brand hefur tekið við starfi Ehret, sem var látinn hætta eftir ófarirnar í undankeppni HM. Það var kjatfshögg fyrir IHF, alþjóða handknattleikssambandið, að þýska landliðið leikur ekki í heimsmeistarakeppninni. Með því verður sjónvarpsáhorfun frá HM ekki sú sama,“ sagði Kristján. Niederwiirzb..........12 17 Flensburg.............12 16 Wallau................11 15 Kiel..................12 15 Minden................12 15 Nettelstedt...........12 14 Grosswallst...........12 12 Essen.................12 11 Magdeburg.............12 11 Dormagen..............12 10 Gummersbach...........12 9 Rheinhausen...........12 9 Schutterwald..........12 6 Hameln................12 5 Fredenbeck............12 4 & Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin BASSI - lífshlaup Gunnars Huseby, af- reksmanns á heimsvísu, eftir Sig- urð Helgason. í kynningu kemur fram að lífshlaup Gunnars eða Bassa eins og hann var ætíð kall- aður hafi verið mjög stórbrotið. „Hann var glæsimenni sem þjóðin horfði til með stolti, enda fáir ís- lendingar hvorki fyrr né síðar sem náð hafa jafn langt og hann á íþróttasviðinu.“ Með hjálp samferðamanna Gunnars er greint frá lífs- hlaupi kúluvarp- arans. „Við kynnumst bernsku Gunn- ars í Vesturbæn- um, unglingsár- unum, vinunum, konunum í lífi hans, baráttunni við Bakkus og útigangslífinu. Þá er og gerð heildarúttekt á íþrótta- ferli þessa mesta íþróttamanns sem þjóðin hefur alið.“ Bókaútgáfan Reykholt er útgef- andi. Bókin er 156 blaðsíður, mynd- skreytt og með nafnaskrá. Verð hennar er 3.480 krónur. • ÍSLENSK knattspyrna 1996 er sextánda bókin eftir Víði Sig- urðsson, íþróttafréttamann á DV, í samnefndum bókaflokki sem hóf göngu sína 1981. „í bókinni er að finna tæmandi yfirlit yfir knatt- spyrnuna á íslandi á árinu 1996,“ segir í kynningu. „Henni er skipt niður í kafla þar sem ijallað er ítarlega um hveija deild fyrir . sig, mest um 1. deild, Sérstakir kaflar eru um bikarkeppni, deildabikar, Sigurðsson ynSr‘ flokka, landsleiki, Evr- ópuleiki og atvinnumennina. Frá 1985 hefur verið sérstakur kafli um sögu íslenskrar knatt- spyrnu. í þessari bók er 12. sögu- kaflinn og er fjallað um árið 1979. Litmyndir eru af öllum meistaralið- um í íslandsmóti og bikarkeppni og ennfremur stórar litmyndir af einstaklingum sem sköruðu fram úr á árinu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 176 bls. í stóru broti skreytt með um 220 myndum, þar a f 34 litmynd- um af liðum og einstaklingum. Verð hennar er kr. 3.950. • MEISTARAR í akstursíþrótt- um er ný bók, sú fyrsta sem gefin er út um akstursíþróttir hérlendis. Bókin er eftir Gunnlaug Rögn- valdsson og fjallar um torfæru- kappa, rall- akastur, vélsleða og kappakstur í máli og mynd- um. í bókinni eru 200 litmyndir úr akstursíþrótta- mótum hérlendis"f ásamt ítarlegum viðtölum við ís- landsmeistara Gunnlaugur síðustu ára og Rögn- keppendur sem valdsson hafa staðið í fremstu röð, m.a. við þá Árna Kópsson, Harald Pétursson, Gísla G. Jónsson, Guð- berg Guðbergsson og Rúnar Jóns- son, en 25 viðtöl eru við ökumenn í bókinni. Þá er fjallað um uppbygg- ingu torfærujeppa og spáð í fram- tíðina í akstursíþróttum hérlendis. _T Formula 1 kappakstur fær sess í bókinni með umíjöllun um heims- meistaralið Williams og ökumenn- ina Damon Hill og Michael Schu- macher. í bókinni er einnig upptaln- ing á íslandsmeisturum frá upphafi og úrslitum í íslandsmótinu gerð skil. ísmynd gefur út bókina. Verð f hennar er 2.900 krónur. Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.