Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1996, Blaðsíða 1
[BRANDARAR | [þrautírI [GÁTUR | [LEIKIRJ ifieimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1996 Penna- vinir Hæ, hæ Myndasögur Mogg- ans. Ég er 9 ára stelpa af Akra- nesi og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 8-13 ára. Það mega vera strákar og stelp- ur. Áhugamá! mín eru: Fótbolti, söngur og góð tónlist. Margrét Gunnarsdóttir Einigrund 9 300 Akranes Kæri Moggi! Ég vil biðja Höllu Tryggva- dóttur að senda mér heimilis- fangið sitt því ég hef týnt því. Þóra Ágústsdóttir Hlunnavogi 8 104 Reykjavík Halló Myndasögur. Ég heiti Ingunn og er 10 ára. Ég vil eignast pennavinkonu á aldrinum 10-12 ára (helst úti á landi). Áhugamál mín eru: Fót- bolti, badminton og fleira. Svara öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfí ef hægt er. Iiigiiuii D. Eiríksdóttir Reynigrund 43 300 Akranes Kæru Myndasögur. Ég óska eftir pennavinum, bæði strákum og stelpum, helst ekki úr Reykjavík. Hulda Ö. Atladóttir Hellisbraut 8b 380 Króksfjarðarnes Ég er 9 ára stelpa og mig lang- ar að eignast pennayinkonu á aldrinum 9-10 ára. Áhugamál: Allt mögulegt, til dæmis að teikna, lita og skrifa. Katrin E. Þorbjörnsdóttir Túngötu 19 625 Ólafsfjörður Kæri Moggi! Mig langar að eignast penna- vinkonu á aldrinum 10-11 ára. Sjálf er ég 10 ára. Áhugamál mín eru tónlist, hestar, handbolti og margt annað. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Kristbjörg Bjarnadóttir Tröðum, Staðarsveit 355 Snæfellsbær ^ X V v V v / ~*\~ $K\P A® ^ciöytvk un»A*< 'X4tMNösst«í«!*s>«wt/ ¦3WUH. &m(Nf**U , £Át)A / Skip að veiðum JÖKULL Bjarnason, 5 ára, fylgist vel með, sem sjá má á fallegu myndinni hans. Hann veit að við hér á íslandi erum háð lífinu í sjónum, fiskum, hákörlum, hvölum, kolkröbb- um, rækjum, humrum og hvaðeina. Flest stærri skip ís- lenska flotans veiða ýmist í nætur (nótaskip) eða troll (tog- arar), en minni skip og bátar leggja net (netabátar) og veiða á línu (svokallaðir línuabátar). Skip að veiðum undan ís- landsströndum, segir í texta Jökuls. Hafðu kærar þakkir fyrir, vinur. FRA SKÁLDUM BÖRNIN góð! Myndasögur Moggans kynna skáld og Ijóð. í dag er skáldið Matthías Johannessen (f. 1930). Ljóð fyrir börn Regnið lemur berskjölduð trén í garðinum, svo að þau svigna undan höggunum. Ég er stoltur afþessum trjám og hef lært af þeim að lifa. (Úr Mörg eru dags augu, 1972) Jón Sigurðsson Sómi Islands, sverð og skjöldur FYRIR tveimur árum var haldið upp á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins á Þingvöllum. Ég minnist þessarar hátíðar sem skipulagslausrar hátíðar. Ég var svo heppinn að kom- ast þangað en fjöldi fólks sat fastur í umferðinni í allt að 12 tíma. Ég minnist þess að Kvennakór Reykjavíkur söng nokkur lög, en mamma mín var einmitt í þeim kór. Fjöldi útlenskra þjóðhöfðingja var staddur þar ásamt Vigdísi Finnboga- dóttur, þáverandi forseta Islands. Á þeim tíma fannst mér lýð- veldið sjálfsagt og gerði ég mér ekki grein fyrir mikil- vægi þess og hve _ margir höfðu lagt hönd á plóg við — að gera íslend- inga að sjálf- — stæðri þjóð. Það var því ánægjulegt að f á þetta verkefni vegna þess að þá neyddist ég til að kynna mér sögu Jóns Sigurðssonar og byrj- aði að gera