Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1996, Blaðsíða 1
SENPIRÁÐ Aukin verkefni fyrir fyrirtæki /3 FLUTNINGAR Samskip sækja á erlendis /4 _______FJÁRIVIÁL Hvar verður ávöxt- un best 1997? /6 JltwgpttiiUbifeifr Opin kerfi OPIN kerfi hafa keypt 64,5% hlutafjár í alnetsfyrirtækinu Miðheimum hf. og 30% í hugbún- aðarfyrirtækinu Þróun ehf. Gagnaflutningar, dótturfyrirtæki Opinna kerfa, verða hugsanlega sameinaðir Miðheimum í kjölfar kaupanna. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. /2 SÍF HAGNAÐUR SÍF hf. og dótturfé- laga þess nam alls um 70 milljón- um fyrstu níu mánuði ársins, en var á sama timabili í fyrra alls um 114 milljónir. Horfur eru hins vegar góðar um afkomu síðustu þriggja mánaða ársins, þannig að búist er við að afkoman á árinu í heild verði svipuð og í fyrra. /2 Flugleidir FLUGLEIÐIR og bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hafa gert með sér samkomulag um markaðssamstarf til reynslu í ferðum milli Cleveland og áfangastaða Flugleiða í Evrópu um Baltimore-flugvöll. Southwest Airlines er fimmta stærsta flug- félag Bandaríkjanna og nær áætlunarkerfi félagsins til 49 borga innanlands þar i landi. /2 SÖLUGENGIDOLLARS OSSUR Ur rekstri ÖSSURAR hf. árin 1992-1996 1992 1993 1994 1995 1996 ian.-okt. Hagnaður jan.-okt. Eigið fé oktúber Eiginf járhlutfall október Veltufé frá rekstri Milljónir króna jan.-okt. Össur hf. með skuldabréfaútboð Veltan þre- faldaðist á fjóruni árum STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Össur hf. hefur efnt til skuldabréfaútboðs í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Tilgangur þess er að fjármagna stór- aukin umsvif fyrirtækisins vegna mikillar eftirspurnar eftir fram- leiðsluvörum þess á síðustu misser- um og þróunarstarf. Heildarfjárhæð útboðsins er 75 milljónir króna. Um er að ræða vaxtagreiðslubréf með föstum 7,10% vöxtum. Þau eru verðtryggð með visitölu neysluverðs og eru vaxtagjalddagar tvisvar á ári. Höfuðstóll verður greiddur í einu lagi 1. desember árið 2001. Hagnaður nam 31 milljón fyrstu tíu mánuðina Össur hannar og framleiðir hjálp- argögn, íhluti og stoðtæki fyrir hreyfihamlaða. Frá árinu 1984 hefur það verið lokað einkafyrirtæki en þá komst það í meirihlutaeign Össur- ar Kristjánssonar. Vegna skulda- bréfaútboðsins hefur það nú í fyrsta sinn birt ýtarlegar upplýsingar um rekstur og efnahag og kemur þar m.a. í ljós að veltan hefur rúmlega þrefaldast frá árinu 1992 eða úr 179 milljónum króna í 547 milljónir í ár og er þá aðeins miðað við veltu fyrstu tíu mánaðanna. Hagnaður Össurar hf. nam 31 milljón króna fyrstu tíu mánuði þessa árs en allt árið í fyrra nam hann 39 milljónum. Hagnaður sem hlutfall af tekjum virðist þó hafa dregist saman á þessu ári, var 6% fyrstu tíu mánuðina en var 9% á árunum 1993-95. Að sögn Jóns Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Össurar hf., má rekja skýringuna til mikils kostnaðar vegna þróunar en allur kostnaður vegna hennar er gjaldfærður en ekki eignfærður. Góð salaálCEXí Bandaríkjunum Jón segir að tilgangurinn með skuldabréfaútboðinu sé sá að fjár- magna hina miklu uppbyggingu, sem fyrirtækið hafi ráðist í á síðast- liðnum misserum. „Mikil spurn er eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins og við höfum þurft að fjárfesta í búnaði og tækjum til að mæta henni. ICEX búnaður okkar var settur á markað í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og viðtökur voru betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. A þessum mánuði höfum við selt ICEX búnað í Bandaríkjunum fyrir um sjö milljónir króna. Með ICEX er hægt að búa til harða hulsu á gervifót á innan við klukkustund og höfum við sótt um alheimseinkaleyfi fyrir vör- una. Þá erum við einnig með mörg þróunarverkefni í gangi, sem eru dýr og tímafrek, og er tilgangurinn með útboðinu einnig sá að fjármagna þau að hluta,“ segir Jón. Össur hf. hefur margsinnis verið tilnefnt til verðlauna og hlotið þau vegna framleiðslu sinnar. Nú síðast hefur fyrirtækið verið tilnefnt til hönnunarverðlauna Evrópusam- bandsins árið 1996 fyrir ICEX huls- una. ÍSLENSKI FJARSJOÐURINN • • LANGHÆSTA AVOXTUN HLUTABRÉFAS JÓÐA 107% ávöxtun síðastliðna tólf mánuði § , LANDSBREF HF. Erum við símann til kl. 19:00 í dag og á morgun. Tryggðu þér skattaafslátt og góða ávöxtun með einu símtali til Landsbréfa eða umboðsmanna Landsbréfa í útibúum Landsbankans. Þú getur einnig hringt í Símabankann, sími 560 6060. ÁBENDING FRÁ LANDSBRÉFUM: Ávöxmn í fortíð þarf ekki að gefa vísbendingu um ávöxtun í framtíð SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 535 2000, BRÉFASÍMI 535 2001, GRÆNT NÚMER 800 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.