mér grein fyrir vinnunni á bak við íslenska lýðveldið. Margar bækur hafa verið skrifaðar um Jón Sigurðsson og er útilokað að fjalla um þær allar. Því hef ég ákveðið að fjalla um það sem mér finnst mest spennandi, það er að segja uppvaxtar- og unglingsár hans og svo sjálfstæðisbaráttuna. njúní 1811fæddistá Hrafnseyri við Arn- arfjörð þeim hjónum • Sigurði Jónssyni og Þórdísi Jónsdóttur presthjónum son- urinn Jón Sigurðsson. Fullvíst er að hann hafi stundað venjuleg sveita- störf og auk þess sjóróðra. Ekki eru til margar sögur um Jón á æsku- og unglingsárum, en ein stendur þó upp úr því hún sýnir hugrekki og sjálfsöryggi Jóns á þessum tíma. Á fermingaraldri var Jón látinn róa til sjós á báti föður síns í verstöð sem heitir Bás á milli Amarfjarðar og Tálknafjarðar. Eftir fyrsta róðurinn fóru skipverjar að skipta á milli sín aflanum eins og þá tíðkaðist. Form- aðurinn sagði þá að Jón ætti aðeins að f á hálfan hlut á við aðra skip- verja. Það var algengt þá að strákar Hér birtist ritgerð eftir 13 ára pilt, Birki Jó- hannsson, nema í Hvassaleitisskóla, um mann sem allir íslend- ingar verða að kunna nokkur skil á. Hann átti hvað mestan þátt í, að íslendingar fengu sjálf- stæði á ný eftir mörg hundruð ára erlenda _______stjórn._______ fengju aðeins hálfan hlut og voru því kallaðir hálfdrættingar. Jón sagð- ist hafa unnið fyrir heilum hlut ekki síður en hinir hásetarnir, og svo lauk að formaðurinn féllst á að hann fengi heilan hlut eins og fullorðinn maður. Þetta sýnir hvað réttlætiskennd hans var sterk og hvað hann var fylginn sér, en þessir per- sónuleíkaþættir einkenndu hann einmitt í sjálf- stæðisbaráttunni. Snemma bar á námslöngun hjá Jóni og á ungl- ingsárum skrifaði hann upp alman- ök fyrir sveitunga sína. Séra Sigurð- ur ákvað að mennta skyldi son sinn. Aðeins einn menntaskóli var þá á landinu og _ stóð sá skóli á Bessastöðum. - Bæði er langt að fara til Bessa- ~ staða frá Hrafns- eyri og einnig var Sigurður vel að sér. Hann brá því á það ráð að kenna syni sín- um sjálfur allar þær námsgreinar sem kenndar voru til stúd- entsprófs, latínu, latneskan stíl, grísku, dönsku, danskan stíl, íslenskan stíl, hebr- esku, biblíufræði, trú- arbragðafræði, sögu, landafræði, rúmfræði og algebru. Þegar Sigurður taldi Jón haf a lært til hlítar árið 1829, sendi hann Jón til Reykjavíkur til að taka stúdentspróf. Þá hafði dóm- kirkjupresturinn 1 Reykjavík leyfi til að útskrifa stúdenta enda hafði hann kennt lengi við menntaskóla í Dan- mörku. Dómkirkjuprestur spurði Jón út úr í nokkra daga og útskrif aði hann með afburðalofi. Eftir það stundaði Jón skrifstofustörf í Reykja- vík, lengst af hjá Steingrími Jóns- syni biskupi. Átti biskup mjög gott bóka- og handritasafn sem Jón fékk að nota að vild. Af þessum bókum fræddist hann um sögu íslands sem kom honum til hjálpar seinna í lífinu. Jón bjó hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni, á meðan hann bjó í Reykjavík og kynntist hann þá heimasætunni í húsinu, Ingibjörgu Einarsdóttur. Þau kynni leiddu til þess að þau Jón bundust heitum áður en hann sigldi til Kaupmanna- hafnar árið 1833 í þeim tilgangi að leggja stund á málfræði og sögu í háskólanum þar. Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.